Morgunblaðið - 11.04.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.1997, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHtttngttnHftMfe 1997 FÖSTUDAGUR 11. APRÍL BLAD C Fæst hjá HANDKNATTLEIKUR Alfreð Gíslason eftir mikilvægan sigur KA á Aftureldingu í Mosfellsbænum Mikill léttir en baráttan er ekki búin ALFREÐ Gíslason, leikmaður og þjálfari KA, var ánægður eftir sigur á Aftureldingu 29:26 í þriðja leik liðanna um íslands- meistaratitilinn í handknattleik í Mosfellsbæ f gærkvöldi. KA hefur unnið tvo leiki af þremur gegn Mosfellingum og getur því tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn á heimavelli á Akureyri á morgun, með sigri ífjórða leik liðanna. Valur B. Jónatansson skritar Það var mikill léttir að vinna þenn- an leik,“ sagði Alfreð. „Satt að segja leist mér ekki á blikuna í byij- un þegar Afturelding komst í 6:2 og við nánast að spila eins og byijendur. En eft- ir það small vömin saman hjá okkur og við beittum hrað- aupphlaupum með góðum árangri. Síðan fannst mér að Mosfellingar hefðu ekki þrek í svona erfiða fram- liggjandi vöm eins og þeir spiluðu. Hún tekur gífurlegan toll og var far- in að þreytast eftir fyrsta stundar- fjórðunginn eins og við bjuggumst við. Þá fóm þeir að bakka og réðu ekki við neitt. Við áttum slakan kafla í síðari hálfleik eins og svo oft áður en náðum að rétta úr kútnum í lokin og tryggja okkur verðskuldaðan sig- ur,“ sagði þjálfarinn. Hann sagði að það hafi verið mjög mikilvægt að sigra í þessum leik, „en við emm ekki orðnir meistarar og þurfum að vinna einn leik í við- bót til þess og það verður erfitt. Ég var búinn að spá því að þetta færi í fimm leiki og stend enn við það. Ég óttast að akureyrskir áhorfendur og mitt lið nái ekki að einbeita sér nægilega vel því við höldum að þetta verði léttara en það er. Afturelding hefur aldrei unnið okkur á Akureyri og því telja kannski sumir að þetta verði öruggt hjá okkur. Ég veit að það verður erfitt en ég get lofað því að við þurfum að taka á öllu sem við eigum ætlum við okkur sigur. Afturelding er með gott lið og við höfum ekki efni á að vanmeta það í þessari stöðu.“ Alfreð hefur aldrei orðið íslands- meistari og KA reyndar ekki heldur. „Það hefur verið_ draumur minn svo lengi að hampa íslandsbikarnum að ég ætla ekki að leyfa mér að halda að hann sé loksins að rætast. Það væri ekkert sætara en að vinna Is- landsmeistaratitilinn, en reynsla mín að baráttunni um þennan titil sýnir annað og því get ég ekki leyft mér að vera of bjartsýnn,“ sagði Alfreð. W?wXj£r f í pP*|: í' yf < , ISB: Morgunblaðið/Golli KNATTSPYRNA United íhugar áfrýjun Otmar JÚLÍUS Jónasson, landsliðsmað- ur í handknattleik sem hefur leikið með Suhr í svissnesku 1. deildinni í vetur, hefur skrifað undir tveggja ára samning við St. Otmar sem leikur í sömu deild. St. Otmar hefur verið eitt af þremur bestu liðum Svisslend- inga undanfarin ár, en þjálfari liðsins er Daninn Erik Veje Ras- mussen. STJÓRN ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafnaði í gær ósk Manchester United um að tímabil- ið yrði lengt vegna mikils álags. Síðasta umferð verður 11. maí og á United eftir sex leiki og a.m.k. einn Evrópuleik eins og Liverpool, en Arsenal á fimm leiki eftir. Þessi þijú félög beijast um Englands- meistaratitilinn. Tvö síðarnefndu félögin voru á móti breytingu en nokkur félög studdu United í mál- inu. Martin Edwards, formaður Manchester United, var öskuillur vegna fyrrnefndrar ákvörðunar, sagði að stjórnarmenn deildarinnar hefðu hegðað sér eins og áhuga- menn, United myndi áfrýja sam- þykktinni og jafnvel höfða mál. „Gengið er út frá því að úrvals- deildin sé besta deild í heimi og ég hélt að gert væri ráð fyrir að besta liðið yrði meistari en svo verður ekki með þessum hindrun- um,“ sagði Edwards. Hann bætti við að aðgerðirnar sýndu að áhugamenn stjórnuðu ferðinni og áfrýjun væri óhjákvæmileg. „Ef Knattspyrnusambandið vísar áfrýjun okkar frá veit ég ekki hvort við getum farið í mál en við könnum það því þetta er mjög alvarlegt." Geysilegur fögnuður KA-MENN fögnuðu vel og lengi ásamt fjölmörgum stuðnings- mönnum sínum eftir sigur á Aft- ureldingu í Mosfellsbæ i gær- kvöldi. Stemmningin að Varmá var frábær og staðan er nú þann- ig að KA getur tryggt sér ís- landsmeistaratitilinn í fyrsta skipti á Akureyri á morgun, tak- ist liðinu að sigra Aftureldingu í fjórða leik liðanna. Hér er Al- freð Gíslason, þjálfari og leik- maður KA, skælbrosandi með Jakob Jónsson á bakinu. KÖRFUBOLTI: DAMON JOHNSON BESTURAÐ MATIMORGUNBLAÐSINS / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.