Morgunblaðið - 08.04.1997, Síða 25
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 C 25
Grenimelur. Björt og falleg sérhæð
á góðum stað í v-bæ. Rúmlega 113 ferm,
íbúð á 1. hæð með sérinngangl. 3 rúm-
góð herbergi og tvær góðar stofur. Suð-
urgarður. Eign í mjög góðu ástandi. Laus
strax! Verð 8,9 millj. Áhv. 5,5 millj.
(7928)
Kambsvegur Guiifaiieg 125 fm
neðri sérh. í tvíb. á þessum friðsæla stað
í austurbæ Rvíkur. Parket. Suðursvalir.
Góður bílskúr innr. sem íb. Engin sam-
eign. Verð 10,4 millj. Skipti mögul. á
minni eign. 7706
R.-iA 00 p.-H'hus.
Álfhólsvegur. Skemmtilegt 119
fm raðhús á tveimur hæðum, ásamt
frístandandi 32 fm bílskúr. Maka-
skipti á minna. Endilega láttu sjá þig
ef þú ert að stækka við þig. Verð
10,5 millj. Áhv. 4,5 millj. (6737)
Dofraborgir, 26-34. Sérlega fal-
leg og vel hönnuð 154 fm raðhús m. inn-
byggðum bílskúr á þessum frábæra út-
sýnisstað. Innbyggður bílskúr. Eignirnar
eru tilbúnar til afhendingar strax. Verð til-
búið til innréttinga 10,5 millj. Verð fokhelt
8.2 millj. (5520)
Smárahvammur - Kóp. stór-
glæsilegt 180 fm endaraðhús á tveimur
hæðum með innb. bílskúr. Fjögur herb.,
góðar stofur ásamt sólstofu. Glæsilegt
eldhús, kirsuberja innréttingar og gól-
fefni. Falleg afgirt lóð með verönd. Eign
í sérflokki. Áhv 7,8 millj. húsb og fl. Verð
14.2 millj. (6980)
Miðbraut- Seltj. 113 fm parhús á
einni hæð. 2 svefn. og 2 stofur, möguleiki
á 3 svefnherb. Húsið er bjart og býður
upp á möguleika. Tvöfalt bílastæði fylgir.
Elgnarióð. Verð 9,5 áhv. 5,9 hagst. lán
(6743)
Seljabraut. Rúmgott 190 fm
raðhús á þremur hæðum með bíl-
skýli. Húsið skiptist í 5 svefnherbergi
og 2 stofur. Áhv. 5,7 millj. Verðið er
hreinasti brandari, aðeins 9,9 millj.l
Láttu drauminn rætast og fáðu þér
raðhús! (6689)
Efra-Breiðholt. Mjög gott og
fallegt 126 fm raðhús á 2 hæðum
(ath. kjallari ekki með í fm tölu)
ásamt 25 fm frístandandi bílskúr.
Sérinngangur í kj. sem er tvilvalið
fyrir unga ástfagna parið. Góð suð-
urlóð með fallegri verönd. Verð 11,4
(6754)
Tunguvegur. Skemmtilegt 110
fm raðh. á tveimur hæðum auk kj.
Húsið hefur m.a. að geyma 3
svefnh. Góður suðurgarður. Hér
færðu raðhús á verði blokkaríb. Verð
7,9(6751)
Þingás. Stórglæsilegt 210 fm raðhús
á 2 hæðum með innb. bílskúr. Hátt til
lofts. Frábært útsýni. 4 svefnh. Þetta er
rétta húsið fyrir barnafókið því hér færð
þú tvö 25 fm barnaherb. Láttu drauminn
rætast. Áhvil. 6,4 millj. Verð 14,5 millj.
(6753)
Álfhólsvegur. Vorum að fá í
sölu vel skipulagt 196 fm. tveaaja
íbúða hús. Sér 76 fm. íbúð á jarð-
hæð. Rúmgóður 36 fm. bílskúr fylgir
að auki. Littu á verðið það er aðeins
11,9 millj. (5051)
Dynskógar - Tvær íbúðir.
Spennandi ca 300 fm einbýlishús á 2
hæðum m. séríbúð á jarðhæð. Maka-
skipti á minni eign. Verð 16,9 millj. Nú er
tækifærið! (5923)
Efstasund - 60 fm bílskúr.
Gullfallegt 191 fm einbýli ásamt 60 fm
tvöföldum bílskúr fyrir frúarbílinn. 4-5
svefnherb. Fallegar stofur, parket, flísar,
sauna, tvö baðherb. Mikið endurnýjuð
eign. Góð afgirt lóð. Áhv 3,8 millj. lang-
tíma lán. Verð 14,8 millj. (5935)
Látrasel. Glæsilegt og vandað
308 fm einbýlishús, ásamt 40 fm
innb. bílskúr. Vandaðar innréttingar.
Möguleiki á séríbúð með sérinn-
gangi. Stutt í skóla. Rólegt hverfi.
Sjón er sögu ríkari. Verð 17,9 millj.
(5930)
Leiðhamrar. Stórglæsilegt einbýli á
einni hæð með tvöföldum innbyggðum
bílskúr. 4 rúmgóð svefnherb. Glæsilegar
stofur með fallegum garöskála. Merbau
parket, frábær garður o.fl. þetta er eitt af
alfallegustu húsunum á markaðnum í
dag. Ef þú gerir kröfur þá er þetta rótta
eignin! Verð 17,9 milllj. Áhv. byggsj. 3,7
millj. (5782)
Logafold - 60 fm bílskúr.
Hörkugott 151 fm timburhús (steyptur
kjallari) ásamt 61 fm bílskúr á frábærum
útsýnisstaö. 4 rúmgóð svefnherb, falleg-
ar vandaðar innréttingar, stór verönd.
Ahv. 4,1 millj. Verð 15,2 millj. (5996)
h
LAUFAS
Fasteignasala
Suðurlandsbraut 12
SÍMI: 533 ‘1111
FAX: 533 '1115
Opið virka daga
frá kl. 9 ð 18.
Opið laugardaga
frá kl. 11 ð 14.
2ja herbergja
BREKKUSTIGUR NYTT Mjög góð,
tæplega 70 fm íbúð, á annarri hæð
í fjórbýli. Stórt svefnherbergi (hægt
að breyta í tvö herb.) 4,3 m. áhvíl-
andi í hagstæðum lánum.
LJÓSHEIMAR NYTT Vei skipuiögð
2ja herb. íbúð á efstu hæð í lyftu-
húsi. Húsið hefur verið klætt að utan
og þak er nýlegt. Parket á stofu. Frá-
bært útsýni yfir Faxaflóann.
Furugrund. V. 5,9 m. Góð lán.
Klapparstígur. V. 4,5 m.
Skúlagata. Risíbúð. V. 3,3 m.
Æsufell. Prýðileg eign. V. 4,6 m.
3ja herbergja
LYNGMÓAR NYTT Mjög góð 3-4ra
herb. íbúð á annarri hæð ásamt bíl-
skúr i kjallara. Ljóst parket á öllum
gólfum. Bjart og gott eldhús. Mjög
stórar svalir. Gott leiksvæði fyrir
börn og öll þjónusta í göngufæri.
SAMTENGD SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI láufás
1”*?- FastcignasaU
:5331ÍU
533 1115
ALFASKEIÐ NYTT Falleg og
snyrtileg íbúð, 87 fm að stærð, á
þriðju hæð í góðu húsi. Parket á
stofu, nýjar flisar á eldhúsi. Suður-
svalir. Áhvílandi 2,3 m i góðum lán-
um. Laus fljótlega.
LYSUM EFTIR EIGNUM
Lýsum eftir eignum af öllum stærðum
og gerðum. M.a. vantar okkur mjög góða
4ra herbergja íbúð með bílskúr, hvar sem er
í bænum, raðhús, parhús eða einbýli í Selásnum eða
Mosfellsbæ og 3ja - 4ra herbergja íbúð í Ártúnsholti.
SIGTUN NYTT Mjög vel staðsett
3ja herb. íbúð í þríbýlishúsi. Tvö
góð svefnherb. Nýleg eldhúsinn-
rétting. Stór stofa. Sameign í góðu
ástandi. Veðursæll staður. Stutt í
dagheimili og skóla. Laus strax.
JORFABAKKI NYTT Faiieg 4-5
herb. íbúð á annarri hæð í góðu
fjölbýli sem ekki þarfnast viðhalds.
Nýleg beyki eldhúsinnrétting. Park-
et og dúkar á gólfum. Sér þvotta-
hús. Aukaherbergi í kjallara.
Asgarður. Með bílskúr. V. 6,6 m.
Flétturimi. 93 fm. V. 7,9 m.
Hlunnavogur. Góð rishæð. V. 7,1 m.
Alfheimar. V. 7,6 m. Ekkert áhvílandi.
Álfhólsvegur. Neðri sérhæð. V. 10,5 m.
Barmahlíð. V. 6,8 m. 3,2 millj. í Bygg.sj.
Bjartahlíð. Góð lán. V. 7,4 m.
Hraunbær. V. 6,8 m. Vill stærri eign.
Hraunteigur. Rishæð. V.7,9 m.
Jöklafold. Glæsileg hæð. V. 9,3 m.
4ra herbergja og stærri * H Raðhús - Einbýl
ATH: ÞINGHOLTIN NYTT Eitthvað
fyrir þig? 4ra herbergja íbúð i þríbýli
á Bergstaðastrætinu. Um er að ræða
efri hæð ásamt hluta af þakhæð sem
er ekkert undir súð og útsýnið er al-
deilis frábært. Athugaðu máliðl
AKURGERÐI NYTT Sérlega gott
tveggja hæða parhús með bílskúr,
á einum eftirsóttasta stað borgar-
innar. Sérhönnuð eldhúsinnrétting.
Parket á flestum gólfum. Stórar
suðursvalir og falleg lóð.
LINDARGATA NYTT Tveggja
íbúða hús í gamla miðbænum.
Ibúð á jarðhæð er ca 54 fm og með
sér inngangi. (búð á efri hæð og risi
er um 87 fm. Nýleg hitalögn og ný-
legt rafmagn í öilu húsinu. Verð 10
m. Hugsanlega seld í tvennu lagi.
Flúðasel. Endaraðhús. V. 10,9 m.
Háaleitisbraut - einbýli. Skipti.
Heiðargerði, frábær staður. V. 14,5 m.
Hverafold, á einni hæð. V. 13,9 m.
Mýbyggingar
VÆTTABORGIR G0TT VERÐ
Rúmlega 160 fm raðhús á tveimur
hæðum á frábæru verði. Afhendast
fullbúin á kr. 11.060.000. Tilbúin til
innréttinga á 9,4 m. og rúmlega
fokheld á 8,6 m.
F0RNHAGI NYTT 4ra herbergja
íbúð á 1. hæð í fjölbýli þessum frá-
bæra stað. Vandaðar innréttingar
og sérsmíðað viðarverk úr mag-
hony. Sameign er mjög góð og
húsið er í góðu ástandi.
ÍRABAKKI NYTT Stórgóð 4ra herb
íbúð á fyrstu hæð í ný viðgerðu fjöl-
býli. Sameign mjög góð. Parket á
öllu. LAUS STRAX. Heppinn kaup-
andi fær 200.000 kr. vöruúttekt
hjá Húsgagnahöliinni við undir-
ritun kaupsamnings. Verð 6,5 m.
MAKASKIPTAMIÐLARINN
Við leitum að: í skiptum fyrir:
íbúð í Reykjavík 2ja herb. íbúð við golfvöllinn í Vestmannaeyjum
4ra - 5 herb. í Foldunum Einbýiishús í Hverafold
Tveggja íbúða einbýli m/bílskúr Tvær 4ra herb. íbúðir
Raðhúsi á stór-Reykjavíkursvæðinu 4ra herbergja íbúð í Mosfellsbæ
2ja-3ja herb. íbúð 120fm einbýli í Húsafellsskógi (húsbréf áhv.)
Eignaskiptayfirlýsingar
Laufás ávallt í fararbroddi NÝ ÞJÓNUSTA
Er til eignaskiptayfirlýsing um húsið þitt? Frá 1. júní 1996 þarf löggildingu
til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Við á Laufási höfum slík réttindi og tökum
að okkur gerð eignaskiptayfirlýsinga.
Jt Fjöldi annarra eigna á á
" söluskrá okkar. "
Hringið Komið Fáið upplýsingar
Loftræstikerfi þurfa
hreinsun og viðhald
MEÐ tíð og tíma getur safnast í loftræstikerfi ryk og óhrein-
indi með þeim afleiðingum, að þau sinna ekki hlutverki sínu.
Afkastagetan minnkar, hitunarkostnaður hækkar og starfsmenn
geta orðið fyrir alls konar óþægindum, allt frá hnerra, hósta
og svima til þyngsla fyrir brjósti eða i höfði.
ALDREI hefur fólk verið næmara
gagnvart umhverfi sínu en einmitt
nú, enda ótal margt í umhverfinu,
sem mengar. Öflug loftræstikerfí í
byggingum eiga að tryggja betra
loft. Gallinn er hins vegar sá, að
oft er viðhald þeirra vanrækt, þann-
ig að þau ná ekki að gegna því
mikilvæga hlutverki, sem þeim er
ætlað.
- Myglusveppur, ýmiss konar
bakteríur, ryk, rykmaurar,
plöntufrjó, húðflögur og frjóagnir
eru á meðal þess, sem finna má í
loftræstistokkum, segir Jóhannes
Jóhannesson, framkvæmdastjóri
hjá fyrirtækinu Hreint loft, en eitt
af aðal verkefnum þess. er hreinsun
og viðhald loftræstikerfa.
- Af þessu leiðir ýmiss konar
óþægindi, ofnæmi, húsasótt og ann-
ars konar óþægindi, sérstaklega hjá
okkur nútímamönnum sem erum
mun veikari fyrir hvers konar áreiti
af þessu tagi og hvers konar of-
næmi er mun algengara en áður
var.
Það skiptir mjög miklu máli að
skipta um síur í öllum loftræstikerf-
um með reglubundnu millibili og
stilla kerfið. Það er hins vegar alls
ekki nægjanlegt að skipta einungis
um síur ef stokkarnir sjálfir eru
ekki hreinsaðir. Það skiptir samt
ekki öllu máli hversu oft er skipt
um síur, það fer alltaf einhver hluti
af óþrifnaði og ofnæmisvöldum, inn
í stokkana, lifir þar góðu lífi og
mengar loftið sem við öndum að
okkur.
Loftræstikerfi breyta hita- og
rakastigi inni í loftræstistokkum
sem leiðir af sér „góð vaxtarskil-
yrði“ fyrir hvers konar óhreinindi
og óværu. Það er staðreynd að því
meiri raki sem er í loftræstikerfum
þeim mun meira safnast saman af
ýmiss konar óhreinindum inni í
stokkunum.
Ofnæmisvaldar
í loftræstistokkum frá baðher-
bergjum, sundstöðum, íþróttahús-
um og frá til dæmis tauþurrkurum
er kjöraðstaða fyrir ofnæmisvalda
og ýmiskonar aðra óværu sem get-
ur valdið margs konar sjúkdómsein-
kennum.
Loftið sem við öndum að okkur
innanhúss er að öllu jöfnu 30 til
100 sinnum mengaðra en útiloftið.
Samkvæmt könnun Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar eru
meira en 30% skrifstofubygginga,
verksmiðja og annarra opinberra
bygginga með léleg, ófullnægjandi
og mengandi loftræstikerfi.
Byggingar, þar sem loft er meng-
að, eru ógnun við heilsu þeirra sem
þar starfa og dvelja. í fjölmörgum
tilfellum hefur þessi mengun verið
orsök húsasóttar og ýmissa annarra
kvilla svo sem höfuðverkjar, svima,
síþreytu, eymsla í hálsi, sviða í aug-
um og mikilla ofnæmiseinkenna.
Afleiðing þessa kostar þjóðfélagið
verulegar upphæðir vegna fjarvista
starfsmanna ásamt læknis- og
lyfjakostnaði.
Af þessum sökum er þörf á á að
hreinsa loftræstikerfi með reglu-
bundnu millibili og koma á þann
hátt í veg fyrir að við öndum stöð-
ugt að okkur óheilnæmu og meng-
andi lofti inni í þeim húsum sem
við dveljum, hvort sem það er heima
eða á vinnustað.
Dauðir fuglsungar
— Það er með ólíkindum, það
sem fundizt hefur í loftræstikerfum
bygginga, sagði Jóhannes ennfrem-
ur. — Þannig hefur það komið fyr-
ir, að við höfum fundið starrahreið-
ur og starraunga, sem týnzt hafa
lengzt inni í lofræstikerfum og hræ-
in af þeim þá vafalaust verið búin
aðJiggja þar lengi.
í veitingastöðum gerist það ekki
ósjaldan, að komið er margra senti-
metra lag af matarolíum og feiti á
veggina í loftræstikerfum. Það er
ekki bara óþrifnaður, sem stafar
af þessu heldur líka eldhætta, því
að eldvarnalokur virka ekki, þegar
þær sitja fastar í fitunni, sem er í
stokkunum.
— Ég tel, að lagaákvæðum um
hreinsun loftræstikerfa sé mjög
ábótavant, sagði Jóhannes Jóhann-
esson að lokum. — Þau þurfa úr-
bóta við og það snarlega.