Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐJÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 C 3 HANDKNATTLEIKUR KÖRFUKNATTLEIKUR Handknattleikur Haukar - Stjarnan 28:22 íþróttahúsið við Strandgötu, íslandsmótið í handknattleik - 2. úrslitaleikur, fimmtudag- inn 3. apríl 1997. Gangur leiksins: 0:2, 3:4, 5:7, 9:7, 11:8, 11:9, 12:10, 13:11, 13:14, 15:14, 17:15, 17:17, 19:19, 25:19, 26:22, 28:22. Mörk Hauka: Andrea Atladóttir 7, Thelma Árnadóttir 6, Auður Hermannsdóttir 4, Hulda Bjamadóttir 4, Judit Esztergal 3, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Harpa Melsteð 1. Varin skot: Vigdis Sigurðardóttir 14/1 (þar af sjö til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephen- sen 14/4, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Björg Gilsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 1, Nína K. Bjömsdóttir 1, Rut Steinsen 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 10 (þar af fimm til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson vom mjög góðir. Áhorfendur: Um 330. Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Boston - Cleveland.......... 87: 96 Phiadelphia - Toronto....... 90:112 Charlotte - Atlanta......... 95: 84 Minnesota - New Jersey...... 94: 89 San Antonio - Detroit....... 92: 99 Utha - Sacramenot...........118: 87 Phoenix - Houston...........109: 96 LA lakers - Denver..........110: 85 • Grant Hill náði sinni tuttugustu þrennu, níundu ( vetur fyrir Detroit Piston. Hann skoraði 31 stig, tók ellefu fráköst og átti tfu stoðsendingar. • Eddie Jones skoraði 27 stig fyrir LA Lakers, sem lék án marga leikmanna, sem em meiddir, eins og Travis Knight, Elden Campbell og Shaquille O’Neal. • Karl Malone og Bryon Russell léku aðal- hlutverkið hjá Utah Jazz, sem var með 39 stiga forskot á Sacramento í leikhléi, 67:28. Malone skoraði 23 stig, Russell 19. • Kevin Johnson skoraði 30 stig og átti tólf stoðsendingar fyrir Phoenix Suns. • Hakeem Olajuwon skoraði 33 fyrir Hous- ton og Clyde Drexler 20. Knattspyrna Reykjavíkurmótið KR-Valur.........................2:1 Þórhallur Dan Jóhannesson, Þorsteinn Jóns- son - Guðmundur Brynjólfsson. Deildarbikarkeppnin Breiðablik - Ægir................5:1 Kjartan Einarsson 2, Sævar Pétursson, Bjarki Pétursson, ívar Siguijónsson - Björgvin Stefánsson. Stjarnan - Afturelding......... 7:1 Valdimar Kristófersson 3, Ragnar Ámason 2, Helgi Björgvinsson, Gauti Laxdal - Ág- úst Guðmundsson. Spánn Bikarkeppnin, undanúrslit: Vigo: Celta Vigo - Real Betis..........1:1 • Betis vann samtals 2:1. Liðið er komið í bikarúrslit (fyrsta skipti í 20 ár. Fyrirliðinn Alexis Trujillo skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok. Barcelona - Las Palmas...........3:0 Oscar Garica, Luis Enrique Martinez og Fernando Couto settu mörkin. • Barcelona vann samtals 7:0. Úrslitaleikurinn fer fram ( Madrid 28. júní. HM í Suður-Amerrku Lima, Perú: Perú-Ecuador.....................1:1 Palacios (61.) - Aguinaga (80. - vitasp.). 45.000. Asuncino, Paraguay: Paraguay - Kólumbia.................2:1 Carlos Gamarra (6.), Derlis Soto (88.) - Maurico Sema (87. - vítasp.). 40.000. Uruguay - Venezuela................3:1 Staðan: Paraguay..............9 6 2 1 12: 5 20 Kólumbía..............9 5 2 2 ló: 8 17 Bolivía...............9 3 4 2 14: 9 13 Ecuador...............9 4 1 4 13:10 13 Argentína.............9 3 4 2 12: 9 13 Uruguay...............9 4 1 4 9:11 13 Pem ..................9 2 4 3 10:12 10 Chile.................8 2 3 3 11:12 9 Venezuela.............9 0 1 8 6:26 1 • Fjögur efstu liðin komast í HM í Frakk- landi. Vináttulandsleikur Brasilía - Chile....................4:0 Ronaldo 2 (8., 58. - vítasp.), Romario 2 (40., 61.). Ikvöld Blak 2. úrslitaleikur karla: Nesk.staður: Þróttur - Þróttur R.. „19.30 2. úrslitaleikur kvenna: Víkin: Víkingur-ÍS 20 Knattspyrna Deildarbikarinn: Ásvellir: Fylkir - Þróttur R 20 | Leiknisvöllur: Leiftur - Fram ..20.30 | FELAGSLIF Herrakvöld Ökkla Ungmennafélagið Ökkli heldur herrakvöld sitt í Kiwanishúsinu Engjateig 11 í kvöld kl. 19.30. Ræðumaður kvöldsins er Stein- grímur J. Sigfússon. Selfyssingurinn með 21 mark á heimavelli Gústaf var engum líkur GÚSTAF Bjarnason fór sannarlega á kostum þegar ísland vann Kína, 31:22, í vináttulandsleik í handknattleik á Selfossi í gær- kvöldi. Selfyssingurinn og fyrirliði bikarmeistara Hauka í Hafnar- firði var óstöðvandi í sókninni og þegar yfir lauk hafði pilturinn gert 21 mark á margvíslegan hátt. „Hann hefur þetta örugglega úr múrverkinu," heyrðist sagt í hléi en þá hafði þessi snjalli og fjölhæfi leikmaður gert níu mörk úr 11 tilraunum. Vel studdur af samherjum sínum sem vissu af metinu -17 mörk - bætti hann um betur í seinni hálfleik og var óspart fagnað af dyggum stuðn- ingsmönnum sem fylltu íþróttahúsið auk þess sem félagarnir báru hann um gólfið í gullstóli að leik loknum. Ekki leiðinlegt í fyrsta landsleik sínum íheimabænum. SÓKNAR- NÝTING Vináttulandsleikur á Selfossi fimmtudaginn 3. april 1997 ISLAND Mörk Sóknir % JW * Mörk Sóknir % 16 29 55 F.h 10 30 33 15 29 52 S.h 12 28 43 31 58 53 Alls 22 58 38 4 Langskot 9 1 Gegnumbrot 2 13 Hraðaupphlaup 5 7 Horn 0 3 Lína 3 J 3 Víti 3 ísland - Kína 31:22 Iþróttahúsið á Selfossi, vináttulandsleikur í handknattleik, fimmtudaginn 3. apríl 1997. Steinþór Guðbjartsson skrifar Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari sagði við Morgunblaðið fyrir leik að hann ætlaði að láta Gústaf byrja í hominu og leysa upp í sókninni í þeim tilgangi að koma róti á vörn mótheijanna auk þess sem hugmyndin væri að leika ákveðna 6-0 vöm í byijun. Þessi atriði gengu upp. „Við slógum þá út af laginu með þessu,“ sagði Þor- björn við Morgunblaðið eftir leik og það vom orð að sönnu. Vörnin var þétt, Guðmundur varði vel og Kín- veijar skoruðu hvorki úr horni né af línu í hálfleiknum. í sókninni gaf Gústaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum íslands og fimm af fyrstu sex. Sóknarnýting liðsins var 55% og öruggur sigur blasti við í hléi en þá var staðan 16:10. Þorbjörn breytti varnarleiknum í byijun seinni hálfleiks, lét liðið spila 3-3 vörn en hún gekk engan veginn upp. í fyrsta lagi meiddist fyrirlið- inn, Geir Sveinsson, á vinstri öxl undir lok fyrri hálfleiks og lék ekki meira en hann hafði verið geysilega sterkur í vörninni. í öðm lagi hent- aði þessi aðferð ekki liðinu og í þriðja lagi ríkti visst einbeitingarleysi um stund, sjálfsagt vegna ömggrar for- ystu. En eftir að breytt var í fyrra horf fóru hjólin að snúast rétt. Fljót- lega snerist leikur strákanna fyrst og fremst um markametið í lands- leik og var gaman að sjá samtaka- mátt liðsins í því efni - allir tóku þátt í því að Gústaf næði settu marki með Patrek og Dag þar fremsta í flokki með frábærum sendingum. Reynir Reynisson lék í marki í seinni hálfleik og stóð sig vel. Sama er almennt að segja um varnarleik- inn en á stundum flýttu menn sér um of í sókninni. Þá var áberandi hvað Jóni Frey og Valgarð gekk illa að koma boltanum fram hjá mark- vörðum Kínvetja úr hægra horninu. Gunnar Berg Viktorsson var í byijunarliðinu í fyrsta sinn og skor- aði úr báðum skotum sínum. Kínveijarnir eru ekki í fremstu röð en þeir sýndu skemmtilega takta í byijun seinni hálfleiks og réðu ís- lendingar ekkert við línumanninn Liu Dedong auk þess sem Wang Xindong gerði skemmtileg mörk. ísland á ámóta mótheija fyrir hönd- um í HM í Japan og því var þetta góð æfing fyrir komandi átök en Ijóst er að þar komast menn ekki upp með einbeitingarleysi, þó í skamma stund sé. Það lærðu menn m.a. af þessum tveimur leikjum við Kín- veija. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:2, 6:2, 6:3, 9:3, 15:6, 16:7, 16:10, 16:11, 18:11, 21:14, 21:17, 22:19, 25:19, 26:21, 30:21, 31:22. Mörk Íslands: Gústaf Bjarnason 21/2, Patrekur Jóhannesson 4, Gunnar Berg Vikt- orsson 2/1, Júlíus Jónasson 1, Geir Sveins- son 1, Jón Freyr Egilsson 1, Róbert Sig- hvatsson 1, Dagur Sigurðsson, Konráð Olavson, Valgarð Thoroddsen, Rúnar Sig- tryggsson, Ólafur Stefánsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12 (þar af 5 til mótheija), Reynir Reynisson 9/1 (þar af 4 til mótheq'a). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Kína: Wang Xindong 7, Zhang Jingmin 4/3, Song Gang 3, Liu Dedong 3, Guo Weidong 2, Yan Tao 2, Mo Zhujian 1. Varin skot: He Jun 13 (þar af 6 til mót- heija), Wang Bin 3. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Áhorfendur: Um 700. Gleymi þessu aldrei HVÍLÍKUR maður, hvílík mörk. Gústaf Bjarnason var ótrúlegur í gærkvöldi, að gera 21 mark í 27 tilraunum í landsleik er frábært. Reyndar gerði hann aðeins tvö mörk úr síðustu sex tilraunum sín- um en ástæðan var sú að maðurinn var gersamlega búinn. Svo uppgef- inn að eftir leik bað hann dygga, unga stuðningsmenn, sem vildu fá eiginhandaráritun, að bíða þar til hann væri búinn að fara í sturtu því hann gæti bara ekki skrifað nafnið sitt. „Ég er aiveg búinn,“ sagði hann þá við Morgunblaðið og rifjaði upp að tvisvar hefði hann verið nálægt 20 mörkum í leik. „Ég gerði 15 mörk á móti FH þegar Selfoss lék í fyrsta sinn í 1. deild en áður hafði ég gert 18 mörk í 2. deild i litlum sal í Njarðvík. En ég hef aldrei verið nálægt þessu í landsleik.“ Gústaf sagðist oft hafa byijað vel í leik, verið kominn með fimm eða sjö mörk snemma en síðan lít- ið bætt við. „Þetta er auðvitað al- veg einstakt en strákarnir mötuðu mig og það er þeim að þakka að ég sló metið. Við vissum af því og í seinni hálfleik ýjaði Patti að því að slá það. Allir voru meðvitaðir um hvað _var í húfi og gáfu óspart á mig. Ánægjulegt var að setja þetta met og ég gleymi þessu aldr- ei enda á ég örugglega eftir að geyma Moggann og rifja þetta upp í ellinni en leiðinlegast var að taka metið af Hemma. Hann er skemmtilegur karakter og ég bið hann afsökunar." Landsliðsþjálfarinn var ánægður með að metið féll og vann að því. „Ég vildi slá metið því mér fínnst það eiga heima í nútíð en ekki þátíð,“ sagði Þorbjörn. Stjarnan auðveld bráð Stefán Stefánsson skrifar Andrúmsloftið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði var þrungið spennu þegar Haukar tóku á móti Stjömunni í öðrum úrslitaleik Is- landsmóts kvenna. Leikurinn var lengst af spennandi en á lokasprettinum sprungu Garðbæing- ar á limminu og urðu Hafnfirðingum auðveld bráð, 28:22. Stjörnustúlkur voru sprækari í byijun og skoruðu úr fyrstu fjórum sóknum sínum. Þá tóku Haukar vörnina fastari tökum og hófu að saxa á forskotið en gestirnir náðu að halda því fram í miðjan fyrri hálfleik, 7:5. Seigla og góður varnar- leikur Haukaliðsins skilaði þá ár- angri og næstu fimmtán mín. skor- aði það sex mörk á móti tveimur og staðan í leikhléi var 11:9. Svipað var upp á teningnum eftir hlé. Með ærinni fyrirhöfn tókst Stjörnustúlkum að ná yfirhöndinni á ný, 13:14, en það tók sinn toll því Haukar slógu sem fyrr hvergi af, héldu stöðugri pressu á gestum sín- um og jöfnuðu 19:19 en þá gufaði baráttuandi Stjörnunnar upp og Haukar gerðu út um leikinn með sex mörkum í röð. Stjarnan klóraði í bakkann en úrslit voru ráðin og Hafnfirðingar geta tryggt sér ís- landsmeistaratitilinn í þriðja leik lið- anna í Garðabæ á morgun. Magnús Teitsson, þjálfari Hauka, var yfirvegaður eftir leikinn. „Þetta var alveg eins og ég vissi, liðin eru jöfn og úrslit ráðast á síðustu mínút- SOKNARNYTINB Annar leikur kvennaliðanna í úrslitum íslandsmótsins, leikinn i Hafnartiröi fimmtudaginn 3. apríl 1997. Haukar Mörk Sóknir % Stjarnan Mörk Sóknir % 11 22 50 F.h 9 21 43 17 28 61 S.h 13 28 46 28 50 56 Alls 22 49 45 11 Langskot 12 3 Gegnumbrot 1 5 Hraðaupphlaup 3 3 Horn 0 6 Lína 2 0 Viti 4 unum og næsti leikur verður alveg eins. Við tökum hvern leik fyrir sig eins og við höfum gert í vetur og stelpurnar gefa allt sitt í alla leiki því þær vita að uppskeran verður í samræmi við það,“ sagði hann. Jud- it Eszterga! réði ferðinni sem fyrr, Andrea Atladóttir var í miklum ham og Auður Hermannsdóttir, Hulda Bjarnadóttir og Harpa Melsteð stóðu fyrir sínu. Þá fór Hanna G. Stefáns- dóttir á kostum í lokin. Stjörnuliðið hafði einfaldlega ekki orku í heilan baráttuleik enda mót- spyrnan mikil. Það var ekki nóg að byija vel því þegar liðið slakaði á til að ná andanum var því refsað með nokkrum mörkum. Það virtist líka skorta á trú á sigur og aðeins Her- dís Sigurbergsdóttir og Ragnheiður Stephensen sýndu frumkvæði. „Við töpuðum á mistökum okkar, skutum óyfirvegað og þær skoruðu úr hrað- aupphlaupum. Auk þess sem það var mikið ráðaleysi á köflum en þá small allt saman hjá Haukaliðinu," sagði Ragnheiður eftir leikinn en hún gerði 14 mörk. „Við skulum ekki gleyma að við unnum tvo fyrstu leikina í úrslitunum í fyrra en þær þijá næstu svo að þetta er ekki búið.“ KNATTSPYRNA / BESTIR í ENGLANDI? ítalir sitja eftir með sárt ennið FRANSKA liðið Villeurbanne, Olimpija Ljubljana frá Slóveníu og Barcel- ona frá Spáni tryggðu sér í gærkvöldi sæti í fjögurra liða árslitum Evrópu- keppni meistaraliða í körfuknattleik. Áður hafði Olympiakos frá Grikk- landi tryggt sér rétt til þátttöku í keppni „hinna fjögurra fræknu“, sem fram fer í Rómaborg 22. til 24. apríl. Liðin sem komust áfram í gær sigruðu öU á útivelli: ViUeurbanne kom mjög á óvart með sigri, 62:57, á Efes Pilsen í Tyrklandi, Ljublana hafði betur gegn Stefanel Milan á Ítalíu, 77:61, og Barcelona gerði vonir annars ítalsks liðs um sæti í fjögurra Uða úrsUtunum að engu - bar sigurorð af Bologna, 87:62. ítalskir körfuboltasérfræðingar höfðu gert sér vonir um að tvö lið þeirra yrðu með í eldlínunni í Rómaborg en sú von varð að engu í gær. Ketlvíkingar meí) vænlega stöðu eftir annan sigur á Grindvíkingum öpum aldrei Morgunblaðið/Einar Falur Barátta undir körfunni PÉTUR Guðmundsson og Damon Johnson áttust oft vlð undlr körfunnl í gær og gekk Pétrl ágætlega framan af en Johnson hafðl þó vlnn- inglnn er upp var staölö. Beckham í báðum flokkum DAVID Beckham, enski landsliðsmaður- inn snjalli hjá meisturum Manchester United, er einn hinna sex útnefndu í kjöri leikmanna ensku deildarinnar á knatt- spyrnumanni ársins í Englandi - í báðum flokkum, en kjörið er tvískipt. Besti leikmaður keppnistímabilsins er valinn og einnig besti ungi leikmaðurinn. Beckham, sem verður 22 ára 2. maí næst- komandi, kom inn í lið Man. Utd. á síð- asta keppnistímabili og sló þá strax í gegn. Þess má geta að skv. reglum um kjörið getur sami leikmaður ekki hreppt báða titla. Stigahæstir í kjörinu, sem lýst verður eftir rúma viku, eru eftirtaldir, fyrst í fyrrnefnda flokknum: Beckham, Roy Ke- ane (einnig Manchester United), Alan Shearer (Newcastle), Steve McManaman (Liverpool), Gianfranco Zola (Chelsea) og Ian Wright (Arsenal). Um titilinn besti ungi leikmaðurinn beijast þessir: Beck- ham, Ole Gunnar Solskjær (einnig Man. Utd.), Patrick Vieira (Arsenal), Robbie Fowler (Liverpool) sem hlotið hefur þá nafnbót tvö síðustu ár, Emile Heskey (Leicester) og Chris Perry (Wimbledon) sem er eini varnarmaðurinn í þessum tólf leikmanna hópi. — röð „ÞETTA er ekki búið,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir frækinn 100:97 sigur Keflvíkinga á Grindvíkingum í öðrum úrslitaleik liðanna í úvalsdeildinni í körfuknattieik. Leikið var í Grindavík og eru Keflvíkingar komnir með mjög vænlega stöðu, hafa sigrað í tveimur leikjum, en það lið verður meistari sem fyrr sigrar í þremur leikum. Þjálfarinn hugsaði sig síðan um stundarkorn og bætti við: „Við töpum samt aldrei þremur leikjum í röð.“ Skúli Unnar Sveinsson skrifar Grindavíkingar gerðu eina breyt- ingu á venjulegu byijunarliði sínu. Pétur Guðmundsson kom inn fyrir Pál Axel Vil- bergsson og virtist það hafa góð áhrif því heimamenn komu mjög ákveðnir til leiks. Þeir voru minnugir fyrsta leiksins í Keflavík þar sem þeir voru varia með á nótunum, en nú var annað uppi á tengingum. Grindvík- ingar gerðu fyrstu tíu stigin og kom- ust í 14:4 þegar rúmar fimm míntút- ur voru liðnar og þá höfðu gestirnir aðeins skorað úr vítaköstum. Sigurður þjálfari tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Vörnin lag- aðist en heimamenn voru í miklum ham, hittu vel og léku góða vörn þannig að þeim tókst að halda mun- inum í rúmlega tíu stigum, allt þar til á lokamínútu fyrri hálfleiks. Stað- an var 48:36 en Keflvíkingar gerðu síðustu sjö stigin og sex þau fyrstu á innan við mínútu í síðari hálfleik og komust þar með yfir í fyrsta sinn, 48:49. Fals þáttur Harðarsonar Eftir þetta var allt í járnum um tíma en heimamenn náðu vænlegu forskoti, ef hægt er að tala um slíkt í körfuknattleik, þegar sex mínútur voru búnar af hálfleiknum, 69:58. Þá hófst þáttur Fals Harðarsonar hjá Keflvíkingum. Hann gerði ijórar þriggja stiga körfur á stuttum tíma og fór á kostum. Albert Óskarsson gerði tvær þriggja stiga og Damon Johnson eina og þessi skotsýning hélt gestunum gangandi því staðan var 92:91 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu í sókninni á lokakaflanum. Þeir höfðu hitt ágætlega en nú brá svo við að þeir misnotuðu hvert skotið af öðru og það nýttu Keflvíkingar sér, komust yfir og héldu eftir það boltanum eins lengi og hægt var. Leikurinn var nákvæmlega eins og körfuboltaleikir eiga að vera, mjög hraður, spennandi og lengstum jafn. Grindvíkingar voru klaufar að ná ekki sigri því síðustu sex mínútumar gera þeir aðeins tvö stig, ef undan er skil- in þriggja stiga karfa á lokasekúnd- unni, en gestimir gerðu 12 stig. Eins og í fyrsta leiknum var Her- man Myers bestur hjá Grindvíking- um. Hann fékk að leika nokkuð laus- um hala undir körfunni í síðari hálf- leik og nýtti sér það vel. Pétur lék vel, bæði í vörn og sókn, og Jón Kr. stjórnaði sóknarleiknum vel og átti margar stórglæsilegar sendingar. Unndór átti ágætan fyrri hálfleik og Helgi Jónas lék góða vörn gegn Fali í fyrri hálfleiknum en sá ekki til sólar í þeim síðari. Keflvíkingar voru ekki nægilega grimmir framan af leik, en í síðari hálfleiknum sýndu þeir hvers þeir eru megnugir og Grindvíkingar em ekki öfundsverðir að mæta þeim í þriðja leik annað kvöld. Það sýnir ef til vill best styrk liðsins að það var aðeins fímm stigum undir í leikhléi þrátt fyrir að Grindvíkingar væm að leika vei en Keflvíkingar fremur illa. Falur fór á kostum og greinilega að komast í mikinn ham. Johnson var sterkur svo og Albert Óskars- son, sem leikur mikið hlutverk í vörn liðsins. Guðjón var sterkur, Birgir Örn Birgisson lék vel þann tíma sem hann var inni á og Kristinn Friðriks- son lék vel í vörninni í síðari hálfleik. Morgunblaðið/Einar Falur Falur í ham FALUR Harðarson er í mlklum ham þessa dagana og hér þýtur hann í átt að körfu Grlndvíkinga. UMFG - Keflavík 97:100 íþróttahúsið í Grindavík, annar úrslitaleikur liðanna í úrslitum úrvaisdeildarinnar í körfuknattleik, fimmtudaginn 3. apríl 1997. Gangur leiksins: 10:0, 14:, 22:11, 28:15, 34:26, 43:31, 48:36, 48:43, 48:49, 57:56, 63:56, 69:58, 78:76, 84:76, 84:80, 92:88, 92:96, 94:100, 97:100. Stig Grindavíkur: Herman Myers 37, Pétur Guðmundsson 18, Helgi Jónas Guðfinnsson 15, Jón Kr. Gíslason 10, Unndór Sig- urðsson 9, Páll Axel Vilbergsson 5, Marel Guðlaugsson 3. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Falur HJarðarson 23, Guðjón Skúlason 18, Albert Óskarsson 12, Kristinn Friðriksson 8, Birgir Öm Birgisson 7, Gunnar Einarsson 5, Elentínus Mar- geirsson 2. Dómarar: Helgi Bragason og Jón Bender. Dæmdu mjög erfiðan leik af mikilli prýði. Áhorfendur: Ríflega 900. Urslitakeppnin körfuknattieik 1997 99 Annar leikur liðarma i úrslitunum, leikinn i Grindavik 3. april 1997 GRINDAVÍK KEFLAVÍK 97 Skoruð stig 100 14/16 Vitahittni 12/13 9/21 3jastigaskot 16/31 28/44 2ja stiga skot 20/51 27 Vamarfráköst 17 12 Sóknarfráköst 14 9 Boltanáð 13 21 Bolta tapað 13 27 Stoðsendingar 22 18 Villur 20 Vaidimar með þrennu á tveimur mín. VALDIMAR Kristófersson skoraði þrjú mörk á aðeins tveimur mfn. er Sljarnan vann Aftureidingu 7:1 í deildarbikar- keppninni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Hann skoraði tvö mörk á 58. mín. og eitt á 59. mín. remurí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.