Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Galdurinn við þad að renna sér ó sn jóbretti er sá að maður verður alltaf að láta þungann hvíla á þeirri hlið brettisins sem snýr að hlíðinni. Ef maður snýr baki í brekkuna þarf þunginn að hvíla á hælunum, en ann- ars verður þung- inn að hvíla á tánum. Þetta lærist manni fljótlega Kýlingar og spörk þykja ekki endilega ofbeldi ^ SKILGREINING á hugtakinu ofbeldi virðist vera nokkuð á reiki, í það minnsta meðal unglinga þessa lands. Þeim 1 finnst þeir til dæmis ekki | endilega hafa verið beittir o ofbeldi, þótt sparkað hafi ver- ið í þá, þeir hafi verið kýldir » eða þeim hrint. Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg gerðu viðamikla rannsókn á ofbeldi meðal nemenda í 10. bekk grunnskóla á vegum Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála í ársbyrjun 1995. Alls svöruðu rúmlega 3.800 unglingar spurningum um ofbeldi og skyld mál og eru niðurstöður rannsóknarinnar birtar í nýút- komnu riti stofnunarinnar, Ofbeldi meðal íslenskra unglinga.. Á daginn kom að 15% töldu sig hafa verið beitta líkamlegu of- beldi á síðustu 12 mánuðum, en athyglisvert er að talsvert fleiri, eða 23%, sögðu að þeir hefðu verið kýld- ir að minnsta kosti einu sinni á þessu tímabili og 55% sögðu að þeim hefði verið hrint. Munur á kynjum var ekki eins mikill og búast mátti við, en þó töldu öllu fleiri strákar sig hafa verið beitta ofbeldi. Einhveijir unglingar á þessum aldri ógna með vopnum, þótt ekki sé það í ríkum mæli, en á þeim 12 mánuðum sem miðað var við í rannsókn- inni höfðu 5% orðið fyrir ógnun með vopni. Nær einum af hverjum þremur aðspurðum hafði verið hótað ofbeldi. Þórólfur og Jón Gunnar segja niðurstöður sínar benda til þess að fjöldi unglinga sem beita ofbeldi sé svipaður þeim fjölda sem verður fyrir því. Piltar eru lík- legri til að beita ofbeldi og verða frekar fyrir þvi en stúlkur. 25% nemenda reyndust hafa kýlt ein- hvern á síðustu 12 mánuðum, rúm- lega helmingur hafði hrint einhveij- um, 3% höfðu ógnað með vopni og rúmlega einn af hveijum fimm hafði hótað ofbeldi. Vl&varandl vandamál Niðurstöður benda til að þótt ofbeldi sé greinilega vandamál með- al unglinga, hafi það ekki aukist að umfangi síðustu tvo áratugi," segja Þórólfur og Jón Gunnar. „Töl- ur um meiðsl frá slysa- deild Sjúkrahúss Reykja- 23% höfáu víkur benda til að ofbeldi •i UúlA í Reykjavík hafi ekki auk- verio Kyia ao ist á þessum tíma. Hins minnsta kostl vegar liggja ekki fyrir einu sinni. sambærilegar upplýsingar frá slysadeildum annars staðar á landinu. Ekki hefur hátt hlutfall nemenda beitt líkamlegu ofbeldi í tengslum við rán, u.þ.b. 23 piltar og átta stúlkur í 10. bekk. „Þetta er þó umhugsunarverður fjöldi, þar sem hér er aðeins um að ræða einn ár- gang unglinga sem eru 15 til 16 ára gamlir," segja Þórólfur og Jón Gunnar. Galdurinn við snjóbrettin ALLT er í heiminum hverfult. Jafn- vel skíðabrekkurnar heita ekki lengur skíðabrekkur. Þessu komst blaðamaður að er hann dustaði ryk- ið af gömlu skíðunum sínum ný- lega. Þegar upp í brekkuna var komið tók hann nefnilega eftir því að unga fólkið var hætt að renna sér á skíðum. Það renndi sér þó ekki á rassinum, nema sumir, held- ur fór fimlega niður brekkuna á snjóbrettum. Þótt blaðamaður hafi aldrei talist nýjungagjarn, raunar alltaf verið svartasta íhald, var þetta eitthvað sem hann einfaldlega varð að prófa. Eftir að hafa leitað á náðir eig- enda Týnda hlekksins, snjóbretta- búðar í miðbænum, fékk blaðamað- ur tilheyrandi útbúnað og byijenda- kennslu í ofanálag. Hann komst svo að raun um að hægt er að vera bæði „venjulegur" og „Gúffi“ þegar maður velur sér bretti. Þeir sem eru venjulegir renna sér niður brekk- umar með vinstri fótinn framar á brettinu, en Gúffarnir eru með hægri fótinn á undan sér. Þannig kom það til að blaðamaður var kall- aður Gúffi í fyrsta skipti á ævinni. Tröllskessa frá útlöndum Á leiðinni upp í Skálafell ræddi blaðamaður við ungan dreng, Haf- liða Pétursson, sem hafði aldrei áður farið á snjóbretti. Hann var samt borubrattur og sagðist hafa lært á brettið af vini sínum í leikskó- lanum. Blaðamaður, sem ekki hafði fengið neina snjóbrettakennslu í leikskóla, sýndi þessu lítinn áhuga. Enda kveið hann svolítið fyrir. Hann hafði meiri áhuga á því sem dreng- urinn sagði næst. „Fannstu jarðskjálftann í morg- un?“ spurði Hafliði ábúðarfullur. „Já,“ svaraði blaðamaðurinn og undraðist alvörugefnina í svipnum. „Veistu af hveiju skjálftinn kom?“ hélt drengurinn áfram. „Nei,“ svar- aði blaðamaður hreinskilnislega. Hafliði hikaði ögn áður en hann trúði blaðamanni fyrir svo mikil- vægu leyndarmáli: „Skjálftinn varð vegna þess að tröllskessa var að koma frá útlöndum.“ Að svo mæltu kvaddi Hafliði blaðamann og lagði af stað upp fjallið með móður sinni. Hann virtist hvergi banginn, hvorki við snjóbretti né tröllskessur. Áttl fötum fjör að launa Rúnar Ómarsson og Aðalheiður Birgisdóttir tóku brosandi á móti blaðamanni í skíðaskálanum. Ákveðið var að hann færi þegar í fyrstu ferð alla leið upp með stóla- lyftunni og renndi sér niður á snjó- brettinu. Þá gæfist nægur tími til kennslu. Eina vandamálið var að vegna vankunnáttu gat blaðamaður ómögulega farið á snjóbrettinu í skíðalyftuna. Hann varð þess vegna að halda á því í fanginu og átti fótum sínum fjör að launa þegar hann hljóp úr lyftunni efst uppi í fjallinu. Það tókst slysalaust. Ófugt við ferðina niður. Galdurinn við það að renna sér á snjóbretti er sá að maður verður alltaf að láta þungann hvíla á þeirri hlið brettisins sem snýr að hlíðinni. Ef maður snýr baki í brekkuna AÐALHEIÐ- UR snýr bakl í brekkuna og lætur þung- ann hvila á hælunum. þarf þunginn að hvíla á hælun- um, en annars verður þunginn að hvíla á tánum. Þetta lærist manni fljótlega. Eftir nokkrar byltur eða svo. En björninn er ekki þar með unninn. Þótt hægt sé að renna sér nokkuð vand- ræðalaust í aðra hvora áttina með þessu móti er ómögu- legt að beygja og í því er mestur vandinn fólginn. Eins og blaðamaður komst fljótlega að raun um. Kollhnísar og höfuöstökk Til þess að halda valdi á brettinu í beygjum verður maður að halla sér fram á skíðið og skipta þunganum smám saman yfir á hinn helminginn á brettinu. Við það eykst hraðinn, oft með hrapallegum afleiðing- um. Blaðamaður kynnt- ist því þegar hann kút- veltist hvað eftir annað nið- ur hlíðina. Ósjaldan með höfuðið á undan sér. Aldrei biluðu samt festingamar á brettinu og aldrei slasaði hann sig. Enda virðist næst- um ógjörningur að slasa sig á snjóbretti. Hugdirfska blaðamanns jókst til muna er hann gerði sér grein fyrir þessu og eftir nokkra kollhnísa og höfuðstökk til viðbótar náði hann valdi á snjóbrettinu og gat rennt sér í löngum sveigum niður brekk- una. í þessu líka fína veðri. Alveg þangað til niður var komið þar sem Rúnar og Aðalheiður biðu með heitt og ijúkandi kakó sem er svo ómiss- andi í skíða ... snjóbrettaferðum. Svo var bara að leggja í hann aftur. ■ Pétur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.