Morgunblaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1997, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Manchester United með góða forystu en Roy Evans heldur í vonina Moguleiki þar sa H IAN Taylor, mlðvallarlelk- mm h| maður Aston Vllla, or hér I ■ ■ ■ komlnn framhjá Stlg Inge EBÍaa — ■ gmi wm Æ&l ■ ^feH ■ >g§H& H H ■ ■ ■■ iii ijðiciio lenur “Tr MANCHESTER United er með fjögurra stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Coventry en Liverpool og Newcastle máttu sætta sig við að tapa um helgina. „United er að stinga af en möguleiki er fyrir hendi þartil tjaldið fellur," sagði Roy Evans, knatt- spyrnustjóri Liverpool. leistarar Manchester United voru 2:0 yfír eftir fímm mínútur og eftirleikurinn var auð- veldur en lokatölur urðu 3:1. Co- ventiy byijaði á því að gera sjálfs- mark en Andy Cole bætti öðru marki við og Karel Poborsky skor- aði í seinni hálfleik áður en Darren Huckerby minnkaði muninn. Un- ited hefur nú leikið 16 leiki í röð í deildinni án taps. Ian Taylor skoraði fyrir Aston Villa á móti Liverpool þegar sjö mínútur voru til leiksloka og þar við sat. „Við eigum eftir að taka á móti United og sjáum hvemig það fer,“ sagði Evans um baráttu efstu liðanna. Villa Park var eins og svað, „eins og 200 fílar hefðu verið á vellinum," eins og Dean Saunders, fyrrum miðheiji liðanna, orðaði það, og gerði ástand vallar- ins leikmönnum erfítt fyrir. Dennis Bergkamp og Ian Wright tryggðu Arsenal 2:0 sigur á Ever- ton og er Lundúnaliðið í þriðja sæti. Newcastle tapar sjaldan heima og Southampton er ekki þekkt fyr- ir sigra á útivelli en sennilega gerði Matt Le Tissier titilvonir heima- manna að engu þegar hann skor- aði snemma í seinni hálfleik en það var eina mark leiksins. „Segja má að við söknum Alans Shearers en alla vantar þegar uppskeran er tap á heimavelli," sagði Kenny Dalgl- ish, stjóri Newcastle. Southampton er áfram í næstneðsta sæti en stutt er í næstu lið. „Ég vona að þetta hafí verið vendipunkturinn hjá okkur,“ sagði Graeme Souness, Paul Ince tek- ur af skarið PAUL lnce sagði um helgina að hann ætlaði að ákveða innan tveggja vikna með hvaða liði hann spiiaði i ná- inni framtíð. Samningur hans við Inter rennur út 1998 en enski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við nokkur ensk lið að undanförnu. „All- ir segja að ég sé á leiðinni til Arsenal, Chelsea og Black- burn,“ sagði Ince. stjóri liðsins. „Við höfum leikið vel á tímabilinu en höfum haldið okkur við botninn vegna slaks varnar- leiks. 12 leikir eru eftir og ég held að liðið sé nógu gott til að halda sér uppi.“ Wimbledon og Chelsea töpuðu dýrmætum stigum í toppbarátt- unni; Chelsea tapaði 3:2 í Derby og Wimbledon lá 3:1 heima fyrir Leicester. Ekkert gengur hjá Tottenham sem hefur aðeins fagnað einum sigri frá jólum, fengið á sig 21 mark í níu leikjum og tapað sjö þeirra, nú 1:0 á heimavelli fyrir Nottingham Forest. „Staðan segir sína sögu hvort sem okkur líkar Reuter betur eða verr,“ sagði Gerry Franc- is, knattspyrnustjóri Spurs. „Þetta hefur ekki verið okkar tímabil." Middlesbrough tapaði 3:1 fyrir Sheffíeld Wednesday og er komið með annan fótinn niður í 1. deild. „Þetta tap setur okkur sannarlega í vandræði," sagði Bryan Robson, stjóri liðsins. Bæjarar fóru á kostum gegn Duisburg BAYERN Miinchen fór á kostum þegar liðið vann Duisburg 5:2 í þýsku deildinni. Jíirgen Klins- mann, sem var kjörinn besti leik- maður félagsins í febrúar - fyrsta sinn sem hann er útnefnd- ur á tímabilinu - og Mario Basl- er skoruðu í fyrri hálfleik en Christian Ziege bætti tveimur mörkum við eftir hlé og mót- heij en varnarmaðurinn Alfred Ny- huis minnkaði muninn með tveimur mörkum. Sigurinn hefði getað orðið mun stærri miðað við marktækifærin en ma. fór vítaspyrna í súginn. Miðjumenn- irnir Thomas Strunz og Mehmet Scholl léku ekki með Bayern vegna meiðsla og markvörður- inn Oliver Kahn var veikur. Oli- ver Kreuzer mætti í hálfleik eftir að hafa orðið pabbi skömmu áður og átti sök á báð- um mörkum Duisburg. „Ég var ekki með hugann við leikinn," sagði hann en Giovanni Trapat- toni þjálfari var ánægður. „Þetta var frábær frammistaða. Basler, Klinsmann og Ziege voru ótrúlega góðir.“ Dortmund í erfiðleikum Meistarar Borussia Dortmund áttu ekki í erfiðleikum með 1860 MUnchen og unnu 4:1 en Le- verkusen missti af baráttunni um efsta sætið um sinn með því að gera markalaust jafntefli við Dortmund. Leverkusen er fimm stigum á eftir Bayern og tekur á móti efsta liðinu um helgina. Karlheinz Riedle gerði fyrsta mark Dortmund en síðan skor- uðu Paulo Sousa, Stephane Chapuisat og Jurgen Kohler. Dagur Rússanna á Ítalíu FORYSTA Juventus jókst um helgina þar sem Sampdoria tapaði á heimavelli fyrir Bologna. Inter og Parma nýttu tækifærið og skutust í annað sætið. Rússneskir leikmenn settu svip sinn á leiki umferðarinnar, Simutenkov hjá Reggiana gerði 4 mörk í sigri á Verona, igor Kolyvanov tvö fyrir Bologna gegn Samp og „sonur Rússlands", Pietro Vierchowod, sem verður 38 ára f næsta mánuði, gerði mark Milan í jafntef lisleik gegn Roma. Einar Logi Vignisson skrifar frá Italíu Juventus, Inter og Fiorentina léku leiki sína á laugardaginn þar sem liðin taka þátt í Evrópukeppn- inni í vikunni. Leik- menn Juve voru afar öruggir gegn Vic- enza og sigruðu, 2:0, með mörkum frá Padovano úr vítaspyrnu og glæsilegu marki Del Livio sem átti frábæran leik. Juve leikur gegn Rosenborg á miðvikudaginn í Nor- egi og Marcello Lippi þjálfari varaði við of mikilli bjartsýni. „í kuldanum norðurfrá getur okkur reynst erfítt að leika okkar venjulega bolta auk þess sem Rosenborg er með marga líkamlega sterka leikmenn sem geta bitið hraustlega frá sér.“ Paul Ince átti sinn besta leik í vetur fyrir Inter gegn Piacenza og gerði tvö mörk í 3:0 sigri en fékk að sjálfsögðu gult spjald og sér fram á enn eitt leikbannið. Bruno Ganz gerði þriðja mark Inter sem náði sér vel á strik eftir að hafa verið slegið út í undanúrsiitum bikar- keppninnar á dögunum. Hitt liðið sem var slegið út, Bologna, fagnaði einnig sigri, 2:1, á Sampdoria með tveimur mörkum frá Kolyvanov, sigurmarkið kom er venjulegum leiktíma var iokið. Montella náði forystunni fyrir leikmenn Samp sem voru skelfílega daprir. „Við náum okkur upp úr þessari smálægð, en mikið vorum við hræðilega slappir í dag,“ sagði Sven Göran Eriksson, þjálfari Samp. Renzo Uliveri, þjálf- ari Bologna, þakkaði fyrir stigin þrjú: „Þeir voru ekki sjálfum sér líkir, takturinn var ekki í lagi og við nýttum okkur það til fullnustu.“ Óheppnin eltir Fiorentina sem fékk á sig mark á síðustu mínút- unni gegn Lazio. Negro skoraði eftir að fyrirgjöf frá Signori hafði tekið heppilega stefnu af Andrei Kanchelskis sem var dapur í leikn- um rétt eins og fyrirliðinn Batistuta sem lét skapsmuni sína bitna á auglýsingaskiltum eftir leikinn. Parma er á hörkusiglingu og hafði betur gegn Cagliari á heimavelli, 3:2. Argentínumaðurinn Heman Crespo er allur að koma tíl, gerði tvö falleg mörk, hið síðara með listi- legri bakfallsspymu. Varnarmaður- inn franski Lilliam Thuram gerði þriðja markið. Mazzone, þjálfari Cagliari, var heimspekilegur í leiks- lok. „Við emm fátækir en andinn er hreinn og við njótum þess að spila gegn góðum liðurn." Þetta kallar maður að sætta sig dægilega við að verma eitt af botnsætunum. Igor Simutenkov, hinn rússneski tengiliður botnliðsins Reggiana, hefur verið mistækur í vetur en gerði fjögur falleg mörk í 4:2 sigri á Verona. Pietro Vierchowod á rúss- neskan föður og hefur viðumefnið „II Tsar“. Hann lætur aldurinn ekki tmfla sig og átti nokkra góða skalla að marki Roma, þar af fór einn bolti í markið. Daniel Fonseca, sem kom inn á sem varamaður, jafnaði með skalla fyrir Roma. „Við verðum að reyna að vemda heiður okkar og standa uppréttir eins og menn, en til metorða kemst þetta lið ekki,“ sagði Arrigo Sacchi, þjálfari Milan. Eigandinn Berlusconi segir mikilla breytinga að vænta hjá Milan en vill ekki gefa upp hvers konar. Aðspurður hvort Capello myndi taka við liðinu á ný svaraði hann: „Ekkert er útilokað nema það að hann kemur ekki til með að taka við Inter!“ Fyrmm leikmaður Milan, Gianlu- igi Lentini, átti fínar rispur upp kantinn gegn Pemgia, sendi bolt- ann hámákvæmt á Sgro’ og gerði sjálfur síðara mark Atalanta sem mátti sætta sig við 2:2 jafntefli. Giunti og Negri gerðu mörk Pemg- ia og Nevio Scala, þjálfari Pemgia, taldi úrslitin afar sanngjörn. „Hing- að til Bergamo sækja ekki mörg lið stig og ég get ekki verið annað en afar sáttur." í kvöldleiknum gerðu Napoli og Udinese jafntefli í hörðum slag, 2:2. ENGLAND: 122 121 121 X222 ITALIA: X 2 X 1X2 XXX 2X21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.