Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 1
V
■ MILDIR LITIRINNAN VEGGJA HEIMILA/2 B LOÐFELDIR EKKI
LENGUR STÖÐUTÁKN/3 ■ EFNISHYGGJA OG ALLSHERJAR
FARSÆLD/4 ■ MALSNILLD I
TILHUGALIFI/6
Strípulitanir
og styttur
þykja í tísku
sem og gegn-
sæir kjólar.
hár og sítt
VORLÍNAN í hártískunni var
kynnt á frönsku hárgreiðslusýn-
ingunni Haute Coiffure Frangaise
sem haldin var nýlega í Parísar-
borg. Þangað flykktust hár-
greiðslumeistarar víða að úr heim-
inum til að kanna hvað franskir
starfsbræður þeirra hefðu fram
að færa og þeirra á meðal voru
þær Elsa Haraldsdóttir frá Salon
VEH og Hanna Kristín Guð-
mundsdóttir frá hárgreiðslustof-
unni Kristu.
í samtali við Daglegt líf sögð-
ust stöllurnar vera mjög ánægðar
með sýninguna þar sem fram
hefði komið heilmikið af nýjung-
um sem þær geti nýtt sér í starfi.
Það sem einkenndi stílbragð
frönsku hárgreiðslumeistaranna
öðru fremur var að þeirra mati
ljósir hárlitir og síðara hár en
verið hefur í tísku.
„Dömuhárgreiðslurnar voru líf-
legar en flestir meistaranna
klipptu styttur í hárið með nýrri
aðferð sem gerir hárið létt og fjör-
legt. Herrarnir voru alls ekki
snöggklipptir heldur allir fremur
síðhærðir og margir þeirra loðnir
í kringum eyru og hnakka. Strípu-
litanir eru mjög algengar hjá báð-
um kynjum og oftast í mjög sterk-
um og kröftugum tónum. Litirnar
eru þó ívið dekkri hjá körl-
um en konum.“
Á frönsku hársýning-
unni sem haldin er
bæði vor og haust,
sýna jafnan frægir
franskir fatahönn-
uðir nýjustu
sköpunarverk
sín. Christian
Dior hefur
meðal ann-
ars hann-
að drag-
síða og
ró-
sótta kjóla sem voru
til sýnis en mikla athygli
sýningargesta vöktu kjólar úr
málmefnum, hannaðir af Paco Ra-
banne. Hjá öðrum fatahönnuðum
gætti meðal annars austurlenskra
áhrifa, sýndur var fatnaður sem
hannaður er í anda Elvis Presleys
og margar fyrirsætur skörtuðu
gegnsæjum kjólum og blússum.
Að sögn Elsu og Hönnu Kristín-
ar var andlitsförðun fyrirsætanna
mjög vel heppnuð og skemmtileg.
Annað hvort voru þær mikið farð-
aðar um varirnar eða augun.
„Varalitimir voru í fremur óvenju-
legum litum, til dæmis dökkbláir
eða hvítir, augnförðunin var yfir-
leitt í sterkum og dökkum litum
en að öðru leyti voru fyrirsæturnar
lítið farðaðar.“ ■