Morgunblaðið - 21.03.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1997 B 3
Kristín Þóra Harðardóttir
Heimspeki
fyrsta kven-
doktorsins
FYRSTA íslenska konan sem varði
doktorsritgerð var viðfangsefni
Kristínar Þóru Harðardóttur í loka-
verkefni í heimspeki við Háskóla
íslands I vetur. Björg Caritas Þor-
láksdóttir var reyndar fyrsti kven-
kyns Norðurlandabúinn sem út-
skrifaðist sem doktor frá Sorbonne
háskólanum.
„Konur eru ekki fyrirferðarmikl-
ar í því námsefni sem boðið er
uppá í heimspeki við Háskóla ís-
lands og þessi ójafna kynjaskipting
varð til þess að ég leitaði í námi
mínu uppi konur og skrif kvenna,"
segir Kristín Þóra. „Nær allt náms-
efnið er undir sjónarhorni karla og
því greip ég tækifærið þegar ég
sá nafn Bjargar á ritgerðarlista á
námskeiðinu um íslenska heim-
speki.“
Björg var frumlegur höfundur
og setti fram eigin kenningar
innan heimspeki og sál-
fræði en saga hennar er
líka áhugaverð með til-
liti til sögu kvenna.
Karla íslandssög-
unnar eiga nemendur
að þekkja, en konunum
má sleppa, og hið sama
gildir um Björgu og
margar aðrar íslenskar
konur, enginn þekkir
nafnið fyrr en karlmanns-
nafnið hljómar: Bróðir
hennar var Jón Þorláksson
forsætisráðherra, borgar-
stjóri og formað-
ur Sjálfstæðis-
flokksins.
Björg var
þekkt á sinni tíð
og fólk dáðist af
afrekum hennar.
Nafn hennar
birtist oft í blöð-
um á fyrstu ára-
tugum aldarinn-
ar og í Morgun-
blaðinu 23. mars
1934 birtist frétt
um bálför dr.
Bjargar C. Þor-
láksdóttur.
Reiknað var með
í fréttinni að
komandi kyn-
slóðir myndu
dást að henni.
Morgunblaðið/Ásdfs
KRISTÍN Þóra Harðardóttir
með vikugamlan son sinn.
Björg C.
Þorláksdóttir.
Valdl víslndln fremur en
hjónabandlð
Kristín Þóra Harðar-
dóttir segir að handrit
Bjargar sem hún ætlaði
til útgáfu hafi legið í
kassa í yfír 60 ár á
handritadeild Lands-
bókasafns, en þau heita
Lífþróun I og II, einnig
má þar fínna handrit að
leikriti og þýðingu á verk-
inu Heimili Sveins Lilje-
rósa eftir Selmu Lag-
erlof. Hinsvegar kom
Morgunblaðið/Kristinn
arleika. Það er gagnrýnin hugsun
í orðsins fyllstu merkingu," segir
Sigríður.
Frumspekllegt húsnæðisleysl
nútímamannslns
Tilvistarvandinn er Sigríði hug-
leikinn og hún spyr: Er ástand
menningarinnar sem við lifum í
gott? Eru einstaklingar að missa
hæfileikann að búa með öðrum eða
vera sáttir við sjálfa sig? „Aðstæður
einstaklingsins hafa breyst," svarar
hún. „Trúin er honum ekki sama
haldreipi og hún var fyrr á öldum.
Hann ber sjálfur fulla ábyrgð og
virðist á einhvern hátt vanmáttugri
sem birtist oft í þunglyndi og ein-
manaleika. Það tekur okkur lengri
tíma en áður að skilja heiminn og
sjálf okkur vegna þess hve menning
okkar er orðin flókin og þversagna-
kennd. Hér í okkar heimshluta höf-
um við það á margan hátt betra
en áður, en það virðist ekki endilega
færa okkur nær lífshamingjunni."
Við búum ekki í heildstæðum
heimi og staða okkar, tilgangur og
markmið í alheiminum eru óljós,
öfugt við það sem t.d. Aristóteles
taldi. „Við höfum oft ekki lengur
þá trú að til séu einhver óræk
grundvallar sannindi um frumfor-
sendur tilveru okkar,“ segir Sigríð-
ur. „Að því leyti erum við frum-
spekilega húsnæðislaus, ef svo má
að orði komast."
Hún telur hlutverk heimspekinn-
ar meðal annars að hjálpa mönnum
að glíma við aðsteðjandi siðferðis-
og tilvistarvanda og til að varpa
ljósi á aðstæðurnar. Ekki endanlega
til að gefa endanleg svör. Það væru
líka endalok heimspekinnar og þar
tæki trúin við. „Heimspekin kennir
okkur kannski fyrst og fremst að
spyija og að tjá okkur um og yrða
vanda. Til þess að svo megi verða
þarf heimspekin að taka mið af vís-
indum,“ segir hún „og markmið
kennslunnar er að hjálpa fólki til
að skilja heiminn og sjálft sig og
til að standa ekki ósjálfbjarga gagn-
vart vandanum.“
StórlAja eAa fjárfestlng f
menntun unga fólkslns?
„Þeir sem hér fara með völd
treysta enn á fískinn í sjónum og
stóriðju til að framfleyta sér, sem
er skammtímahugsunarháttur,"
segir Sigríður og þeir loka augun-
um, að hennar mati, fyrir því að
hjá framsæknum þjóðum er vaxtar-
broddurinn í menntuninni. „Launin
í skólakerfínu lýsa vel viðhorfínu
hér til menntunar," segir hún „sam-
bandið er skakkt."
Sigríður telur að með því að
kenna gagnrýna, heimspekilega
hugsun mætti skapa sterkara lýð-
ræði í landinu sem einkenndist af
meiri og betri skoðanaskiptum fólks
sem væri óhrætt við að segja það
sem því finnst. „Aðeins í „gelgjulýð-
ræði!“ geta til dæmis fjölmiðlar,
sem eiga að standa vörð um lýð-
ræði runnið saman án teljandi um-
ræðu eða mótmæla, eins og hér
gerðist á dögunum.“
þýðing hennar á Jerúsalem eftir
Lagerlof út árið 1905 og var vin-
sæl.
Björg Carítas vann í 20 ár að
íslensku-dönsku orðabókinni sem
oftast er kennd við Sigfús Blöndal
og er stundum nefnd sem meðhöf-
undur bókarinnar. Þau skildu
nokkru eftir að orðabókin kom út
og hóf Björg háskólanám að nýju.
Vísindin áttu hug hennar allan,
ekki heimilið segir sagan. Doktors-
verkefnið um samþróun sálar og
líkama varði hún 17. júní 1926.
Þijátíu og fjórum árum síðar varði
önnur íslensk kona doktorsritgerð.
Kristín Þóra fjallar í ritgerð sinni
um kenningar Bjargar um lífeðlis-
fræðilegan grundvöll sálarlífsins,
sem meðal annars snerust um að
allir andlegir eiginleikar ættu sér
efnislega skýringu. „Björg var vís-
indamaður sem rökstuddi skoðanir
sínar og kenningar með rannsókn-
um,“ segir Kristín Þóra. „Hún að-
hylltist náttúruskilgreiningar og
þróunartrú.“ Auk vísindaiðkunar
lagði Björg hönd á plóg jafnréttis
með skrifum og ábendingum.
„Björg var kona hárra hugsjóna
og drauma. Hún trúði heitt á mátt
vísindanna og vildi leggja sitt af
mörkum í leitinni að sannleikan-
um,“ segir Kristín Þóra.
Heimspeki var aðeins eitt af
áhugasviðum Bjargar og hið sama
má segja um Kristínu Þóru sem
er lærður garðyrkjufræðingur og
hefur átt blómabúð. Núna hefur
hún lokið heimspekinámi á íslandi
og langar til að mennta sig betur
í latínu.
GUÐRÚN Hólmgeirsdóttir Morgunbiaðið/Goiii
Guðrún Hólmgeirsdóttir
Handa konum og
börnum og körlum
GUÐRÚN Hólmgeirsdóttir heim-
spekikennari í Menntaskólanum við
Hamrahlíð skrifaði B.A.-ritgerð um
kenningar Aristótelesar um muninn
á kynjunum, vegna þess að hún
hafði áhuga á að reyna að skilja
fordóma hugsandi manna í garð
kvenna.
„Það lá beint við að skoða kynja-
sögu Aristótelesar þvl hugmyndir
hans hafa mótað öll fræði - einnig
viðhorf til kynjanna. Hann leit á
kynin sem andstæður, karlinn hefði
skynsemi en gagnstæða kynið
skorti á fulla skynsemi og því væri
karlinn náttúrulegur stjórnandi
konunnar," segir Guðrún og bætir
við: „Reyndar taldi hann þræla hafa
enn minni skynsemi og réttlætti
þannig þrælahald Fom-Grikkja.“
Samkvæmt Aristótelsi er skyn-
semin einkennandi eiginleiki
mannsins og því fól kenning hans
það í sér að hann taldi konuna ekki
fullkominn mann. Náttúran miðaði
að fullkomnun, tilgangur getnaðar
væri að skapa karla en það mis-
heppnaðist í helmingi tilfella - kon-
an væri því dæmi um náttúruleg
mistök!
Tuttugasta öldin hefur nú sýnt
að heimspekin liggur ekkert fremur
á sviði karlmannsins en konunnar.
Sagan og viðhorfín hafa hins vegar
ráðið því að karlmenn stunduðu
hana fremur en konur.
Kemst helmspekin á blað
(nýrrl námsskrá?
Guðrún telur mikilvægt að kenna
heimspeki í framhaldsskólum vegna
þess að nemendur á þessum aldri
eru heimspekilega þenkjandi. „Þeir
öðlast gagnrýnið viðhorf og læra
með heimspeki að rökræða skoðan-
ir sínar," segir hún. „Gildið felst í
því að doka við og velta fyrir sér
grunninum. Spyrja eins og bam:
Hvað er? Og hvers vegna?“
Heimspekin getur verið vinsæl í
framhaldsskólum, að mati Guðrún-
ar, en á sér enga hefð í íslensku
skólakerfi. Hún segist hafa farið
þá leið í kennslunni að láta nemend-
ur glíma við spurningar eins og
„Hvað er hamingja?" „Hvað gerir
mig að mér?“ „Hvað er tilvera?"
En hún leggur líka áherslu á lestur
klassiskra verka eftir helstu heim-
spekinga sögunnar til að nemendur
geti tengt hugsanir sínar við heim-
spekihefðina.
Guðrún er formaður nýstofnaðs
Félags heimspekikennara sem hef-
ur það markmið að efla heimspeki-
kennslu á íslandi og koma henni
endanlega fyrir i skólakerfínu. „Fél-
agið var stofnað 7. desember og
er næstum jafnfámennt og það er
nýtt,“ segir Guðrún „einfaldlega
vegna þess að heimspekin er kennd
á svo fáum stöðum."
Félagið stefnir að því að koma
heimspekinni á blað í nýrri náms-
skrá menntamálaráðuneytis fyrir
grunnskóla og framhaldsskóla
vegna þess að hún þroskar aðra
mannlega þætti en hefðbundnar
námsgreinar.
„Dagana 25.-27. júní ætlum við
að halda námskeið í samvinnu við
Endurmenntunarstofnun Háskól-
ans fyrir kennara sem vilja kenna
heimspeki," segir hún. Námskeiðið
verður haldið í tengslum við alþjóð-
lega ráðstefnu um bamaheimspeki
á Akureyri 18.-21. júní. Þar munu
endurspeglast þær breytingar sem
orðið hafa á högum heimspekinnar
frá því á dögum Aristótelesar þegar
virðulegir miðaldra karlar voru ein-
ir um þessa iðju - en nú stunda
hana líka konur og böm!“ segir
Guðrún að lokum.
Samkvæmistíminn erfram undan
One Touch kremin
eyða hárunum sársaukalaust!
Svo einfalt er það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið
og strjúkið það síðan afmeð
rökum þvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður mjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Sensitive
-Jlnr
vtðkvæma
húð
Bikini
fyrir
„tnkini"
svæði
Útsölustaðir:
Flestar snyrtivöruverslanir, apótek og snyrtivörudeildir Hagkaupa.