Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 2

Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ __________DAGLEGT LÍF Mildari litir innan veggj a LITIR innan veggja heimilanna verða mildari á næstu tveimur árum en síðustu misseri sam- kvæmt spá sérfræðinga sem legg- ja línur í þessum efnum í Evrópu. Á árlegri Heimtextil-sýningu sem haldin var í Frankfurt fyrir sköm- mu voru kynntar helstu nýjungar í hönnun og var Eyjólfur Pálsson innanhússarkitekt meöal þeiiTa sem sóttu sýninguna. Ljós og lýsing Segist hann ekki hafa orðið var við róttækar breytingar á straum- um og stefnum í innanhússarki- tektúr, en þó sé ljóst að glugga- tjöld, áklæöi og innanhússmálning verði í mildari litum en til þessa. „Þótt einhverjar tískusveiflur séu í litum skiptir mestu máli að per- sónulegur smekkur húsráðenda fái aö njóta sín. Sumir falla raunar í þá gryfju, þegar þeir ætla að mála heima hjá sér, að velja nokkra liti af litaspjöldum, sem þeim fínnast fallegir án þess að velta fyrir sér hvernig þeir passa saman. Sam- setning lita skiptir verulegu máli til að heildarsvipur verði fallegur í híbýlum.“ Lýsing er Eyjólfi hugleikin, ekki síður en hönnun. Hann mælir með því að fólk velti vel fyrir sér lýs- ingu á heimili sínu áður en ráðist er í að kaupa ljós og lampa. „Ef um er að ræða ný hús er hægt að leita upplýsinga hjá rafmagnstækni- fræðingum eða rafmagnsverk- fræðingum sem hafa séö um hönn- un raflagna í húsinu. Þessir menn hafa væntanlega velt fyrir sér lýs- ingu í húsinu og er gott að heyra hljóðið í þeim áður en ljós eru sett upp. í eldri húsum eru lagnir oft svo gamlar að ekki er hægt að ná tali af þeim sem sáu um raflagnir, en þá er tilvalið að leita upplýsinga hjá fagfólki, til dæmis í verslunum sem selja ljós og lampa.“ Lýsing í dökku rými Eitt af því sem Eyjólfur bendir á að skipti máli er að fólk átti sig á eðli lýsingar sem það vill hafa á heimili sínu. „Sums staðar eru loft til dæmis mjög falleg og þá er þess virði að hafa ljós sem lýsir ekki aðeins niður heldur einnig upp í átt að loftinu.“ POUL Henningsen segir að minni lýsingu þurfí í dökkt herbergi en ljóst. Hann segir að litir geti vissu- lega haft áhrif á birtu í híbýlum, en það er algengur misskilningur að í dökku rými þurfi miklu meiri lýsingu en í ljósu rými. „Poul Henningsen gerði til dæmis grein fyrir þessu í bók sem hann skrifaði um lýsingu. Hann setti upp ljós í 20 fermetra eldhúsi með dökk- fjólubláu lofti, svartri eldhúsinn- réttingu og íústrauðum flísum á gólfi. Hann setti upp eitt af sígildu loftljósunum sínum, Ph5, í miðju eldhússins og lét nægja 60 kerta peru í það. Þrjú önnur ljós voru í eldhúsinu, hvert með 25 kerta peru, svo alls var þetta stóra og dökka rými lýst upp með 135 kert- um. Ástæðan er sú að augasteinar okkar dragast saman í myrkri og augun aðlagast því. Þess vegna þarf minni lýsingu í dökku her- bergi en ljósu, hversu undarlega sem það hljómar.“ Halogen-ljós ofnotuð Eyjólfur segir að stundum séu halogen-ljós ofnotuð. „Besta lýs- ing á heimilum finnst mér sú sem líkir sem mest eftir dagsbirtu. Loðfeldir eru munaðarvara en ekki stöðutákn eins o M LOÐDYRABÆNDUR og sölusamtök þeirra hafa ástæðu til að kætast um þess- ar mundir. Eftir mörg erfið ár hefur verð minkaskinna hækkað um 87% og refaskinna um 20% á árunum 1995 og 1996. Því þykir sýnt að loðfeldir eru í tísku og verði enn um sinn. Um síðustu helgi stóð Saga Furs of Scandinavia, Samtök íslenskra loðdýrabænda og Pelsinn fyrir sýningu á minka- og refaskinnum á Hótel Islandi. Þar voru sýndar tæplega sextíu flíkur úr minka- og refaskinnum, sem fulltrúar Saga Furs ferðast með landa á milli og kynna sem loðfeldatísku vetrarins 1997/98. Um tuttugu loðfeldir frá Pelsinum voru einning á sýning- unnni auk þess sem íslenskir loð- dýrabændur sýndu afrakstur framleiðslu sinnar og ráðunautar frá Bændasamtökunum veittu verðlaun fyrir bestu minka- og refaskinnin. Saga Furs of Scandinavia eru samtök loðdýrabænda á Norður- löndum, stofnuð 1954, og hafa Samtök íslenskra loðdýrabænda verið innan vébanda þeirra frá ár- inu 1981. Að sögn Tom Steifel- Kristensen, yfirmanns almanna- tengsla Saga Furs, er hlutverk samtakanna að sjá um alþjóðlega markaðssetningu minka- og refa- skinna. „Merki Saga Furs of Scandinavia er tvímælalaust lang- þekktasta merki á pelsum um all- an heim. Heimsfrægir tískuhönn- uðir eins og Yves Saint Laurent, Nina Ricci, Lacroix, John Galliano, Ferré og fleiri kaupa Saga Furs- skinn. Markaðshlutdeild samtak- anna er 70% af minkaskinnum sem framleidd eru á minkabú- um og sam- bærileg tala íyrir refa- skinn er Wé Morgunblaðið/Jón Svavarsson MINKAPELSAR frá Pelsinum úr liágæðafeldi Saga Royal. ítölsk hönnun. Síð- ast- liðin tutt- ugu ár hafa orðið stórfelld ar fram- farir í gæðum skinna og loðfeldir og alls kyns flíkur úr minka- og refaskinn- um eru eftir- .NÝSTÁRLEG- UR fatnaður úr minkaskinni; brjóstahaldar inn er úr hvítu og svörtu minka- skinni. I jakkanum skiptast á rendur úr svörtum minka- feldi og satini, og pilsið er gegnsætt milli minka skinnsranda. Hönnuður: Mart- in Reid, London. HARALDUR Reynisson loðdýrabóndi á Hlíðarbergi á Mýrum fékk 1. verðlaun fyrir refaskinn og Halldóra Andrésdóttir loðdýrabóndi á Fé- lagsbúinu Engihlíð í Vopnafirði 1. verðlaun fyrir minkaskinn. Kepp- endur fengu stig fyrir stærð skinnanna, lit og gæði, en þá var tekið tillit til þéttleika háranna, áferðar og hreinleika þelsins. Refabændur þurftu að skila inn þremur skinnum og minkabændur fímin. APPELSINUGULUR minkapels með bláum legg- ingum og röndum. Minkaskinnið er snöggt því búið er að plokka löngu hárin, svokölluð vindhár, af og einungis undirullin eða þelhárin eru eftir. Hönnuður; Alex Fung, New York. sótt tískuvara," segir Steifel- Kristensen. Aðspurður hvort áróður ýmissa dýra- og umhverfisverndarsam- taka hafi dalað segir Steifel- Kristensen að mótmælin séu ekki eins hávær og áður. „Fólk er orðið langþreytt á að láta segja sér f'yrir verkum. Það vill taka sjálfstæðar ákvarðanir en ekki láta ofstækis- fulla hópa gefa íyrirskipanir um hvernig það á að hugsa, klæðast og haga lífi sínu. Þótt loðfeldir séu munaðarvara er ekki lengur litið á þá sem stöðutákn. Ný hugsun og vöruþróun hefur leitt til þess að „ömmupelsinn“ er úr sögunni og komnir eru fram á sjónarsviðið pelsar frá alþjóðlegum tískuhönn- uðum, sem nota heimsins besta hráefni til að skapa nýja hönnun á fatnaði úr náttúrulegasta efni sem fáanlegt er.“ vþj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.