Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ GUFFI gíraffi á afmæli í dag og ætlar að gefa vinum sínum gula frostpinna í afmælisveislunni. En Guffi er búinn að týna frost- pinnunum sínum. Finnið ^ pinnana með því að lita // svarthvítu myndina og þá getið þið hjálpað Guffa að halda upp á afmælið sitt. Vinningar: 5 ísveislur fyrir alla fjöl- skylduna, líka afa og ömmu, í Kjörís- ísbúð. Froskinn prakkaralega, vin hans Guffa, langar til að kenna ykkur að búa til ísrétt /SjK/i' sem hann kallar hrísís. Þetta þarf í ísrétt- Kw. inn: 1 dl af Rice Krispies eða kornflögum, 4-5 msk. af súkkulaðisósu og 2 kúlur af /X Heimaís. / 1. Rice Krispies er sett í skál. l ' 2. Súkkulaðiíssósu sprautað yfir og biandað \. vel saman við Rice Krispies. 3. Heimais er settur yfir blönduna og skreytt með issósu. Sendið til: Myndasögur Moggans - Frostpinni Kringlunni 1 103 Reykjavík NAFN:........ HEIMILI:... PÓSTFANG: Urslit birt 26. mars Hvað getur þú fundið marga frostpinna á myndinni? Síðasti skiladagur 19. marsi Litaleikur - Kjörís - Myndasögur Moggans Hvenær lýkur þessum vetri? HÚN Ásrón Þóra, 7 ára, Vanabyggð 2g, 600 Akureyri, er höf- undur þessarar sum- armyndar og segir að gaman væri að fá hana birta í Mynda- sögum Moggans. Okkur er sönn ánægja að birta þessa fallegu mynd, Ásrún Þóra. Nú þegar vetrar- ríki (= hörð tíð að vetrarlagi, frost og snjókoma) hefur þreytt landsmenn um nokkurra vikna (jafnvel mánaða) skeið fjölgar jafnt og þétt vor- og sumar- myndunum sem ber- ast til Myndasagn- anna! Það styttist í að vori, elsku börn, vor- jafndægur, sátími þegar dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörð, eru 20. mars næstkomandi og páskarnir (!), annar fyrirboði vorsins, eru síðustu dagana í mars. Þá má jafnvel búast við páskahreti og eitthvað fram í apríl er allra veðra von, en þegar sumar- dagurinn fyrsti kem- ur, fimmtudaginn 24. apríl, skulum við vona að vöxtur jarð- argróðurs verði haf- inn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.