Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF MÁLSNILLD og skopskyn munu líklega alltaf eiga upp á pallborðið. Hver man ekki eftir ævintýrinu um Hans klaufa? Þá lét prinsessan þau boð út ganga að þann mundi hún kjósa sér að eiginmanni sem henni þætti best koma fyrir sig orði. Marg- ir biðlar lögðu leið sína til hallarinn- ar og reyndu fyrir sér, en allt kom fyrir ekki. í hvert skipti sem þeir stóðu frammi fyrir henni stóð orð- kringin í þeim og hún sagði: „Ekki dugir hann. Burt með hann!“ Þar til Hans klaufí kom ríðandi inn í stofuna á geithafri og hafði svör á reiðum höndum við öllum spumingum kóngsdótturinnar. „Tama líkar mér,“ sagði hún þá, „þú lætur ekki standa á svömm, þú kannt að koma fyrir þig orði, og þig kýs ég fyrir eiginmann." Led Zeppelin-plöturnar Orðræða er þegar allt kemur til alls líklega best fallin til þess að hrífa hitt kynið. Þegar fer að nálg- ast lokun á öldurhúsum og menn hafa drukkið í sig kjark er enda viðbúið að setningar fari að heyrast á borð við: „Má bjóða þér í glas?“ eða „Kemurðu oft hingað?“ í fram- haldi af því: „Viltu koma heim og hlusta á Led Zeppelin-plöturnar mínar?“ Ekki em þó allir jafnandlausir í þessum efnum. Með því að slá upp „pick-up line“ á alnetinu fæst listi yfír heimasíður með fjöldann allan af setningum sem ætlað er að falla í kramið á slíkum stundum. Setning- ar á borð við: „Ég týndi símanúmerinu mínu. Geturðu lánað mér þitt?“ eða: „Meiddirðu þig nokkuð?“ „Hvenær?“ „Þegar þú féllst af himnum ofan.“ Hver lætur ekki heillast af svona mælsku? Áður en lengra er haldið er rétt að leita að þýðingu á orða- sambandinu „pick-up line“. „Að fara á fjörurnar við einhvem" er full þungt í vöfum. Enda geta margar fleiri þýðingar komið til greina, svo sem bólbeita, ísbrjótur, brókarlykill, tökuorð eða rúmmál. Orðið bólbeita féll einna best í kramið hjá viðmæl- endum blaðamanns og verður það orð notað hér á eftir. Margt býr í þokunni Bólbeitur koma ekki aðeins fyrir í ævintýrum, á öldurhúsum og í rang- hölum alnetsins. Þær er alls staðar að fínna, líka í þjóðsögunum: „Einu sinni var bóndadóttir á bæ. Hún vakti um nótt í rúmi sínu, en aðrir sváfu. Þá heyrði hún, að komið var upp á gluggann yfír rúminu og sagt: „Margt býr í þokunni, þokaðu úr lokunni, lindin mín ljúf og trú.“ Bóndadóttir svarar þegar: „Fólkið mín saknar, og faðir minn vaknar; hann vakir svo vel sem þú.“ Við það hvarf huldumaðurinn burtu og vitjaði hennar aldrei aftur.“ Rottubúr holdslns Lýsingu á því þegar Panúrg einsetti sér að komast yfir eina af heldri dömum Parísar má fínna í bókinni Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais. Þar segir að hann hafí lagt til hliðar öll þau fírn af löngum formálsorðum og yfírlýsingum er raunamæddir og djúpthugsandi elskhugar föstunnar, sem ekkert séu að ijála við holdið, ryðji yfirleitt úr sér, og sagt við hana dag einn: Frú, það myndi vera gagnsamt fyrir allt lýðveldið, ánægjulegt fyrir yður, heiður fyrir „Allt er leyfílegt í ástum og stríði,“ segir málshátturínn. Ef það er rétt, hvaða vopn eru þá öflugust í tilhugalífinu? Smekkur manna í þeim efnum er sjálfsagt eins misjafn og mennimir eru ólíkir. Pétur Blöndal komst að því að sumir falla fyrir útliti, aðrir gáfum, enn aðrir peningum og svo mætti lengi telja. Engin töfralausn virðist vera til. Eða hvað? Morgunblaðið/Golli FRÍMERKJASAFNIÐ getur komið I góðar þarfir á öldurhúsum borgarinnar. GUNNLAUGUR telur röðina á Bæjarins bestu ekki hentuga fyrir bólbeitur. Færi í mitt fínasta í afmælisriti Menntaskólans í Reykjavfk sem út kom á síðasta skólaári eru veitt „nokkur óbrigðul ráð til þess að ná sér í rekkjunaut." Þar á meðal: • „Er pabbi þinn þjófur?“ Uh, nei.“ „Hver hefur þá stolið öllum stjörnum himins og sett þær í augu þín?“ • „Heyrðu ljúfati, ég á ekki pen- ing í leigubíi. Má ég koma með þér heim?“ • „Er ekki um að gera að drífa sig áður en það myndast röð í fatahenginu?“ • „Þú hefur dansað svo mikið að þú ert orðin sveitt. Komdu, ég skal fara með þér í sturtu.“ • „Heyrðu, var ég búinn að sofa lyá þér?“ Einnig eru gefín ráð til að losna við rekkjunaut næturinnar morguninn eftir^ • „Ég held þér veiti ekkert af því að hlaupa heim.“ • „Ahhhhhh (geisp)... þú ert hérna ennþá, ha.“ • „Ég man það núna, ég er gift- ur.“ • „Þú ert að missa af strætó." • „Æ, endaði ég með þér í gter?“ • „Má ég lemja þig með goíf- kylfu?“ • „Ekki heilsa mér í skólanum." • „Er þetta falin myndavél?" • „Hver hleypti þér inn?“ • „Neeiiiii... Ekki aftur!" ■ „EF ÉG væri að reyna við stúlku myndi ég líklega ekki gera það hérna,“ segir Gunnlaugur Sæv- arsson og gæðir sér á pylsu fyrir utan Bæjarins bestu. „Ætli ég færi ekki í mitt fínasta og byði henni í glas,“ segir hann. „Ef það ætti við.“ „Hvernig myndirðu bregðast við ef ungþokkagyðja kæmi að þér hérna í röðinni á Bæjarins bestu, horfði dreymandi á þig og spyrði: „Kemurðu oft hingað?" spyr blaðamaður. „Ætli ég myndi ekki svara: „Já, gerir þú það ekki líka?“ Síðan myndi ég biðja um símanúmerið lyá henni.“ „Þú hefur ekki boðið kær- ustunni þinni á fyrsta stefnumótið hingað þegar þú fórst á fjörurnar við hana,“ spyr blaðamaður. „Það var nú reyndar hún sem náði í mig,“ svarar hann og brosir. ætt yðar, og mér nauðsyn, að þér væruð yfírskyggð af mínu kyni; og trúið mér, því reynslan mun sýna yður fram á það.“ Daman hratt honum frá sér við þessi orð, meira en sextíu mílur, og sagði: — Vesæla fífl, fínnst yður hlýða að ávarpa mig slíkum orðum? Við hvern haldið þér að þér séuð að tala? Snautið burt, látið mig aldrei sjá yður framar, fyrir hvað lítið sem er læt ég höggva af yður hendur og fætur. - En, sagði hann, mig varðar lítið um það þótt ég týni höndum og fótum, að því tilskildu að við, þér og ég, eigum saman litla gleðistund, pijónandi fótunum upp og niður; því hérna er meistari Jón fímmtudagur sem myndi láta yður valsa svo vel að þér fyndið fyrir því inn í merg og bein. Þetta er sprækur strákur og kann vel, áður komið er að mergi málsins, að fínna öll agnhöldin og sætukoppana í rottubúri holdsins, svo að á eftir honum þarf ekkert nema að dusta af rykið.“ Sólbakaður saltflskur Ekki þarf að fara alla leið til Parísar til að finna andaktugar lofrullur til handa kvenþjóðinni. í bókinni Bréf til Láru kemst Þórbergur Þórðarson svo að orði: „Mín góða og skemmtilega vinkona! Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blásteinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum englaröddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigaóp vorrar vesölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrðar og vegsömunar, andlegrar umturnunar, sáluhjálpar og syndakvittunar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól.“ Stattu við fyrlrheltið Margar bólbeitur eru ennfremur varðveittar í vísum sem lifa með þjóðinni. í ljóðabók Þuru í Garði segir frá því að hópur nemenda úr Iðnskóla Ákureyrar hafi staðnæmst að Garði. Tveir menn hafi gengið heim að bænum og fært Þuru þessa vísu: Þura í Garði þraukar hér þögul á vatnsins bakka. Ef hún kynntist meira mér, myndi hún eip krakka. Hún svaraði að bragði: Ekki þarftu’að efa það; eg mun borga skeytið. Nefndu, drengur! stund og stað og stattu við fyrirheitið. Óbyggðanámskelð í Síberíu Ætli það sé ekki við hæfí að enda umfjöllun um bólbeitur á samtali Bonds, James Bonds, við íðilfagran rússneskan njósnara í rómantískri bátsferð. „Það kólnar,“ segir hún. „Get ég hlýjað þér?“ spyr Bond herramannslega. „Hafðu ekki áhyggjur, Bond. Ég fór á óbyggðanámskeið í Síberíu." „Það er víst ekki ótítt meðal samlanda þinna. Hvað lærðirðu?“ „Að jákvætt hugarfar væri mikilvægt." „Ekkert sem kemur að betri notum?“ „Fæðan er einnig mjög mikilvæg." „Hvað annað?“ „Þegar nauðsyn krefur geta einstaklingar yljað hvor öðrum.“ „Það líkar mér,“ segir Bond, tekur utan um hana og kyssir hana. „Gera þeir þetta virkilega í Síberíu?" „Já,“ svarar hún. „En þeir fara öðruvísi að,“ heldur hún áfram og kyssir hann aftur. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.