Morgunblaðið - 21.03.1997, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Upplýs
handa öllum
J UPPLÝSING er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálf-
y ræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni
M mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu ann-
arra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar
H orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á
SE einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án hand-
leiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því „Sap-
ere aude!“, hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!
Þetta eru upphafsorð Kants í svari hans við spurning-
unni „Hvað er upplýsing?“ Hún er leið út úr vitleysunni,
úr viðjum vanans, ósjálfræði, hyggjuleysi og hugleysi til að
breyta.
Upplýsing er að losna undan því að sætta sig við vald
annarra yfír eigin skynsemi. Upplýsing er því hugrökk at-
höfn hvers manns. „Þorðu að vita!“
Á þessari öld hefur orðið söguleg breyting sem varðar
tilvist allra manna. Upplýsingin er ekki lengur merkt sjónar-
horni karlsins. Fræðin eru að breytast, hugtökin eru að
breytast, réttlæti er ekki til nema það rúmi umhyggju.
Reynsla kynjanna gegnum aldirnar og áhersla, eru jafnrétt-
háar. En er heimspekin að breytast?
Heimspekin er ekki safngripur heldur aðferð til að glíma
við samtímann, og fólk sem hefur losað sig úr viðjum sögunn-
ar beinir orðum sínum gegn vandanum. Veruleikinn er
breyttur, sjónarhorn karla, kvenna og barna mætast og lýsa
upp hugann.
Heimspekin er kölluð fræðin um fræðin, og móðir fræð-
anna því hún er vísindaleg hugsun og öllum gagnleg. Heim-
speki með börnum hefur brotið sér leið um heiminn á síð-
ustu áratugum vegna þess að talið er bömum hollt að öðl-
ast sjálfstæða hugsun í þessum sefjandi heimi.
Og heimurinn breytist, fyrirtækin breytast, skólarnir
breytast, fræðin breytast. Heimspekin á íslandi er líka að
breytast. Dr. Sigríður Þorgeirsdóttir fékk fyrst kvenna
embætti til að kenna heimspeki á íslandi, Guðrún Hólmgeirs-
dóttir varð formaður í spánnýju Félagi heimspekikennara
og Kristín Þóra Harðardóttir minnti á fyrsta íslenska kven-
doktorinn með því að rannsaka kenningar hennar í heim-
speki og rita B.A.-ritgerð. Þær eru fleiri, þijátíu konur hafa
útskrifast frá Háskóla íslands með heimspeki sem aðalgrein
frá árinu 1978 og núna em 67 heimspekinemar af 150 konur.
Viðmælendumir eiga upplýsinguna sameiginlega, og vilj-
ann til að losa aðra úr viðjum ósjálfræðis. ■
Gunnar Hersveinn
Peysudagar í fLflSH
Fimm i udag, föstudag
LAUGARDAG
30%
^FSLÁTTUR AF
PEYSUM
Stuttar, þröngar
víðar, síðar.
Verð frá 1.990
f®
Laugavegi 54
UPPLÝSINGIN feldi grímuna af andliti konunnar.
Sigríður Þorgeirsdóttir
Endanleg svör enda
lok heimspekinnar
SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir er
menntuð í heimspeki í Bandaríkjun-
um og Þýskalandi. „Ég hef búið í
átján ár erlendis," segir hún „og
fjölskyldan er enn úti í Berlín." Sig-
ríður er nýskipaður lektor og jafn-
framt fyrsta konan sem fær emb-
ætti í heimspeki við Háskóla ís-
lands.
Hún varði doktorsritgerð sína
„List og sannleikur í heimspeki
Nietzsches" við Berlínarháskóla og
hefur kennt við háskólann í Rostock
undanfarin ár.
Sigríður hefur hlotið alhliða
menntun í heimspeki en hún hefur
sérstaklega lagt sig eftir þýskri
heimspeki, siðfræði og samfélags-
heimspeki 19. og 20. aldar. Hún
hóf störf á íslandi í janúar og kenn-
ir á vorönn námskeiðið Inngangur
að siðfræði og málstofu um heim-
speki Nietzsches. Hún hefur tvisvar
áður komið við sögu íslenskrar
heimspeki, annars vegar í sambandi
við rannsóknir á feminískri siðfræði
og hins vegar efndi hún til ráð-
stefnu í samvinnu við Siðfræði-
stofnun Háskóla íslands fyrir
tveimur árum undir heitinu „Fjöl-
skyldan og réttlætið".
Getur fjölskyldan veriö
uppspretta
siðferðislegra gilda?
Á áðurnefndri ráðstefnu var leit-
ast við að svara því hvaða þýðingu
réttlæti geti haft innan fjölskyld-
unnar. Sú sannfæring gengur eins
og rauður þráður gegnum heim-
spekisöguna að fjölskyldan sé
vagga siðferðisþroska einstakling-
anna.
„Fjölskyldunni er ætlað það hlut-
verk að móta siðferðilega vitund
og miðla undirstöðugildum siðaðs
mannlífs," segir Sigríður. „En
heimspekingum, sem oftast voru
karlar, láðist að spyija hvort fjöl-
skyldan sé sjálf réttlát stofnun. Ef
þessu verður svarað neitandi má
vart búast því að hún geti annað
ofangreindu hlutverki. Þegar öllu
er á botninn hvolft hreyfir spurning-
in um fjölskylduna og réttlætið því
við sjálfri undirstöðu siðfræðinnar.“
„En þessari spumingu verður
ekki aðeins svarað fræðilega, heldur
tengist hún jafnframt stjórnmálum,
efnahagsmálum, skatta- og at-
vinnupólitík, svo nokkuð sé nefnt.
Þegar hugað er að fjölskyldunni
kemur í ljós að innan hennar ríkir
oft misrétti til dæmis vegna álags-
ins á konur sem annast heimilið að
stærstum hluta og vinna launa-
vinnu utan þess,“ segir hún.
„Þetta gerir konum erfiðara fyrir
að nýta sér möguleika sína utan
heimilis og vera virkari í pólitískri
ákvarðanatöku er varða málefni
fjölskyldunnar. Hér er um dulda
mismunun að ræða. Mismunum er
alltaf óarðbær fjárfesting bæði inn-
an fjölskyldunar og í samfélaginu
í heild. Lág laun og mikil vinna
bitnar á bömum, svo einfalt er nú
það.“ segir hún. „Því er eins og
áður sagði ekki hægt að líta á fjöl-
skylduna sem afmarkað fyrirbæri,
einkamál þeirra sem í hlut eiga.
Þess vegna er rétt að spyrja:
„Hvemig er búið að henni í þjóðfé-
laginu til að vera réttlát stofnun
sem er fær um að anna hlutverki
sínu og vera sú uppspretta gilda
SIGRÍÐUR Þorgeirsdóttir
sem sagt er að hún ætti að vera?““
Sigríður segir samt ekki fjöl-
skylduna vera eina staðinn þar sem
börnum em kennd siðferðisleg gildi.
Hún telur að siðfræðimenntun muni
aukast innan skólakerfisins á næstu
ámm. Víðast hvar í nágrannalönd-
um okkar í Evrópu eiga börn og
unglingar þess kost að læra sið-
fræði. Heimspekikennslu segir hún
fela í sér þjálfun í leitandi og í
gagnrýnni hugsun.
„Immanúel Kant, einn helsti
heimspekingur upplýsingarinnar,
sagði einmitt að það væri ekki mik-
ilvægast að kenna fólki staðreyndir
um kenningar heimspeki, heldur að
kenna því að hugsa heimspekilega
með því að bijóta málin til mergj-
ar. Kant lagði mikla áherslu á að
við lærðum sjálfstæði í hugsun.
Þess vegna sagði hann ósjálfræði í
hugsun ekki annað en vanhæfni til
að nota eigið rök- og hyggjuvit,"
segir hún og telur þessa skoðun
jafngilda í dag og á dögum Kants.
„Sjálfstæð hugsun er forsenda þess
að meta hlutina í ljósi réttlætis,
umburðarlyndis, staðfestu og heið-