Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 2
2 D FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Þjálfarar
til sölu!
Mikil hreyfíng er á þjálfurum á Ítalíu þessa dag-
ana. Einar Logi Vignisson segir þau lið teljandi
á fingrum annarrar handar sem öruggt er að
verði með sömu þjálfara næsta keppnistímabil.
að hefur reyndar aldrei verið
sérlega trygg atvinna að vera
þjálfari á Ítalíu en ástandið núna
er ótrúlegt, nánast algjör uppiausn,
og kenna margir Bosman-úrskurð-
inum um þótt hann hafi í sjálfu sér
ekki bein áhrif á þjálfarana sem
hafa alltaf mátt starfa í hvaða landi
sem er óháð þjóðerni. Hinsvegar
hafi Bosman-úrskurðurinn orðið til
þess að hreyfíngar á leikmönnum
jukust til muna og mögulegt er
fyrir lið að kaupa leikmenn sem
ekki var kostur á að fá fyrir einung-
is tveimur árum. Samsetning leik-
mannahópanna hefur breyst og lið
skipta um þjálfara í ljósi þess.
Valdamiklir forsetar
Áður en litið er á hvaða þjálfarar
eru að færa sig um set er vert að
huga að því hver staða þjálfara er
innan ítalskra félaga, en hún er
allfrábrugðin því sem gerist t.a.m.
á Englandi sem íslenskir knatt-
spyrnuáhugamenn þekkja best til.
Á Englandi eru þjálfarar gegn-
umsneitt mun valdameiri en á Italíu,
heitið „knattspyrnustjóri" (mana-
ger) vísar til þess að þeir eru i raun
hálfgerðir framkvæmdastjórar fé-
laganna, rétt eins og um venjulegt
fyrirtæki væri að ræða. Þeir sjá um
ýmiskonar fjármál og rekstur og
kaup og sala á leikmönnum sem og
samningar um kjör eru yfirleitt al-
gerlega á þeirra könnu. Þannig þarf
Alex Ferguson knattspymustjóri
bara að spytja Martin Edwards
stjórnarformann Manchester United
hvað hann megi eyða miklum pen-
ingum í leikmannakaup og launa-
hækkanir og svo spilar hann úr því
eins pg hann vill.
Á Ítalíu hafa þjálfarar hinsvegar
sáralítið um leikmannakaup að
segja og samninga við leikmenn.
Forsetar félaganna eða stjórnar-
menn sjá algerlega um slík mál,
verk þjálfarans er einungis að þjálfa
liðið sem hann fær upp í hendum-
ar. Hafi þjálfarinn náð mjög góðum
árangri og séu samskiptin við for-
seta og stjórnarmenn góð getur
hann að vísu ráðið allnokkru um
hvaða leikmenn em fengnir til fé-
lagsins en úrslitavaldið liggur alltaf
hjá stjórninni. Þannig ákváðu t.d.
stjórnarmenn Juventus að láta þá
Vialli, Ravanelli og Paolo Sousa
fara síðasta vor eftir að liðið varð
Evrópumeistari og réðu þar fjár-
hagslegar ástæður. Stjórnin bar
þetta undir þjálfarann Marcello
Lippi og hann veitti samþykki sitt
gegn því að ákveðnir leikmenn, eða
„tegund af leikmönnum" væm
fengnir til félagsins og lét hann
stjórninni í té óskalista sem síðan
var keypt eftir.
Vegnir og metnir
eftir taktík
Vegna þess hve vald þjálfaranna
er takmarkað eru ítalskir fjölmiðlar
afar sólgnir í að vita skoðanir for-
seta félaganna og annarra hátt-
settra manna á gengi liðsins þá og
þá stundina. Það er einfaldlega
miklu meira á þeim að græða! Þjálf-
arar eru látnir í friði með spurning-
ar um hreyfingar á leikmönnum og
eru ekki gagnrýndir fyrir að kaupa
ekki nýja leikmenn í tilteknar stöð-
ur o.s.frv. ítalir hugsa mest um
hvernig þeir fara taktískt með
mannskapinn sem þeir hafa úr að
moða.
Auðvitað sleppur þjálfari alltaf
að mestu við gagnrýni ef liðinu
gengur vel og að sama skapi þarf
þjálfari alltaf að taka ábyrgð á
slæmu gengi en samt sem áður em
ítalskir fjölmiðlar nokkuð hlutlausir
í mati á getu þjálfara, á suðrænan
mælikvarða náttúrlega! Þannig
þykir Roy Hodgson þjálfari Inter
t.d. hafa staðið sig mun verr en
Gigi Simoni þjálfari Napolí í vetur
þótt Inter sé i fjórða sæti og í und-
anúrslitum Evrópukeppni félagsliða
á meðan Napolí er í sjötta neðsta
sæti en reyndar í úrslitum bikar-
keppninnar. Hodgson er með mun
stærri klúbb og þykir þrátt fyrir
þolanlegan árangur hafa gert ótrú-
lega mörg taktísk mistök sem hafi
reynst dýrkeypt. Simoni hafí hins-
vegar náð að láta fremur slappan
mannskap leika oft og tíðum mjög
FABIO Capello, þjálfarl Real Madrld og fyrrum þjálfari AC Milan. Itölsk blöð hafa verið uppfull
af spádómum um hugsanlega endurkomu hans til Mílanóliðsins.
vel og verði ekki sakaður um tap-
leiki liðsins, þar ráði getumunur.
Hodgson hefur fengið nóg af
gagnrýninni sem honum fínnst afar
ósanngjörn og hyggst halda til
Englands og taka við stjórninni hjá
Blackburn Rovers. Simoni er hins-
vegar talinn líklegasti arftaki hans
hjá Inter þótt einnig séu nefndir til
sögunnar Jorge Valdano þjálfari
Valencia og Daniel Pasarella þjálf-
ari argentínska landsliðsins.
Fáir öruggir
Þegar stórliðin skipta um þjálfara
veldur það róti niður allan skalann
þar sem þau ræna iðulega þjálfur-
um frá liðum sem eru afar ánægð
með sinn mann. Þannig vill Napolí
halda Simoni og Sampdoria Sven
Göran Eriksson sem talið er vist
að taki við Lazio næsta sumar, en
Dino Zoff stjórnar liðinu nú til
bráðabirgða eftir að Zeman var
rekinn. Stóru liðin eru einnig vís
til að bjóða í Uliveiri þjálfara Bo-
logna og Guidolin þjálfara Vicenza.
Hjá stóru liðunum er öruggt að
Marcello Lippi hjá Juventus og
Carlo Ancelotti hjá Parma verða
með liðin áfram. Einnig er talið
ólíklegt að Carlos Bianchi verði rek-
inn frá Roma þrátt fyrir miðlungs-
árangur.
Stærstu spurningamerkin fyrir
utan Inter og Lazio eru AC Milan,
Fiorentina og Sampdoria. Nái Arr-
igo Sacchi að fylgja eftir góðum
árangri að undanfömu og koma
Milan í Evrópukeppnina heldur
hann sennilega stöðu sinni. Ekkert
nema endurkoma Fabio Capello
getur breytt því en ítölsk blöð hafa
verið uppfull af spádómum um
hugsanlega endurkomu hans. Þar
spilar þó margt inní, t.d. hefur
Capello sagt að vinni Madrid
spænsku deildina vilji hann fylgja
liðinu eftir í Evrópukeppni meist-
araliða næsta tímabil. Fiorentina
hefur leikið mjög illa í vetur og
miðað við hversu skapbráður hinn
litríki forseti félagsins, Vittorio
Cecchi Gori, er, þykir með ólíkind-
um að Claudio Ranieri skuli hafa
haldið starfinu. Forsetinn hefur
meira að segja boðið honum nýjan
samning en gárungar segja að það
sé einugis vegna þess að önnur fé-
lög séu á eftir Hanieri og Cecchi
Gori vilji eins og venjulega fá að
ráða, hann vilji frekar reka Ranieri
og þurfa að borga honum skaða-
bætur en að Ranieri geti farið hvert
sem hann vill hvað sem Cecchi
Gori segir.
Sven Göran Eriksson hefur náð
feikigóðum árangri með Sampdoria
og talið er að hinn ungi forseti fé-
lagsins, Enrico Mantovani, sé í mun
að fá þjálfara með svipaðar áhersl-
ur. Þjálfara sem sé lagið að ná
miklu úr takmörkuðum mannskap
og sé ekki það plássfrekur að hann
skyggi á forsetann unga. Vitað er
að Samp hefur rætt við Simoni en
Oscar Washington Tabarez, fyrrum
þjálfari Milan, þykir líklegastur
þessa stundina þótt Mantovani hafi
reyndar ítrekað gefið i skyn að
valið muni koma á óvart.
5. apríl
1 Manchester Utd. - Derby
2 Aston Villa - Everton
3 Newcastle - Sunderland
4 Tottenham - Wimbledon
5 Nottingh. For. - Southampton
6 Bolton - Q.P.R.
7 Wolves - Norwich
8 Barnsley - Birmingham
9 Sheffield Utd. - W.B.A.
10 Crystal Palace - Huddersfield
11 Portsmouth - Grimsby
12 Oxford - Port Vale
13 Chariton - Manchester City
úrslit
Árangur á
heimavelli
frá 1984
0 0
1 3
1 1
2 8:6
1 14:7
0 6:2
4 17:17
2 21:10
0:1
0:2
7:13
7:4
6:5
20:8
7:4
7:4
Slagur spámannanna:
I Ásgeir - Logi 20:17
Hversu margir réttir síðast:
Hve oft sigurvegari (vikur):
Hvað marga rétta í heild:
Meðalskor eftir 27 vikur:
Ásgeir Logi m Þín spá
1 1 1 X
1 X 1 1 X
1 1 1
1 X X 2 1 X
1 1 X 2 1
1 X 1 1
1 X 1 2 1 X
1 1 1
1 1 1
1 1 X 1
1 1 1
1 X 2 1 X 2 1 X 2
1 X 2 1 X 1 X 2
7 7~~\ 7
16 12 | 13
223 209 | 218
8,2 7S.\ 8,0
ITALIA
SVÍÞJÓÐ
7. apríl
1 Parma - Sampdoria
2 Udinese - Atalanta
3 Perugia - Napoli
4 Cagliari - Roma
5 Lazio - Piacenza
6 Vicenza - Verona
7 Bologna - Reggiana
8 AIK - Helsingborg
9 Degerfors - Halmstad
10 Elfsborg - Göteborg
11 Malmö FF - Vesterás
12 Örgryte - Trelleborg
13 Öster - Örebro
úrslit
Árangur á
heimavelli
frá 1988
9:4
5:3
0:0
2:5
5:1
3:0
0:0
8:4
6:6
0:0
0:0
2:5
10:8
Slagur spámannanna:
lÁsgeir - Logi 18:14
Hversu margir réttir síðast:
Hve oft sigurvegari (vikur):
Hvað marga rétta i heild:
Meðalskor eftir 27 vikur:
Ásgeir
9
15
240
8,9
Logi
9
10
230
A5
8
232
8,6
Þín
spá