Morgunblaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKIMATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1997 B 5 Hermann hrökk í gang Eftir naumt tap gegn KA & Akureyri sl. sunnudagskvöld sigu Selfyssingar á botn 1. deildar því HK lagði Val á sama tíma. KA-mönnum gekk StefánÞór illa og engan veginn að Sæmundsson hrista gestina af sér og skrifar frá voru lúsheppnir að knýja Akureyri fram sigur, 26:25. Raunar kom gangur leiksins ekki á óvart því KA- menn hafa iðulega átt í miklum vandræð- um í vetur, ekki síst með liðin í neðri hluta deildarinnar. Pyrri háifleikur var býsna hraður en ekki sérlega vel leikinn. Sóknarnýtingin var slök þótt markverðir liðanna hefðu sig iítið í frammi. Sérstaklega voru markverð- ir heimaiiðsins sjaldséðir í grennd við knöttinn er honum var skotið að markinu. KA-menn höfðu þó undirtökin og tveggja marka forystu í ieikhléi, 14:12. Hraðinn datt niður I seinni hálfleik, sem var óhemju iangur og leiðinlegur. Dómar- arnir stóðu fyrir flautudúett og teygðu iopann. Selfyssingar börðust reyndar vel og minnkuðu muninn í 17:16. Gísli Guð- mundsson varði vítaskot frá Duranona en Selfyssingar misstu mann út af og svo annan vegna þess að þeir ætluðu að hefja sóknina sex í stað fimm. KA-menn gengu á lagið og komust í 19:16. Gestirnir gáf- ust ekki upp og jöfnuðu 23:23 þegar tæp- ar 9 mínútur voru til leiksloka. Staðan var 26:25 þegar 2 mín. voru eftir. KA-menn höfðu misnotað þtjú vítaskot í hálfleiknum og voru ekki líklegir til að klára dæmið en á úrslitastundu hrökk Hermann Karisson I gang í markinu og varði nokkur skot í lokin, m.a. frá Demidov á síðustu mínút- unni og sigurinn var í höfn. Leó Óm Þorleifsson og Sergei Ziza voru bestu menn KA, skoruðu 6 mörk hvor. Heiðmar var einnig ógnandi en Duranona þungur og þreyttur og skoraði aðeins af vítalínunni. Hjá Selfýssingum voru Aiexi Demidov og Sigfús Sigurðsson allt { öllu og skoruðu 7 mörk hvor. Sex Skagamenn lögdu Njarðvíkinga SKAGAMENN mættu aðeins með sjö leikmenn í leikinn gegn Njarðvíkingum i'Ljónagryfjunni f Njarðvík á sunnudagskvöldið en gerðu sér engu að síður lít- ið fyrir og unnu sanngjarnan sigur, 92:82. Vegna meiðsla gátu Skagamenn aðeins teflt fram sjö manna liði og þar af notuðu þeir aðeins annan vara- manninn þannig að það voru sex Skagamenn sem tóku þátt í leiknum. Njarðvíkingar voru lengstum heillum horfnir. Þeim gekk afar illa að hemja Ronald Bayless, besta mann Skaga- manna sem gerði Blöndal 37 stig, og ekki skrifar gekk betur í sókn- frá Njarðvík inni þar sem liðið fann aldrei taktinn. í hálfleik var staðan 38:38. Njarðvíkingar byijuðu þó betur og höfðu lengstum forystu í fyrri hálfleik, sem einkenndist af lélegri hittni og til dæmis settu Skaga- menn aðeins 12 stig gegn 15 stig- um heimanna fyrstu 10 mínúturn- ar. Lítill munur var þó á liðunum lengstum. Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik, en Skagamenn voru betri í þeim síðari og léku þá vörn heimanna oft grátt með yfirveguð- um leik. Þegar um tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn aðeins eitt stig, 81:80 fyrir Skaga- menn, en þá var eins og allt brysti hjá Njarðvíkingum og eftirleikur- inn var auðveldur hjá gestunum. Torry John, Friðrik Ragnarsson og Kristinn Einarsson voru bestir hjá Njarðvíkingum. Lið Skaga- manna lék vel og yfirvegað með Ronald Bayless í aðalhlutverkinu. Alexander Ermolinskij, Haraldur Leifsson og Bjarni Magnússon voru einnig ágætir. Loks sigruðu Blikar Blikar börðust eins og ljón á heimavelli sínum gegn Skallagrími og sú barátta skilaði kærkomnum sigri á ráð- þrota Borgnesing- Edwin um, 83:70. „Það Rögnvaldsson sem mestu máli skrifar skipti var að við nýttum færin okkar. Við höfum verið að skapa okkur ágætis færi í allan vetur, en ekki náð að nýta þau,“ sagði Birgir Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks. Blikar hófu leikinn með svæðis- vörn og gengu úr skugga um að Joe Rhett fengi ekki boltann ná- lægt körfunni. Það gafst vel, en Bandaríkjamaðurinn snjalli gerði engu að síður 23 stig. Leikurinn var mjög jafn framan af, en undir lok fyrri hálfleiks gerðu heima- menn 11 stig gegn tveimur stigum Borgnesinga og höfðu 11 stiga forskot í leikhléi. Skallagrímsmenn komu grimmir til leiks í síðari hálfleik, en þegar hefðbundinn vamarleikur bar lít- inn árangur tóku þeir að leika stífa pressuvörn. Þeir náðu loks að jafna þegar sex minútur voru eftir, en þá endurtók sagan sig frá fyrri hálfleiknum. Blikar skoruðu 18 stig gegn aðeins fimm stigum gest- anna og sigruðu örugglega. Blikar eiga hrós skilið fyrir bar- áttu sína og var gaman að sjá hversu vel þeir töluðu saman í vörninni. Blikarnir áttu nær allir góðan dag, en Clifton Bush, Pálmi Sigurgeirsson og Einar Hannesson voru þeirra fremstir. Pálmi hitti vel úr þriggja stiga skotunum - ■■■■■ þeim ef undan er Hörður skilinn kafli í lok sknZUSSOn síðari hálfleiks þar sem liðið gerði tíu stig í röð og minnkaði muninn í 70:78. Grindvíkingar svöruðu því hressilega með tveimur þriggja stiga körfum og gerðu endanlega út um leikinn. Varnir beggja liða voru frekar slakar, nema hvað gestirnir spiluðu reyndar ágætis vörn í fyrri hálfleik. Leikurinn verður varla minnisstæð- ur nema fyrir tvennt. Annars vegar fyrir átta þriggja stiga körfur úr ellefu skotum hjá Helga Jónasi Guðfínnssyni, Grindvíkingi, og hins vegar vegna frábærs leiks Her- manns Haukssonar, KR-ings, sem gerði 33 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur. Frábær leikur hjá þeim félögum og afburðagóð skot- nýting hjá báðum en Helgi Jónas gerði 30 stig. Grindavíkurliðið var vel stemmt í þessum leik og er til alls líklegt í úrslitakeppninni, breiddin er góð, frábærar skyttur í þeim Helga og Marel, Herman Myers er sterkur undir körfunni og Jón Kr. Gíslason stjórnar sókninni eins og herfor- ingi. Ef ekki hefði til komið frábær leikur Hermanns hefðu heimamenn tapað með mjög miklum mun. Jón- atan Bow byijaði ágætlega en dal- aði þegar á leið og Roney Eford var eitthvað utan við sig. Með þess- ari spilamennsku munu KR-ingar fara snemma í sumarfrí. Morgunblaðið/Ámi Sæberg HINN snjalll bandaríski lelkmaður Skallagríms, Joe Rhett, reynlr hér skot yflr Bllkann Óskar Pétursson, en Pálml Slgur- gelrsson bíður átekta. Ágúst Ásgeirsson skrifar gerði fimm slíkar körfur og þá síð- ustu á mjög mikilvægu augnabliki þegar leikurinn var jafn, 65:65. ÍR-ingar rönkuðu of seint við sér ÍR-ingar höfðu ekki annað en reykinn af réttunum undir lok viðureignarinnar gegn Haukum í Strandgötuhúsinu í fýrrakvöld, minnk- uðu 17 stigaforskot Haukanna, 76:59, um miðjan seinni hálfleik niður í aðeins fjögur stig, 93:89, þegar tvær mínútur voru eftir. Allt í einu var viðureignin orðin tvísýn en Haukarnir klóruðu í bakkann og unnu öruggan sigur. Haukar léku á als oddi í upp- hafi, komust I 9:0 á tæpum tveim- ur mínútum, einkum fyrir tilstilli Ivars Ásgrímssonar sem skoraði fyrstu fjórar körfur leiksins. Þessi munur hélst fram í miðjan hálfleik er ÍR-ingum tókst að minnka í 25:22 en þá gáfu Haukar aftur í og sigldu framúr, höfðu 13-16 stiga forskot fram að hálfleik. Framan af seinni hálfleik hélt einstefna Haukanna áfram eða þar til 12 mínútur voru eftir en þá breyttu IR-ingar varnarleiknum, komu vel út á móti Haukunum og börðust ákveðnar. Fundu þeir þá loks svar við árangursríkri leikað- ferð heimamanna. Með mikilli bar- áttu lokuðu þeir leið Hauka að körfunni, skoruðu grimmt sjálfir og minnkuðu muninn úr 76:59 í Reynir B. Eiríksson skrífar frá Akureyrí 93:89. Spenna var allt í einu hlaup- in í leikinn, en IR-ingarnir höfðu rankað of seint við og Haukar náðu aftur yfirhöndinni á lokamín- útunum. Bestu menn Haukanna voru bræðurnir Pétur og Jón Arnar Ing- varssynir en hjá ÍR Tito Baker og Eggert Garðarsson. Helgi Jónas og Hermann frábærir Grindvíkingar luku deildar- keppninni með góðum sigri á KR, 87:98. Sigur Grindvíkinga var öruggur og það var strax ljóst í upphafi að gestirnir ætluðu sér sig- ur, settu niður þijár þriggja stiga körfur í upphafi og gáfu tóninn. KR náði aldrei verulega að ógna BLAK KFÍ sigur á elleftu stundu m fghætt er að segja að KFÍ hafi náð að knýja fram sigur á Þór á elleftu stundu er liðin mætt- ust á Akureyri um helgina. Lokatölur leiksins urðu 98:94 KFÍ I vil. Þórsarar höfðu yfir í hálfleik, 47:43, og héldu því forskoti allt þar til á síðustu sekúndum leiks- ins. Forysta þeirra var alla jafna 5 til 10 stig, en þegar leið að lokum leikins söxuðu gestirnir á forskot Þórsara og þegar um mínúta var til leiksloka var staðan 94:91 fyrir Þór, en það var svo KFÍ sem lék betur síðustu mínútuna og gerði sjö stig gegn engu stigi Þórsara. Sætur sigur KFÍ var í höfn og fögn- uðu ísfirðingar honum innilega. Með þessum sigri eygja þeir enn möguleika á því að komast í úrslita- keppnina en þeir verða að vinna Keflavík í síðasta leik sínum, í kvöld, til þess að svo megi verða. Bestir Þórsara að þessu sinni voru þeir Fred Williams og Konráð Óskarsson, en hjá KFÍ voru Derric Bryant og Cheedu Odiatu bestir - báru leik liðsins uppi. Stjaman í ham Lið Stjörnunnar í Garðabæ siglir hraðbyri í áttina að frekari bar- áttu um Islandsmeistaratitil karla í blaki en liðið lagði ÍS í þremur hrin- um gegn tveimur í Ásgarði á laugar- daginn. Þetta er í annað skiptið á skömm- um tíma sem Stjarnan skellir ÍS j baráttuleik og var þessi keimlíkur þeim fyrri. IS vann tvær fyrstu hrin- urnar nokkuð auðveldlega þar sem kantskellarnir Óskar Hauksson og Stefán Þ. Sigurðsson nutu sín vel. í þriðju hrinunni kom Hallgrímur Sig- urðsson uppspilari inn á í staðinn fyrir Búlgarann Hristo Stoiyanov hjá Stjörnunni og leikur liðsins tók kú- vendingu, þar sem leikmenn Stjöm- unnar höfðu öll ráð stúdenta í hendi sér allt til loka. Staða KA versnaði til muna við þessi úrslit en um næstu helgi mæt- ast Stjaman og KA og KA mætir þá einnig Þrótti R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.