Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1997, Blaðsíða 1
■ KOIMUR í HEIMSPEKI/2 ■ ÞAU FEMGU SÓFASETT, UÓSAKRÓMUR OG FLEIRA í KAUPBÆTI MEÐ GÖMLll HÚSI/4 ■ SKEMMTILEGIR SPARIDAG- AR í HVERAGERÐI/5 ■ PÁLL ÓSKAR ER Á LEIÐ í EUROVISION/6 ■ Andleg og líkamleg upplyfting fjölskyldunnar um páska PÁSKAR eru tími gleðinnar í huga nútíma íslendinga. Fimm streitu- lausir frídagar fjölskyldunnar til andlegrar og líkamlegrar upplyft- ingar. Hér verður stiklað á gleðinni. MATUR: Páskalambinu er slátrað og fæst nú ferskt í búðum. Svínið kemur fast á hæla þess í kjötborðinu. ÍÞRÓTTIR: Skíði og sleðaferð- ir. Skíðavikan á ísafírði er víðfræg- ust, en verið verður á skíðum alls staðar þar sem færi gefst. SÆLGÆTI: Súkkulaði í líki eggja og jafnvel má koma auga á hoppandi súkkulaðikanínu klædda í álbúning. FLUG: Borgar sig að bóka strax en hvorki er flogið á föstudeg- inum langa né páskadag. KEYRT í SUMARBÚSTAÐ: Páskar eru ferðahelgi fjölskyld- unnar og sumarbústaðaeigendur gleðjast. Hugið að veðri og færð! Hlustið á Utvarp Umferðarráð. Hafið hlýjan fatnað í bílnum, keðj- ur, skólfu, dráttartaug og varahluti meðferðis. Spennið beltin og slakið á við stýrið. GÖNGUR: Útivist með ferðafélögunum! Gönguferðir og skíða- gönguferðir léttar og erfiðar. Dæmi: Snæfell- Lónsöræfi með austur- landsdeild Ferðafélags Is- lands. Páskar á Mývatni, pásk- ar á Búðum. Úrvalið er gott. SKEMMTIST AÐIR: -Heimilaðar eru almennar skemmtanir um páska 1997 en með tímatakmörkunum. Miðvikudaginn 26. mars til 3.00 og skírdag til kl. 23.30. Föstudaginn langa er skemmtanahald bannað en heimilað aftur frá miðnætti til kl. 4.00. Laugardag fyrir páska eiga skemmtistaðir að vera lokaðir eins og á páskadag. Annan í páskum má svo skemmta sér til kl. 3.00 um nótt. Það má veita borðvín í matmálstímum á föstudaginn langa og páskadag. MESSUR: Minnst er síðustu Morgunblaðið/Ásdís kvöldmáltíðarinnar á skírdag, kyrrðin er lofuð á föstudaginn langa og oft eru messur klukkan átta á páskadagsmorgun. BÍÓHÚS: Veisla með nýjum myndum í kvikmyndahúsunum. Annar í páskum er bíódagurinn. NEYÐARÁÆTLUN: Verkfall og gott að fara í skoðunarferðir í hverfmu heima hjá sér. Spila á kvöldin við kertaljós og syngja. Jafnvel óhætt að tala saman. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.