Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 B 7 EFTIR að hafa farið leynt með tilfinningar sínar árum saman fór Ned loks á fjörurnar við yfirbókasafnsvörðinn. Morgunblaðið/Golli VINKONURNAR Guðrún og Ingibjörg rifja upp bólbeitur. Sakleysið uppmálað „NEI, við erum svo saklausar,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir þegar blaða- maður spyr hvort hann megi ræða við hana og Guðrúnu Kaldal, vinkonu hennar, um bólbeitur. „Hlærðu að því,“ heldur hún svo áfram. „Þetta eru bara blákaldar staðreyndir." Guðrún brosir að duttlungunum í vinkonu sinni og segir ólíkindalega: „Ef maður hugsar langt aftur í tím- ann . . .“ Þær sitja í makindum sínum á veitingastaðnum Horninu og glettnin skín úr andlitum þeirra þeg- ar þær byija að rifja upp setningar á borð við „Viltu í glas?“ eða „Rosa- lega ertu með falleg augu.“ „Hvað ertu að gera?“ spyr Ingi- björg allt í einu og verður hvumsa þegar blaðamaður skoðar miðann aftan í hálsmáli hennar. „Ég var bara að athuga hvort það stæði „Made in Heaven," svarar blaðamað- ur og reynir að bera sig karlmann- lega. „Æi, greyið,“ segir Ingibjörg full af samúð. „Hann myndi ekki komast svona langt hjá mér,“ segir Guðrún. „Eg væri löngu búin að kýla hann.“ ■ DAGLEGT LÍF Lyklar að Rollsinum ÞEGAR slegið er upp orðasam- bandinu „pick-up line“ á alnetinu kemur upp listi með ógrynni af skjölum. Blaðamaður fletti upp í nokkrum þeirra og fann fáeinar bragðmiklar bólbeitur. • „Ertu grísk?“ „Nei,“ „Nú, ég hélt að allar gyðjur væru grískar.“ • „Fyrirgefðu, geturðu nokkuð hjálpað mér að finna lyklana að nýja Rollsinum mínum?“ • „Ég sakna bangsa. Vilt þú sofa hjá mér?“ • „Geturðu lánað mér tíkall?“ „Af hveiju?“ „Ég ætla að hringja í mömmu og segja henni að ég hafi hitt draumastúlkuna mína.“ • „Geturðu nokkuð leiðbeint mér?“ „Hvert?“ „Að hjarta þínu?“ • „Fyrirgefðu, hvaða bólbeita virkar best á þig?“ • „Það hlýtur að vera eitthvað að augunum í mér. Ég get ekki litið af þér.“ • „Bond. James Bond.“ • „Þetta er happadagurinn þinn. Það vill svo vel til að ég er á lausu.“ ■ EIN AF tíu bestu bólbeitum á strandverði er samkvæmt David Letterman: „Ef þú leggur eyrað upp að skýlunni minni heyrirðu sjávarniðinn.“ Morgunblaðið/Golli ELÍSABET og Stella hafa aldrei safnað frímerkjum. Allt er hægtef viljinn er fyrir hendi „ VILTU koma heim og skoða frí- merkjasafnið mitt,“ svarar Elísa- bet Óladóttir glettin þegar hún er spurð hvort hún hafi orðið fórn- arlamb bólbeita. „Já, það er sígild setning," segir vinkona hennar, Stella Steinþórsdóttir. „Ég man eftir einum sem vafr- aði vandræðalega í kringum mig þangað til hann herti upp hugann og spurði: „Hvar áttu heima?" Þegar ég svaraði: „Á íslandi" var hann fljótur að láta sig hverfa." Þá var gengið að Elísabetu eft- ir ball og spurt: „Áttu plötuspil- ara?“ „Já, en hann er bilaður," sagði hún. Ekki gafst strákur upp við það heldur hélt ótrauður áfram: „En útvarp eða eitthvað?" Aðspurðar um það hvort þær hafi sjálfar notað bólbeitur fara þær að hlæja. „Einu sinni,“ segir Stella. „Ég stóð við hliðina á pilti eftir ball, hnykkti til höfðinu og sagði: „Hæ, hvað segirðu?" Hún leikur þetta með tilþrifum, brosir svo hæversklega og bætir við: „Hann tók því nú bara vel.“ Boðið upp á kaffi á kaff ihúsi Blaðamanni finnst nú tími til kominn að taka upp hanskann fyrir karlmenn og spyr: „Trúið þið á ást við fyrstu sýn?“ Það kemur hik á stúlkurnar sem hann notfærir sér og bætir við: „Eða á ég að koma aftur?“ „Þetta er nú svolítið gamalt," segir Elísabet og andvarpar. Stella tekur undir það. Hvernig eiga karlmemi þá að bera sig að á kaffihúsum. „Um daginn var mér boðið upp á kaffi,“ segir Stella. „Ég sagðist ekki drekka kaffi.“ Eftir stundarþögn brosir hún og bætir við: „Ef viþ'inn hefði verið fyrir hendi hefði maður nú kannski látið sig hafa það.“ ■ MEÐ AUGUM LANDANS í leikhúsi María Elínborg Ingvadóttir gegnir vJ, starfi viðskiptafulltrúa Útflutn- ingsráðs Islands í Moskvu. >FRAMLÖG stjórn- valda til menningar og lista hafa líklega óvíða verið það mikil, að um I A þau hafi ríkt almenn ánægja og það jafnvel i \ i svo, að virkað hafi sem hvatning til enn frek- ari dáða. T T A Hér í Moskvu hafa (I 1 leikhús og listasöfn T fengið að finna fyrir Ovelbrýndum niður- skurðarhnífnum eins og aðrir. Þegar Nína vinkona mín, frúin hans Júrí sendiherra úr Neðra, bauð mér á hátíðarsýningu, sem hún reyndar tók þátt í, í sínu gamla leik- húsi, setti íjárskortur mark sitt á sýninguna. Sýningin sjálf var stórglæsileg og listamennirnar léku á als oddi, en á þessum merku tímamótum, þar sem verið var að fagna 75 ára afmæli leikhússins, var ekki vitað hvort unnt yrði að halda starfinu áfram. Það voru ekki aðeins leikarar og aðrir starfs- menn leikhússins sem viknuðu undir ræðu aðal leikstjórans, ég held næstum, að ef helsti bjarg- vættur borgarinnar, Lúskov borg- arstjóri, hefði verið viðstaddur, hefði hann gefið fögur loforð. Þetta leikhús, Molodjúsní, eða Leikhús æskunnar, stendur vinstra megin við Bolsoi-leikhús- ið, eða Stóra leikhúsið, en hægra megin er svo Mali-leikhúsið, eða Litla-leikhúsið. Gegnt þessari myndarlegu þrenningu stendur Karl Marx, mikilúðlegur og til alls vís, eftir svipnum að dæma. Vonandi auðnast stjórnendum leikhússins að finna fjársjóði, ef til vill með stuðningi stórra fyrir- tækja, sem virðast ekki vita aura sinna tal, þegar litið er til upp- byggingar og umsvifa. Annað leikhús, Helikon-Ieik- húsið, stendur við gamla Gertz- ena-stræti, sem nú heitir Bols- haya Nikitskaya-stræti og er í fallegri gamalli byggingu, rétt við Tsjaikovskíj-konservatoríið. Þar starfa ungir, stórkostlegir lista- menn og fara ekki alveg troðnar slóðir. Það er þröngt setinn bekk- urinn, þegar um 250 manns hafa safnast saman í sérstaklega fal- legum sal þessa litla leikhúss. Fyrir framan sviðið og að fremstu röð áhorfenda situr hljómsveitin, en hún er skipuð bæði ungum og eldri hljóðfæraleikurum. Sviðið er ekki stórt, en furðulega dijúgt, enda aftrar það ekki ungum ofur- hugum að glíma við stórkostleg- ustu verk tónbókmenntanna. Nú sýna þau Carmen nútímans, meðalaldur flytjenda líklega um 30 ár, tónlistin er auðvitað Biz- ets, en sviðið er skuggahverfi borgarinnar, dökkur múrveggur í bakgrunni, ástarhreiður Carm- enar er framhluti bílskrjóðs, ru- slagámur og bíldekk falla vel inn í umhverfið og veggjakrotið er á sínum stað, Nirvana fær nafnið sitt krotað. Töffararnir eru í svörtum leðuijökkum, með sjóræningja- klúta ýmist um háls eða höfuð og stúlkurnar í þröngum pínupils- um. Carmen er í svörtum sokkum, nokkuð efnislitlum svörtum stutt- buxum og ekki alltaf hlýlega klædd að ofan, frekar en hinar dömurnar. Nautabaninn er sá eini sem er nokkuð hefðbundinn í klæðaburði. Hér er ekkert verið að dunda við yfirborðslegt daður, heldur er þarna á ferðinni óþving- að ungt fólk, sem óhikað lætur berast með ólgandi fljóti tilfinn- inga og ástarfuna. Mér verður hugsað til Maríu Callas, vonandi hefði hún haft umburðarlyndi og víðsýni til að meta og virða starf þessa unga fólks, en það eru ekki allir sem njóta stundarinnar. Að færa boð- skapinn í það umhverfi sem hann á heima í í dag, getur verið óþægi- iegt, þannig er sannleikurinn stundum. Auðvitað er það undar- leg tilfinning og óvenjuleg að heyra þessar fallegu aríur fluttar svo glæsilega í þessu dapurlega umhverfi, en þetta er umhverfið þar sem vandamál samtímans fá að blómstra, skuggahliðar mann- lífsins skjóta rótum og tekist er á. Nýstárlegar sýningar Helikon- leikhússins gefa efnilegu lista- fólki tækifæri til að giíma við verðug verkefni, velþekkt og vin- sæl stórverk. Farið er út fyrir hefðbundið munstur umgjarðar- innar, hvergi slegið slöku við við flutning tónlistar, en sýningin verður sterkari og eftirminnilegri. Það er ánægjulegt að sjá, hveiju ungt fólk fær áorkað þeg- ar það fær tækifæri til, hugmynd- ir og lífsgleði kemst á flug, hæfi- leikarnir blómstra og valin er leið sem ögrar því hefðbundna, það er tekin áhætta, en þegar vel er til vandað, er uppskeran góð. í sýningarskránni kemur fram að leikhúsið nýtur stuðnings eins stærsta banka borgarinnar. Von- andi sjá fleiri fyrirtæki, að með stuðningi við listir og menningu er verið að sá frækornum fram- tíðarinnar, framtíðarmarkaðar- ins. Menning og listir blómstra við hlið öflugs viðskiptalífs - og hvers virði er velgengni í viðskiptum ef ekki má auðga andann? ■ ÓPERUUNNENDUR í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.