Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ptiargiattWaíiiilö 1997 LAUGARDAGUR 8. MARZ BLAD FRJALSIÞROTTIR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ INNANHUSS I PARIS Morgunblaðið/Ásdís Kipketer setti heimsmet í París og tryggði sér 3,5 millj. króna WILSON Kipketer frá Danmörku setti heimsmet i undankeppni í 800 m hlaupi innanhúss á heims- meistaramótinu í Paris. Hann hljóp á 1.43,96 mín. Paul Er- eng frá Kenýa áttigamla metið, 1.44,84 min., sem hann setti í Búdapest í mars 1989. Kipketer, sem er Kenýumað- ur, tryggði sér 3,5 millj- ónir ísl. króna, en það fá menn fyrir að setja heimsmet. __________ ___ ________ Sömu upphæð fá sigurvegarar í hinum ýmsu greinum, þannig að sigurvegari sem setur heimsmet i leiðinni fær greidda 100.000 dali — andvirði rúmlega 7 millj- óna króna. Kipketer getur bætt heimsmet sitt, þannig að hann gæti fengið hærri upphæð í vasann. Hér á myndinni fagnar hann meti sinu. Elliott þjálfar Guðrúnu fram yfir ÓL í Sidney Frágengið er að Jamaíkabúinn Norbert Elliott þjálfar Guðrúnu Arnardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Elliott fór að þjálfa Guðrúnu við háskólann í Athens í Georgíuríki þegar hún hóf þar nám og hefur gert það síðan. Guðrún hefur náð mjög góðum árangri undir hans stjórn - setti m.a. tvö íslandsmet í 400 m grinda- hlaupi á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra, þar sem hún komst í undanúrslit - og kveðst mjög ánægð með að öruggt sé að samstarf þeirra haldi áfram. „Við störf- um saman fram yfir leikana í Sydney. Þó hann fari í annan skóla elti ég hann þangað," sagði Guðrún í gær, en Eiliott þjálfar enn háskólaliðið í Athens og sinnir Guðrúnu sérstaklega að auki. Guðrún er flutt þangað aftur og æfir af krafti. Elliott sagði við Morgunblaðið á Ólympíuleikunum í Atlanta að Guðrún væri hæfileika- ríkasta hlaupakona sem hann hefði þjálfað og vildi ólm- ur fá að starfa með henni áfram. Hér á myndinni til hliðar kemur Guðrún Amardóttir (168 ) í mark í 400 metra hlaupinu í heimsmeistaramót- inu innanhúss, sem hófst í París í gær. Frá vinstri eru Deon Hemmings, Hanebenesova frá Tékklandi, Guðrún, Jearl Miles-Clark og Nezha Bidoune. ■ „Guðrún, hvað er að þér?“ / C3 ÞOLFIMI Unnur kennir hjá Carmen Valderas í Valencia Unnur Pálmarsdóttir, fyrrum íslandsmeistari í þolfimi, er í Valencia á Spáni. Þar hefur hún kennt þolfimi í Meditterantum Sport og keppnisskóla hinnar frægu Carmen Valderas í Valenc- ia Universitat. Það er mikill heið- ur fyrir Unni, sem hefur séð um kennslu á sextíu manna hóp. Unnur hefur meðal annars kennt hinum efnilega þolfimikappa Lu- isma, sem er eitt besta efni Spán- verja í þolfimi — Spánarmeistari karla. Carmen hefur látið Unni þjálfa Luisma m.a. í listfengi og tjáningu, sem hefur verið Unnar sterkasta hlið. Unnur, sem er nýorðinn 21 árs, verður í sviðs- ljósinu í háskólanum í Valencia í dag, þar sem hún mun kenna maraþon þolfimi í tvær klukku- stundir með Carmen Valderas og Luisma. Unnur verður með þeim uppi á sviði, Carmen kennir en Unnur og Luisma verða fyrir aft- an hana. Unnur varð íslandsmeistari í þolfimi 1995 og meistari í para- keppni 1996. Hún hefur kennt þolfimi hér á landi undanfarin ár og er væntanleg heim frá Spáni í apríl. Unnur Pálmarsdóttlr KÖRFUKIMATTLEIKUR: FÁTT GETUR STÖÐVAÐ KEFLVÍKINGA / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.