Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ?.P M H ’iWiU f\8c y * j c HANDKNATTLEIKUR 1997 jntorgtntl>l«iSifö FIMMTUDAGUR 3. APRIL BLAD Lægri skattar fyrir knatt- spyrnumenn FRANSKA ríkisstjórnin ákvað í gær að lækka skatta lyá atvinnumönnum í knattspyrnu í þeirri von að halda þeim í landinu en á undan- förnum árum hafa meira en fjórir tugir af þeim bestu, þ.á m. Eric Cantona, David Ginola og Didier Seschamps, fyrirliði franska lands- liðsins, flutt tii annarra landa. Knattspyrnu- mennirnir fá hér eftir sömu fríðindi og kvik- myndaleikarar og verða 80% tekna þeirra und- anþegin skatti vegna þess að litið verður á þann hluta sem útlagðan kostnað við að halda jákvæðri ímynd á lofti. Almennt greiða Frakk- ar um 55% tekna í skatt. Talsmaður ríkisstjórn- arinnar sagði að vonandi y/ði þessi breyting ekki að- eins til að halda frönskum leikmönnum í landinu held- ur líka til að iaða erlenda leikmenn að á ný en félög hafa sagt að erfitt sé að halda í menn vegna hárrar skattaprósentu. Ragnar áfram hjá ÍR RAGNAR Óskarssom, hinn efnilegi leikmaður ÍR-liðs- ins i handknattieik, verður áfram í herbúðum IR-inga. Ragnar sem var sjötti markahæsti leikmaður 1. deildar með 116 mörk, skrif- aði í gær undir tveggja ára samning við ÍR. GEIR Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins, skorar hér eitt af fjórum mörkum sínum gegn Kínveijum á ísafirði í gær- kvöldi. Geir skoraði tvö mörk af línu og tvö eftir hraðaupphlaup í sigurleik, 27:24. Morgunblaðið/Golli Leikurinn / D8 Guðbjörg Guðmannsdóttir, leik- maður ÍBV, fékk tilboð frá rúss- neska félaginu Energy frá Voronezh í páskavikunni og ætla Rússarnir að kanna hug hennar til þess á næstu dögum. Auk launa buðu Rússarnir Guðbjörgu að greiða allan kostnað vegna dvalar ytra, m.a. námskostnað, og jafnframt sögðust þeir bjóða for- eldrum hennar út þeim að kostnað- arlausu. Eftir því sem næst verður komist er Guðbjörg fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem fær atvinnu- mannatilboð frá Rússlandi en þess má geta að uppistaða rússneska kvennalandsliðsins er frá Energy, sem var stofnað 1990 og varð Rússlands- meistari 1991, 1995 og 1996 auk þess sem liðið varð í 2. sæti 1994. Fimm íslensk knattspyrnulið, þar á meðal kvennalið ÍBV, voru í æfinga- búðum í Algarve í Portúgal fyrir páska og lék IBV tvo leiki við Energy í ferðinni. Energy, sem hefur verið besta lið Rússlands undanfarin ár og nánast ósigrandi, hafði mikla yfír- burði á móti Eyjastúlkum en rétt áður en íslenski hópurinn fór heim óskuðu Rússarnir eftir að fá að ræða við Guðbjörgu. „Ég hélt að þeir væru að grínast en annað kom á daginn,“ sagði Guð- björg, sem verður 17 ára í maí og er nemi á náttúrufræðibraut framhalds- skólans í Vestmannaeyjum. „Þetta lið er gífurlega sterkt og hefur verið í æfingabúðum í þijá mánuði en stelp- urnar lifa á því að leika fótbolta enda flestar í landsliðinu. Tímabilið hjá þeim byijar 1. maí og þjálfarinn vildi að ég kæmi sem fyrst, hefði ég áhuga. Ekki var rætt um samning til ákveð- ins tíma en hann sagði að ég gæti verið í nokkra mánuði í reynslu og farið hvenær sem ég vildi líkaði mér ekki dvölin." Guðbjörg leikur ýmist sem hægri bakvörður eða á miðjunni auk þess að spila í horni í handknattleik þar sem hún hefur leikið með stúlknalandslið- inu en rússneski þjálfarinn sá strax að hún væri líka í handbolta og sagð- ist geta gert úr henni góða knatt- spymukonu. „Það er mikill heiður fyr- ir mig að hafa fengið þetta tilboð og ég er mjög hreykin, en þó að það sé mjög freistandi að taka þvi er landið svo framandi að ég efast um að ég slái til. En sjálfsagt gæti ég lært mik- ið og öðlast rosalega mikla reynslu." GUÐBJÖRG Guðmannsdóttir Bjarni skrif- ar undir hjá Newcastle BJARNI Guðjóns- son fer til Eng- lands á mánudag og skrifar undir samning við New- castle til þriggja ára. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, for- manns Knatt- spyrnufélags ÍA, verður rammasam- komulag félag- anna fínpússað á næstu dögum með það í huga að málin verði komin á hreint strax eftir helgi; Bjarni leikur með IA fyrri hluta sumars en á að vera kominn til Newcastle 7. júlí. Skaga- menn til Króatíu Skagamenn léku tvo æfingaleiki í Skotlandi í liðinni viku, töpuðu 2:1 fyrir Livingstone og unnu Queen of the South 1:0. Þeir fara í 10 daga æf- ingaferð til Dubrovnik í Króa- tíu 17. apríl. Ung- mennaliðið til Lúxem- borgar UNGMENNALIÐ íslands í knatt- spyrnu (Leikmenn tuttugu og eins árs og yngri) fer til Lúxemborgar 14. apríl og leikur tvo æfingaleiki, fyrst við félagslið frá Belgíu samdægurs og síðan ung- mennalið Lúxem- borgar 16. apríl. Þetta verða einu leikir liðsins fyrir Evrópuleikina á móti Makedóníu og Litháení júní en liðið er í öðru sæti í sínum riðli. KNATTSPYRNA Guðbjörg með tilboð frá Energy í Rússlandi HANDKNATTLEIKUR: VIÐTALVIÐ PATREK JÓHANNESSON í ESSEN / D4,D5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.