Morgunblaðið - 07.03.1997, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Hið ókunna
er alltaf varasamt
Morgunblaðið/Ásdís
ÁLFASTEINN, klofinn og afgirtur utan vegar.
EFTIRFARANDI flökkusögur
beinast gegn hinu framandi og
kenna fólki að forðast hið
óþekkta.
IVINNUFÉLAGI vinkonu
• minnar keypti plöntu í
Blómavali og allt í lagi með það.
Hún stillir henni á góðan stað í
stofunni heima hjá sér og vökvar
nana svo eftir nokkra daga. Nú,
þegar hún er að vökva, heyrir hún
eins og hvæs berast frá plöntunni.
Konan pælir ekki meira í því
en næst þegar hún vökvar heyrist
hvæsið aftur. Hún hellir og það
hvæsir aftur og hún tekur eftir
því að í hvert skipti sem hún hell-
ir vatni í moldina er eins og hvæs
berist frá plöntunni. Hún hringir
því í Blómaval og segir þeim frá
þessu og afgreiðslumaðurinn
spyr:
„Ertu ein heima?“
„Já, með barninu mínu.“
„Komdu þér strax út, við kom-
um eftir nokkrar mínútur," segir
afgreiðslumaðurinn og leggur á.
Konan fer út úr húsinu með
barnið og stuttu seinna koma
tveir menn á sendiferðabíl. Þeir
eru í búningi eins og eiturúðun-
armenn og með stórt búr. Þeir
fara inn í húsið og koma með
plöntuna út í búrinu.
KÓNGULÆR, jafnvel hvæs-
andi eru vinsælar í flökku
sögnum.
í ljós kom að banvæn kónguló,
sem hvæsir þegar hellt er á hana
vatni, bjó í plöntunni.
Alveg satt.
2HEYRÐU, hvað helduru,
• hjón sem vinkona mín þekk-
ir vel fóru út að borða um dag-
inn, sem er ekki í frásögur fær-
andi, nema hvað að þau fara á
tælenskan matsölustað. Þau
ákveða að prófa eitthvað nýtt og
fá tælenskan rétt. Allt gengur
sinn vanagang, en þegar heim er
komið fá þau bæði heiftarlega
kveisu.
Þau eru að drepast úr upp- og
niðurgangi og þurfa að leita lækn-
is. Hann gefur þeim meðal og
tekur saursýni. í Ijós kemur að
þau hafa borðað rottukjö*
Morgunblaðið/Golli
UNGIR þjóðfræðingar og nemar: Valdimar Trausti Hafstein, Inga Lára Sigurðardóttir, Rakel Páls-
dóttir og Jón Jónsson. Ellefu þjóðfræðingar hafa útskrifast frá Háskóla íslands, 35 eru í námi.
Með fingur
í eyra sletti hann
tungunni í munnvatninu
Á ráðstefnu um þjóðfræði vakti unga fólkið
í greininni athygli. Gunnar Hersveinn
hlýddi á það greina þjóðsagnir samtímans,
hæfileika förumanna og virðinguna
fyrir lifandi náttúru landsins.
■" BRÓÐIR konu vinar míns, sem
vinnur í Hagkaupi, sagði að
IS fyrir stuttu hafi maður fallið í
Qj yfirlið fram á afgreiðsluborðið.
Hann var hár og grannur með
hatt sem féll af í yfirliðinu og
í ljós kom frosinn kjúklingur
sem hafði verið undir honum.“
41 Já, auðvitað, það líður yfir
mann ef maður er með frosinn kjúkl-
ing á höfðinu.
„Einmitt, honum varð því ekki
kápan úr því klæðinu að reyna að
krækja sér í ókeypis kjúkling.“
Er þessi saga sönn? Er hún ís-
lensk? Hefur hún ef til vill flakkað
á milli landa? Rakel Pálsdóttir þjóð-
fræðinemi flokkar hana með flökku-
sögnum samtímans, sögum sem
ganga á milli manna, héraða og
landa og eru sagðar sem sannar og
fela ævinlega í sér einhvern boð-
skap. Þessi er til dæmis aðvörun
gegn búðarhnupli.
Rakel flutti erindi sitt á tveggja
daga stefnu um Rannsóknir í Fé-
lagsvísindum sem haldin var af við-
skipta- og hagfræðideild og félags-
vísindadeid Háskóla íslands í febr-
úar.
„Flökkusagnir samtímans eru
stundum kallaðar nútímaþjóðsög-
ur,“ segir Rakel, sem telur þær
fremur líkjast sögnum vegna þess
að þær eru styttri og trúlegri en
þjóðsagan. „Hér er því ekki um eig-
inlegar þjóðsögur að ræða,“ segir
hún.
Rakel hefur safnað efni um
flökkusögur og er að rita B.A.-rit-
gerð um þær. Flökkusögur hafa allt-
af verið til í hverjum „samtíma".
Sumar eru staðbundnar, aðrar fara
um eins og eldur í sinu. Þær eru
iðulega eftirminnilegar og auðvelt
er að hafa þær eftir.
„Flökkusagnir samtímans vekja
óhug, undrun eða hlátur,“ segir
Rakel, „og þær tjá oftast eitthvað
sem er ofarlega á baugi í þjóðfélag-
inu.“ Stundum er eins og þær ali á
hræðslu og stundum eins og þær
veiti útrás.
Rakel Pálsdóttir var meðal ungra
fyrirlesara sem miðluðu þekkingu
sinni á lítilli ráðstefnu í Odda, helg-
aðri hinni ungu fræðigrein þjóð-
Augnablikið
og ekkert annað skiptir máli
VIÐHORF skipta meira máli en
margan grunar og einn af lyklum
þess að njóta hvers andartaks er
að halda vöku sinni og hafa meðvit-
und um stað og stund án þess að
láta fyrirfram ákveðnar skoðanir
hafa áhrif á sig.
Víetnamski búddamunkurinn
Thich Nhat Hanh útskýrði þessa
lífssýn prýðilega í einni af fjölmörg-
um litlum bókaperlum sem gefnar
hafa verið út um ræktun hugans.
Bókin ber heitið The Miracle of
Being Awake og var fyrst gefin
út af Buddhist Publication á Sri
Lanka árið 1976.
Allur tíml er tíminn mlnn
í bókinni eru meðal annars bréf
munksins til vinar síns, þar sem
hann fjallar um leiðir til að leysa
hversdagsleg vérkefni þannig af
hendi að þau efli þroska. í einu
bréfanna segir hann frá því þegar
sameiginlegur vinur þeirra, Tom,
breytti viðhorfum sínum til tíma.
„Ég reyndi til dæmis að skipu-
leggja tíma minn þannig að ég
gæti átt stundir með konu minni
og syni að Ioknum vinnudegi, auk
þess að eiga stundir fyrir sjálfan
mig,“ er haft eftir Tom. „Nú er ég
hættur að skipta tímanum svona
niður og er farinn að líta á allan
tíma sem minn tíma. Á þessu
tvennu er grundvallarmunur. Þegar
ég er með syni mínum hugsa ég
ekki lengur um að síðar muni ég
eiga tíma fyrir sjálfan mig, heldur
ver ég tíma mínum með honum af
einlægum áhuga.“
Munkurinn Thich Nhat Hanh
segir að nú fínni Tom ekki fyrir
tímaskorti og hann falli ekki lengur
í þá gryQu, til dæmis þegar hann
aðstoðar son sinn við heimanám,
að bíða eftir að ljúka verkinu svo
hann geti farið að sinna eigin hugð-
arefnum. „Hann er að veija eigin
tíma, árvökull og sér meðvitandi
um stund og stað, og þess vegna
nýtur hann hverrar stundar betur.“
Thich Nhat Hanh segir frá því
hvemig honum finnst rétt að þvo
upp eftir mat. „Til eru tvær leiðir
til þess,“ segir hann. „Önnur felst
í því að þvo upp í þeim tilgangi
að hafa hreint leirtau að loknum
uppþvotti, en þeir sem fara hina
leiðina hafa það eitt að markmiði
að þvo upp. Ekkert annað."
Hann segir frá því er hann var
nýmunkur í 100 munka klaustri.
„Þar var engin sápa og uppþvottur
þótti síður en svo skemmtilegt
verkefni, enda aðstæður erfiðar og
til dæmis ekkert heitt rennandi
vatn. Nú er auðveldara að njóta
þess að þvo upp, en samt njóta
þess fæstir.
Flestir flýta sér að þvo upp til
að ljúka verkinu sem fyrst af og
til að geta síðan sest niður með
kaffi- eða tebolla. Mér fínnst stór-
kostlegt að standa fyrir framan
vask og þvo upp. Þá get ég ein-
beitt mér að andardrætti mínum,
ég get fylgst með hverri hugsun
hugans og hreyfingu líkamans af
árvekni. Ef við kunnum ekki að
njóta þess að þvo upp eru litlar lík-
ur á að við kunnum að njóta þess
að drekka te- eða kaffibollann á
eftir."
Að ganga á jörðlnnl
Munkurinn segir að til að efla
skynjun augnabliksins sé nauðsyn-
legt að vera sífellt vökull, ekki að-
TIL að efla skynjun augna-
bliksins er nauðsynlegt að
vera sífellt vökull, segir víet-
namski munkurinn. j