Morgunblaðið - 07.03.1997, Side 7
6 B FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
HEIMILISOFBELDI
Halldóra
-strax!
Að láta spai
vera sleginj
hrint, sleng
veggi og hús
jöfnu millibði
ÚT á við voru þau framan af ekk-
ert frábrugðin öðrum hjónum í
hverfinu; þau bjuggu í einbýlishúsi,
voru vel menntuð, í góðum stöðum,
snyrtileg, prúð og pen í hvívetna,
virtust tillitsöm hvort við annað
hvar sem þau fóru og ekkert virtist
heldur ama að börnunum fímm.
Innan veggja heimilisins gegndi þó
öðru máli. Þar fór eiginmaðurinn
hamförum með því að berja eigin-
konuna í hvert skipti sem honum
mislíkaði við hana eða eitthvað varð
til að skaprauna honum.
í aldarfjórðung hefur Halldóra,
eins og hún verður kölluð hér, mátt
sæta gegndarlausum barsmíðum,
hótunum, kúgun og kynferðislegu
ofbeldi af hálfu eiginmanns síns,
sem hún fékk lögskilnað frá fyrir
fjórum árum. „Eftir á að hyggja
finnst mér fyrstu fímmtán búskap-
arárin hafa verið barnaleikur miðað
við það sem yfir mig og bömin
hefur gengið síðasta áratuginn, eða
allt frá því Gústaf varð fyrir vinnu-
slysi, sem skaðaði heilann, olli per-
sónuleikabreytingum og breytti
honum í algjört óargadýr. Áður var
ég að minnsta kosti nokkuð viss
um að hann myndi ekki ganga af
mér dauðri - eftir slysið óttaðist
ég stöðugt um líf mitt og bam-
anna.“
Snlllingur í feluleik
Halldóra segist hafa verið orðin
afar snjöll í feluleik. Lífið og tilver-
an snerist lengst af um að halda
ofbeldinu leyndu fyrir vinum og
vandamönnum. í huga hennar var
vorkunnsemi þeirra það versta sem
gat hent. „Að halda andlitinu"
skipti hana mestu máli, enda segir
hún að „áttavitinn" hafi stöðugt
orðið brenglaðri. „Sist af öllu vildi
ég græta mömmu eða heyra pabba
segja: „Hvað sagði ég ekki?“. Þótt
fáránlegt sé skipti álit þeirra mig
miklu máli.“
Um tvítugt eignaðist Halldóra
dóttur. Skömmu síðar kynntist hún
Gústaf, varð aftur ófrísk og fannst
hjónabandið betri kostur, en að
standa ein uppi með tvö böm -
jafnvel þótt hún hefði komist að
raun um að tilvonandi eiginmanni
væri laus höndin. „Ég var svo
bamaleg að halda að með tíð og
tíma gæti ég sigrað stjómsemi og
drottnunargirni Gústafs og breytt
honum samkvæmt minni forskrift
að góðum eiginmanni. Við vorum
mjög ólík. Hann var alvarlegur,
feiminn og hlédrægur, en ég félags-
Niðurstöður könnunar í apríl sl. með 3.000 manna
úrtaki sýna að 1,3% kvenna og 0,8% karla höfðu
orðið fyrir ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrver-
andi maka síns á tólf mánaða tímabili. Tölur, pró-
sentur og súlurit skýrðu umfangið, kyn og aldur
þolenda og gerenda, ástæður, tegund og tíðni
ofbeldis. Að baki slíkri flokkun liggja margar sorg-
arsögur um konur, karla og börn, sem hneppt eru
í viðjar ofbeldis, haturs og ótta. Valgerður Þ.
Jónsdóttir skyggndist inn í líf fímm bama móð-
ur, sem sætti grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns
síns í aldarfjórðung.
lynd, ófeimin og fannst óþarfi að
liggja á skoðunum mínum. Ég taldi
mig vera sjálfstæða konu, þótt ég
hefði smám saman látið bugast og
orðið undanlátssöm og eftirgefan-
leg. Ef honum hugnaðist ekki fram-
koma mín; eitthvað sem ég sagði
eða gerði, beið hann þar til við
komum heim, en þá fékk ég það
óþvegið. Honum fannst hann eiga
mig með húð og hári, sló mig og
hrinti mér og hafði mörg orð um
hversu vitlaus ég væri; ég hefði
ekki átt að segja þetta eða hitt,
ekki vera svona eða hinsegin og
raunar fannst honum ég sjaldnast
haga mér tilhlýðilega. Innst inni
vissi ég að hann var þrúgaður af
minnimáttarkennd og öfundaði mig
af hispursleysinu."
Mlkllvægt „að halda andlltinu"
Ekki var óreglu um að kenna því
Gústaf var stakur reglumaður á
áfengi. Fyrir slysið voru barsmíð-
amar ekki daglegt brauð heldur
virtust þær fylgja ákveðnu mynstri.
Halldóra segist stundum hafa velt
fyrir sér hvort bræðisköstin ættu
sér líffræðilegar skýringar, því einu
sinni í mánuði brást varla að Gúst-
af skeytti skapi sínu á henni með
hnúum og hnefum. „Hann passaði
sig alltaf að beija mig ekki í andlit-
ið. Þótt tvíeggjað sé virtist okkur
báðum vera jafn mikið í mun að
ég „héldi andlitinu" auk þess sem
þögult samkomulag ríkti hjá okkur
um að krakkamir kæmust ekki á
snoðir um hvað væri á seyði.“
Halldóra segir að Gústaf hafi
verið fjarri því að vera eins og iðr-
andi syndari dagana eftir barsmíð-
amar. Honum fannst hann vera í
fullum rétti og orð eins og fyrir-
gefðu voru aldrei sögð. Hins vegar
segir Halldóra að hann hafí verið
ljúfari við sig en ella fyrst á eftir.
„Hann gekk snyrtilegar um, eldaði
ef til vill, braut fötin sín saman og
gerði ýmislegt sem flestir telja sjálf-
sagt, en mér fannst mikið til um á
þessum tíma, enda var ég vön að
sjá um allt; heimilið, eldamennsk-
una, uppeldið, Qármálin og inn-
kaupin."
Vorkunn og hatur
Vorkunn og hatur voru tilfinn-
ingar sem bærðust til skiptis með
Halldóru gagnvart eiginmanninum.
Þau hjónin áttu í fjárhagserfiðleik-
um og börnin fæddust eitt af öðru.
„Tvö yngstu voru lykkjuslys,“ segir
Halldóra, sem ekki gat hugsað sér
að fara í fóstureyðingu þótt heimil-
isaðstæður væm bágbornar. Hún
ætlaði bara að þrauka og taldi
sjálfri sér alltaf trú um að smám
saman myndi ástandið lagast. „Þar
kom eðlislæg bjartsýni mér trúlega
í koll. Sjálfsmynd mín var brengl-
uð, mér óx skilnaður í augum, við-
námsþrekið var á þrotum og ég var
andlega og líkamlega niðurbeygð.
Nokkmm sinnum leitaði ég í
Kvennaathvarfíð til að rekja raunir
mínar, en minntist aldrei einu orði
á vandann við mína nánustu og bar
höfuðið hátt í vinnunni. Ég gerði
mér ljóst að ég var í gildru, sem
ég hafði enga burði til að losna úr.
Gústaf fylgdist með öllum mínum
ferðum og gerðum. Honum gramd-
ist allt mögulegt, ég mátti hvorki
fara í heimsókn til vinkonu minnar
í næsta húsi né yfírleitt nokkuð
nema ég ætti brýnt erindi.“
Að láta sparka í sig, vera slegin,
kýld, hrint, slengt utan í veggi og
húsgögn með jöfnu millibili olli
ýmsum áverkum, sem gerði Hall-
dórú öðru hveiju óvinnufæra um
stundarsakir. Afleiðingamar hafa
líka verið að koma í ljós á undan-
fömum árum. Hún hefur nokkmm
sinnum orðið að leggjast inn á
sjúkrahús vegna gamalla meiðsla
sem hún telur vera vegna langvar-
andi barsmíða. Þegar hún gekk með
yngsta barnið fór hún ekki í mæðra-
skoðun í langan tíma til að læknir-
inn sæi ekki illa útleikinn líkamann
og færi að spyija óþægilegra spurn-
inga. „Mesta niðurlægingin fannst
mér þó sú kynferðislega kúgun, sem
eiginmaðurinn beitti mig. Hann tók
aldrei nei fyrir svar og fljótlega
fannst mér kynlífíð ekki bara hund-
leiðinlegt heldur ánauð þar sem
mér var nauðugur einn kostur að
láta að vilja hans hvenær og hvar
sem var. í rauninni fannst mér
hann nauðga mér í hvert skipti sem
við höfðum samfarir.“
Áfallahjálp hefðl komlA m«r vel
Fyrir áratug hafði Halldóra sætt
sig við að ástandið á heimilinu
væri viðvarandi og það besta sem
hún gerði væri að haga seglum eft-
ir vindi; lifa fyrir stundirnar milli
stríðanna. Innst inni vonaði hún að
örlögin gripu í taumana og Gústaf
dæi fyrir aldur fram. Slíkar hug-
renningar hafði hún ekki í flimting-
um, en brá samt ónotalega í brún
þegar hún frétti að Gústaf hefði
lent í alvarlegu vinnuslysi. „Þá risti
hatrið samt ekki nægilega djúpt til
að ég óskaði honum dauða. Þótt
Gústaf hafi verið vondur fyrir óraði
mig ekki fyrir að hann breyttist í
það ómenni sem síðar kom á dag-
inn.“
Eins og góðri eiginkonu sæmdi
sat Halldóra löngum stundum við
sjúkrabeð bónda síns og var yfir-
komin af vorkunn og harmi. Þegar
Gústaf komst til meðvitundar var
hann strax óvenju styggur og vildi
ekkert með hana hafa. „Ónotin og
andstyggilegheitin voru þvílík að
mér stóð ekki á sama. Ég spurði
lækninn hveiju þetta sætti og hann
sagði að áverkamir hefðu trúlega
valdið persónuleikabreytingum,
sem kynnu þó að ganga til baka.
Þarna tel ég að áfallahjálp hefði
komið mér til góða, en ég fékk
ekkert nema klapp á bakið og smá
hughreystingarorð í veganesti þeg-
ar kom að því að Gústaf útskrifað-
ist og var sendur heim. Ég var í
meira en fullri vinnu og engan veg-
inn í stakk búin að annast hann,
enda mátti læknum og hjúkrunar-
fólki vera ljóst að maðurinn gekk
hvorki andlega né líkamlega heill
til skógar og álagið á fjölskylduna
yrði því gífurlegt. Hann hafði verið
óþægur sjúklingur og oft strokið
af sjúkrahúsinu. Mér fannst vistun
á geðdeild eina úrræðið en slíkt
virtist útilokað. Mér varð ekkert
ágengt þegar ég spurðist fyrir um
hvaða aðstoð mér stæði til boða.
Ég rakst alls staðar á veggi og
fannst ég algjörlega ein á báti.
Enginn benti mér á að ráðfæra mig
við félagsfræðing, sálfræðing eða
geðlækni, þótt mér skiljist að nóg
sé til af slíkum fræðingum.
Það er eins og heilbrigðiskerfið
geri ráð fyrir að aðstandendur geti
helgað sig umönnun sjúklinga allan
sólarhringinn án tillits til andlegs
ásigkomulags þeirra sjálfra og
sjúklinganna auk þess sem ekki er
tekið með í reikninginn að einhver
verður að afla heimilinu tekna. Ég
varð fyrir miklum vonbrigðum og
velti fyrir mér hvort vandamál af
þessu tagi væri einstakt fyrirbæri.
Fyrir einskæra tilviljun kynntist ég
konu sem hafði svipaða reynslu af
„kerfinu" og ég. Við bárum saman
bækur okkur og gátum stappað
stálinu í hvor aðra þegar verst lét.
Banatilrœðl
Heima var umsátursástand alla
daga. Gústaf lét sér ekki lengur
nægja að fínna að við mig með til-
heyrandi barsmíðum heldur fóru
börnin núna ósegjanlega í taugarn-
ar á honum. Þau virtust aldrei gera
neitt rétt. Hann setti út á allt, sama
hversu smávægilegt það var, til
dæmis urðu matmálstímarnir þegar
öll fjölskyldan var saman komin ein
allsheijar martröð og oft fór ástand-
ið svo úr böndunum að við urðum
að kalla á lögregluna. Mér varð þó
fyrst verulega brugðið þegar Gústaf
4
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1997 B 7
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
réðst aftan að syni okkar á ungl-
ingsaldri, honum algjörlega að
óvörum, tók hann hálstaki og
sleppti ekki fyrr en eldri sonur okk-
ar réðst á föður sinn og tókst að
losa bróður sinn, sem þá náði varla
andanum. Þetta var hreint og klárt
banatilræði. í átökunum fór Gústaf
úr axlarliðnum, fyrr sleppti hann
ekki takinu."
Halldóra segir að yngsti strákur-
inn hafi verið það barnanna sem
var hændast að föður sínum og lang
umburðalyndast við hann eftir slys-
ið. „Hann var mjög félagslyndur
og þótti afburðagreindur. Trúlega
hafa slíkir eiginleikar æst upp af-
brýðisemi og minnimáttarkennd
föður hans. Eftir tilræðið leitaði ég
á náðir félagsmálastofnunar og
fékk því framgengt að hann var
sendur í sveit, enda ómögulegt að
hafa hann heima við óbreyttar að-
stæður. Þótt mér finnist skjóta
skökku við að þurfa að senda þol-
anda í stað geranda frá heimilinu
kom ekki annað til greina þar sem
ég hafði ekki enn safnað nægum
kjarki til að sækja um skilnað. Ég
geri mér vitaskuld núna grein fyrir
að ég hefði átt að láta til skarar
I skríða í þeim málum um leið og
hann lagði hendur á mig í fyrsta
skipti. Mig skorti hins vegar kjark-
inn, ég óttaðist að bijálæðisköst
Gústafs yrðu ennþá yfirgengilegri
og hann myndi hefna sín grimmi-
lega á okkur öllum.
Því miður hefur margt farið úr-
skeiðis hjá syni mínum síðan eins
og reyndar hjá hinum börnunum
líka. Þau eru núna stálpuð, sum
neyta áfengis meira en góðu hófi
gegnir og öll eiga þau í miklum til-
finningalegum erfiðleikum. Þótt
þeim hafi einu sinni þótt vænt um
pabba sinn hata þau hann og fyrir-
líta núna. Þau geta ekki fyrirgefið
harðræðið, barsmíðarnar og of-
sóknir hans á hendur fjölskyldunni,
sem sér ekki enn fyrir endann á.“
Fjölskyldan einangrast
Eftir að Gústaf kom heim af
spítalanum varð feluleikurinn æ
erfiðari. Þegar hömluleysið var
mest var þrautalendingin að hringja
á lögregluna. Slíkt fór vitaskuld
ekki framhjá nágrönnunum auk
þess sem vinir bamanna urðu oft
vitni að, að Gústaf gekk í skrokk
á þeim. Heimsóknir utanaðkomandi
urðu fátíðari, fjölskyldan einangr-
aðist, Gústaf elti og njósnaði um
Halldóru og ásakaði hana um að
vera í tygjum við fjölda karla þótt
hún færi aldrei annað en í vinnuna
og búðina. Að eigin mati var Gúst-
af sá eini sem alltaf hafði rétt fyrir
sér, allir aðrir voru óhemju vitlausir.
Alls konar uppákomur urðu dag-
legt brauð en Halldóru er þó minnis-
stæðast aðfangadagskvöld fyrir sjö
árum þegar Gústaf réðst skyndi-
lega, að venju að tilefnislausu, á
einn drengjanna, og barði hann eins
og harðfisk. „Ég skarst í leikinn,
hann tók á móti og áður en yfir
lauk vorum við þijú komin í heiftar-
leg slagsmál, en yngri börnin voru
hágrátandi í felum í húsinu. Að lok-
um komst strákurinn undan og
hljóp eitthvað út í buskann. Ég leit-
aði að honum í marga klukkutíma,
keyrði um bæinn og hef sjaldan
fundið til eins mikillar depurðar og
þá. Mér fannst óréttlátt að ég og
börnin værum ekki eins og allar
þessar hamingjusömu fjölskyldur
sem áreiðanlega nytu jólanna í sátt
og samlyndi í öllum uppljómuðu
húsunum.
Lögreglan reyndist mér alltaf vel
og brást skjótt við enda hékk miði
á vegg á stöðinni þar sem stóð ein-
faldlega: Halldóra - strax! Meðan
við vorum ennþá gift hafði hún
ekki vald til að fjarlægja Gústaf
af heimilinu. Hvert sem ég leitaði,
hjá Kvennaathvarfinu og víðar, var
mér sagt að eina úrræðið fyrir mig
væri að fara sjálf ásamt börnunum
að heiman, helst ætti ég að fá mér
vinnu á Þórshöfn á Langanesi."
Heilaþvegin
Halldóra segir að orka sín hafi
verið á þrotum, henni fannst hún
ekki fá við neitt ráðið auk þess sem
henni fannst hún ekki geta yfirgef-
ið sjúkan eiginmann sinn. „Sem
stelpa lét ég ekki vaða ofan í mig.
Ég var mikið í íþróttum, fékk gott
uppeldi, var dugleg í skóla og átti
marga vini og kunningja. Ekkert
benti til að ég léti kúga mig og
pína andlega og líkamlega síðar.
Efalítið finnst mörgum frásögn
mín ótrúverðug því slíka niðurlæg-
ingu myndi engin heilvita mann-
eskja láta yfir sig ganga, annað
hvort hlyti hún að vera heimsk,
algjör gunga eða haldin mikilli
sjálfseyðingarhvöt. Að upplagi er
ég ekkert af þessu og sjálf hefði
ég trúlega tekið undir slíkar skoð-
anir á sínum tíma. Ég get ekki
skýrt hvers vegna ég lifði svona,
brást við eins og ég gerði og hvers
vegna mesta keppikefli mitt var að
halda ástandinu leyndu í stað þess
að skilja við Gústaf fyrir mörgum
árum. Skynsemin hefði átt að segja
mér að allt hlaut að vera betri kost-
ur en það sem ég lét bjóða mér.
Þegar ég hugsa til baka fínnst mér
að ég hljóti að hafa verið heilaþveg-
in, enda tapaði ég áttum og varð
viljalaust verkfæri. Ég gerði mér
enga grein fyrir hversu hugur minn
var orðinn ruglaður.“
„Óráð“ geðlæknisins
Gústaf leit vel út og þrátt fyrir
heilaskaðann tókst honum að koma
vel fyrir. Því var Halldóra sannfærð
um að allir héldu hana ýkja ástand-
ið þegar hún leitaði eftir aðstoð.
Einu sinni tókst henni að fá Gústaf
með sér á fund geðlæknis. „Hann
kom með mér á fölskum forsendum
því ég hafði búið svo um hnútana
að við færum til að ræða um breytta
lyfjagjöf. Gústaf tókst að blekkja
lækninn eins og aðra og ekkert kom
út úr viðtölunum. Lækninum fannst
ekki ástæða til að gefa mér holl
og góð ráð eða huga að andlegu
ástandi mínu. Hann ráðlagði mér
þó að kæra ekki eiginmann minn
fyrir lögreglunni, sagði slíkt mjög
óviturlegt. Því ráði reyndi ég að
fylgja en get ekki séð að það hafí
gagnast mér nema síður sé. Eftir
mörg viðtöl við starfsfólk í geðheil-
brigðisstétt finnst mér hjálp og
aðstoð, sem í boði er æði handahófs-
kennd bæði fyrir hina sjúku og
aðstandendur þeirra. Hámenntað
fólk ætti að gera sér betur grein
fyrir að aðstandendur eru á vissan
hátt sjúkir líka og oft allsendis
ófærir um að taka réttar ákvarðan-
ir auk þess sem geysilega kostnað-
#Ég var svo
barnaleg að halda
að með tíð og tíma
gæti ég sigrast á
stjórnsemi og
drottnunargirnd
eiginmannsins og
breytt honum sam-
kvæmt minni for-
skrift að góðum
eiginmanni.
§ Hann passaði
sig alltaf á að berja
mig ekki í andlitið.
Þótt tvíeggjað sé
virtist okkur báð-
um jafn mikið í mun
að ég „héldi andlit-
inu“.
• Ég gerði mér
Ijóst að ég var í
gildru, sem ég
hafði enga burði til
að losna úr.
I Þegar ég hugsa
til baka finnst mér
að ég hljóti að hafa
verið heilaþvegin.
• Honum var í
mesta lagi haldið
inni í tvo sólar-
hringa, ég var aldr-
ei kölluð til yfir-
heyrslu og hann
gat óhindrað hald-
ið áfram upptekn-
um hætti þegar
hann losnaði.
t Þaðereinsog
heilbrigðiskerfið
geri ráð fyrir að
aðstandendur geti
helgað sig umönn-
un sjúklinga allan
sólarhringinn án
tillits til andlegs
ásigkomulags
þeirra sjálfra og
sjúklinganna, auk
þess sem ekki er
tekið með í reikn-
inginn að einhver
verður að afla
heimilinu tekna.
arsamt er að leita til sérfræðinga
fyrir þá sem ekki eru skilgreindir
sjúklingar í opinberum plöggum."
Myrkar hugsanir
Fyrir fjórum árum kom Gústaf
ekki heim eitt kvöldið og ekki næsta
dag heldur. Halldóra játar að þá
hafi hún vonað að hann væri dáinn
og hún og börnin fengju loks frið.
Hún viðurkennir líka að á tímabili
hafí myrkar hugsanir læðst að sér
öðru hvoru og hún jafnvel gengið
svo langt að kanna hvaða dóm hún
hlyti fyrir manndráp. „Hatrið, ótt-
inn og fyrirlitningin ruglaði dóm-
greindina og ég sá stundum enga
aðra undankomuleið. Sem betur fer
gerði ég mér grein fyrir að börnin
yrðu engu bættari með mig í fang-
elsi.“
En Gústaf var sprelllifandi og
hafði leigt sér íbúð í öðrum bæjar-
hluta. Hremmingum fjölskyldunnar
var þó hvergi nærri lokið því hann
ónáðaði hana með símhringingum
að nóttu sem degi. Ef símanum var
ekki svarað réðst hann inn á heimil-
ið með svívirðingum, barsmíðum og
morðhótunum auk þess sem hann
braut stundum allt og bramlaði.
Ef Gústaf hafði ekki rifíð símann
úr sambandi var lögreglan kölluð
til. Halldóra stóð nú betur að vígi
með að kæra og krefjast fangelsis-
vistunar þar sem hún var búin að
sækja um lögskilnað og eiginmað-
urinn fluttur út.
„Honum var í mesta lagi haldið
inni í tvo sólarhringa, ég var aldrei
kölluð til yfirheyrslu og hann gat
óhindrað haldið áfram uppteknum
hætti þegar hann losnaði. Mér
finnst fólk í svipaðri stöðu og ég
njóta afar lítillar verndar og skiln-
ings yfirvalda. Einnig finnst mér
mjög ranglátt ef hann reynist eiga
rétt á helmingi hússins sem við
bjuggum í. Eftir skilnaðinn komst
ég að raun um að Gústaf hefur í
mörg ár haldið hluta af launum sín-
um til haga fyrir sjálfan sig og
komið peningunum vel fyrir. Hann
er skráður öryrki og fékk margar
milljónir í skaðabætur eftir slysið.
Allir sem til þekkja vita að hann
vinnur svart og þénar tvöfalt á við
mig. Ríkið borgar meðlög með börn-
unum, faðir þeirra hefur aldrei lagt
neitt til þeirra, en samt bendir allt
til þess að mér beri að láta hann
fá helming af andvirði hússins, sem
ég og börnin búum núr.a í.“
Vanmáttur og úrræðaleysi
Halldóru er eftirsjá í öllum árun-
um sem hún þraukaði í hjónaband-
inu en mest rennur henni til rifya
skaðinn sem börnin urðu fyrir. Sjálf
segist hún vera á góðri leið með
að byggja sig upp. Hún stundar lík-
amsrækt, sækir tíma hjá sálfræð-
ingi fyrir tvö barna sinna, sem ekki
fást til að fara, í von um að hún
geti nýtt sér ráð þeirra og miðlað
á inilli. Á tímabili gekk hún til geð-
læknis og fannst gott að geta „tapp-
að svolítið afi‘ eins og hún segir.
Annars segist hún hafa komist að
raun um að konur í svipaðri stöðu
og hún eigi ekki í mörg hús að
venda þegar þær loks beri sig eftir
hjálpinni. „Þegar feluleiknum lauk
leitaði ég oft til lækna og hjúkrun-
arfólks sem annaðist Gústaf og
þekkti sjúkrasögu hans og heimilis-
hagi. Mér fannst allir jafn vanmátt-
ugir og úrræðalausir."
Þótt Gústaf hafi ekki ónáðað fjöl-
skylduna í nokkra mánuði hefur
Halldóra allan varann á. Hún á
erfitt með svefn, enda var Gústaf
gjam á að ráðast á hana sofandi
og enn segist hún vera óörugg og
sér verði oft ósjálfrátt litið um öxl
ef hún er einhvers staðar ein á ferð.