Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 B 3
ÍÞRÓTTIR
SMAÞJOÐALEIKARNIR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Leikarnir settir
Á MYNDINIMI að ofan mð sjá Ólaf Ragnar Grímsson, forseta
íslands, setja lelkana formlega. Með honum á myndlnni eru
(f.v.) Ellert B. Schram, formaður ólympíunefndar íslands og
forsetl ÍSÍ, Logl Krlstjánsson, siðameistarl lefkanna, Juan
Antonio Samaranch, forsetl alþjóða ólympíunefndarlnnar,
og Arl Bergmann, formaður undlrbúningsnefndar. Á mynd-
innl tll hægrl réttlr Sigurbjörn Bárðarson, margfaldur ís-
landsmelstarl í hestaíþróttum, BJarna Frlðrikssynl, brons-
hafa frá Ólympíulelkunum 1984, kyndillnn og Ragnhelður
Runólfsdóttlr fylglst með. Slgurbjörn og hestur hans vöktu
mlkla hrlfnlngu útlendlnga, sem voru vlðstaddlr athöfnlna.
MALTA
MONACO
Morgunblaðið/Amaldur Halldórsson
„Island orðið virkur
meðlimur í stærstu
fjölskyldu heims“
SJÖUNDU leikar smáþjóða í
Evrópu voru settir á Laugar-
dalsvelli í gær að tæplega sex
þúsund áhorfendum viðstödd-
um. Forseti íslands, herra Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, setti leik-
ana og eftir það var fáni leik-
anna dregin að húni, eldurinn
tendraður og áhorfendum
skemmt með sýningaratriðum.
Keppendur gengu inná aðalleik-
vanginn í stafrófsröð, en ís-
lenska liðið rak þó lestina sem gest-
gjafi. Að inngöngu
**^^^^* lokinni hófust ræðu-
Edwin höld Juan Antonio
& Samaranch, forseta
alþjóða ólympíu-
nefndarinnar, Ellerts B. Schram,
formanns íslensku ólympíunefndar-
innar og forseta ÍSÍ, og Ara Berg-
mann, formanns undirbúnings-
nefndar leikanna.
Samaranch lýsti ánægju sinni
yfir því að vera viðstaddur setningu
leikanna fyrir hönd alþjóða ólymp-
íunefndarinnar og Ari Bergmann
sagði að nú væri litla eylandið ís-
land orðið virkur meðlimur í stærstu
fjölskyjdu heims, ólympíuijölskyld-
unni. Ólafur Ragnar Grímsson setti
leikana að loknum ræðum þremenn-
inganna.
Því næst var fáni leikanna dreg-
inn að húni og Sigurbjörn Bárðar-
son kom ríðandi á ljósum hesti eft-
ir hlaupabrautinni með kyndilinn í
hendi. Bjarni Friðriksson, brons-
verðlaunahafi á Ólympíuleikunum
1984, og Ragnheiður Runólfsdóttir,
sem var valinn besti íþróttamaður
leikanna á Kýpur árið 1989, hlupu
síðan með kyndilinn stundarkorn
og afhentu hann Vilhjálmi Einars-
syni, sem fékk silfurverðlaun í þrí-
stökki á Ólympiuleikunum í Me!-
bourne 1956. Vert er að geta að
Sigurbjörn, Bjarni, Ragnheiður og
Vilhjálmur hafa öll hlotið nafnbót-
ina íþróttamaður ársins í árlegu
kjöri Samtaka íþróttafréttamanna.
Vilhjálmur tendraði logann og
Eva Jósteinsdóttir, borðtenniskona,
og Helgi Bragason, körfuknatt-
leiksdómari, sóru eið íþróttamanns
og dómara.
Að þjóðsöng íslands loknum hóf-
ust skemmtiatriði. Þá voru sýndir
íslenskir og suður-amerískir dansar,
glíma og fimleikar. Mikil stemmn-
ing myndaðist með taktföstu lófa-
taki nær allra áhorfenda þegar
Páll Óskar Hjálmtýsson söng tvö
lög í opinni bifreið sem keyrði eftir
hlaupabrautinni. Athöfninni lauk
með myndun merkis leikanna, en
það gerðu fimleikastúlkur úr Hlíf
með því að mynda logandi kyndil
og hringi.
■ Dagskráin / B11
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FIMLEIKASTÚLKURNAR sem komu fram á setnlngarathöfn-
Innl voru tápmlklar og vöktu hrlfnlngu margra áhorfenda.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
VILHJÁLMUR Elnarsson,
sllfurhafi í þrístökkl frá
Ólympíulelkunum í Mel-
bourne árið 1956, tendrar
eld Smáþjóðaleikanna, sem
verður elnnig notaður á
Landsmótl UMFÍ í sumar.
FRJALSIÞROTTIR
Guðrún bætti 10 ára met
Guðrún Arnardóttir úr Ár-
manni bætti á laugardaginn
10 ára gamalt met Helgu Hall-
dórsdóttur i 400 m hlaupi á alþjóð-
legu móti á Krít. Guðrún hljóp á
53,03 sek., en met Helgu var
53,92. 400 m hlaupið er „aukabú-
grein“ hjá Guðninu sem eins og
kunnugt er leggur aðaláherslu á
400 m grindahlaup.
„Þetta er gott og sýnir að ég er
á uppleið eftir meiðsli í vor,“ sagði
Guðrún í samtali við Morgunblaðið,
en hún kom heim í gær til þess
að keppa á Smáþjóðaleikunum.
„Eg hef reyndar hlaupið 400 metra
á 53,19 innanhúss á 300 m braut,
en þetta er jákvætt og sýnir að
hraðinn er að aukast hjá mér.“
Guðrún var á keppnisferð um
Evrópu í síðustu viku og í tvígang
keppti hún í 400 m grindahlaupi
og bætt sig verulega í bæði skipt-
in frá þeim tímum sem hún hljóp
á snemma. M.a. hljóp hún á 55,79
sek. í Sevilla á fimmtudaginn, en
það er tæpri sekúndu frá Islands-
meti hennar. Þriðja mótið var síð-
an á Krít þar sem met Helgu féll.
Guðrún segist vera ánægð með
árangurinn á þessum mótum.
Þetta væri í fyrsta skipti sem hún
keppti á stærri mótum ef Ólymp-
íuleikar og heimsmeistaramót
væru undanskilin. Þessi mót væru
stór í sniðum og veittu góða
reynslu til viðbótar.
Guðrún sagðist hafa átt í smá-
vægilegum meiðslum fyrst eftir
að hún hóf æfingar í Athens í
Bandaríkjunum í vetur sem mætti
að hluta til skrifa á að hún var
fullæst við að komast í æfingu til
að sanna sig. „Þjálfarinn hefur
bent mér á að slaka betur á og
horfa til framtíðar við æfingar og
ég held að það sé að skila sér.“
Þá hefur mikill tími og þolinmæði
farið í tækniæfingar við útfærslu
grindahlaupsins. „Nú er allt að
smella saman og þau atriði eru
mun jákvæðari nú heldur en fyrir
mánuði."
Guðrún sagðist hlakka til keppn-
innar á Smáþjóðaleikunum þar sem
hún tekur þátt í fjórum greinum,
100 m grindahlaupi, 200 og 400 m
hlaupi auk 4x100 m boðhlaups.
Síðan fer hún á ný til Evrópu til
þátttöku í mótum og til æfínga auk
þess sem hún keppir á bikarkeppni
FRÍ og með íslenska landsliðinu í
Evrópubikarkeppninni í Árósum í
júnílok. Eftir það verður lögð síð-
asta hönd á undirbúning fyrir
keppni á heimsmeistaramótinu í
Aþenu í ágústbyijun.
„Ég hef mikinn áhuga á að
vera á Krít síðustu tvær vikurnar
fyrir HM, ef þjálfarinn minn hefur
tækifæri til að vera með mér,
annars verð ég í Bandaríkjunum
á lokasprettinum. Það gafst vel
að einangra sig síðustu dagana
fyrir Ólympíuleikana í fyrra og
þess vegna hef ég hug á að reyna
þá aðferð á ný. Nú er ég á réttri
leið en það ríður á að vera á toppn-
um á HM og það hef ég fullan
hug á að gera.“