Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA Mikil illindi íundankeppni HM í Suður-Ameríku Allsherj- aráflog Reuter FAUSTINO Asprilla í fylgd lögreglu í Paraguay. Argentínskir íþróttafréttamenn voru allt annað en ánægðir með knattspyrnulandslið sitt er það mætti Bólivíu í undankeppni HM í fyrrinótt. „Argentína lék illa og lög- reglan lék af hörku" var fyrirsögn Clarin, sem er mest selda blaðið í hinum spænskumælandi heimi. Leik- ur þjóðanna var í Bólivíu og kenna íþróttafréttamenn í Argentínu heimamönnum að mestu um hvernig leikurinn þróaðist, en hann var bæði grófur og leiðinlegur. Blaðið segir að ráðist hafi verið á sjúkraþjálfara Argentínu að ástæðulausu, einn að- stoðarmanna Bólivíu hafi lamið Julio Cruz, sem varð að fara af velli, og Carlos Roja hafí misst meðvitund vegna gassins sem lögreglan notaði. „En þetta afsakar ekki slaka frammistöðu leikmanna Argentínu," bætir blaðið við og bendir á að sál leikmanna hljóti að vera sár eftir auk þess sem möguleikar liðsins á að komast í úrslitakeppnina í Frakk- landi hafi minnkað. Annað blað, La. Nacion, segir að Argentínumenn hafi byrjað að leika mjög gróft þegar þeim varð ljóst að þeir væru að tapa þrátt fyrir þriggja vikna æfingabúðir í þunnu lofti til að venjast aðstæðum. Bólivíumenn hafi hins vegar svarað fáránlegum leik gestanna í sömu mynt og þann- ig hafði hlutirnir stigmagnast. Tveir leikmenn Argentínu voru sendir af leikvelli áður en illindin hófust fyrir alvöru. Allt varð vitlaust þegar Gustavo Zapata frá Argentínu neitaði að yfirgefa völlinn þrátt fyr- ir að dómarinn sýndi honum rauða spjaldið. í látunum skallaði meðal annars Ignacio Gonzalez, markvörð- ur Argentínu, einn leikmanna Bóliv- íu viljandi og komst upp með það. Leikurinn hófst á ný en þegar stutt var til leiksloka sauð upp úr á ný. Cruz var að ná í boltann til að taka innkast þegar Javier Avila, einn að- stoðarmanna bólivíska liðsins, lamdi hann það fast að hann rotaðist. Leik- menn beggja liða lentu nú allsherjar áflogum og lögreglan reyndi að stilla til friðar, en þótti heldur hliðholl heimamönnum við þá iðju. „Þeir unnu okkur bæði í knatt- spyrnu og hnefaleikum," er haft eft- ir einum stuðningsmanni Argentínu, en Maradona sagði í útvarpsþætti þar í landi að það hafi ekki nokkur maður heyrt um frægan boxara frá Bólivíu. „Þetta eru allt saman hug- leysingjar," sagði Maradona. Sjá má á myndbandi að Argentínu- menn, sem fengu háttvísiverðlaunin á Ólympíuleikunum fyrir drengilegan leik, eru teknir til við fyrri iðju. Þeir létu sig detta í tíma og ótíma til að reyna að fá aukaspyrnu og mótherja sína af leikvelli án nokkurs tilefnis. Þjálfari liðsins, Daniel Passarella, TVEIR lögregluþjónar fylgja aðstoðarmönnum argent- ínska landsllðslns af lelk- velli, er þelr voru að að- stoða varamarkvörð Arg- entínu, Basseda, af velll. rauk út af blaðamannafundi daginn fyrir leik vegna spurninga bólivísks blaðamanns og sögðu sum blöðin í Argentínu að í þessum leik hafi þar- lendir knattspyrnumenn snúið til „gömlu góðu" daganna þegar leika- raskapur og gróf knattspyrna var aðal landsliðsins. Asprilla og Chilavert rekniraf velli Það var líka heitt í kolunum þeg- ar Paraguay og Kólombía mættust, en þeim leik lauk með 2:1 sigri Paraguay. Það var á 81. mlnútu að Jose Luis Chilavert, markvörður Paraguay, og Faustino Asprilla, sóknarmaður Kólombíu, voru báðir reknir af leikvelli, en þeim lenti sam- an eftir að sá fyrrnefndi hafði brotið á þeim síðarnefnda. Áflog brutust út og tóku flestir leikmenn liðanna þátt í þeim. Eftir að lögreglan hafði skakkað leikinn jöfnuðu Kólombíumenn úr vítaspyrn- unni sem dæmd var þegar brotið var á Asprilla. Eftir stimpingarnar var Victor Aristizabal, sóknarmaður Kólombíu, rekinn af leikvelli og ein- um fleiri tókst heimamaönnum að setja annað mark og sigra 2:1. Reuter Seedorf skotspónn Ákvað sjálfur að taka vítaspyrnu fyrir Holland - skaut enn á nýyfir mark Hollenski landsliðsmaðurinn Clarence Seedorf, sem leikur með Real Madrid, hefur verið skot- spónn hollenskra blaða eftir að Hol- lendingar töpuðu fyrir Tyrkjum í undankeppni HM á miðvikudag í Tyrklandi. Seedorf, sem varð 21 árs á þriðjudaginn, tók vítaspyrnu sem hann átti ekki að taka rétt fyrir leikslok og endurtók leikinn frá því i Evrópukeppni landsliða í Eng- landi, spyrnti yfír mark Tyrkja eins og hann gerði gegn Frökkum í víta- spyrnukeppni í EM. Báðar spyrn- urnar urðu til þess, að Hollendingar töpuðu. Það var vitað að tveir leikmenn hollenska liðsins væru þeir sem áttu að taka vítaspyrnur - Wim Jonk hjá Eindhoven er vítaskytta Hol- lands og sá sem kemur á eftir hon- um er Frank de Boer. Þegar vítaspyrnan var dæmd rétt fyrir leikslok, var Jonk ekki tilbúinn að taka vítaspyrnuna, en Seedorf gekk að knettinum og tók spyrnuna. „Það er ljóst að mínir menn áttu ekki að láta Clarence taka spyrnuna. Hann var ekki rétti maðurinn, þó svo að hann hafí sagt að hann væri tilbúinn að taka spyrnuna," sagði Guus Hiddink, þjálfari Hollands. Seedorf sagðist ekki hafa vitað að það hefði verið búið að ákveða fyrirfram hver ætti að taka vítaspyrnu. „Ég ber ábyrgð á þessu - ég tók knöttinn og spyrnti." FOLK ¦ JOHANN Cruyff, fyrrum þjálf- ari Barcelona, er ekki tilbúinn að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Celtic, eins og forráðamenn skoska liðsins vonuðu. ¦ MAN. Utd. sendi einkaflugvél til Makedóníu eftir Roy Keane og Dennis Irwin. Þeir fóru til Eng- lands strax eftir leikinn - flugferð- in kostaði United 3,7 millj. ísl. kr. Aðrir leikmenn írska liðsins voru eftir, allir hefðu þeir viljað vera í sporum félaga sinna - að losna við að vera kvöldstund í. Skopje. ¦ NÍU leikmenn landsliðs Alban- íu, sem skipað er leikmönnum undir 21 árs aldri, mættu ekki þegar landsliðshópur Albaníu hélt frá Spáni á miðvikudagskvöldið. „Það er ljóst að þeir ætla að biðja um hæli sem pólitískir flóttamenn," sagði þjálfarinn Suleiman Mema. ¦ MEMA sagði að tveir aðrir leik- menn liðsins hefðu horfíð á braut áður, sögðust vera á leiðinni til Frankfurt f Þýskaiandi. ¦ DANSKI landsliðsmaðurinn Dan Petersen, sem leikur með Mónakó, sagði í gær að hann myndi fara með Enzo Scifo til Anderlecht eftir keppnistímabilið. ¦ PETERSEN, sem kom til Món- akó frá Ajax 1994, sagði að hann væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við belgíska liðið, eins og Scifo hafi gert fyrir fjórum vik- um. Petersen, sem er 26 ára, hefur lítið leikið með Mónakó síðan hann meiddist fyrir tveimur árum, en hann skoraði fimmtán mörk fyrir liðið fyrsta árið sem hann lék með því. ¦ DEMETRIO Albertini, miðvall- arleikmaður AC Milan, leikur ekki með liðinu næstu tíu dagana. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna verkja í eista, verður að vera þar í tvo daga og síðan í hvíld frá knatt- spyrnu í sjö til tíu daga. ¦ JÚRGEN Klinsmann, fyrirliði landsliðs Þýskalands og leikmaður með Bayern MUnchen, segist vera óhræddur um að finna ekki nýtt lið til að leika með. ¦ KLINSMANN er ekki ánægður hjá Bayern og hefur tilkynnt að hann ætli ekki að leika með Bayern eftir þetta keppnistímabil. ¦ ÞESSI snjalli sóknarleikmaður hefur verið orðaður við Real Madrid, en vitað er að hann hefur lengi langað til að leika á Spáni - ætti það eftir, eftir að hafa leikið á ítalíu, í Frakklandi og Englandi. „Real er eitt af frægustu liðum Evrópu. Ég hef ekki rætt við neinn hjá liðinu," sagði Klinsmann í gær. ¦ EVERTON vill fá hann til sín þrátt fyrir að Klinsmann vilji vera búsettur f London. Everton er til- búið að taka þyrlu á leigu til að sækja hann á æfingar og fara með hann aftur til London á hverjum degi. ¦ CRAIG Brown, landsliðsþjálfari Skotlands, segist vera búinn að finna framtíðarsóknardúett Skota, til að taka við hlutverki þeirra Ally McCoists og Mauríce Johnstons. ¦ ÞAÐ eru þeir Kevin Gallacher, sóknarleikmaður Blackburn, sem skoraði bæði mörk Skota gegn Austurríkismönnum, 2:0, og Darren Jackson. „Þeir eru báðir mjög fljótir og kappsfullir. Ef þeir sjá grasflöt, vilja þeir ólmir fá knött og hefja leik," sagði Brown. ¦ BArElöVAfítacAeiifermeðsitt sterkasta lið til Hamborgar á morgun. Landsliðsmennirnir Thom- as Strunz og Mehmet Scholl eru klárir í slaginn. Margir varnarleik- menn Hamburger eru meiddir. ¦ BRASILÍSKI markahrókurinn Giovane Elber getur ekki leikið með Stuttgart í Freiburg, þar sem hann er í leikbanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.