Morgunblaðið - 14.02.1997, Síða 5

Morgunblaðið - 14.02.1997, Síða 5
4 B FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 B 5 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÓHANN og Marta eiga tvær dætur og var sú yngri getin með glasafrjóvgun. MARTA GRETTISDÓTTIR OG JÓHANN STEFNISSON T ækniþróun orðin nóg á þessu sviði „VTÐ hefðum hvorki viljað sæði úr öðrum karli né egg úr annarri konu ef okkar efniviður hefði ekki dugað til að geta barn,“ segja hjónin Marta Grettisdóttir og Jóhann Stefnisson, sem sumarið 1993 eignuðust dótt- urina Guðlaugu Katrínu, sem getin var með glasafijóvgun. Fyrir áttu þau Aðalheiði Jónu, 14 ára, en eftir að hún fæddist fékk Marta utanlegs- fóstur ljórum sinnum og skemmdust eggjaleiðarar hennar verulega við það. Marta segist hafa undirbúið sig vel, bæði andlega og líkamlega, fyr- ir glasafijóvgunina. „Ég held að miklu máli skipti að halda ró sinni fyrir fijóvgun, á meðgöngu og síðan í uppeldinu. Auðvitað eru væntingar fólks sem fer í glasafijóvgun miklar, en það má samt ekki velta sér of mikið upp úr þessu. Þetta viðhorf okkar á örugglega sinn þátt í því að umstangið kringum glasafijóvg- unina truflaði okkur lítið.“ Hvar endar þetta? Jóhanni og Mörtu líst að sumu leyti ágætlega á rannsóknir dr. Brinsters, sérstaklega ef hægt verð- ur að geyma sæðisfrumur krabba- meinssjúkra karla meðan þeir eru í lyfjameðferð. Þó segjast þau hafa ' Ljósmynd/Jóhannes Long SYSTURNAR Guðlaug Katrín þriggja ára og Aðalheiður Jóna 14 ára. áhyggjur af því að vísindamenn þekki ekki takmörk sín. „Nú er hægt að hjálpa flestum ófijóum pörum, ef ekki með tækni- eða glasafijóvgun þá með smásjárfijóvg- un. Við höfum áhyggj- ur af því hversu langt menn geta gengið í ÞESSUM þremur fósturvísum var komið fyrir í legi Mörtu. Einn þeirra er Guðlaug Katrín á fyrsta fósturstigi. rannsóknum. Ófijótt fólk af kynslóð foreldra okkar átti engra kosta völ. Við eigum kost á glasafijóvgun, en hvað um börnin okkar? Þótt tilgang- ur rannsókna á sviði læknisfræði sé örugglega alltaf góður er aldrei að vita hvenær menn ganga of langt. Okkur finnst að nú sé rétti tíminn til að hætta og tækniþróun sé orðin næg á þessu sviði.“ Þegar Marta og Jóhann fóru í glasafijóvgun voru 12 egg fjarlægð úr eggbúi Mörtu. „Mér skilst að það þyki ekkert sérlega mikið, en alls fijóvguðust fimm egg. Þau voru skoðuð, metin og flokkuð og þau þijú sem voru nýtanleg voru sett upp í legið. Eitt lifði og úr því kom Guðlaug Katrín," segir Marta og sýnir stolt mynd af dætrum sínum tveimur. Hún segir að starfsfólk á glasafijóvgunardeild hafi reynst þeim hjónum afar vel og ljóst sé að þar vinni afar hæft fagfólk. Egils pilsner er einn fárra sinnar tegundarí heim- inum sem bruggaður er upp aö styrkleika en ekki vatnsþynntur eftir á. m | . L. Ófrjósemi er viðamikill þáttur í rannsóknum víða um heim og þegar Brynja Tomer gluggaði í bandarískt lækna- blað fyrir skömmu rakst hún á grein um enn frek- ari þróun á þessu sviði. Hugsanlega verður hægt að flytja óþroskaðar sæðisfrumur milli karla innan tíðar og örva sæðisframleiðslu hjá þeim sem á þurfa að halda. Hún ræddi m.a. við Guðmund Vikar Einarsson, sér- fræðing í þvagfæraskurðlækningum, sem segir brýnt að kanna t.d. hvaða erfðaefni nýjar sæðisfrumur myndu bera. FÓSTURVÍSIR í móðurkviði, um mánuði eftir getnað. Sæðisfrumur fluttar milli karla ÁSTÆÐUR fyrir ófijósemi og leiðir til úrbóta eru viðfangs- efni vísindamanna um allan heim. Sýnt hefur verið fram á að spræk- ar sæðisfrumur í með- alkarli eru ekki jafn margar og þær voru fyrr á öldum. í British Medical Journal birtist grein, árið 1992, um niðurstöður rannsókna á 15 þúsund körlum víðs vegar um heim. Þar kom fram að árið 1940 syntu 112 millj- ónir sæðisfrumna í hveijum millílítra sæð- is úr meðalkarli, en nú hefur þeim fækkað um helming. Þótt sæðis- framleiðsla í því magni sé langt frá því að leiða til ófijósemi hafa marg- ir áhyggjur af þróuninni ef hún heldur áfram á sömu braut. Rannsóknir enn á frumstigl Nýjar rannsóknir benda til þess að í framtíðinni verði hægt að ganga enn eitt skref í þróun á sviði ófijósemi og flytja svokallaðar stofnfrumur milli karla og örva þannig framleiðslu á sprækum sæðisfrumum. Stofnfruma er frumstig sæðisfrumu og henni til hjálpar koma meðal annars svokallaðar stoð- frumur, sem næra þær og styrkja. Dr. Ralph L. Brinster hefur á undanförnum árum unnið að rann- sóknum á rannsóknar- stofnun dýralækna- deildar háskólans í Pennsylvaníu og hafa greinar um niðurstöður hans verið birtar í virt- um ritum, til dæmis Nature Medicine. Þar er meðal annars greint frá rannsókn- um hans á nagdýrum, sem staðið hafa yfir í nokkur ár. Óþroskaðar sæðisfrumur, stofnfrumur, voru teknar úr fijóum dýrum og þær frystar og geymdar í allt að 156 daga áður en þeim var sprautað aftur í eistu sömu dýra eða ann- arra. Merkustu niðurstöðurnar eru líklega þær að eftir að stofnfrumum hafði verið sprautað í eistu dýranna hófst umtalsverð framleiðsla á sæð- isfrumum, jafnvel hjá dýrum sem fram að því höfðu verið ófijó. Tíðindi af þessum rannsóknum eru sögð sérlega ánægjuleg fyrir ófrjóa karla og einnig þá sem horfa fram á óftjósemi, til dæmis í kjölfar lyfjameðferðar vegna krabbameins í eistum. í ritinu Executive Health’s Good Health Report er m.a. rætt við dr. Marc Goldstein prófessor í þvagfæraskurðlækning- um í New York-háskólan- um. Hann fagnar fréttun- um og bætir við að þær ættu einnig að veita betri innsýn í orsakir ófijósemi. „Þær gætu til dæmis út- skýrt hvort ákveðin teg- und ófrjósemi stafar af galla í stofnfrumum eða hvort gallinn er í stoðfrumum sem næra og styrkja sæðisfrumur. Við sjáum einnig fram á að sjúklingur með krabbamein í eistum geti látið frysta stofnfrumur sínar áður en lyfjameðferð hefst og látið síðan koma þeim aftur fyrir í eistum sín- um að lokinni meðferð.“ Ýmsum spurningum enn ósvarað Guðmundur Vikar Einarsson, sér- fræðingur í þvagfæraskurðlækning- um, hefur unnið mikið með ófijó- semi. Hann segir umræddar rann- sóknir mjög áhugaverðar. „Annars vegar sýna þær hvernig hægt er að geyma stofnfrumur í frosti og koma þeim síðan aftur fyrir og hins vegar er sýnt fram á að hægt er að flytja stofnfrumu úr einni tegund í aðra, því í rannsókninni var meðal annars prófað að færa stofnfrumur úr mús- um í rottur og öfugt.“ Segir Guðmundur Vik- ar ljóst að mikil rann- sóknarvinna þurfi að fara fram áður en farið verður að gera aðgerðir af þessu tagi á körlum. „Allar rannsóknir taka ákveðinn tíma og mörgum spurn- ingum þarf að svara áður en farið er að gera nýjar aðgerðir á mönnum. Ýmis lagaleg og siðferð- isleg mál þarf að ræða og leita þarf svara við mörgum spurningum af þessum toga. Enn virðist því til dæmis ekki hafa verið svarað hvort erfðaefni sæðisþega eða sæðisgjafa er í þeim frumum sem sæðisþegi fer að framleiða. Ég sé fyrir mér að eftir tíu ár verði búið að leysa laga- leg og siðferðisleg vandamál og þróa aðferðir til að gera þessar aðgerðir á mönnum.“ GUÐMUNDUR Vikar Einarsson. Víð þurfum að svara mörgum lagalegum og siðferðislegum spurningum. Mjöður Egils áttræður EPALÍTIÐ vita fáir að Egils pilsner er einn fárra sinnar tegundar í heiminum sem bruggaður er upp að styrkleika en ekki vatnsþynntur eftir á eins og tíðkast í ölgerðum er- lendis. Þótt aðferðin hafi í fyrstu einkum helgast af strangri áfengislöggjöf hefur forsvars- mönnum Olgerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. ekki þótt ástæða til að taka upp fljótvirk- ari, auðveldari og ódýrari framleiðsluaðferð, þ.e. vatns- þynningu á lokastigi fram- leiðslunnar. Slík aðferð segja þeir að standi langt að baki þeirri sem notuð er við fram- leiðslu Egils pilsners. Árið 1913 stofnaði Tómas Tómasson heitinn fyrirtæki sitt, Ölgerðina Egill Skalla- grímsson, sem framleiddi ein- ungis malt og hvítöl í fjögur ár eða þar til Tómas sjálfur hóf tilraunir með að brugga pilsn- er; Egils pilsner, fyrir áttatíu árum. Þótt Tómas setti pilsner- inn á markað var hann framan af ekki allskostar ánægður með framleiðsluna. Dönsku dátarnir og Eglls pllsnerlnn Synir Tómasar, Tómas Agnar og Jóhannes, núverandi eigend- ur ölgerðarinnar, segja að árið 1924 hafi orðið bylting í gæðum ölsins þegar faðir þeirra réð þýskan bruggmeistara til starfa. „Edward Meister náði fljótlega frábærum árangri. Besti vitnisburðurinn um ágæti ölsins voru þó dönsku dátarnir, sem komu með Kristjáni X Danakonungi í opinbera heim- sókn árið 1926. Mönnum þótti mikið til um að þeir tóku Egils pilsner fram yfir þann danska og sagan var ekki lengi að spyrjast út. í kjölfarið hvarf danski pilsnerinn, sem óspart hafði verið haldið að þjóðinni, smám saman af markaðnum og Egils pilsner varð allsráðandi. Þá sögðu íslandingar ef til vill í fyrsta skipti „íslenskt - já takk,““ segir Tómas Agnar. Á síðasta ári voru framleiddir tæpir 500 þúsund lítrar af Egils pilsner. Þótt framleiðslutækni hafi þróast og geymsluþol auk- ist í tímans rás segir Tómas Agnar að bragðið sé svipað og þegar dönsku dátarnir gæddu sér á veigunum fyrir tæpum sjötíu árum. Afþýskum bruggmelsturum Á stríðsárunum var Tómas heitinn bruggmeistari fyrirtæk- isins, síðan Hinrik Guðmunds- son, eini lærði íslendingurinn í faginu í þá daga, og árið 1953 tók Þjóðveijinn Hermann Raspe við. „Síðan hafa Þjóðveijar ráð- ið lögum og lofum í ölgerð fyrir- tækisins. Hermann starfaði áður í KindelbrUuerei, víð- frægri ölgerð í Berlín, og hafði getið sér góðan orðstír í heima- landinu. Sem fyrrverandi félagi í nasistaflokknum og uppá- haldsbruggmeistari nasistafor- ingja átti hann erfitt uppdráttar eftir stríðið og hrökklaðist úr landi. Þekking Hermanns kom sér vel og hann átti stóran þátt í að þróa framleiðslutæknina og auka geymsluþolið,“ segir Tómas Agnar. Vegna hinnar sérstöku fram- leiðsluaðferðar Egils pilsners DAGLEGT LÍF________ Frjóvgun með náttúrulegum hætti eða aðstoð tæknilegra nýjunga VIÐ fijóvgun með náttúrulegum hætti etja 200-350 milljón sæðis- frumur kappi upp á líf og dauða í nokkra klukkutíma er þær synda í átt að eggi sem losnað hefur úr eggbúi konu. Sprækasta fruman, sú sem fyrst kemst að egginu, fær að fijóvga það en hinar deyja. Því fer fjarri að fijóvgun takist alltaf með þessum hætti og svo virðist sem ófijósemi hafi aukist á síðustu árum og áratugum. Nú er hún orðin all- stórt vandamál í heilbrigðiskerfi Vesturlanda. Ekki er vitað nákvæmlega hversu algeng ófijósemi er, en oftast er talað um að hún hijái 10-15% para á Vesturlöndum. Sumir telja hlut- fallið hærra og að ófijó pör séu nær 20%. Læknavísindi hafa ýmsar leið- ir til úrbóta, til dæmis glasa- og tæknifijóvganir. Svokölluð smásjár- fijóvgun er nýleg tækni sem kemur þeim vel sem hafa ónógar sæðis- frumur eða sæðisfrumur með léleg- an hreyfanleika. Sæðisfrumu er þá sprautað beint í egg konunnar og er notuð örmjó glernál til þess, ásamt smásjá sem stækkar 200-400 sinnum. Glasafjóvgun Langur biðlisti hefur verið á glasafijóvgunardeild Landspítalans frá því hún tók til starfa. Pör sem fara í glasafijóvgun þurfa að upp- fylla ýmis skilyrði og gangast undir rannsóknir áður en metið er hvort glasafijóvgun er viðeigandi. Að öll- um skilyrðum uppfylltum og bið- tíma liðnum tekur við undirbúning- ur fyrir fijóvgunina. Öllu meiri und- irbúningur er hjá konum en körlum, hvort sem ófijósemi er tengd eggja- framleiðslu hennar eða sæðisfrum- um karlsins. í bæklingi sem kvennadeild Landspítalans gaf út um glasa- fijóvgun kemur m.a. fram að undir- búningur taki um einn mánuð. Kon- an fær daglegar lyfjasprautur í um tvær vikur og fer síðan í rannsókn til að kanna hvort lyfið hafi haft tilætluð áhrif, auk þess sem eggja- stokkar eru skoðaðir til að meta með einungis 2,25% alkóhóli að rúmmáli þarf oft að skipta um ger og rækta það upp. I kveri um sögu Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson, sem Gísli Guð- mundsson gerlafræðingur skráði í tilefni fimmtán ára af- mælis fyrirtækisins 1928, segir á einum stað: „Áttunda deildin er gerhreinræktunarstofa, og er hún nauðsynleg, því jafnan er skift um ger öðruhvoru, ekki síst fyrir þá sök, að það er hálfkvalið í svo áfengislitlu öli, sem hjer er leyft að gera. Ger- hreinræktunaráhöldin eru gerð eftir fyrirsögn hins kunna vís- indamanns E. Chr. Hansens.“ „Meiri fylling í bragðinu í samanburði við öl, sem þynnt er eftir á, er samdóma álit þeirra sem hafa bragðlaukana í lagi,“ segir Tómas Agnar. „Egils pilsner hefur lengi verið helsta skrautfjöður fyrirtækis- ins og við verðum alltaf jafn- montnir þegar erlendir kolleg- ar hrósa okkur fyrir framleiðsl- una.“ ■ vþj hvort blöðrur hafi myndast. Þá taka við annars konar lyfjagjafir hjá konunni í 12-16 daga og á sama tíma byijar karlinn að taka sýkla- yf. Ef meðferðin ber tilætlaðan árangur og stærð eggbúa er nægj- anleg er eggheimta skipulögð. Sama dag og náð er í egg skilar karlinn sæðisprufu sem notuð verð- ur við fijóvgunina. Eggheimta fer fram með aðstoð ómtækja og fær konan þá róandi og Verkjastillandi lyf auk staðdeyfingar. Að lokinni eggheimtu tekur konan sýklalyf í viku til að draga úr hættu á sýkingu Eggjum og sæði er blandað sam- an 4-6 klukkutímum eftir egg- heimtu. Fylgst er með fijóvgun og sérfræðingar meta lífvænleika fóst- urvísa. Ef fijóvgun verður er fóstur- vísum komið fyrir legi konunnar tveimur til þremur dögum síðar. Getur parið ákveðið hvort einn, tveir eða þrír fósturvísar eru settir upp í legið. Vegna hættu á fjórbura- þungun eru fjórir fósturvísar ekki settir upp. Að tveimur vikum liðnum er gert þungunarpróf með blóðsýni og kemur þá í ljós hvort fósturvísar hafa náð að festast í legi. Hafi það tekist eru blóðsýni tekin úr konunni íjórum sinnum á næstu tveimur vikum til að fylgjast með þungunar- hormóni. Þá taka við ómskoðanir til að staðfesta þungun í legi og þroska fósturvísa. Ef allt hefur gengið samkvæmt áætlun heldur meðganga áfram undir eftirliti læknis. Heimilt að geyma fósturvísa {fimm ár Samkvæmt íslenskum lögum er nú heimilt að geyma fósturvísa í fimm ár. Geymsla þeirra er háð skriflegu samþykki þeirra sem leggja kynfrumur til og er aðeins heimil í þeim tilgangi að koma þeim síðar fyrir í konunni sem lagði til eggið, eða eiginkonu eða sambýlis- konu þess karlmanns sem lagði til sæðisfrumurnar. Samkvæmt lögum um tæknifijóvgun, sem samþykkt voru síðastliðið vor, setur ráðherra reglur um leyfilegan geymslutíma fósturvísa í samræmi við bestu læknisfræðilegu þekkingu á hveij- um tíma. í kjölfar gildistöku lag- anna var skipuð nefnd þriggja sér- fróðra manna á sviði læknisfræði, lögfræði og siðfræði til að fylgjast með framkvæmd laganna og vinna að endurskoðun þeirra. Voru nú- gildandi reglur, um 5 ára geymslu- tíma, samþykktar að tillögu þessar- ar nefndar. Framtíðarhúsgögn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.