Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 1
MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pennavinir Ég er 7 ára og heiti Daní- el Smárason og hef áhuga á rappi, snjóbrettum og frí- merkjum. Daniel Smárason Hávallagötu 7 101 Reykjavík Hæ, hæ. Ég óska eftir pennavin- um, bæði strákum og stelp- um, 8-10 ára, sjálfur er ég 8 ára. Áhugamál mín eru fót- bolti, píanó, íþróttir og smíði. Andri M. Johnsen Háarifi 5 360 Heliissandur [branpararI LEIKIR | Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík SNJÓR, snjór, snjór setur mikinn svip á allt umhverfis okkur um þessar mundir og Lára Halla Sigurðardóttir, 8 ára, Álfaskeiði 90, 220 Hafnarfjörð- ur, gerði þessa skemmtilegu mynd af brosandi snjóhúsi. Bestu þakkir fyrir, Lára Halla. Snjór Frá skáldum BÖRNIN góð! Myndasögur Moggans kynna skáld og Ijóð. í dag er skáldið Jón úr Vör (f. 1917). Á strönd orðsins Nú á ég ekki framar von á neinu sem gæti komið mér á óvart, ég vaki og ég sef. Eins oggamall sjómaður geng ég á strönd orðsins með net mín í dögun, endurnærður eftir langan nætursvefninn. Éghorfi á eftir þeim ungu sem róa bátum sínum útáhafíð... ogerglaður. (Úr Gott er að lifa, 1984) 1.000.000.000 MILLJARÐUR= eitt þúsund milljónir. Það tók banda- rísku konuna Mörtu Drew 5 ár að te(ja upp í milljón. Hún skrifaði hverja einustu tölu frá 1-1.000.000 og þurfti til þess 2.473 blaðsíður i A4 stærð, sem er venjuleg stærð vélritunarpappírs. Og hún setti víst heimsmet. Ef þið hafið áhuga á að slá metið og t.d. telja upp í einn miHjarð og skrifa hverja ein- ustu tölu á blað, ættuð þið að byrja ekki seinna en strax. Ef þið sitjið við talningu og skriftir í 12 klukkustundir á hverjum degi allan ársins hring verðið þið búin eftir 19.024 ár! Góða skemmtun og ég meina það, þið verðið að taka ykkur frí á jólunum og á afmælisdaginn - en þá bara bætið þið við nokkrum ára- tugum. Sjóræningjaskip við bryggju FINNST ykkur nútíma sjóræningja- skipið hans Jóns Árna Sigurðssonar, Blöndubakka 13,109 Reykjavík, ekki glæsilegt? Áhöfnin er eldti að sama skapi frýnileg, ónei. Grimmilegir bófar og dusilmenni (ómenni, vesalingur) til alls líklegir. En það er drengur í stigan- um úr brúnni. Hvaða erindi á hann um borð í þetta voðalega skip? Hann er ef til vill sonur eins skúrksins. Við þökkum listamanninum unga fyr- ir flotta mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.