Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1997, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARZ 1997 C 3 URSLIT KA-Stjarnan 23:18 KA-heimilið á Akureyri, þriðji leikur liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í hand- knattleik, föstudaginn 21. mars 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 5:5, 8:7, 8:9, 13:9, 14:9, 15:10, 15:12, 16:13, 19:13, 22:15, 23:16, 23:18. Mörk KA: Heiðmar Felixson 7, Jóhann G. Jóhannsson 4, Julian Duranona 4/3, Björg- vin Björgvinsson 3, Leó Öm Þorleifsson 2, Sævar Arnason 2, Sergej Ziza 1. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 1, Hermann Karlsson 12/1 (þaraf 4 til mót- heija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Konráð Olavson 7/2, Sigurður Viðarsson 3, Einar Einarsson 3, Hilmar Þórlindsson 3, Jón Þórðarson 2. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 10 (þaraf 5 til mótherja), Axel Stefánsson 0. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Mjög góðir. Áhorfendur: 1.036 að sögn en virtust ein- hvem vegin vera nær því að vera um 1.600. Haukar-Valur 20:19 íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur leiksins: 1:3, 2:6, 6:7, 7:9, 9:10, 12:13, 14:14, 17:17, 18:19, 20:19. Mörk Hauka: Rúnar Sigtryggsson 7, Hall- dór Ingólfsson 4/1, Petr Baumruk 2, Jón Freyr Egilsson 2, Gústaf Bjamason 2/1, Þorkell Magnússon 2, Hinrik Óm Bjamason 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 12/1, (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6, Skúli Gunn- steinsson 5, Ingi Rafn Jónsson 2, Valgarð Thoroddsen 2, Daníel Ragnarsson 2, Ari Allansson 1, Einar Öm Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12, (þar af 5 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson glfmdu við erfitt verkefni og vill- ur í lokin urðu til þess að það stemmdi ekki. Áhorfendur: 900. ÍBV - Fram 23:25 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum: Gangur leiksins: 2:1, 3:4, 5:6, 7:9, 8:10, 10:11, 13:13, 15:15, 18:16, 19:17, 19:19, 20:19, 21:21. 21:23, 22:23, 22:25, 23:25. Mörk ÍBV: Zoltan Belany 10/5, Gunnar Berg Viktorsson 5, Guðfinnur Kristmanns- son 4, Sigurður Friðriksson 2, Erlingur Richardsson 1, Svavar Vignisson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 16/2 (þar af 8 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram: Daði Hafþórsson 8/2, Oleg Titov 6/l; Magnús Arnar Arngn'msson 4, Njörður Arnason 3, Sigurpáll Árni Aðal- steinsson 2/1, Guðmundur Helgi Pálsson 2. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 20/2 (þar af 6/1 til mótheija), Þór Björnsson 1/1 (til mótheija). Utan vallar: 14 mínútur. Oleg Titov fékk rautt spjald fyrir þriðju brottvísun í fram- lengingu. Áhorfendur: Um 500. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Fengu erfitt verkefni en leystu það með sóma. Haukar-FH 23:18 fþróttahúsið Strandgötu, fslandsmótið í handknattleik - undanúrslit, fyrsti leikur, föstudaginn 21. mars 1997. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 4:3, 8:4, 11:6, 11:7, 11:10, 14:10, 15:13, 18:13, 21:15, 22:18, 23:18. Mörk Hauka: Judit Esztergal 8/5, Harpa Melsteð 5, Andrea Atladóttir 4, Ragnheiður Guðmundsdóttir 2, Thelma Bj. Árnadóttir 2, Hulda Bjarnadóttir 1, Hanna G. Stefáns- dóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 20/1 (þar af átta til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH: Hrafnhildur Skúladóttir 7/3, Þórdís Brynjólfsdóttir 4, Hildur Erlingsdótt- ir 2, Dagný Skúladóttir 2, Guðrún Hólm- geirsdóttir 1, Björk Ægisdóttir 1, Drífa Skúladóttir 1. Varin skot: Alda Jóhannesdóttir 18/1 (þar af fimm til mótheija): Utan vallar: 4 mfnútur. Ðómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Of erfiður leikur fyrir þá. Áhorfendur: 160. Knattspyrna Þýskaland Diisseldorf - VfB Stuttgart......0:4 Balakow 48., Hagner 56., Bobic 64., Elber 88. Áhorfendur: 15.000 Werder Bremen - Duisburg.........0:2 - Zeyer 40., Salou 52. Áhorfendur: 26.000 Efstu lið: VfB Stuttgart ..24 14 5 5 59:25 47 Dortmund ..23 14 4 5 49:27 46 Bayem Miinchen. ..23 13 7 3 41:24 46 Bayer Leverkusen23 13 5 5 46:30 44 Schalke. ..23 10 6 7 31:29 36 VfLBochum ..22 9 8 5 32:31 35 Karlsmhe ..23 9 7 7 40:30 34 Köln ..23 10 3 10 38:39 33 Werder Bremen... ..24 9 5 10 38:40 32 1860 Múnchen.... ..23 8 7 8 39:40 31 Markhæstir: 17 - Fredi Bobic (VfB Stuttgart) 16 - Bemhard Winkler (1860 Múnchen) 15 - Giovane Elber (VfB Stuttgart) 14 - Sean Dundee (Karlsruhe) Skíði Bikarmót í skíðagöngu Haldið á Siglufirði um síðustu helgi: 30 km ganga karla (frjáls aðgerð): mín. 1. EinarÓlafsson, Akureyri.........94,17 2. Haukur Eiríksson, Akureyri......96,05 3. Magnús Eiríksson, Siglufirði...106,54 15 km ganga pilta 17-19 ára: 1. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri...44,56 2. Jón Garðar Steingrímsson, Sigluf. ...45,33 3. Gísii Harðarson, Akureyri.......46,13 7,5 km ganga kvenna: 1. LilaNilsson, Ólafsfirði.........25,57 2. Lísbet Hauksdóttir, Ólafsfirði...28,45 15 km ganga karla: 1. Einar Ólafsson, Akureyri........43,58 2. Haukur Eiríksson, Akureyri.......45,07 10 km ganga 17 - 19 ára pilta: 1. Jón Garðar Steingrímsson, Sigluf. ...28,59 2. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri....29,32 3. Gísli Harðarson, Akureyri.......30,01 7.5 km ganga pilta 15 - 16 ára: 1. Ami G. Gunnarsson, Ólafsf.......21,35 2. Baldur Ingvarsson, Akureyri......22,02 3. Rögnvaldur Bjömsson, Akureyri...22,49 5 km ganga pilta 13 - 14 ára: 1. Steinþór Þorsteinsson, Ólafsf...18,06 2. Ámi Teitur Steingrímsson, Sigluf.... 18,07 3. Einar P. Egilsson, Akureyri......26,39 5 km ganga kvenna: 1. Lísbet Hauksdóttir, Ólafsf.......20,25 3.5 km ganga stúlkna 13 - 15 ára: 1. Hanna Dögg Maronsdóttir, Ólafsf. ..16,40 2. Aðalheiður Helgadóttir, Akureyri....23,19 3,5 km ganga stúlkna 13 -15 ára: 1. Hanna Dögg Maronsdóttir, Ólafsf. ..15,44 2. Aðalheiður Helgadóttir, Akureyri....23,45 5 km ganga drengja 13 - 14 ára: 1. Steinþór Þorsteinsson, Ólafsf...18,29 2. Ámi Teitur Steingrímsson, Sigluf....l8,54 3. EinarPáll Egilsson, Akureyri.....29,12 10 km ganga drengja 15 - 16 ára: 1. Baldur Ingvarsson, Akureyri.....30,36 2. Ámi G. Gunnarsson, Ólafsf.......31,51 3. Rögnvaldur Bjömsson, Akureyri....33,03 UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: 1. úrslitaleikur kvenna: Hagaskóli: KR - UMFG................15 Sunnudagur: Undanúrslit karla: Seltjamames: KR - Keflavík..........16 Mánudagur: 2. úrslitaleikur kvenna: Grindavík: UMFG - KR................20 Handknattleikur Laugardagur: Undanúrslit kvenna: Framhús: Fram - Stjaman..........16.30 Sunnudagur: Kaplakriki: FH - Haukar.............20 Mánudagur: Ásgarður: Stjarnan - Fram...........20 Undanúrslit karla: Varmá: Afturelding - Fram...........20 Knattspyrna Deildarbikarinn: Laugardagur: Ásvellir: Haukar - Fram..........11.30 Ásvellir: KR - Sindri...............15 Sandgras Kópav.: Völsungur - Breiðab. ...15 Leiknisvöllur: Selfoss - Leiftur....15 Sunnudagur: Leiknisvöllur: Þróttur - Stjaman...11 Ásvellir: Sindri - Keflavík.........13 Ásvellir: Ægir - Völsunjgur.........15 Sandgras Kópav.: ÍA - IR...........15 Blak Laugardagur: Undanúrslit kvenna: KA-heimili: KA -ÍS...............13.30 Sunnudagur: KA-heimili: ÍS-KA..................14 Íshokkí Laugardagur: 3. úrslitaleikur: Skautasv. Laugard.: Björninn - SA.19 ■ Vinni SA þennan leik em þeir orðnir ís- landsmeistarar, en takist leikmönnum Bjamarins að vinna leikinn eigast liðin við að nýju á sunnudagsmorguninn á Skauta- svellinu í Laugardal. Skíðaganga í dag verður Strandagangan þreytt á Hólmavík. Hægt verður að velja á milli 5, 10 og 20 km metra gönguleiða. Alpagreinar Bikarmót 15 til 16 ára og fullorðinna fer fram á Seyðisfirði í dag og á morgun. Karate íslandsmótið í kata fer fram í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Keppni hefst klukk- an 13 með undanúrslitum en áætlað er að úrslit heflist kl. 14.30. Sund Annað Opna sprettsundsmót KR og Ár- manns fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í dag og á morgun. Keppni hefst klukkan 10 í dag en úrslit verða kl. 15.30. Það sama verður upp á teningnum á morgun. Fimleikar í dag verður landskeppni a milli íslands og írlands í Laugardalshöll. Á morgun fer stð- an fram á vegum fimleikadeildar KR meist- aramót unglinga og seniora. Golf Opið púttmót fyrir konur verður haldið í Golfheimi við Vatnagarða 14 í dag. Mótið hefst kl. 9 árdegis og lýkur kl. 20. A morg- un verður síðan, eins og venjulega á sunnu- dögum, púttmót sem opið er öllum. HAIMDKIMATTLEIKUR KA-menn of sterkir fyrir HANDKNATTLEIKUR Stjömuna Skúli Unnar Sveinsson skrífar frá Akureyrí KA-MENN sigruðu Stjörnuna örugglega, 23:18, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum 1. deildar karla í handknattleik en liðin áttust við í KA-heimil- inu á Akureyri. Það er því Ijóst að KA mætir Haukum f und- anúrslitum en Stjörnumenn eru komnir í frí. Það var að venju mikil og góð stemmning í KA-heimilinu og mega reykvísk félög margt af norðanmönnum læra í sambandi við hvernig á að standa að hand- knattleiksleik. Stemmningin minnti óneitanlega á úrslitakeppnina í körfuknattleik þar sem rífandi stemmning er í húsinu löngu fyrir leik og áhorf- endur komnir til að skemmta sér. Það gerðu stuðningsmenn KA svo sannarlega í gærkvöldi, jafnvel þó svo leikurinn væri langt frá því að vera eitthvert augnayndi. Fyrri hálfleikurinn var þó ágæt- ur. KA byijaði með 6-0 vörn en Stjarnan var með Sæþór Ólafsson fyrir framan og stóð hann sig mjög vel í vörninni. Jafnræði var allt þar til fimm mínútur voru til leikhlés. Stjarnan lék af skynsemi, langar sóknir og vandaðar þar sem menn biðu eftir að fá færi en KA-menn sýndu gestunum strax á fyrstu mínútu að þeir mættu illa við að gera mistök í sókninni; þá voru heimamenn komnir í hraðaupp- hlaup. Allt var sem sagt í járnum þar til fimm mínútur voru til leikhlés og staðan 8:9 fyrir Stjörnuna. Þá gjörsamlega hrundi sóknarleikur Garðbæinga, sem gerðu ekki mark í sex síðustu sóknunum. Heima- menn gengu á lagið og gerðu síð- ustu fimm mörkin og það fyrsta í síðari hálfleik þannig að staðan var orðin 14:9 skömmu eftir hlé. Síðari hálfleikur var leiðinlegur. Gríðarlega mikið um mistök á báða bóga, þó heldur færri hjá KA. Sóknirnar voru ekki mjög mark- vissar en varnir liðanna skömminni skárri og á 13 mínútna kafla gerðu gestimir aðeins tvö mörk úr 13 sóknum. Hermann Karlsson var kominn í mark KA og varði ágæt- lega en hinum megin varði Ingvar Ragnarsson aðeins eitt skot í síð- ari hálfleik, en hann varði mjög vel í upphafi leiksins. Snemma í síðari hálfleik var það hið eina markverða sem gerðist að menn voru reknir útaf í gríð og ergi og í átta mínútur voru oftar en ekki einn eða tveir útaf. Þegar 12 mínútur vom liðnar af hálfleiknum hafði hvort lið gert þijú mörk eftir hlé en þá komu þijú mörk í röð á stuttum tíma hjá KA og eftir 20 mínútna leik var staðan 19:13 og bjöminn sama sem unninn. Lokamínútumar vom síðan eins og oft vill verða í svona leikj- um, mikið um mistök og hraðinn miklu meiri en leikmenn réðu við. Heiðmar Felixson var bestur í sókn KA en aðrir náðu sér ekki vel á strik þegar liðið þurti að leika skipulagða sókn. Jóhann G. Jó- hannsson og Björgvin Björgvins- son vom sterkir í hraðaupphlaup- unum og gerði KA 7 mörk eftir slíka sókn en gestirnir aðeins tvö. Hermann átti fínan leik i markinu eftir að hann kom inná og í vöm- inni vom þeir Alfreð Gíslason, Björgvin og Erlingur Kristjánsson sterkir. Konráð Olavson var sá eini í liði Stjörnunnar sem náði að leika vel, hinir áttu margir góða kafla, en þeir vom bæði of stuttir og of fáir. Sæþór var mjög góður í vöm Stjörnunnar og Ingvar byijaði vel í markinu en fann sig síðan ekki. SÓKNARNÝTING Þriðji leikur liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins, leikinn á Akureyri föstudaginn 21. mars 1997. Einn fyrir alla ... Morgunblaðið/Þórhallur HEIÐMAR Felixson, bestl maður KA í gærkvöldl, skýtur að markl Stjörn- unnar. Það eru Einar Einarsson (7) og Einar Baldvin Árnason (17) sem gera árangurslausa tilraun til að stöðva KA-manninn. „Veit aldrei hvar éghef liðid' iá Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 13 25 52 F.h 9 24 38 10 24 42 S.h 9 25 36 23 49 47 Alls 18 49 37 Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lína Vfti Stefán Þór Sæmundsson skrífar frá Akureyrí Alfreð Gíslason, þjálfari KA og varn- arjaxl, var himinlifandi í leikslok. „Það er óneitanlega betra að tapa fyrsta leiknum en þeim síðasta. Við spiluðum mjög vel í síðustu tveimur leikjum og ég vona að það verði áframhald á því. Hins vegar veit ég aldrei hvar ég hef Iiðið, eða þannig hefur það verið í vetur. Ýmist hrekkur það í gang eða dettur alveg út. Vonbrigðin með gengið í deild- inni og tapið í fyrsta leiknum þjöppuðu okkur saman og liðið hefur sýnt mikinn styrk. Nú viljum við meira og erum til- búnir í slaginn gegn Haukum í undanúr- slitum. Þar eigum við harma að hefna,“ sagði Alfreð sem lék sérlega vel í vörn- inni í sigurleikjunum gegn Stjörnunni. Heiðmar Felixson, stórskyttan unga og örvhenta, fann KA-hjartað slá í þess- um leik, en hann er fyrrum Þórsari. „Ég hef verið að fá að spila meira og meira og vona að ég hafi þakkað traustið í þessum leik. Þetta var frábært og stemmningin í liðinu virkilega góð,“ sagði Heiðmar sem var markahæstur KA-manna með 7 mörk. Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörn- unnar og góðkunningi KA-manna, varð að játa sig sigraðan í leikslok. „Þetta var ekki okkar dagur. Við gerðum allt of mikið af tæknilegum mistökum, skil- uðum boltanum ekki á rammann og fengum mörg hraðaupphlaup í bakið á okkur. Þar held ég að munurinn liggi á liðunum í þessum leik. Við vorum að spila sömu vörn og í sigurleiknum en mistökin í sókninni voru dýrkeypt," sagði Valdimar. Stjaman hefur aldrei komist í undanúrslit en Valdimar hafði enga trú á því að þetta væru álög á liðinu, að detta út í 8-liða úrslitum. „Ég er ekki hjátrúarfullur." Öruggt hjá Haukastúlkum MINNUGAR tapsfyrir FH ídeildarleik liðanna, ætluðu Hauka- stelpur sér greinilega að fara með sigur af hólmi þegar liðin mættust á ný í fjögurra liða úrslitunum í Strandgötunni í gær- kvöldi. Þær náðu strax forystu og slökuðu aldrei á klónni í 23:19 sigri. „Við ákváðum að koma brjálaðartil leiks eftirtapið í deildinni og ætluðum að gjörsigra en FH er með of sterkt lið til þess að það sé hægt,“ sagði Vigdís Sigurðardóttir markvörð- ur Hauka eftir leikinn en hún varði 20 skot. Taugar leikmanna voru þandar fyrstu mínúturnar og kom það helst niður á sóknarleikum þannig að eftir tíu mínútur með níu sóknum var staðan 1:1. Vörn Hauka var sterk og það skilaði næstu þremur mörkum úr hraðaupphlaupum auk forystu, sem liðið hélt til leiksloka. FH-liðið lagði þó ekki árar í bát og leyfði mótheijunum aldrei að stinga af og í upphafi síðari hálfleiks tókst þeim að minnka muninn í eitt Stefán Stefánsson skrifar mark, 11:10. En Haukaliðið hefur leikreynsluna sín megin, þær sættu færis og þegar FH-liðið gleymdi sér í nokkrar mínútur um miðjan hálfleik juku Haukar forystuna í fimm mörk, 18:13. Þrátt fyrir ágæta baráttu FH tókst þeim ekki að saxa á forskotið enda hægara sagt en gert gegn Haukum. Haukar vita sem er að sigur byggist yfirleitt á góðri vörn og hún lagði grunninn að sigrinum en liðið skoraði fimm mörk úr hrað- aupphlaupum, sem var munurinn að leikslokum. Vigdís í markinu varði vel, Judit Esztergal var að venju potturinn og pannan í leik liðsins og Harpa Melsteð gerði góða hluti en Hulda Bjarnadóttir fékk lítið svigrúm á línunni. Lengi var sagt um FH-liðið að það væri ungt og efnilegt en skólunin, sem þessar ungu stúlkur hafa fengið í deildinni í vetur, hef- ur skapað gott og skemmtilegt lið. Vörnin var grimm en það vantaði meira öryggi í sóknarleikinn. Þór- dís Brynjólfsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir voru í aðalhlutverkum og Guðrún Hólmgeirsdóttir, Dagný Skúladóttir og Drífa Skúladóttir gerðu góða hluti en Alda Jóhannes- dóttir markvörður átti góðan dag. „Við gerðum aulamistök, þar lágu mistökin," sagði Alda eftir leikinn. „Við ætlum áfram og getum bet- ur, nú verður farið yfir hvað fór úrskeiðis en við sigrum í næsta leik í Kaplakrika með stuðningi góðra áhorfenda." Þannig vörðu þeir Guðmundur Arnar Jónsson, KA, 1: Langskot. Hermann Karlsson, KA, 12/1 (4): 9(3) langskot, 1 vítakast, 1(1) eftir gegnum- brot, 1 eftir hraðaupphlaup. Ingvar Ragnarsson, Sljörnunni, 10 (5): 7(3) langskot, 2(1) úr horni, 1(1) af línu. Axel Stefánsson, Stjörnunni: varði ekki skot. Magnús Sigmundsson, Haukum, 12: 7(3) langskot, 1 vítakast, 1 úr horni, 1 eftir gegnumbrot, 1(1) af línu, 1 eftir hraðaupphlaup. Bjarni Frostason, Haukum: varði ekki skot. Guðmundur Hrafnkelsson, Val, 12: 6(2) langskot, 4(3) eftir gegnumbrot, 2 úr horni. Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV 16: 5(1) langskot, 5(3) úr horni, 1(1) eftir gegnumbrot, 2(2) af línu, 1(1) eftirhrað- aupphlaup, 2 vítaköst. Reynir Þór Reynisson, Fram 20: 3 langskot, 4(2) úr horni, 5(2) eftir gegn- umbrot, 2(1) af línu, 4 hraðaupphlaup, 2(1) víti. Þór Björnsson, Fram 1(1): Vítakast. „VIÐ vorum andlega vel búnir undir þennan leik og ég held að það hafi sýnt sig íframleng- ingunni. Til hennar komum við einbeittari en þeir og þá skildu loks leiðir," sagði sigri hrós- andi þjálfari Fram, Guðmundur Guðmundsson, eftir að hans menn höfðu lagt Eyjamenn að velli ígærkvöldi íframlengdum leik 25:23 íVestmannaeyjum og eru nýliðar Fram þar með komnir í undanúrslit íslands- mótsins. Leikurinn var hnífjafn og æsi- spennandi allan tímann og framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 20:20. Það tekst ekki öllum sem til Eyjá koma í þeim tilgangi að leika upp á líf og dauða að fara þaðan með sigur, en með baráttuna og einbeitinguna að vopni tókst Safamýrapiltum það. Einn fyrir alla og allir fýrir einn var dagskipum Guðmundar og hún gekk upp. En björninn er hvergi nærri unninn því næsta verkefni Framara tekur við og það er að mæta deildarmeistuurum Aftureld- Ivar Benediktsson skrífar frá Eyjum ingar í undanúrslitum og verður fyrsti leikurinn á mánudagskvöldið að Varmá. „Ég er ánægður með drengina og það verður gaman að fást við Mosfellinga," bætti Guð- mundur við. „Við í gegnum erfiðann skóla að leika í tvígang hér í Eyjum með nokkurra daga millibili, en það jók þrek okkar og reynslu og það fleytti okkur í gegnum þetta erfiða verk- efni,“ sagði þjálfari Fram ennfrem- ur. „Mér gekk vel og það var gott, en það sætast var samt það að sigra,“ sagði Reynir Þór Reynisson markvörður Fram sem undirstikaði styrk sinn að þessu sinni og varði sem berserkur allan leiktímann. Eftir að Arni Johnsen alþingis- maður hafði hitað upp áhorfendur eins og honum einum er lagið tóku leikmenn við stjórnvölunum á leik- vellinum og hófu baráttuna sem var upp á allt eða ekkert. Eyjamenn voru fastir fyrir í vörninni og leik- menn Fram léku langar sóknir eins og þeim er títt og fór svo að dæmd var á þá töf í fýrstu sókn og þeir fóru í vörn. En þá spiluðu þeir fram trompi sínu sem var framliggjandi þrír, tveir, einn vörn sem þeir léku allt þar til yfir lauk með góðum árangri. „Við höfum verið að æfa þessa varnaraðferð í laumi í vetur og nú var kominn tími til að láta á hana reyna,“ sagði Guðmundur sposkur á svip í leikslok. Með hana að vopni tókst þeim að halda niðri hugsuði þeirra Eyjamanna, Amari Péturssyni og slá verulega á skytt- una, Gunnar Berg Viktorsson. Fyr- ir aftan vörnina fór Reynir Þór hamförum í markinu. Eyjamenn léku á hinn bóginn flata vörn allt þar til Erlingur Richardsson fór að taka Daða Hafþórsson úr umferð þegar tíu mínútur voru eftir. Leikurinn var í járnum og bar- átta liðanna mikil en frumkvæðið var þó fremur Frammegin og náðu þeir m.a. í tvígang tveggja marka forystu. Báðir markveðir liðanna vörðu vel og áhorfendur voru vel með á nótunum. í hálfleik höfðu Framar eitt mark í forskot, 11:10. Afram hélt darraðardansinn í síð- ari hálfleik nema hvað frumkvðið færðist yfir til heimamanna. Gest- irnir áttu erfitt uppdráttar í sókn- inni sem var bitlítil, einkum var hægri vængurinn máttlaus. Eyja- menn náðu tveggja marka forystu, 18:16 þegar hálfleikurinn var hálfn- aður og virtust loks vera að hrista leikmenn Fram af sér. En seiglan er mikil í þeim drengjum úr Safa- mýrinni og með einstakri samheldni gáfust þeir aldrei upp og ÍBV náði aldrei þriggja marka forystu þrátt fyrir að möguleikarnir hafi gefist. Loks þegar 3 mínútur voru eftir tókst þeim að jafna, 20:20. Bæði lið fengu möguleika á að gera út um leikinn áður en tíminn rann út en allt kom fyrir ekki. Síðasta fær- ið kom 5 sekúndum fyrir leikslok en þá varði Reynir þrumuskot Gunnars Bergs og ljóst var að fram- lenging tók við. I henni voru Framarar mun ákveðnari og Eyjamaðurinn Magnús Amar Amgrímsson í herbúðum Fram, sem ekkert hafði náð sér á strik, dró vagninn yfir síðustu hindr- unina sem í veginum varð. Hann gerði tvö mörk með þrumuskotum sem öðm fremur riðu baggamuninn. Áður hafði hann ekkert náð sér á strik í leiknum. Leikurinn var í heildina bráð- skemmtilegur og drengilega leikinn af beggja hálfu og ekki skemmdu hressilegir áhorfendur fyrir sem voru vel með á nótunum allan tím- ann. Þama áttust við tvö ung og sterk lið, allir lögðu sig alla fram, sigurliðið var það sem tókst að halda einbeitingu allan tímann, þar skildi á milli feigs og ófeigs að þessu sinni. Magnþrungin spenna BOÐIÐ var upp á sannkallaðan spennutrylli í íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi er Haukar og Valsmenn áttust við íoddaleik sínum. Haukar höfðu betur eftir æsilegan eltingaleik ílokin, 20:19, og eru þvíkomn- ir í undanúrslit. Barátta Vals- manna var mikil og léku þeir skynsamlega, en það dugði ekki til og eru því meistararnir úr leik. Gestirnir byijuðu mun betur en Haukarnir og náðu mest fjög- urra marka forystu snemma leiks. Heimamenn skor- Edwin uðu. f fYrstu sóku Rögnvaldsson sinni, en nsestu sjö skrifar sóknir þeirra mis- fórust og skoruðu þeir því aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútumar. Valsmenn léku nokkuð langar sóknir og skutu aðeins í góðum færum, en það gerðu Hauk- ar ekki. Gestirnir léku einnig góða vörn framan af og hvorki gekk né rak í sóknarleik Hafnfirðinga. Heimamenn breyttu varnarleik sínum lítið eitt þegar munurinn var fjögur mörk og fór þá Gústaf Bjarnason aðeins framar á völlinn til að tmfla sóknaraðgerðir gest- anna. Þá nýttu Valsmenn sóknir sínar ekki jafn vel og áður, en mestu munaði um þijú mörk Rún- ars Sigtryggssonar þegar fyrri hálf- leikur var rúmlega hálfnaður. Þann- Morgunbaðið/RAX PETR Baumruk gerðl tvö mörk þegar Haukar slgruðu Vals- menn. Það voru tvö síðustu mörk leikslns og tryggðl hann því llðl sínu sætl í undanúrslitum, þar sem það mætir KA. Á myndlnni fagnar Tékkinn með samherjum sínum í leikslok. ig náðu Haukar að minnka muninn í tvö mörk og þannig stóðu leikar í leikhléi, eða 9:7. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn einum leikmanni færri, en það kom ekki að sök. Munurinn var eitt til tvö mörk fyrstu tíu mínúturnar eft- ir hlé, en heimamenn náðu að jafna í fyrsta sinn frá upphafi leiksins þegar rúmar 17 mínútur voru eftir, 14:14. Á þessum tíma héldu þeir Jón Kristjánsson og Skúli Gunn- steinsson Valsmönnum á floti og liðin skiptust á um forystuhlutverk- ið til leiksloka. Petr Baumruk gerði aðeins tvö mörk í leiknum, en þau gerði hann á hárréttum tíma. Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, jafnaði hann, 19:19. Skömmu síðar fékk Jón Kristjánsson tveggja mínútna brottvísun og kom hann aftur inná þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Þá hafði Baumruk bætt öðru marki við og komið heima- mönnum yfir, 20:19. SOKNARNYTING Þriðji leikur liðanna í úrslitakeppni fslandsmótsins, leikinn í Vestm.eyjum föstudaginn 21. mars 1997. Fram Mörk Sóknir % 10 22 45 F.h 11 22 50 10 24 42 S.h 9 24 38 3 10 30 Framl. 5 10 50 23 56 41 Atls 25 56 45 4 Langskot 9 4 Gegnumbrot 3 5 Hraðaupphlaup 4 3 Horn 0 2 Lína 5 5 Víti 4 SOKNARNYTING Þriðjii leikur liðanna í úrslitakeppni íslandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði föstudaginn 21. mars 1997. Haukar Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % 7 22 32 F.h 9 22 41 13 21 62 S.h 10 21 48 20 43 47 Alls 19 43 44 8 Langskot 6 5 Gegnumbrot 1 1 Hraðaupphlaup 2 1 Horn 3 3 Lína 4 2 Víti 3 SOKNARNYTING Fyrsti leikur liðanna í 4. liða úrslitum íslandsmótsins, leikinn í Hafnarfirði föstudaginn 21. mars 1997. Haukar Mörk Sóknir % FH Mörk Sóknir % 11 24 46 F.h 7 25 28 12 24 50 S.h 11 24 46 23 48 48 Alls 18 49 37 4 Langskot 6 3 Gegnumbrot 2 6 Hraðaupphlaup 1 2 Horn 3 3 Lína 3 5 Viti 3 Gagnsókn Valsmanna rann út í sandinn, en Guðmundur Hrafnkels- son kom félögum sínum til bjargar með vörðu skoti í næstu sókn Hauka. Þá var rúm mínúta til leiks- loka og Valsmenn freistuðu þess að jafna. Heimamenn brutu af sér þegar átta sekúndur voru eftir, en Valsmenn gátu auðveldlega haldið sókn sinni áfram án þess að taka aukakast. Dómarar leiksins dæmdu aukakast, en þá stóð Ingi Rafn Jónsson einn og óvaldaður með boltann. Dýrmætar sekúndur fóru því í að taka aukakastið og voru Valsmenn mjög ósáttir við ákvörð- un dómaranna. Jón Kristjánsson fékk rautt spjald þegar hann mót- mælti dómnum ásamt Guðmundi Hrafnkelssyni er leiktíminn var úti Vamarleikur beggja liða var til fýrirmyndar, en sóknarleikur var slakur í fyrri hálfleik. Rúnar Sig- tryggsson gerði sjö mörk fyrir Hauka og tók af skarið í sókninni þegar ráðleysið var sem mest. „Þessi leikur gat farið á hvorn veginn sem var. Valsmenn em með gott lið, en annað liðið varð að vinna,“ sagði Rúnar. Magnús Sigmundsson stóð sig með prýði í markinu og lék allan leikinn, en Bjarni Frostason kom aðeins einu sinni inná til að reyna að veija vítakast. „Það kom mér næstum ekkert á óvart að leika allan leikinn því mér gekk vel í upphafi. Ég fékk loksins tækifæri. Vörnin hjá okkur var mjög góð og við lékum líklega bestu vörn okkar í vetur í þessum leik,“ sagði Magn- ús í leikslok umlukinn dyggum stuðningsmönnum. Sigurður Gunnarsson tók ofan fyrir Valsmönnum. „Þetta var mjög góður leikur. Valsmenn léku mjög skynsamlega, en leikur okkar er sveiflukenndur. Stundum getur það verið okkur til góða, en það getur líka verið ókostur. Við spiluðum þó frábæra vörn í leiknum," sagði Sig- urður. Stuðningsmenn Valsmanna ruddust inn á völlinn þegar leik- tíminn rann út og hegðun þeirra í garð dómara var skammarleg. Nokkrir þeirra reyndu að ná til dómaranna, en sem betur fer tókst þeim það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.