Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1997 Frakkar standi saman JACQUES Chirac, for- seti Frakklands, sagði í gær að heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu, sem verður í Frakklandi á næsta ári, væri kær- komið tækifæri til að sýna ímynd þjóðarinnar og því væri mikið í húfi. Eins og greint var frá í blaðinu í gær þykir Frökkum almennt ekki mikið til keppninar koma samkvæmt könnun, sem gerð var á dögunum, en Chirac sagði að öll þjóðin yrði að líta á sig sem hluta franska liðsins. Frakkland væri tækni- vætt land og gæti sýnt í keppninni að það væri í fararbroddi. Allir yrðu að leggjast á eitt til að vel tækist til og nýta þyrfti tímann vel en að- eins ár væri til stefnu. FIFA varar við leikara- skap SEPP Blatter, fram- kvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambands- ins, FIFA, segir í nýjasta fréttablaði sambandsins að FIFA sé á móti því að stuðst sé við sjón- varps- eða myndbands- upptökur til að ákvarða brot í leikjum og sakaði leikmenn víðs vegar um heim að reyna í auknum mæli að plata dómara og hafa rangt við. Blatter segir í grein sinni að milljónir knatt- spymumanna taki at- vinnumennina sér til fyr- irmyndar og allir verði að gera sér grein fyrir að svindl líðist ekki í knattspyrnu. Þjálfarar verði að taka í taumana og árétta mikilvægi þess að leikmenn hafi rétt við. Dómarastarfið sé erfitt og ástæða sé til að hjálpa dómurum frek- ar en að gagnrýna þá. FÖSTUDAGUR 4. APRÍL HANDKNATTLEIKUR BLAÐ Hættir UEFA með Intertoto keppnina? GERHARD Aigner, aðalframkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) gaf í skyn á dögunum að sambandið hætti hugsanlega með Intertoto keppnina svokölluðu, getrauna- keppnina, sem UEFA hefur haldið síðastliðin sumur í samstaifi við get- rauííafyrirtæki. Ástæðan er lítiU áhugi „stóru“ knatt- spyrnuþjóðanna á keppninni. Aigner skrifar í nýlegt fréttabréf UEFA að hvað fjárhagshliðina snertir sé framtiðarsýnin ekki mjög björt. „Kynning á keppninni geldur fyrir fjarveru liða frá stóru samböndunum; mark- aður fyrir keppnina er mjög takmarkaður vegna fjarveru þeirra.“ Aigner segir ástandið ekki hafa batnað frá því keppnin var fyrst haldin og engin teikn séu á lofti um að breyt- ing verði þar á næstu árin. Englendingar, ítalir og Spánveijar eiga enga full- trúa I keppninni í sumar, þrátt fyrir að í boði séu þijú sæti í UEFA-keppninni næsta vetur. Félög frá þess- um þjóðum vilja gefa leik- mönnum sínum eins langt sumarfrí og mögulegt er, fyrir átök komandi keppnis- timabils. Keflvikingar voru fuUtrú- ar íslands í keppninni tvö siðustu árin og Leiftur frá Ólafsfírði tekur þátt í henni 1 sumar. Markamet á Selfossi Morgunblaðið/Golli GÚSTAF Bjarnason skorar hér eitt af 21 marki sínu gegn Kínveijum í gærkvöldi á Sel- fossi, er hann setti nýtt marka- met í ieik með landsliðinu. Gústaf bætti 31 á markamet Hermanns Skoraði 21 markgegn Kínverjum í heimabæ sínum, Selfossi GÚSTAF Bjarnason úr Haukum fór á kostum í gærkvöldi í heimabæ sínum, Selfossi, þar sem hann bætti 31 árs marka- met Hermanns Gunnarssonar í iandsleik - skoraði 21 mark gegn Kfnverjum ísigurleik, 31:22. Her- mann setti gamla metið í New Jersey 17. maí 1966, er hann skoraði 17 mörk í sigurleik gegn Bandaríkjunum, 41:19. Gústaf gerði fjögur fyrstu mörk íslands á Selfossi í gær og hafði gert níu þegar blásið var til leikhlés, í aðeins ellefu skottilraunum. Hann jafnaði met Hermanns með 17. marki sínu og 26. marki íslands þegar níu mínútur voru eftir; var fyrstur fram völlinn í hraðaupphlaupi, fékk góða sendingu frá Patreki Jóhannessyni, greip knöttinn með báðum höndum og henti þannig yfir markvörðinn, sem kom á móti honum út fyrir víta- teiginn. Næsta mark gerði Gústaf einnig eftir hraðaupphlaup og aftur var það Patrekur sem sendi á hann - átti glæsilega og hnitmiðaða sendingu fram eftir að Reynir Reynisson varði langskot, Gústaf greip knöttinn ör- ugglega, stökk inn í teiginn og sneri sér í heilan hring í loftinu áður en hann skoraði. Óvenjulegt og glæsilegt mark og skemmtilegt að bæta metið með þessum hætti. Vert er að geta að 18. markið gerði Gústaf úr 20. skoti sínu, sem er 90% nýting. Gústaf gerði 19. mark sitt af víta- línunni eftir að brotið var á Róbert Sighvatssyni. Markvörður Kínveija sá við Gústaf í tvígang áður en hann gerði 20. mark sitt; varði í bæði skipt- in frá honum í dauðafæri. Patrekur var enn viðriðinn 20. mark Gústafs, kastaði knettinum fram á Selfyssing- inn sem skoraði eftir enn eitt hraða- upphlaupið og 21. markið gerði Gú- staf svo af línunni eftir glæsilega sendingu Dags Sigurðssonar. Þess má geta að Gústaf átti síð- asta skot leiksins, þegar fjórar sek- úndur voru eftir, frá punktalínu en knötturinn fór yfir markið. Hefði Gústaf skorað þá hefði hann gert jafnmörg mörk í leiknum og Kínver- jamir gerðu samanlagt. Gústaf gerði 10 mörk eftir hrað- aupphlaup, 6 úr homi, 3 af línu og aðeins 2 úr vítakasti. KÖRFUKIUATTLEIKUR: KEFLVÍKINGAR FÖGNUÐU SIGRI í GRINDAVÍK / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.