Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 B 7 SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Morgunblaðið/Golli istarinn r, stóð sig vel á landsmótinu. Hann hefur aðelns æft hér heima ið í svigkeppninni. Hér er hann á fullri ferð I stórsviginu. hjá Hauki Þrefaldur meistari, Kristinn Björnsson Meiri keppni enáður KRISTINN Björnsson fór heim til Ólafsfjarðar með þrenn gull- verðlaun frá Skíðamóti íslands. Hann sigraði í stórsvigi og risa- sviginu á Dalvík, en náði ekki sigri í sviginu á heimavelli sínum á laugardag. Þá varð hann annar á eftir Hauki Arnórssyni úr Ármanni. móti, hún var öll á strákunum sem eru búnir að vera að æfa erlendis. Ég er bara að leika mér en áður var þetta alltaf barningur um að sýna sig og sanna. Ég hafði því engu að tapa,“ sagði Haukur. Hann sagði að lítið hefði verið hægt að æfa í Bláfjöllum síðasta mánuðinn vegna veðurs og því hefði árangurinn komið á óvart. „Ég er aðeins búinn að vera 30 æfingadaga á skíðum meðan hinir hafa verið á skíðum hátt í 200 daga í vetur. Það var því gaman að kvelja strákana aðeins með því að vinna þá. Þetta gefur mér aukið sjálfstraust. Ég er mjög ánægður." Hvað um framtíðina, ætlar þú að halda áfram og reyna að kom- ast í landsliðið aftur? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið í náðinni hjá Skíðasamband- inu og spuming hvort ég komist Morgunblaðið/Golli JÓHANN Haukur Hafstein úr Ármanni sýndi skemmtilega takta í risasvlginu. nokkuð inn í landsliðið aftur. Ég er búinn að sýna það undanfarin ár hvað ég get, en þeir hjá Skíða- sambandinu virðast ekki sjá það. Ástæðan er líklega sú að ég hef þorað að svara fyrir mig. Ég er ekki í þessu til að skapa mér vin- sældir hjá Skíðasambandinu heldur til að ná árangri.“ Skíðafæri á Ólafsfirði var erfitt á laugardaginn. Snjórinn var blaut- ur og þungur. Brautirnar grófust því nokkuð og margir fóru út úr þeim og hættu keppni. Kristinn var með besta tímann í fyrri umferð stórsvigsins, en félagi hans í landsliðinu, Arnór Gunnarsson frá ísafirði, var rétt á eftir. í síðari umferðinni náði Krist- inn aftur besta tímanum og var rúmri sekúndu á undan Arnóri samanlagt. Dalvíkingurinn ungi og efnilegi, Björgvin Björgvinsson, var aðeins 0,18 sekúndum á eftir Arn- óri og tók þriðja sætið við mikinn fögnuð heimamanna. „Ég var fyrst og fremst spenntur að sjá hvar ég stæði gagnvart ungu strákunum, Björgvini og Jóhanni Hauki Hafstein. Þessir strákar hafa bætt sig verulega í vetur og ef þeir halda áfram á sömu braut eiga þeir framtíðina fyrir sér. Þeir hafa æft við góðar aðstæður erlendis og eru mjög efnilegir. En það er lang- ur vegur frá því að vera efnilegur og góður. En við getum sagt að þeir eru á góðri leið og standa jafn- fætis jafnöldrum sínum á Norður- löndunum. Ég er viss um að ég fæ meiri samkeppni á komandi árum og það er af hinu góða,“ sagði Kristinn eftir stórsvigið. Hann sagði að skíðafærið hafi verið frekar erfitt og ekki _ eins hart og hann á að venjast. „Ég er ánægður að hafa náð stórsvigstitl- inum aftur. Ég var satt að segja ekkert of bjartsýnn því ég hef ekki æft mikið stórsvig i vetur.“ í sviginu sem fram fór við frekar erfiðar aðstæður á Ólafsfirði á laugardag datt Kristinn í efri hluta brautarinnar í fyrri umferð og var með fimmta besta tímann, rúmri sekúndu á eftir Hauki Arnórssyni. Kristinn tók síðan á öllu sínu í síð- ari umferð og náði besta brautar- tímanum og nægði það honum í annað sætið og um leið tryggði hann sér sigur í alpatvíkeppni. „Eg fann fyrir þrýstingi hér á heima- velli vegna þess að fólkið mitt vill fá að sjá hvað ég get og ég ætlaði ekki valda því vonbrigðum." Sigríður rif- beinsbrotin SIGRÍ ÐUR Þorláksdóttir, skiðakona frá ísafirði, sem varð þrefaldur íslandsmeist- ari í alpagreinum í fyrra, gat ekki tekið þátt í Skíðamóti íslands að þessu sinni vegna meiðsla. Hún rifbeinsbrotn- aði nokkrum dögum fyrir mótið á æfingu í Svíþjóð. Frænkumar sigursælar FRÆNKURNAR Brynja Þor- steinsdóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri unnu tvenn gullverðlaun hvor eða öll gullverðlaunin sem í boði voru í alpagreinum kvenna. Feður þeirra eru Samherjabræðurnir, Krist- ján og Þorsteinn Vilhelms- synir. Þeir geta því verið sáttir við árangurinn á mót- inu. Silfurparið ARNÓR Gunnarsson frá ísafirði náði öðru sætinu I stórsviginu og það gerði unn- usta hans, Theodóra Mathies- en úr KR, einnig. Þau gengu því undir nafninu silfurparið á Skíðalandsmótinu. Morgunbl aðið/Golli KRISTINN Björnsson frá Ólafsfirði varð íslandsmeistari í stérsvigi í fimmta sinn. Dagsstund með Kristni Björnssyni á síðasta keppnisdeginum á Skíðamóti íslands Efins um að hljóta gullið 06.45: Vekjaraklukkan hringir og neyðir mig til að fara á fætur. Það er enn einn keppnisdagurinn og mér telst til að þetta sé sá 40. i vetur. Þó ég ætti nú að vera farinn að venjast þessu er samt eitthvað sérstakt við þennan dag. Það er landsmót og það er risasvig. Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í þessari grein á Skíðamóti Islands svo það er til mikils að vinna. Þó svo að ég hafí ekki farið eina ein- ustu ferð í risasvigi í meira en ár held ég að möguleikar mínir á sigri séu nokkuð góðir því að þetta var mín besta grein fyrir tveimur árum. Þegar ég mæti inn á Dalvík, þar sem mótið á að fara fram, blasa við mér rennisléttar brekkur með slíku færi að ekki er hægt að hugsa sér það betra. Það er grjóthart en skíðin skera vel í snjóinn. Ég fer nokkrar upphitunarferðir en þá er komið að brautarskoðun. Brautin virðist góð, en ég legg á minnið nokkur hlið sem gætu reynst erfið. Það getur verið snúið að skoða brautir í risasvigi því að erfítt er að gera sér grein fyrir hraðanum sem skíðamaðurinn verður á í sjálfri keppninni. Það nálgast að keppni hefjist og allir keppendur eru komnir upp í rásmark með hjálp snjótroðarans því að startið er það hátt uppi að lyfturnar ná einungis rúma hálfa leið. Ég fer síðastur af stað í fyrsta ráshópi svo ég sé á eftir helstu keppinautunum fara niður. Spenn- an eykst jafnt og þétt og svo er ég kominn af stað. Ég held að ég sé með þokkalegt rennsli og finnst ég á góðum hraða strax í bytjun. Eftir um það bil 25 sekúndur koma nokkrar erfiðar beygjur og ég reyni að vera snemma í þeim, þ.e.a.s. vera búinn að beygja áður en ég kem að hliðinu. Ég fínn að ég er ekki öruggur þegar hraðinn eykst og þar segir æfingaleysið til sín. Ég er kominn í brattasta hiutann og skila mér þokkalega í gegn en veit að ég get gert betur. Neðsti hluti brautarinnar er hraður og mér tekst bærilega upp þó að skyggnið sé svolítið slæmt, snjó- blinda sem gerir mér erfitt fyrir að meta íjarlægðir, hóla og hæðir. Þegar ég kem í mark er ég nokkuð efíns um að þessi ferð hafi verið nógu góð til að hljóta gullið. Ég fæ svo að vita að ég hafi náð besta tímanum en tæpara mátti það varla standa. 25 sekúndubrot skildu mig og Jóhann Hauk Haf- stein að. Þar með lauk þessu landsmóti hjá mér á hvað bestan hátt, ég er ánægður með minn hlut þó að ég hafi ekki náð því sem ég vildi helst - gullinu í sviginu á heimavelli. En það gengur ekki alltaf allt upp og er það eiginlega eitt af því sem er svo skemmtilegt við þessa íþróttagrein. Það er aldrei hægt að bóka eitt eða neitt fyrirfram. Aðeins lítil mistök geta ráðið úrslit- um. Þetta er íþróttagrein sem krefst einna mestrar æfingar og tækni í heiminum. Það þarf að byija á barnsaldri og byggja upp tækni og kraft jafnt og þétt. End- urtekningar og aftur endurtekn- ingar er það sem að skiptir máli. Það þarf að endurtaka sama hlutinn hundrað og jafnvel þúsund sinnum svo að þetta verði sjálfkrafa að lok- um. Þolinmæðin er það sem leikur hér stórt hlutverk. Afreksmaður í skíðaíþróttum verður að gera sér grein fýrir því að það getur tekið mörg ár að ná árangri. Það er líka mjög misjafnt hvenær fólk fær launað fyrir erfiðið. Það sem var hvað ánægjulegast við þetta landsmót var hvað ungl- ingarnir komu sterkir út og hér eru greinilega margir efnilegir á ferðinni. Ef þessir krakkar halda áfram sínu striki þá eiga þeir eftir að ná langt. Ég vil að lokum þakka fyrir gott landsmót og óska Ólafsfirð- ingum og Dalvíkingum til ham- ingju með frábærlega vel unnið starf. Með skíðakveðju, Kristinn Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.