Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2324252627281
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1997, Blaðsíða 1
HANDKNATTLEIKUR 1997 Bjami Guðjónsson semur við IMewcastle Knattspyrnufélag ÍA og New- castle komust að samkomulagi í gærkvöldi þess efnis að enska fé- lagið kaupir Bjarna Guðjónsson og verður skrifað undir samninginn í næstu viku. Bjarni leikur með Skagamönnum lengst af í sumar en samkvæmt samkomulaginu þarf hann ekki að mæta til Englands fyrr en keppnistímabilið hefst ytra í ágúst. Hafsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, sagði við Morgunblaðið að við- ræður milli félaganna hefðu átt sér stað að undanförnu og samkomu- lagið hefði endanlega verið staðfest í síma í gærkvöldi. „Vegna Evrópu- leiks Newcastle í Monaco gekk þetta frekar hægt en við vorum í sam- bandi við Newcastlemenn í Monaco og rammasamkomulag var staðfest símleiðis. Það var síðan rætt á stjórnarfundi og lagði hann blessun sína yfir ákvörðunina." Aðspurður um kaupverð sagði Hafsteinn: „í þessu rammasamkomulagi var ekki samið um ákveðna upphæð og því er ekki tímabært að nefna tölur en gengið verður frá öllum atriðum í næstu viku.“ Bjarni hefur oft lýst því yfir að hann hefði helst áhuga á að semja við Newcastle og nú er ljóst að ósk- in verður að veruleika. Hann er 18 ára síðan í febrúar og var valinn til að fara með piltalandsliðinu til ítal- íu í næstu viku en Hafsteinn sagði að hann færi ekki. „Þar sem Bjarni verður lykilmaður hjá okkur lengst af á tímabilinu er mikilvægt að hann verði með okkur í undirbúningnum og því leikur hann með ÍA í Skot- landi eftir helgi. Hins vegar gerum við ráð fyrir því í samkomulaginu við Newcastle að Bjarni verði með piltaliðinu í Evrópukeppninni á ís- landi í lok júlí.“ MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ BLAD Mosfellingar fagna í Hafnarfirdi LEIKMENN Aftureldingar tolleruðu Pál Þórólfsson í leikslok eftlr að hann hafðl tryggt llðlnu sigur, 26:25, á FH á síðustu stundu í gærkvöldi. Páll gerði sigurmarkið rétt áður en leiktímlnn rann út og UMFA er þar með komið í undanúrslit og mætir sigurvegara úr vlðureign ÍBV og Fram. / D3 Mál Arons Kristjánssonar Aganefnd HSÍ stóð við fyrri úrskurð sinn HAUKAR kærðu fyrir helgi úrskurð aganefndar Handknattleikssambands Islands til dómstóls HSÍ í máli Arons Kristjánssonar, Haukum, sem var úrskurðaður í þriggja leikja bann eftir leik Hauka og ÍBV í síðustu viku. Dómstóll HSÍ tók málið fyrir á mánudag og vísaði þvi til aganefndar aftur. Aganefndin fór aftur yfir málið og stóð við fyrri úrskurð sinn. Haukar kærðu á þeirri forsendu að Aron hefði samkvæmt skýrslu dómara aðeins átt að fá tvö refsistig, sem hefði þýtt að hann væri kominn með níu refsistig og mundi því sleppa við leikbann. Aganefndin gaf Aroni hins ----------- vegarþijúrefsistigogþvífékk Aron þriggja leikja bann. Þeg- ----------- ar aganefnd fjallaði um málið í síðustu viku bað hún um við- bótar upplýsingar um atvikið frá dómurum leiksins og þá kom fram að brot Arons hafi gefið tilefni til þriggja refsi- stiga. Urskurður aganefndar stendur því og Aron þarf að taka út þriggja leikja bann. Hann hefur þegar tekið út leik- bann í einum leik, leik Hauka og Vals í fyrra kvöld, og á því tvo leiki eftir enn. Bryant reynir viðNBA DERRICK Bryant, sem lék 17 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni f vetur, hveru verið boðið í æfingabúðir í sumar hjá Indi- ana og Dallas, en bæði liðin leika í NBA-deildinni. Bryant útskrifaðist úr háskóla í fyrra og tók þátt í æfingamóti fyrir þá sem þóttu liklegir að kom- ast í háskólavalið, en komust ekki. Þar þótti hann standa sig nokkuð vei og fékk í kjölfarið boð um að æfa með liðunum tveimur. Sem dæmi um hvern- ig hlutimir geta gerst þá komu forráðamenn Chicago auga á Scottie Pippen í samskonar móti, en hann þótti enginn af- burðamaður í háskólabolt- anum en fór á kostum á um- ræddu móti. Bryant gerði 26,88 stig að meðaitali fyrir KFÍ í vetur, tók 12,1 frákast og stal boltanum 2,4 sinnum að meðaltali í leik. Morgunblaðið/Golli Baumruk með Haukum PETR Baumruk, leik- maðurinn sterki hjá Haukum, sem meiddist í hálslið í leiknum við ÍBV í síðustu viku, verður að öllum líkind- um með Haukum á móti Val í 8-liða úrslit- um í kvöld. „Ég er óðum að jafna mig og reikna með að vera með á móti Val, altént í vörn- inni til að byija með,“ sagði Baumruk við Morgunblaðið í gær. Hann æfði með Hauk- um í hádeginu í gær og fann þá ekki mikið til og þá var ákveðið að láta hann prófa í kvöld. Hilmar ertæpur HILMAR Þórlindsson, skytta Stjörnunnar, sneri sig á ökkla undir lok leiksins á móti KA í fyrra kvöld og óvíst að hann geti leikið _ á móti KA í kvöld. „Ég er ekki bjartsýnn en geri mér þó vonir um að hann leiki,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörnunnar. Skaga- menn til Skotlands ÍSLANDS- og bikar- meistarar ÍA fara til Skotlands á mánudag og leika þar tvo æfinga- leiki í næstu viku. Á þriðjudag mæta þeir Queen of the South og leika við Livingston á fimmtudag. Skaga- menn hafa einnig í hyggju að fara í æf- ingaferð til Spánar í maí. í dag fara fimm ís- lensk knattspyrnulið í æfíngaferð til Portúg- als. Um er að ræða karlalið Vals, FH, Fylk- is og Þróttar í Neskaup- stað og kvennalið ÍBV. KNATTSPYRNA KARATE: EDDA FÉKK SILFUR OG HALLDÓR BRONS í SVÍÞJÓÐ / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D - Íþróttir (19.03.1997)
https://timarit.is/issue/129357

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D - Íþróttir (19.03.1997)

Aðgerðir: