Morgunblaðið - 11.04.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 C 3
ÍÞRÓTTIR
RÓBERT Jullan Duranona hefur verlö geysllega öflugur hjð KA í úrslitarlmmunnl og Einar Gunnar Sigurðs-
son ðtti í erfiAleikum með að stöðva hann í gœrkvöldl eins og flelri.
Bjarki Sigurðsson eftirtapið
Féllum á eigin
klaufaskap
BJARKI Sigurðsson, leikmaður Aftur-
eldingar, náði sér ekki á strik í fyrri
hálfleik, átti þá sex skot að marki án
þess að skora. „Ég viðurkenni að ég
fann mig alls ekki í fyrri hálfleik," sagði
Bjarki. Eftir hlé lék hann hins vegar
mun betur og sama má segja um liðið
í heild.
„Við féllum á eigin klaufaskap í fyrri
hálfleik. Eftir að hafa náð góðu forskoti
fórum við að missa boltann, senda beint
í hendurnar á þeim og eins létum við
verja of mörg skot frá okkur. Við féllum
líka í þá gryfju að hætta að spila sem
lið og einstaklingsframtakið fékk að
ráða ferðinni. Það var ekki nægilega
mikil barátta og samstaða í liðinu í fyrri
hálfleik og það reyndist okkur dýr-
keypt. Það var erfitt að vinna upp for-
skot KA-manna, en við vorum farnir að
narta all verulega í hælana á þeim í síð-
ari hálfleik og það
vantaði aðeins smá
heppni til að jafna.
Þetta var erfiður
leikur og hann tekur
gríðarlegan toll, enda
var þetta þriðji íeikur-
inn á fimm dögum.
Það fer auðvitað mikil
orka í þetta en það var
ekki það sem varð
okkur að falli í þessum
leik. Ég veit að við
getum leikið betur og
það gerum við á Akur-
eyri á laugardaginn.
Við vorum ekki að
spila vel í þessum leik
og ætlum ekki að láta
KA-menn hafa ís-
landsbikarinn á Akur-
eyri. Við ætlum okkur að mæta þeim í
oddaleik í Mosfellsbæ," sagði Bjarki.
Þorbjöm Jensson: fer í oddaleik
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari,
fylgdist með leiknum í Mosfellsbæ í
gærkvöldi. Hann sagði að leikurinn hefði
verið spennandi en töluvert um mistök
í sókn beggja liða. „Það er ósköp eðli-
legt að leikmenn geri mistök í svona
leik. Sveiflurnar voru mjög miklar, sér-
staklega í fyrri hálfleik. Áfturelding byij-
aði af miklum krafti og komst í 6:2 en
síðan missti liðið þetta niður og KA hafði
yfirhöndina eftir það. Mosfellingar voru
oft nálægt því að jafna í síðari hálfleik
en heppnin var ekki með þeim. Þó svo
að KA hafi unnið þennan leik í Mos-
fellsbæ held ég að Afturelding sigri á
Akureyri og þessi rimma fari í fimm
leiki.“
„Það er mikið í húfi
fyrir bæði liðin sem
hafa ekki unnið ís-
landsmeistaratitilinn
áður. Aftureldingar-
menn hugsa sem svo
að viðureignin á Akur-
eyri sé þeirra síðasti
möguleiki og því koma
þeir mjög grimmir til
leiks. Eg hef tekið þátt
í svo mörgum svona
úrslitaleikjum að þó
manni fínnst titillinn
vera í höfn er það
mesti misskilningur.
Hann er ekki í höfn
fyrr en það er búið að
ná í þriðja sigurinn og
það eiga KA-menn enn
eftir,“ sagði Þorbjörn.
■ GABRIEL Batistuna, framheiji
og fyrirliði Fiorentina, fékk gult
spjald í Barcelona í gærkvöldi og
missir af seinni leiknum. Fer í eins
leiks bann því þetta var annað gula
spjaldið sem hann fær í keppninni í
vetur.
■ GHEORGHE Popescu hjá
Barcelona er á sama báti og Bati-
stuta; fékk einnig gult spjald í gær-
kvöldi og missir af seinni leiknum.
Popescu, sem er rúmenskur landsl-
iðsmaður, er fyrirliði Barcelona.
■ NOKKRA snjalla leikmenn vant-
aði í lið Barcelona í gær. Miðju-
mennirnir Ivan de la Pena og Josep
Guardiola voru í leikbanni og verða
með í seinni leiknum og þá voru
bakverðimir sókndjörfu, Sergi
Barjuan og Luis Enrique Mart-
inez, báðir meiddir. Reiknað er með
að þeir leiki í Fiorentina eftir hálfan
mánuð.
■ CESAR Menotti, þjálfari Inde-
pendiente í Argentínu, sagði í gær
að 90% líkur væru á að hann þjálf-
aði Sampdoria á Ítalíu næsta
keppnistímabil í staðinn fyrir Sven-
Goran Eriksson sem tekur við
Lazio.
■ MENOTTI, sem er 59 ára, sagði
að fulltrúar Sampdoria hefðu verið
í Argentínu í vikunni og samkomu-
lag hefði náðst í veigamestu atriðum
en hann yrði að taka endanlega
ákvörðun fyrir næstu mánaðamót.
■ MENOTTI var landsliðsþjálfari
Argentínu 1974 til 1982 og varð
liðið heimsmeistari undir hans stjórn
1978.
■ DORTMUND ætlar að sjá til
þess að Manchester United ljúki
þátttöku í Evrópukeppninni á Old
Trafford að þessu sinni. „Margir
leikmenn okkar léku þar með lands-
liðinu í Evrópukeppni landsliða og
sú reynsla kemur okkur til góða,“
sagði Andy Möller, miðjumaður
þýska Iiðsins.
SÓKNARNÝTING
, Þriðji leikur karlaliðanna í úrslitum
íslandsmótsins, leikinn í Mosfellsbæ
fimmtudaginn 10. apríl 1997.
Afturelding Mörk Sóknir % 1 KA Mörk Sóknir %
12 28 43 F.h 15 28 53
14 23 61 S.h 14 23 61
26 51 51 Alls 29 51 57
4 Langskot 12
4 Gegnumbrot 5
5 Hraðaupphlaup 3
5 Horn 2
2 Lína 3
6 Vítí 4
KNATTSPYRNA
PSG burstaði
Uverpool
LEIKMENN París Saint Germain
stigu stórt skref að öðrum úr-
slitaleiknum f röð í Evrópu-
keppni bikarhafa er þeir sigruðu
Liverpool 3:0 á Parc des Princes
leikvanginum í París ígærkvöldi
í fyrri viðureign liðanna f undan-
úrslitum.
Parísarliðið stefnir að því að ná
því takmarki fyrst allra að
sigra í keppninni tvö ár í röð. Og
strax í byijun blés byrlega fyrir
það; Brasilíumaðurinn Leonardo
skoraði á 10. mín. í kjölfar slæmra
mistaka Davids James, markvarðar
enska liðsins.
James var aftur um að kenna
þegar PSG gerði annað markið
þremur mín. fyrir ieikhlé. Honum
mistókst að grípa fyrirgjöf frá
Jerome Leroy og Benoit Cauet átti
auðvelt með að skora. Ekki var hins
vegar hægt að kenna James um
þriðja markið sem Leroy gerði af
stuttu færi á 83. mín. Varnarmað-
urinn Cyrille Pouget tætti vörn Liv-
erpool í sig, sendi inn að markteign-
um þar sem Leroy var óvaldaður og
skoraði laglega.
„Keppnistímabilið hefur verið
David erfitt en honum til málsbóta
verð ég að segja að vörn okkar lék
ekki mjög vel í kvöld,“ sagði Roy
Evans, knattspyrnustjóri Liverpool
eftir leikinn í gær. Brasilíumaðurinn
Ricardo, þjálfari Parísarliðsins, bar
saman gott gengi liðsins í Evrópu-
keppni og slæmt gengi í frönsku
deildinni. „Við erum eins og annað
lið í Evrópukeppninni. Ekki spyija
mig hvers vegna, en við verðum að
halda okkur á jörðinni og minnast
þess að síðari viðureignin er eftir.“
Vörn Liverpool var afleit gegn
reyndum ieikmönnum franska liðs-
ins, sem var þarna að taka þátt í
undanúrslitum í Evrópukeppní
fimmta árið í röð. Leonardo var sér-
lega góður og var maðurinn á bak
við margar hættulegustu sóknir
PSG, en hann skoraði fyrsta markið
sem fyrr segir og átti stóran þátt í
því næsta. Mark hans svo snemma
leiks var grunnurinn að svo stórum
sigri. „Fyrsta markið var gríðarlegur
léttir - við urðum mjög afsiappaðir
eftir það,“ sagði markvörðurinn
Bernard Lama, sem lék mun betur
en starfsbróðir hans hjá Liverpool.
Hafði reyndar mun minna að gera.
„Þeir voru erfiðir mótheijar í seinni
hálfleiknum og þriðja markið skiptir
gífurlegu máli því það verður erfitt
að sigra þá á Anfíeld," sagði Lama.
Liverpool hefur ætíð tapað á úti-
velli gegn frönskum liðum í Evrópu-
keppni en alltaf sigrað á heimavelli
og komist áfram. Nú er hins vegar
ljóst að liðið þarf að leika stórkost-
lega á Anfield Road að hálfum mán-
uði liðnum til að eiga möguleika á
að komast í úrslit - og næla í þann
eina Evrópubikar sem Liverpool hef-
ur aldrei unnið til. „Ekkert gekk hjá
okkur í kvöld. Við lékum ekki sem
lið, lékum allt of rólega og einstakl-
ingsframtakið var mönnum efst í
huga,“ sagði Roy Evans, stjóri enska
liðsins. „Frammistaða PSG kom mér
ekki á óvart því leikmenn liðsins eru
mjög hæfileikaríkir. Okkur skorti
hins vegar þolinmæði og stolt í leikn-
um.“
Fiorentina í
góðristöðu
GABRIEL Batistuta, argentínski
fyrirliðinn hjá Fiorentina tryggði
ítalska félaginu jafntefli gegn
Barcelona á Spáni í fyrri leik lið-
anna í undanúrslitum Evrópu-
keppni félagsliða i knattspyrnu.
Miguel Angel Nadal kom heima-
mönnum yfir skömmu fyrir leik-
hlé en Batistuta jafnaði á 62.
mín.
Nadal skoraði með skalla á 42.
mín. eftir aukaspyrnu frá
hægri; þessi sterki vamarmaður
stökk hæst allra í vítateignum og
hamraði knöttinn í netið með höfð-
inu.
Það kom mjög óvart að ítalirnir
lögðu talsverða áherslu á sóknarleik
í gærkvöldi. Þeir eru þekktir fyrir
flest annað, sérstaklega á útivelli,
en hafa greinilega ætlað sér að koma
Barcelonamönnum á óvart með því.
Það tókst og gestirnir fengu mun
betri færi í fyrri hálfleiknum. Bati-
stuta, Oliveira, Giulio Falcona og
Rui Costa léku allir mjög vel með
ítalska liðinu, sem nýtti sér stærð
vallarins á Camp Nou leikvanginum
mjög vel.
Batistuta fékk fyrsta umtalsverða
færi leiksins á 15. mín. Argentínu-
maðurinn skallaði þá framhjá eftir
að hafa skotið sér framhjá varnar-
manninum Fernando Couto, Port-
úgalanum sem hafði hann í strangri
gæslu allan leikinn. Miðað við gang
leiksins hefði verið sanngjarnt að
Fiorentina hefði forystu í leikhléi,
en gestirnir fóru illa með nokkur
færi í fyrri hálfleik og mistök í vörn
þeirra voru dýrkeypt: Nadal skoraði
sem fyrr er lýst.
Heimamenn byijuðu seinni hálf-
leikinn mun betur. Réðu þá lögum
og lofum, Giovanni og Stoichkov
fengu báðir ákjósanlegt færi til að
skora en mistókst. En segja má að
réttlætinu hafi engu að síður verið
fullnægt þegar Batistuta jafnaði.
Heimamenn voru í sókn en dæmd
var á þá rangstaða og ítalirnir voru
fljótir að átta sig; komu knettinum
í leik og Batistuta fékk langa send-
ingu fram völlinn. Hann var í víta-
teigsjaðrinum, tók knöttinn snilld-
arlega niður með bijóstkassanum
og skoraði með þrumuskoti sem
markvörðurinn Vitor Baia átti ekki
möguleika á að veija.
Brasilíumaðurinn Ronaldo - af
mörgum talinn besti knattspyrnu-
maður heims í dag - hafði sig lítið
í frammi í gær. Hann skaut ítölunum
þó skelk í bringu einu sinni, seint í
leiknum, þegar hann skaut í stöng
úr ágætis færi eftir að hafa farið
illa með varnarmann.
Bobby Robson, þjálfari Barcelona,
sendi framheijann Juan Pizzi inná
síðasta stundarfjórðunginn, í stað
Hristos Stoichkovs sem hafði ekki
leikið vel - í þeirri von að hressa upp
á sóknarleikinn, en skiptingin breytti
engu. Gestirnir sóttu meira undir lok-
in og þegar dómarinn blés til merkis
um leikslok var Fiorentina í skyndi-
sókn, sem virtist geta orðið hættuleg.
„ítalir veijast alltaf vel. Leikurinn
í kvöld var engin undantekning,"
sagði fyrirliði Barcelona, Rúmeninn
Gheorgie Popescu að leikslokum.