Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 1
L? IHíjKk.
BLAÐ ALLRA
LANDSMANNA
1997
■ LAUGARDAGUR 22. MARZ
BLAÐ
Fjórði HM-sigur
Rússanna Grit-
schuk og Platov
OKSANA Gritschuk og Evgeny Platov frá Rúss-
landi urðu heimsmeistarar í ísdansi í gærkvöldi, er
keppni lauk í Lausanne í Sviss. Þetta er fjórði heims-
meistaratitill parsins í röð5 en Rússarnir hafa verið
ósigrandi síðan þeir urðu Olympíumeistarar í grein-
inni á leikunum í Lillehammer í ársbyijun 1994.
Rússneska parið fékk hæstu einkunn - 6,0 - frá
tveimur dómurum fyrir listfengi í gærkvöldi er þau
báru enn sigurorð af löndum sínum, Anjelika Kry-
ova og Oleg Ovsiannikov. „Þetta var síðasta heims-
meistaramótið fyrir Ólympíuleikana og það hjálpar
okkur mjög mikið að sigra. Það veitir okkur mikið
sjálfstraust fyrir [leikana í Nagano í] Japan á næsta
ári,“ sagði Gritschuk, sem varð 26 ára fyrir fímm
dögum, eftir að sigurinn var í höfn í gær.
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/RAX
Haukar, KA
og Fram í
undanúrslit
LIÐ Hauka, KA og Fram komust
í undanúrslit 1. deildar karla í
handknattleik í gærkvöldi. KA .
sigraði Stjörnuna örugglega á
Akureyri, 23:18, en hinir leikirnir
tveir voru æsispennandi; Fram
sigraði 25:23 í Eyjum eftir fram-
lengingu og Haukar lögðu Islands-
meistara Vals, 20:19, eftir að
meistaramir höfðu haft forystu,
19:18 þegar sex mínútur voru eft-
ir. Það var svo gamla kempan
Petr Baumruk sem skoraði tvö
síðustu mörk leiksins fyrir Hauka.
Stuðningsmenn Vals veittust að
dómurunum í Hafnarfirði í leiks-
lok; voru ævareiðir vegna meintra
mistaka þeirra undir lok leiksins.
Á myndinni má m.a. sjá Brynjar
Harðarson, formann handknatt-
leiksdeildar Vals, til hægri, og Jón
H. Karlsson, fyrrum fyrirliða Vals
og landsliðsins, sem átti ýmislegt
vantalað við dómarana.
Undanúrslitin hefjast á mánu-
dagskvöld þegar Afturelding tek-
ur á móti Fram í Mosfellsbæ og
Haukar og KA eigast svo við í
fyrstu rimmu sinni á þriðjudags-
kvöld i Hafnarfirði.
■ Leikirnir / C2
HANDKNATTLEIKUR
Keflvíkingar kæra Eford
KR-ingar íhuga einnig kæru til aganefndar KKÍ. Úrskurður liggurfyrir í dag
Forráðamenn Keflavíkurliðsins
hafa ákveðið að senda kæru
til aganefndar Körfuknattleiks-
sambands íslands vegna umdeilds
atviks í leikhléi er liðið mætti KR
í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar
á fímmtudaginn. Stjóm körfu-
knattleiksdeildar KR sat á fundi í
gærkvöldi og íhugaði einnig að
senda kæru til aganefndar, sem
kemur saman í dag.
Roney Eford, bandarískur leik-
maður KR, sló Keflvíkinginn Al-
bert Óskarsson þegar þeir voru á
leið til búningsherbergja í leikhléi.
Keflvíkingar segja að hann hafí
einnig slegið Albert í leiknum, þeg-
ar boltinn var víðsfjarri og það
atvik sé til á myndbandi. Lögregla
var kvödd á staðinn og tekin
skýrsla vegna atviksins í leikhléinu.
Eford er þeldökkur og KR-ingar
segja Albert hafa notað orð sem
margir vilja tengja kynþáttafor-
dómum og einnig benda þeir á að
mikið hafí verið um óþverrabrot í
síðustu tveimur leikjum liðanna.
Þegar Morgunblaðið fregnaði síð-
ast í gærkvöldi lá ákvörðun KR-
inga ekki fyrir - hvort af kæm
yrði eða ekki. Gísli Georgsson, for-
maður körfuknattleiksdeildar KR
sagðist helst vilja útkljá viðureignir
liðanna á vellinum en ekki í réttar-
sölum.
Albert Óskarsson segist saklaus
af einhveiju tali sem kalla megi
kynþáttafordóma og segist ekki
hafa talað neitt við Eford í leikn-
um. „Ég lék illa í fyrstu tveimur
leikjunum gegn honum og ákvað
að einbeita mér að því að spila
góða vörn og það gekk eftir,“
sagði Albert í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Eford kýldi mig
með krepptum hnefa í leiknum og
þegar ég var að fara til búnings-
herbergisins í leikhléi var ég fyrst-
ur út. [Jonathan] Bow [leikmaður
KR] var á eftir mér og sagði eitt-
hvað við mig, en ég svaraði ekki.
Svo veit ég ekki fyrr en Eford ríf-
ur í öxlina á mér og öskrar á mig
að ég eigi að hætta að bijóta á
sér. Eg öskraði eitthvað á móti -
man ekki hvað það var - og þá
lamdi hann mig.
Ég hef aldrei talað niðrandi um
þá erlendu leikmenn sem hér hafa
verið og ég hef til dæmis aldrei
kallað menn negra eða eitthvað
þaðan af verra. Eg leggst ekki svo
lágt. Eford segir í lögregluskýrsl-
unni að hann hafi ekki lamið mig
og að ég hafí kallað sig „nigger".
Eitthvað hefur samt gerst því Bow
kom til mín þegar síðari hálfleikur
var að byija og bað mig afsökun-
ar og þeir Hermann og Ingvar
komu eftir leik og spurðu hvort
það væri ekki allt í lagi með mig,“
sagði Albert.
Þess má geta að Roney Eford
lék fyrir áramót í Þýskalandi en
var dæmdur í sex leikja bann þar
fyrir að slá til dómara. Samkvæmt
upplýsingum KKÍ eru engar regl-
ur, líkt og í knattspyrnu, sem
banna leikmanni, sem er í banni
í einu landi, að keppa í öðru.
MARGIR SNJALLIR ERLENDIR SKÍDAMENN TAKA ÞÁTT í LANDSMÓTINU / C4