Morgunblaðið - 01.06.1997, Side 1
JEPPABLANDA ÚR ÓLÍKUSTU BÍLTEGUNDUM - M-JEPPINN
KYNNTUR ÍBANDARÍKJUNUM - BÍLLINN SÓTTUR í AUDI
CENTER - ALFA ROMEO 146 REYNSL UEKIÐ
Berline
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200
BEINN SÍMI 553 1236
fltanQtntiriteMfr
1997
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ
BLAÐ
Lítill, snöggur, snotur!
VERÐ
AÐEINS
1.095.000 kr.
879.000 kr. án vsk
Nýr Pajero
með GDI vél
MITSUBISHI Pajero með nýju
útliti var kynntur í Tókíó um miðj-
an mánuðinn. Bfllinn er með nýja
vatnskassahlíf og nýir stuðarar
eru að framan og aftan. Megin-
breytingin á Pajero er hins vegar
ekki sjáanleg íyrr en vélarhlífin er
opnuð. Bíllinn er nefnilega með
nýrri 3,5 lítra, V-6 vél með beinni
strokkinnspýtingu, svokallaðri
GDI vél sem verður valbúnaður í
bflinn fyrir japanska kaupendur.
Ekki er vitað hvort Pajero verður
boðinn með þessari nýju spar-
neytnu vél í Evrópu. í Japan
væntir Mitsubishi þess að selja
4.400 Pajero á mánuði, þar af um
60% með GDI-vélinni.
Honda CR-V uppseldur
HONDA CR-V jepplingurinn,
sem er frumkynntur hjá Honda
umboðinu um helgina, er þegar
uppseldur hjá umboðinu. Fyrsta
sendingin, 30 bílar, seldust áður en
formleg kynning hófst á bílnum.
Þá er von á tíu bflum til viðbótar
10. júní nk. og eru þeir allir seldir
líka. Seinna í sumar koma 30 bílar
og segir Geir Gunnarsson hjá um-
boðinu að farið sé að ganga veru-
lega á þá pöntun.
Bfllinn er vel búinn, m.a. sjálf-
skiptur og með tveimur líknar-
belgjum og kostar 2.270.000 krón-
ur. CR-V er stærri en Suzuki Vit-
ara og Toyota RAV 4, sem hann
mun líklega keppa við á markaði
hérlendis. Hann er með sítengdu
aldrifi eins og RAV 4 en ekki með
millikassa.
Prowler smíðaður í næsta mánuði
FRAMLEIÐSL A á fyrstu
Plymouth Prowler tveggja sæta
sportbflunum hefst í næsta mánuði,
fimm mánuðum síðar en Chrysler
samsteypan ætlaði sér í upphafi.
Fyrstu bflarnir verða sendir til um-
boðsaðila Plymouth í Bandaríkjun-
um sem mesta sölu hafa á stærstu
mörkuðunum, svo sem New York,
Los Angeles, Texas og Detroit.
Ráðgert er að 2 þúsund Prowler
bflar verði framleiddir á þessu ári
en það nægir ekki til þess að hver
einasti umboðsaðili í Bandaríkjun-
um fái einn bíl. Talið er að það verði
í fyrsta lagi í árslok 1998 sem allir
umboðsaðilarnir verði búnir að fó
bíl. Chrysler samsteypan átti við-
skipti við 2.940 Plymouth umboðs-
aðila í byrjun þessa árs.
Chrysler tilkynnti fyrir þremur
vikum að þessi kraftalegi sportbíll
myndi kosta 39 þúsund dollara með
afhendingarkostnaði, sem samsvar-
ar um 2,7 milljónum ISK. Upphaf-
lega áætlaði Chrysler að bíllinn
myndi kosta 35 þúsund dollara.
Mikill áhugi er íyrir bflnum í
Bandaríkjunum og hefur Chrysler
borist meira 100.000 íyrirspurnir
símleiðis, bréfleiðis eða í gegnum
vefsíðu Plymouth á alnetinu.
Bfllinn verður framleiddur
verksmiðju Chrysler í Detroit,
þeirri sömu og Dodge Viper er
smíðaður. Framleiðslugetan á
þessu ári verður um 2 þúsund bílar.
Á fjórða árshlúta þessa árs er þess
vænst að framleiðslan verði komin
upp í 20 bíla á dag. Á næsta ári ráð-
gerir Chrysler að smíðaðir verði 5
þúsund bflar.
PLYMOUTH Prowler kostar
seni svarar til 2,7 milljóna ÍSK í
Bandaríkjunum.