Morgunblaðið - 08.04.1997, Page 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTLITSTEIKNING af fyrirhuguðum sumarhúsum I landi Urriðaár á Mýrum. Hönnuður er Páll Björgvinsson arkitekt. Húsin eru frá 45-60 ferm. og þeim fylgir gestahús,
ef vill, en þau eru seld sér. Verð húsanna eru á bilinu 4,2-5.4 millj. kr., fullbúin og komin á lóð, en húsin má einnig fá á mismunandi byggingarstigum. Innifalið í verðinu
er hönnunargjald, lóðarinntökugjald og leigugjald í eitt ár.
Tími sumarhúsanna framundan
Framboð er mikið og
markaðurinn hagstæð
ur fyrir kaupendur
Þegar nær dregur vorí, fer sumarhúsamark-
aðurinn af stað. Hann hefur þó tekið hægar
við sér en oft áður og það má sennilega kenna
köldu tíðarfari, Magnús Sigurðsson kynnti
sér markaðinn.
HJÁ Lögmönnum, Suðurlandi, er til sölu þetta glæsilega sumar-
hús í landi Úthlíðar í Biskupstungum. Það er 65 ferm. og á
einni hæð, með stórri verönd og heitum potti. Ásett verð er 7
millj. kr. Lóðin er leigulóð, um hálfur hektari og kjarri vaxin.
HJÁ Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu fallegt sumarhús við
Hæðarenda í Grímsnesi. Það er 69 ferm. og stendur á eignar-
lóð, sem er um einn hektari. Húsið er með góðri verönd. Asett
verð er 6 millj. kr. eða tilboð.
MEÐ hækkandi sól eykst
áhugi fólks á sumarhúsum.
En veðráttan hefur verið köld og
víða eru heimkeyrslur enn fullar af
snjó. Síðustu daga hefur þó mátt
fínna fyrir vaxandi áhuga fólks,
enda veturinn senn að baki. Fram-
boð á sumarhúsum er nú töiuvert
og verð á notuðum bústöðum hag-
stætt fyrir kaupendur.
Lang fjölmennasta sumarhúsa-
byggðin er í uppsveitum Árnes-
sýslu, en þar eru nú tæplega 3.000
bústaðir, þar af um 1.500 í Gríms-
neshreppi einum. Sumarhús í Kjós-
inni og Borgarfírði eru einnig eftir-
sótt. Þessi svæði eru í góðu öku-
færi frá höfuðborgarsvæðinu. Stað-
ir sem eru lengra í burtu eru ekki
jafn eftirsóttir. Með batnandi sam-
göngum fara fjarlægðir samt
minnkandi og um leið fá staðir, sem
áður þóttu ekki fýsilegir, meira
aðdráttarafl. Fólk á höfuðborgar-
svæðinu sækir því æ lengra í vest-
ur og austur.
Um 8.000 sumarhús er nú skráð
hjá Fasteignamati ríkisins og
sennilega eru þau enn fleiri í land-
inu öllu, því að sum þeirra eru
ekki skráð sem siík. Uppi á hálend-
inu eru mörg hundruð skálar og
við þetta bætast veiðihús, sumar-
hús við sveitabæi og uppgerð eyði-
býli, sem notuð eru sem sumarhús.
Þegar allt þetta er talið með, eru
sumarhús eða orlofshús í landinu
vart færri en 9.000.
Húsbréfalán fást ekki út á sum-
arhús og kaup og sala á þeim er
því frábrugðin því, þegar um íbúð-
arhúsnæði er að ræða. Að sjálf-
sögðu er þó hægt að nota húsbréf,
sem fólk á fyrir, sem gjaldmiðil í
slíkum viðskiptum líkt og önnur
verðbréf.
Greiðslukjör mismunandi
Við greiðslu kaupverðs er engin
ákveðin regla til, en algengt að
borga helming á árinu og afgang-
inn með veðskuldabréfí til einhvers
tíma. Alls konar eignaskipti eru líka
til og bílar jafnvel teknir upp í
kaupverðið. Eftir því sem sumar-
húsin eru nýrri og betri, koma að
sjálfsögðu betri tilboð í þau og
beztu húsin eru jafnvel greidd út
í hönd.
Góð og gróin lóð á eftirsóttum
stað skiptir auðvitað máli og stund-
um eru verðmætin fyrst og fremst
fólgin í henni. Eignin kann því að
seljast á góðu verði, þó að húsið
sé orðið gamalt og lítils virði. Þá
skiptir það líka máli, að ekki sé
langt í sundlaug og verzlun og
annað af því tagi.
Hestamenn sækjast eftir góðri
aðstöðu fyrir reiðhesta og fyrir
aðra skiptir vatn og veiðiskapur
miklu máli. Góðar gönguleiðir hafa
mikið aðdráttarafl fyrir marga og
ekki síður góðir golfvellir, en áhugi
á þeirri íþrótt fer vaxandi hér á
landi með hveiju árinu.
Lítið er um, að nýir bústaðir séu
keyptir á teikningum. Fólk vill helzt
fá þá tilbúna og komna á staðinn.
Algengt er, að húsin séu flutt tilbú-
in á viðkomandi lóð í heilu lagi eða
í hlutum og þar er því í reynd um
verksmiðjuframleidd hús að ræða.
Hitt er þó líka til, að einstaklingar
iáti byggja fyrir sig sumarhús á
lóðinni sjálfri, spýtu fyrir spýtu.
Þýðing sumarhúsa og orlofshúsa
fyrir sum sveitarfélög er mikil og
á sumum stöðum eins og Selfossi
er smíði sumarhúsa mikil atvinnu-
grein og snar þáttur í starfsemi
byggingarfyrirtækjanna. en bær-
inn liggur mjög vel við sumarhúsa-
byggðinni í Árnesýslu.
Fólk gerir ólíkt meiri kröfur til
sumarhúsa nú, enda eru þau ólíkt
betur úr garði gerð en áður. Af
þeim sökum er Iíka unnt er að
nýta þau miklu lengur á hveiju ári
en áður tíðkaðist. I flestum hinna
nýrri eru rafmagn og heitt vatn
sjálfsagðir hlutir. Þegar svo er
komið, er hægt að vera í þessum
húsum allt árið og varla réttnefni
lengur að kalla þau sumarhús. Þau
eru orðin heilsárshús og svo vel
útbúin, að þau mætti alveg eins
kalla vetrarvirki eins og sumarhús.
Og kröfurnar fara enn vaxandi.
Þannig má fastlega gera ráð fyrir
því, að innan tíðar verði kominn
sími í marga bústaði, sérstaklega
eftir að þráðlausir símar eru orðnir
jafn algengir og raun ber vitni.
Sama máli gegnir um tölvur og
alnetið. Allt á þetta eftir að hafa
áhrif á viðhorf fólks til sumarhús-
anna og sennilega verða þau notuð
enn meira en nú er gert.
Ný sumarhúsahverfi í
Árnessýslu
Að sögn Ólafs Björnssonar hjá
Lögmönnum, Suðurlandi, sem hafa
aðsetur á Selfossi, eru nýjustu sum-
arhúsahverfin í uppsveitum Árnes-
sýslu aðallega í Biskupstungum og
Hrunamannahreppi. Á eldri stöðum
eins og í Vaðnesi í Grímsnesi er
einnig búið að skipuleggja gott
sumarhúsahverfi.
— Á undanförnum fimm árum
hefur verið byggður gríðarlegur
ijöldi húsa í uppsveitunum og þau
eru nú farin að ganga kaupum og
sölum, segir Ólafur. — En það er
offramboð á sumarhúsalóðum á
þessu svæði og þær eru af ýmsum
stærðum og gerðum. Afleiðingin
er sú, að það eru fyrst og fremst
þær lóðir, þar sem boðið er upp á
heitt vatn, sem ganga út.
En það er alltaf hreyfíng á góð-
um sumarhúsum. í landi Úthlíðar
í Biskupstungum er Ólafur nú með
til sölu 65 ferm. glæsilegan bústað,
sem er á einni hæð og með stórri
verönd og heitum potti. í honum
eru þijú svefnherbergi, stofa, eld-
hús og bað. Ásett verð er 7 millj.
kr., en engin lán áhvílandi. — Ég
tel þetta mjög sanngjarnt verð fyr-
ir jafn gott hús, segir Ólafur. —
Lóðin er leigulóð til 25 ára. og er
hún hálfur hektari, kjarri vaxin og
mjög falleg.
Stutt er í alla þjónustu svo sem
sundlaug, þjónustumiðstöð, veit-
ingastað og á golfvöll. Húsið er árs
gamalt og í mjög góðu ástandi.
Bústaðir af þessu tagi staldra yfír-
Ieitt ekki lengi í sölu, en kaupendur
eru einkum starfsmannafélög, fyr-
irtæki og svo stórar fjölskyldur, sem
þá standa saman að kaupunum.
Bústaðurinn stendur á mjög vin-
sælu og eftirsóttu sumarhúsasvæði
miðja vegu milli Laugarvatns og
Geysis, en þar hefur risið talsverð
sumarhúsabyggð á undanförnum
tíu árum og komið hefur verið upp
góðri þjónustu við sumarhúsaeig-
endur og ferðamenn.
Að sögn Ólafs hefur verð á sum-
arhúsum heldur lækkað á undan-
förnum tveimur árum vegna aukins
framboðs. — Verð á góðum húsum
er þó ekki undir 4-5 millj. kr., seg-
ir hann. — En það er til mikið af
húsum, sem fuilnægja ekki nútíma
kröfum um að húsin séu heils árs
hús og þau eru þar af leiðandi ódýr-
ari. Oft er borgað 60-70% af kaup-
verðinu á árinu en afgangurinn
lánaður til einhvers tíma. Stað-
greiðsla á öllu kaupverðinu er hins
vegar algeng og hefur þá að sjálf-
sögðu áhrif til lækkunar á verði.
Ársleiga fyrir venjulega lóð er
gjaman miðuð við 3-4 lambsverð.
og er þá um 30.000 kr. Þar að
auki þarf að borga fyrir viðhald og
heitt og kalt vatn, þar sem það er.
snjómokstur og viðhald á vegum.
Algengt er því, að heildarkostnaður
á lóð sé 70.000-80.000 kr. á ári.
Yfir 80 sumarhús á söluskrá
Að sögn Magnúsar Leópoldsson-
ar hjá Fasteignamiðstöðinni, sem
er með um rúmlega 80 sumarhús
á söluskrá, er áhugi fólks á þeim
nú að vakna svo að um munar.
Ásóknin er mest í hús á Suður-
landi, Borgarfirði og Snæfellsnesi.
— Það er þó ekki mikið framboð á
Snæfellsnesi, en alltaf til staðar
viss áhugi á sumarhúsum þar, sagði
Magnús.
Sumir hafa áhuga á að kaupa
jarðir, sem eru ekki í ábúð. Þá
standa oft fleiri en ein fjölskylda
að baki kaupunum. Yfirleitt eru
nýtt þau hús, sem fyrir eru og
kannski önnur byggð til viðbótar.
Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú
til sölu fallegt sumarhús við
Hæðarenda í Grímsnesi. Það er 69
ferm. og stendur á eignarlandi. —
Þetta hús ber heitið Hrauntún og
er óvenju vandað, sagði Magnús.
Það er panelklætt að utan sem
innan og skiptist í stofu, eldhús,
þijú svefnherbergi og baðherbergi
ásamt fullfrágengnu svefnlofti með
vönduðum stiga upp. Húsið er með
góðri verönd og lóðin, sem er um
einn hektari, er mjög skemmtileg
með góðum grasflötum og fallegum
lautum. Ásett verð er 6 millj. kr.
eða tilboð.
Ég spái því, að sumarhúsamark-
aðurinn í ár verði keimlíkur því,
sem var í fyrra, sagði Magnús enn-
fremur. — Það er mikið framboð á
notuðum bústöðum og ekki vafa-
mál, að það er hagstæðara að
kaupa þau, frekar en að fá lóð og
byggja nýtt hús.
— Margir hafa miklar taugar
til sumarhússins síns og eru tregir
til að láta það af hendi, sagði Magn-
ús Leópoldsson að lokum. — Samt
er það svo, að sumarhúsin eru oft
það fyrsta sem fólk selur, ef breyt-
ingar verða á högum þess.
Sumarhúsalóðir á Mýrum
Með Hvalfjarðargöngunum
styttist leiðin vestur á land um 40
km. Þetta á vafalaust eftir að efla
sumarhúsabyggðina í Borgarfirði
til muna. I landi Urriðaár við
Brókarvatn á Mýrum, i 14 km.
fjarlægð frá Borgarnesi, er áform-
að að koma upp ferðamiðstöð. Hún
verður eins konar þorp, sem skipt-
ist í 7 orlofshús og 25 svefnskála
ásamt hestaleigu og tjaldstæði. Á
svæðinu verður ennfremur 51
leigulóð fyrir almenning undir
sumarhús. Hver lóð er um 2500
ferm.
Þarna eru að verki hjónin Guð-
rún Sigurðardóttir og Sigurbjörn
Garðarsson, húsasmiður og bóndi
á Leirulæk, en ferðamiðstöðinni
hefur verið gefið nafnið Mýrasól.
Hönnuður skipulagsins og ferða-
miðstöðvarinnar er Páll Björgvins-
son arkitekt. Þetta svæði hefur
mikla kosti. Þarna eru klettaborg-
ir og kjarr frá náttúrunnar hendi
og mjög skjólsælt. Samanlagt er
allt skipulagssvæðið um 14 hekt-
arar
Svæðið ætti að hafa mikið að-
dráttarafl fyrir hestamenn, en
þarna er m. a. stutt í skemmtilegar
fjörur, bæði fyrir hestamenn og
aðra, en Sigurbjörn hyggst taka
að sér hesta í hagagöngu fyrir
hestamenn, þannig að þeir geti
komið á hestum sínum.
Sigurbjörn smíðar sjálfur sumar-
húsin á hlaðinu heima hjá sér, en
hægt er að fá þau á mismunandi
byggingarstigum eða fullgerð.
Veggir og þök húsanna eru úr timb-
urvirki en klædd með liggjandi
bárujárni og panel utan á. Að innan
eru húsin klædd með panel og plöt-
um. Veggir úr klömbruhleðslu og
steinhleðslu eru notaðir til þess að
gefa húsunum yfirbragð gamalla
tíma, jafnframt því sem þeir eru
notaðir sem skjólveggir.
Lóðimar undir sumarhúsin eru
misdýrar, eftir því hvar á svæðinu
þær eru. Vegagerð um svæðið er
langt komin, en Sigurbjörn annast
hana sjálfur.