Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ ©„PEYSAN var gjöf frá fyrrver- andi kærastanum mínum sem keypti hana á 200 kr. í Hjálp- ræðihemum. Hann fór að vísu þangað í þeim tilgangi að kaupa eitthvað í búið en peysan var auka bónus.“ mjög kommúnísk skyi'ta og óhætt að fullyrða að hún hafi verið ein- kennisbúningur Röskvuliða og starfsmanna skrifstofu Stúd- entaráðs þetta árið.“ Ljósmyndin ofan á Maó-skyrt- unni er af Karli Marx hugmynda- fræðingi komm- únismans. NAFN: Vilhjalmur H. Vilhjálmsson. STARF: Formaður stúdentaráðs Háskóla íslands. ALDUR: 25 ára. Botnaðu setninguna: TÍSKA ER . . . töff! NAFN: Hildur Hafstein. STARF: Nemandi við Háskóla Xslands og klæðasmiður. ALDUR: 25 ára. Botnaðu setninguna: TÍSKA ER... klisjukenndur frasi i mínum augum. i . EG HEF enga serstaka stefnu í klæðaburði en legg mikið upp úr þægilegum fatnaði og er það eiginlega eina krafan sem ég geri þegar ég er að kaupa mér föt.“ mm NAFN: Sóley Kristjánsdóttir. STARF: Nemandi við Kvennaskólann i Reykjavik og fyrirsæta hjá Eskimo Models. ALDUR: 16 ára. Botnaðu setninguna: TÍSKA ER... Það sem hverjum og einum finnst flott. SÓLEY er mjög fylgjandi hinni svo kölluðu „streetwear“-tísku sem á rætur sínar að rekja tO Bandaríkjanna. Þó svo að þetta sé mjög breið tískulína sem klofnar í ýmsa sérflokka eins og t.d. snjó- og hjóla- brettatísku er það óumdeilan- legt séreinkenni að fötin virka alltaf tveimur til þremur núm- erum of stór. „Mér fínnst þessi föt bara miklu þægilegri og frjálslegri en þröngu fötin sem ég gekk í einu sinni.“ Sóleyju finnst tískan í dag mjög flott og mikil breidd í henni, „... en samt virðast margir herma eftir öðrum eins og gengur og gerist. Fólk þarf að vera óhrætt við að taka áhættu og skapa sér sinn eigin stfl því af nógu er að taka.“ 0„BUXURNAR keypti ég í búð sem selur notuð föt í New York en ég var þar fyrir stuttu. Eg var mjög ánægð með að finna þessar buxur en ég rekst sjaldan á föt sem mér finnast flott, jafnvel þótt þau séu beint fyrir framan mig. Ég þurfti að laga þær í mittið og þar sem ég er ekkert rosaleg flink við saumavélina stakk ég bara þvotta- snúru í gegnum strenginn." Dún- vestið er Sóley með í láni frá Lars Emil frænda sínum og hettupeysan sem hún er í innan undir var keypt á götumarkaði í Hollandi og er rúm- lega 40 ára gömul. ©„TALSTÖÐINA nota ég tO að tala við vinkonu mína sem er með eina alveg eins en hún býr hérna beint á móti og er þetta mjög gott íyrirkomulag þar sem við tölum mik- ið saman og mun ódýrara en að tala í síma. Vinkona mín gaf mér þennan bol og ég nota hann oft þegar ég fer út að skemmta mér en ég á yfir tvo tO þrjá aðra boli í mismunandi litum.“ ÞESSI lgóO hefur mikið tOfínn- ' ingalegt gOdi fyrir Sóleyju því hann var sérhannaður af Estrid vin- konu hennar sem saumaði hann á rúmum sólarhring. „Estrid saumaði kjólinn daginn fyrir gamlárskvöld og við vorum í stfl nema hennar kjóll var dökkblár. Myndina af auganu á bakinu klippti hún út úr tímariti og setti svo bókaplast yfir og vakti það mikla athygli." OVILHJALMUR var að fara á ráðstefnu í Ung- verjalandi og lá leið hans um London þar sem hann leit inn í tískuvöniverslunina Jigsaw og keypti þennan frakka. „Mér leist mjög vel á frakkann en nennti ekki að burðast með hann til Búdapest þar sem ég hafði pakkað mjög létt og lét þess vegna senda hann heim. Hann kost- aði um 20.000 kr. sem mér fannst þokkalega mikið en ég hefði betur tekið hann með mér því þegar hann kom til landsins voru búin að bæt- ast á hann 15.000 kr. í viðbót. Ég kalla þennan frakka því „milljón króna frakkann" og hefur mikið verið hlegið að þessum viðskiptum mínum í félagahópnum." „Já, já, þetta eru eiginlega strand- skórnir mínir og þegar ég fer á ströndina hér á Islandi þá nota ég þá.“ 0„SANDALANA keypti ég í Havana á Kúbu en ég fór þangað í frí í nóvember á seinasta ári. Það sem mér finnst heillandi við þá er hversu jesúlegir þeir eru. -En getur þú notað þá eitthvað hérna heima? ©VILHJÁLMUR hefur stund- að knattspyrnu frá blautu barnsbeini og æfir núna með Þrótti og stefna þeir félagar ótrauðir á fyrstu deildina á þessu leikári. „Þróttarabúningurinn skipar stóran sess í lífi mínu því það er ákveðinn lífsstfll að vera Þróttari, sem sagt lífsstfll þess sem fer sínar eigin leið- ir og er frjáls og óháður þeim stefn- um og straumum sem ríkja í þjóðfé- laginu.“ 0„MAÓ-SKYRTUNA keypti ég í danska Hjálpræðishernum og má eiginlega segja að hún sé hluti af sjálfum mér. Þetta er FATASKAPUR Hildar er vægast sagt litríkur og þar ber að líta mjög margar fatastefnur - allt frá hinum sígildu Levis-gallabux- um upp í skærlitaða flamingó- kjóla. „Ég var mjög klassísk í klæðaburði fram til 17 ára aldurs en þá kynntist ég Ibiza á Spáni og það opnuðust fyrir mér nýir heimar litadýrðar og , J: frumleika. Ég fór mjög langt !/* | frá hinu klassíska og yfir í meiri frjálsleika. Ég kaupi sjaldan en vel og versla mikið á mörkuðum eriendis og þá þarf að gefa sér nægan tíma í að gramsa. Hér heima versla ég allra helst í Dýrinu, Noi og Flauel. O„SUNDB0LURINN er frá 1950 en amma mín var að vinna í Ólympíu og ég fékk leyfi til að leita í gömlum lager búðarinnar og þar fann ég hann. Annars hef ég mjög gaman af því að fara upp á háaloft hjá ættingjum og hef dottið niður á margar af mínum uppáhaldsflíkum þar.“ ©TÍGRISDÝRAHUFAN er hönnuð af Hildi og hefur hlýjað henni ófáa dagana í fimbulkuldanum hér á landi. Hildur hefur lært fata- hönnun bæði hér heima og á Spáni og selur sína eigin línu í tískuvöru- versluninni Dýrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.