Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 4

Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 4
4 D FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ “1 Ég kom ekki að tómum kofunum í smiðju Alfreðs Patrekur Jóhannesson er einn af tíu íslendingum sem héldu í víking til Þýskalands sl. sumar til að leika handknattleik. „Það hefur lengi verið draumur minn að feta í fótspor þeirra íslendinga sem hafa leikið með liðum á erlendri grundu. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að lesa um og fylgdist með þeim íslendingum sem léku í Þýska- landi og víðar,“ sagði Patrekur, sem er fæddur og uppalinn í Garðabæ. Handknattleikur er Patreki í blóð borinn, hann er sonur Jóhannesar heitins Sæmundssonar, íþróttakenn- ara, sem var þjálfari Hauka á árum áður og aðstoðarmaður Jóhanns Inga Gunnarssonar, þegar hann var landsliðsþjálfari. Patrekur var einn úr stórum hópi efnilegra handknattleiksmanna sem komu upp saman hjá Stjörnunni í Garðabæ. Það var ekki mikil gleði í herbúðum Stjömunnar þegar Pat- rekur ákvað að yfirgefa heimabæ sinn 1994 og gerast lærisveinn Al- freðs Gíslasonar hjá KA á Akureyri. „Það voru ekki allir á eitt sáttir hjá Stjörnunni þegar ég ákvað að fara, en fyrir mig var það mjög gott að breyta til - fara á nýjar slóðir. Þeg- ar ég fékk tækifæri til að leika und- ir stjóm Alfreðs, ákvað ég að slá til. Alfreð hafði leikið í fjölmörg ár í Þýskalandi og á Spáni, þannig að ég fékk tækifæri til að læra mikið. Ég kom ekki að tómum kofunum, er ég leitaði í smiðju hans.“ Hann féll strax vel inn í leik KA-liðsins. „Ég hafði mjög gott af dvölinni á Akureyri, þroskaðist mikið - lék mín bestu ár heima með KA-liðinu þau tvö keppnistímabil. Það var skemmtilegt að leika við hliðina á gömlum refum eins og Alfreð, Valdi- mar Grímssyni og Julian Róbert Duranona. Ekki skemmdi það fyrir að mikil uppsveifla var hjá KA. Lið- ið varð bikarmeistari og barðist í tvö ár um íslandsmeistaratitilinn. Stemmningin var mikil í kringum KA-liðið - við lékum yfirleitt fyrir fullu húsi áhorfenda, vel yfir þúsund manns. Það var stórkostlegt að leika við þær aðstæður í KA-húsinu, þar sem áhorfendur voru þrettándi mað- ur liðsins," sagði Patrekur. Alfreð benti Essen á Patrek Draumur Patreks um að gerast leikmaður með liði utan íslands varð að veruleika sl. sumar. Hann fékk tilboð frá einu þekktasta liði Þýska- iands, Essen, liðinu sem Alfreð Gíslason hafði gert garðinn frægan með. „Alfreð hefur alltaf haft gott samband við Essen og þegar for- ráðamenn liðsins báðu hann um að benda á leikmann á íslandi, sem væri tilbúinn að leika með liðinu, spurði hann mig hvort ég væri tilbú- inn að slá til. Eg játaði því og fljót- lega eftir það komu menn frá Þýska- landi til Akureyrar. Eftir að hafa rætt við þá ákvað ég að taka freist- andi tilboð frá Essen.“ Hvernig var að koma til fyrir- heitna „handknattleikslandsins" - Þýskalands, sjá æskudrauminn ræt- ast? „Það var mikil upplifun fyrir mig að koma hingað. Ég kunni lítið sem ekkert í þýsku og gat ekki rætt við þann sem kom að sækja mig út á flugvöll. Það var einkennileg tilfinn- ing að finna það að maður var nær mállaus í framandi landi. Það tók mig góðan tíma að átta mig á hlut- „Hér eru leikmenn að leika eins og Bogdan Wenta og Stefan Hecker, sem ern 36 ára. Ég reikna ekki með að vera svo lengi á ferðinni,“ sagði Patrek- ur Jóhannesson er Sigmundur O. Steinarsson hitti hann í Essen á dögun- um. „Ég reyni að vera eins lengi og ég get - á meðan ég hef metnað til og gaman af að leika handknattleik.“ Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Stoinarsson PATREKUR segir aö þaö sé viss ævintýraheimur að leika í Þýskalandl, feröast með Essen, koma á nýja staöl meö lið- Inu - leika gegn flestum sterkustu leikmönnum heims. unum, það er fyrst nú að ég get tjáð mig að einhverju ráði. Ég á mikið eftir ólært. Það hjálpaði mér mikið að strák- arnir í liðinu tóku mér vel, þó að ég hafi ekki skilið mikið sem fór fram á æfingum.“ „Ég er aftur orðinn nýliði" Það hlýtur að vera mikil lífs- reynsla fyrir leikmann eins og Pat- rek, sem var lengi búinn að vera lykilmaður hjá Stjörnunni, KA og einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins, að vera kominn í hlut- verk nýliðans við hliðina á frægum köppum eins og Aleksandr Tutsch- kin, stórskyttu frá Hvíta-Rússlandi og þýska markverðinum Stefan Hec- ker, svo einhverjir leikmenn hjá Ess- en séu nefndir. „Það er ólýsanleg tilfinning að taka fyrstu skrefin í Þýskalandi. Ég er ekki smávaxinn, en mér leið eins og litlum snáða í stuttbuxum þegar ég kom fyrst hingað í Gruga-höllina til að æfa með öllum þessum kunnu köppum. Ég er 24 ára þegar ég kem hingað til að leika í sterkustu hand- knattleiksdeild í heimi. Þrátt fyrir þó nokkra reynslu heima á íslandi, er ég aftur orðinn nýliði. Forráðamenn Essen vita að það tekur sinn tíma fyrir nýja leikmenn að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Þeir hafa sagt mér að ég fái þetta keppn- istímabil til að gera það. Ég er þokkalega sáttur, er einn af marka- hæstu leikmönnum deildarinnar með 114 mörk, sem er nokkuð gott hjá nýliða. Ég hef náð mér vel á strik í mörgum leikjum, dottið niður þess á milli. Mér fannst ég byija mjög vel með Essen, en síðan kom kafli sem ég náði ekki áttum. Að undan- förnu hef ég náð mér vel á skrið og verið að leika ágætlega." Er ekki erfitt að komast að, þegar leikið er við hliðina á Tutschkin, sem er allt í öllu hjá Essen? „Tutschkin er frábær skytta og sóknarleikmaður, sem veit til hvers er ætlast af honum - hans hlutverk er að skora mörk. Andstæðingar okkar hafa góðar gætur á Tutschkin í leikjum okkar og ganga hart út á móti honum. Ég leik á hinum vængn- um og það er ætlast til að ég skori einnig. Ég hef kynnst því hér, að til þess að ná langt verður maður að hafa mikið sjálfstraust, vera eigingjarn. Ef maður er ekki frekur - gerir ekki fímm mörk eða meira í leik, þá á maður það á hættu að vera settur út í kuldann. Mörk og aftur mörk hafa mikið að segja - það eru þau sem teljast, en ekki fallegar sending- ar þvert yfir völlinn, eða inn á línu. Það er ætlast til að skyttur skori mörk og þá sérstaklega útlendingar sem eru fengnir til liðanna. Ég var um tíma að skora þetta þijú til fjögur mörk úr fimm til sex skotum. Heima á íslandi skaut ég miklu meira á markið og skoraði meira. Þar sem ég er nýr hef ég haldið mig að mestu á mottunni, en „DANAÆVINTÝRIÐ var stórkostlegt hægt aö segji ÞRÍR landsliösmenn í Þýskalandi, hef verið að stilla „fallbyssuna" - verð að fara að sýna skotstyrk minn í ríkari mæli. Ég hef lært mikið síðan ég kom til Essen en á margt eftir ólært.“ Hvernig var að koma hingað í fótspor Alfreðs? „Það hefur verið skemmtilegt. Það þekkja hann allir sem eru í kringum handknattleikinn hér, einnig Jóhann Inga Gunnarsson, sem var þjálfari liðs- ins á sínum tíma. Alfreð lék með Essenl- iðinu, er það var Þýskalandsmeistari og lék til úrslita um Evrópubikarinn. Það er mikið talað um það lið, enda lék með liðinu valinn maður í hveiju rúmu - leik- menn með mikla reynslu. Nú er liðið skipað yngri Ieikmönnum, sem eiga margt eftir ólært.“ Æfir Essen-liðið mikið? „Já, það er æft mikið og þá sérstak- lega eftir að Petre Ivanescu, fyrrverandi þjálfari liðsins og landsliðs Þýskalands tók við á ný. Æfingarnar eru erfiðari og tíðari eftir að hann kom. Þetta er vinna, venjuleg vinnuvika er að við æfum tvisvar á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, einu sinni á miðvikudög- um og föstudögum, frí á laugardögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.