Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Aldin að árum en baráttuþrekið óbugað Þóra Einarsdóttir er enn að, áttatíu og fjögurra ára. Frá herbergi sínu á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð aflar hún fjár fyrir nauð- stadda Indveija. Hún sagði Valgerði Þ. Jóns- dóttur frá baráttu sinni við að tryggja áfram- haldandi rekstur skóla, sem hún setti á laggirnar á Indlandi. ■■■ ÞÓRA Einarsdóttir, oft kennd o við Vemd, segist enn vera „að Wi sníkja". Hún er orðin áttatíu O °g fjögurra ára og hefur trú- O lega farið síðustu ferð sína til H" Indlands, en þar stofnaði hún Wi endurhæfíngarheimili fyrir IQ holdsveikar stúlkur í Madras Ub fyrir áratug. Frá morgni til kvölds situr hún við símann og skrifar á tölvuna í herbergi sínu í Seljahlíð þar sem hún hefur búið síðastliðna mánuði. Þótt 35? Þóra sé heilsulaus og komist ekki sjálf til að fylgjast með rekstrinum fer fátt fram hjá henni. Síminn og tölvan eru hjálpar- tæki hennar. Þóru er mikið hjartans mál að tryggja áframhaldandi rekstur heim- ilisins, sem fyrir nokkmm ámm var breytt í skóla með áherslu á bókleg- ar greinar, tölvunotkun og hand- mennt. Hún segist vera orðin þaulæfð í sníkjum og þann starfa geti hún altént innt af hendi þótt hún komist varla milli húsa. Innan Morgunblaðið/Þorkell „ÓKEYPIS skóli er raunhæf þróunarhjálp — neyðarhjálp," segir Þóra Einarsdóttir. skamms halda tveir synir hennar ásamt ritara Indversku barnahjálp- arinnar, sem jafnframt er félagi í Soroptimistasambandi íslands, eins styrktaraðila skólans, til Madras. Þau ætla að skoða aðstæður og kanna hvort breytinga er þörf á kennsluháttum eða á öðram sviðum. Meft langan llsta f fartesklnu „Synir mínir kosta ferðina úr eigin vasa, öðmvísi væri þetta ekki hægt. Þeir verða augu mín og eyra og hafa langan lista fyrirmæla frá mér í farteskinu. í kjölfar fréttatilkynn- ingar frá Læknum án landamæra, alþjóðasamtökum sem ég hef starfað mikið með, þarf til dæmis að kanna hvort leggja eigi meiri áherslu á fræðslu um alnæmi og smitleiðir. Samtökin benda á að alnæmi hafi tekið við af holdsveiki sem skæðasta plága Indlands," segir Þóra, sem flestir þekkja af störfum hennar að líknar- og mannúðarmálum hér heima og á Indlandi. Hún var hvata- maður að stofnun Verndar; félaga- Vísir að safni með indversk- um munum ÞÓRA Einarsdóttir ætlar að ánafna íslensk-indverska menn- ingarfélaginu alla þá indversku muni, sem henni hafa áskotnast á ferðum sínum um Indland. Hún afhenti Jóni Arnalds, ræðismanni Indlands á íslandi, gripina með ósk um að þeir yrðu fyrsti vísir að indversku safni hér á landi. Að sögn Jóns er í bígerð að flokka munina og skrá helstu upplýsingar í samráði við Þóru. Ætlunin er að koma gripunum fyrir í vistlegum húsakynnum sem félagsmenn geta jafnframt notað til hugleiðslu. ■ Morgunblaðið/Þorkell I í t \ i c ] t 1 ] 1 ( ! ! 1 ] i ; 1 i ÞÓREY Vilhjálmsdóttir frá Eskimo Models í viðtali hjá blaðamanni The New York Times. NICK Graham milli Sóleyjar og Völu í sjónvarpsviðtali eft- ir sýninguna. ALLS tóku 10 karlmenn þátt í sýningunni auk ísleusku stúlkn- anna. Joe Boxer á leið til íslands VEGLEG sýning á vegum banda- ríska tískuframleiðandans Joe Box- er sem haldin verður á íslandi í apríl næstkomandi var kynnt fyrir fjölmiðlum á sýningu í New York á-dögunum. Sýningin á íslandi verð- ur fyrsta alþjóðlega tískusýning Joe Boxer. Nick Graham aðaleigandi fyrirtækisins var hér á landi fyrir nokkram vikum þar sem hann hafði samband við íslenskar módelskrif- stofur en hann hyggst aðeins nota íslenskar fyrirsætur á sýningunni. „Graham valdi fjórar fyrirsætur frá Eskimo Models til að fara út á sýninguna í New York og fóru þær allar í boði Joe Boxer. Stúlkurnar sem voru einu kvenfyrirsæturnar á sýningunni vöktu mikla athygli er- lenda fjölmiðlafólksins," segir Þó- rey Vilhjálmsdóttir, en hún rekur Eskimo Models ásamt Ástu Kristj- ánsdóttur. Þórey sagði ennfremur að sýningin i New York hefði verið mjög fagmannlega unnin og að það væri gott tækifæri fyrir íslenska módelskrifstofu að vera valin í þetta verkefni. íslensku stúlkurnar sem fóru út á vegum Eskimo Models heita Elva Dögg Melsteð, Júlía Björgvinsdóttir Valgerður Árnadóttir, og Sóley Kristjánsdóttir. Sýningin var haldin í sýndarveru- leikamiðstöð á Times Square og vakti athygli fyrir frumleika. Henni var sjónvarpað á tveimur sjónvarps- stöðvum í Bandaríkjunum og birt- ust m.a. valdir kaflar í Entertain- ment Tonight sem sýndur hefur verið á Stöð 2. Gott tœklfœrl “Þetta var frábær ferð og mér leið alveg eins og í bíómynd allan tímann. Þessi sýning mjög frumleg og litrík, alls ekki eins og þessar hefðbundnu “catwalk“ sýningar. Við stelpurnar vorum sérstaklega kynntar sem fyrirsætur frá Islandi og vakti það verulega athygli fjöl- miðla,“ sagði Elva Dögg Melsteð. Hún er sannfærð um að tækifæri eins og þetta geti reynst mjög vel í hinum harða heimi fyrirsætu- bransans og sagði að lokum að rús-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.