Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 D 5
b'
HANDKNATTLEIKUR
Heðmn Gi/sson
holland
° Minden - SigurðurBj
OHildesheim
...... HllmarBiarnasoi
,r Jonannesson
ILKKLand
n.Lm- 1DE,LD
0.m! 2 DE,LD
°UD' 3. DEILD
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
t>að ævintýri verður ekki endurtekið, spurningin er hvort nýtt ævintýri á sér stað í Japan. Það er aldrei
a fyrirfram. Ef stemmningin í hópnum verður eins og gegn Dönum getur allt gerst.“
, Dagur Sigurðsson, Patrekur Jóhannessom og Ólafur Stefánsson.
og leikur á sunnudögum. Við höfum
alltaf frí daginn fyrir leik.“
Ævintýraheimur
Patrekur segir að það sé viss ævin-
týraheimur að leika í Þýskalandi, ferð-
ast með Essen, koma á nýja staði með
iiðinu - leika gegn flestum sterkustu
leikmönnum heims, sem eru frá Rúss-
landi, Króatíu, Júgóslavíu, Póllandi,
Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi,
Tékklandi, Ungverjalandi, Sviss, Rúme-
níu, Suður-Kóreu og landsliðsfélögum
frá íslandi.
„Hallirnar hér eru misstórar, það er
mikill munur að leika fyrir framan rúm-
lega þúsund áhorfendur í lítilli höll í
Dormagen, eða fyrir fullu húsi áhorf-
enda í Kiel, þar sem alltaf er uppselt -
sjö þúsund áhorfendur á áhorfendapöll-
unum. Þetta er allt miklu stærra hérna
en heima á íslandi og önnur umgjörð í
kringum leikina.“
Vona að Wuppertal
komist upp
Patrekur segist vona að Wuppertal kom-
ist upp í 1. deild, þannig að að fleiri
íslendingar leiki í deildinni. „Það er stutt
að fara frá Essen til Wuppertal og ég
hef mikið samband við Dag Sigurðsson,
einnig Ólaf Stefánsson."
Unnusta Patreks er Álfhildur Gunn-
arsdóttir, sem hann kynntist á Akur-
eyri þegar hann lék með KA. Þau eru
saman í þýsku og þá er Álfhildur einnig
í háskólanum í Essen í þýskunámi. Pat-
rekur sagði að það hefði verið erfiðara
fyrir hana að koma til Þýskalands, þar
sem hún hafði miklu minna að gera en
hann. „Ég er meira á ferðinni - á æfing-
um og leikjum. Eftir að Álfhildur byrj-
aði í skólanum varð lífið léttara fyrir
hana og næsta vetur ætlar hún í frek-
ara nám.“
Patrekur skrifaði undir tveggja ára
samning við Essen - hann og Alfhildur
hafa hug á að vera lengur í Þýska-
landi. „Maður getur aldrei sagt hvað
tíminn verður langur. Það fer eftir því
hvernig mér gangur. Hér eru leikmenn
að leika eins og Bogdan Wenta og Stef-
an Hecker, sem eru 36 ára. Ég reikna
ekki með að vera svo lengi á ferðinni,
en reyni að vera eins lengi og ég get -
á meðan ég hef metnað til og gaman
af að leika handknattleik."
Nú leika ti'u íslendingar handknatt-
leik í Þýskalandi. A sá hópur eftir
að stækka á næstu árum?
„Því ekki? Það eru margir góðir
leikmenn heima og ef þeir fá tiiboð
eiga þeir ekki að hika við að koma
hingað. Ég veit að það eru umboðs-
menn hér sem fylgjast með leik-
mönnum heima. Það er lykilatriði
að við strákarnir sem erum hér fyr-
ir stöndum okkur vel - ef við gerum
það aukast líkurnar á að leitað verði
í ríkari mæli til íslands eftir mönn-
um.“
Japan er framundan
Patrekur _er einn af lykilmönnum
landsliðs íslands sem er að fara til
Japans til að taka þátt í heimsmeist-
arakeppninni í Kumamoto. Patrekur
er ekki að taka þátt í sinni fyrstu
heimsmeistarakeppni, hann var með
í HM í Svíþjóð 1993 og á íslandi
1995. Þegar Patrekur er spurður
hvort heimsmeistarakeppnin í
Kumamoto verði ekki erfið, játar
hann því. „Ég vona að klúðrið fyrir
keppnina verði ekki eins mikið og
fyrir keppnina heima, sem varð mik-
ið áfall fyrir okkur leikmennina og
íslensku þjóðina. Það hefur ekki
góðri lukku að stýra að fara að blása
upp einhveijar væntingar, hvort sem
það er í fjölmiðlum eða innan liðsins
- að fara að stefna á eitthvert ákveð-
ið sæti. Við eigum að fara í verkefn-
ið með léttleika og það hugarfar að
gera sitt besta.
Menn hafa rætt um að^ undirbún-
ingur liðsins sé stuttur. Eg held að
það sé í góðu lagi að hafa stuttan
og hnitmiðaðan undirbúning, þannig
að leikmenn geti dreift huganum.
Menn muna eftir undirbúningnum
fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988
þegar landsliðið var saman í tvo til
þrjá mánuði. Það skapaði mikinn
þrýsting og taugaspennu, sem varð
til þess að draumaborgirnar hrundu
á einni nóttu - álagið var meira en
þjálfari og leikmenn þoldu. Landsl-
iðsmenn okkar eiga að vera í mjög
góðri æfingu og ef meiðsl setja ekki
strik í reikninginn, þá er ég óhrædd-
ur. Við leikum í riðli með Júgó-
slavíu, Japan, Litháen, Alsír og
Saudi-Arabíu.
Það er vitað að Júgóslavar eru
sterkari en við á pappírnum, Japan-
ir leika á heimavelli og verða erfið-
ir, einnig Litháar. Lið Alsírs og
Saudi-Arabíu eru óþekktar stærðir,
en við komum til með að sjá liðin
leika áður en við mætum þeim.
Það er aðalatriðið hjá okkur að
ná einu af þremur efstu sætunum í
riðlinum og komast í sextán liða
úrslit. Á þeim tímapunkti hefst ný
keppni - hrein útsláttarkeppni eins
og bikarkeppni. Þá verður um líf og
dauða að tefla. Það getur svo farið
að lið vinni alla sína leiki í riðla-
keppninni, en tapi síðan í sextán liða
úrslitum. Það er aðalatriðið að vinna
réttu leikina, leikina sem skipta
máli. Við getum verið sendir heim
eftir sextán liða úrslitin, ef heppnin
er með okkur getum við komist i
átta liða úrslitin. Ég ætla ekki að
hugsa svo langt að þessu sinni.“
Nú var geysileg stemmning í
landsliðshópnum fyrir leikina gegn
Dönum í Reykjavík og Alaborg, þeg-
ar þið tryggðuð ykkur farseðilinn til
Japans. Telur þú að þið getið náð
upp þannig stemmningu á ný í
Kumamoto?
„Danaævintýrið var stórkostlegt.
Það ævintýri verður ekki endurtekið,
spurningin er hvort nýtt ævintýri á
sér stað í Japan. Það er aldrei hægt
að segja fyrirfram. Ef stemmningin
í hópnum verður eins og gegn Dön-
um getur allt gerst.“
Patrekur sagðist ekki eiga sér-
staklega góðar minningar frá þeim
tveimur heimsmeistarakeppnum
sem hann hefur tekið þátt í. „Ég
var hálfgerður farþegi í keppninni í
Svíþjóð 1993, fékk lítið að spreyta
mig. Heimsmeistarakeppnin á ís-
landi var lítt skemmtiieg fyrir okkur
og aðra, eins og allir vita. Menn
hafa oft velt vöngum yfir, hvað gerð-
ist - hvers vegna hrundi allt? Það
eru eflaust til margar ástæður fyrir
slæmu gengi liðsins þá. Ég veit að
ein þeirra var mikil óvissa á meðal
leikmanna - það var aldrei nein
ákveðin skýr lína hveijir væri í byrj-
unarliði eða ekki. Óöryggið var mik-
ið á meðal leikmanna."
Þegar hér var komið sögu, sagði
Patrekur: „Handknattleikur er það
skemmtilegur, að ég vil ekki
skemma þá ánægju með því að fara
að rifja upp hvað gerðist í heims-
meistarakeppninni á íslandi. Keppn-
in tilheyrir fortíðinni."
Patrekur var á ferðinni með
landsliðinu á ísafirði í gærkvöldi, þar
sem Kínveijar voru mótheijar og
þeir glíma á ný við Kínveija á Sel-
fossi í kvöld. Liðið tekur þátt í fjög-
urra þjóða móti á Spáni í byijun
maí, þar sem mótheijar verða Þjóð-
veijar, Hvít-Rússar og Spánveijar.
íslenska liðið heldur til Japans 12.
maí.
„Hef gefið
mömmu
loforð"
PATREKUR og félagi hans úr
Stjömunni Sigurður Bjarnason
vöktu athygli í HM í Svíþjóð
1990, er þeir krúnurökuðu sig
fyrir leik gegn Ungveijum.
Patrekur hefur síðan luTinur-
akað sig sem leikmaður með
KA og einnig í HM á íslandi
1993. Ætlar hann að endurtaka
leikinn í Japan? „Nei, ég hef
gefið mömmu loforð - að
krúnuraka mig ekki. Hún hef-
ur ekki verið ánægð með uppá-
tæki mitt. Ég ætla að standa
við það loforð,“ sagði Patrek-
ur. „Ég og Sigurður vorum
saman í herbergi í Svíþjóð -
þá sem hálfgerðir farþegar.
Það var létt yfir okkur og einn
dagiun ákváðum við að krún-
uraka okkur. Þegar hinir leik-
mennirnir sáu okkur, sprungu
þeir úr hlátri og við vorum
strax uppnefndir; Patti Bar-
kley og Siggi Jordan, eftir
bandarísku körfuknattleik-
sköppunum. Hárleysið fer mér
ágætlega, en loforðið mun
standa.“
Er kallaður
Kumomoto
P ATREKUR segir að það sé
sárt fyrir Þjóðveija að hafa
setið eftir - ekki komist í
heimsmeistarakeppnina í
Kumomoto. „Tveir leikmenn í
þýska landsliðshópnum leika
með mér hér í Essen. Þeir voru
nyög öruggir með að komast,
en síðan kom áfallið - Þjóð-
veijar gerðu óvænt jafntefli
við Sióvakiu. Þjóðveijar voru
svo öruggir að þeir yrðu með
á HM, að það var búið að
merkja inn í æfinga- leikja-
planið hjá Essen hvenær undir-
búningur þýska liðsins fyrir
HM yrði. Nú er það svo að ég
er eini leikmaðurinn sem fer
til Japans og strákamir hafa
kailað mig Kuraomoto.
i