Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 4

Morgunblaðið - 03.06.1997, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 FRJÁLSÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Donovan Bailey borubrattur eftir sigur í keppninni „fljótasti maðurjarðar" ?fJohnson er heigull“ Michael Johnson er ekki spretthlaupari, hann er tvö hundruð metra hlaupari,“ sagði Donovan Bailey heimsmethafi í 100 m hlaupi eftir að hann hafði sigraði í einvíginu „fljótasti maður jarðarinnar“ í Toronto í Kanada á sunnudaginn. Þar átti hann í höggi, í 150 m hlaupi, við Michael Johnson heimsmethafa í 200 og 400 m hlaupi. Eftir rúma 100 m hætti Johnson sprettinum og kenndi um meiðslum á hægra læri. „Johnson meiddist ekki, hann hætti sökum þess að hann er heigull,“ bætti Bailey við. Beðið hafði verið eftir einvíginu með mikilli eftirvæntingu og var því sjónvarpað um allan heim auk þess sem 35.000 áhorfendur höfðu keypt miða í sæti í SkyDom höll- inni til að sjá einvígið. Til þess að magna spennuna enn frekar höfðu þeir félagar skipst á köldum kveðj- um dagana á undan og svo virtist þegar hlaupið byijaði að Johnson hefði sigrað í sálfræðistríðinu. En þar með var ekki sagan öll. Spenna Heimamaðurinn Bailey var ós- part hylltur er hann var kynntur til leiks en Bandaríkjamaðurinn Johnson fékk ekki eins hlýjar móttökur hjá áhorfendum. Það mátti heyra saumnál detta þegar skothvellur gall við og kapparnir geystust af stað. Ljóst var strax að Bailey hafði fengið betra start þó hvorugur þeirra sé þekktur fyr- ir að vera með þeim sneggstu upp úr rásblokkunum. Bailey var á innri brautinni sem þótti vera verra þar sem hann er óvanur beygjum. Hvað sem því leið var hann fyrstur eftir 50 m á 57,4 sek. en Johnson með 58,3 og að loknum 100 m hafði bilið breikkað - Bailey 10,24, Johnson 10,63. Þá stakk Johnson við, hætti nokkr- um skrefum síðar en Bailey hélt sínu striki allt þar til 10 m voru eftir að hann leit aftur fyrir sig og sá að Johnson kom ekki kjölfar- ið. Kanadamaðurinn fagnaði gríð- arlega ogtíminn, 14,99 sek., nokk- uð frá besta tíma sem mælst hefur í greininni, 14,73 sek., sem Lin- ford Christie, Bretlandi, á. Móðgun „Ég tognaði, því miður,“ sagði Johnson niðurlútur við hliðarlín- una eftir hlaupið á meðan hugað var að meiðslum hans. Hann vildi ekkert um það segja hvort leikur- inn yrði endurtekinn. „í augnablik- inu er heilsan aðalatriði," bætti hann við og hafði ekkert frekar að segja. Hvor þeirra kappa fékk um 35 milljónir króna fyrir þátttökuna auk þess sem sigurvegarinn fékk í sinn hlut um 70 milljónir. Bailey sagði að hlaupinu loknu að hann teldi ekki miklar líkur á því að ein- vígið yrði endurtekið. „Eg tel það móðgun við aðra spretthlaupara í dag, s.s. Christie, Frankie Frede- riks, Bruny Surin og Ato Bolton.“ Mike Powell/Allsport DONOVAN Bailey frá Kanada lítur um öxl er hann nálgast marklö í einvíginu við Bandaríkja- manninn Michael Johnson og sér keppninaut sinn langt að baki sér. ÍÞR&mR FOLK ■ HEIKE Dreschler langstökkv- ari frá Þýskalandi og bandaríska stúlkan Jackie Joyner-Kersee háðu einvígi í langstökki í Toronto sama kvöld og þeir Bailey og John- son reyndu með sér í 150 m hlaupi. Dreschler hafði betur, stökk 6,82 m en Kersee 6,79 m. ■ CHARLES Austin keppti við Svíann Patrick Sjöberg í há- stökki, en Sjöberg kom í stað heimsmethafans Javiers Sotomay- ors. Bandaríski ólympíumeistarinn stökk 2,30 m og lét þar við sitja því Sjöberg virtist vera langt frá því að vera í góðri æfingu og felldi í þrígang 2,25 m. ■ EKKERT varð úr einvígi Ser- keis Bubka og Okkert Brits í stangarstökki sökum meiðsla Bubka. Britis mætti til leiks og atti kappi við Bandaríkjamanninn Lawrence Johnson. Brits stökk 5,90 en Johnson 5,70 m. Síðan átti Brits tvær misheppnaðar til- raunir við heimsmetsjöfnun innan- húss, 6,15 m. ■ LUDMILA Enquist sigraði Michelle Freeman í einvígi í 100 m grindahlaupi kvenna, en Free- man kom í stað Gail Devers sem er meidd. Enquist byijaði illa, en átti frábæran endasprett og sigraði á 12,83 sek., en Freeman kom í mark á 12,96. ■ FRANK Bussemnn tugþrautar- kappi frá Þýskalandi er kom öllum á óvart á Ólympíuleikunum í Atl- anta í fyrra, er hann hreppti silfur- verðlaun, sigraði um helgina á tug- þrautarmóti í heimalandi sínu, hlaut 8.550 stig. ■ LINFORD Christie kom fyrstur í mark ásamt Jamaíkamanninum Micheal Green á alþjóðlegu móti í Hengelo í Hollandi á laugardag- inn, tími þeirra var 10,23 sek. ■ EL Guerrouj Hicham frá Mar- okkó hljóp 1.500 m á sama móti á besta tíma ársins, 3.29,51 mín. og hafði yfirburði. ■ LOKS tókst Ólympíu- og heims- meistaranum í kringlukasti karla, Lars Riedle að sigra í sinni grein á móti en honum hefur ekki vegnað sem best fyrri part sumars. Á móti í Hengleo kastaði hann kringlunni lengst 65,98 m. ■ KIM Batten heimsmethafi í 400 m grindahlaupi kvenna sigraði í þeirri grein í Hollandi, hljóp á 54,41 sek og var 71/100 úr sek- úndu á undan Nezha Bidouane, Marókkó. ■ ASTRID Kumbernuss heims- og Ólympíumeistari í kúluvarpi náði að varpa kúlunni 20,86 í Hengelo, en það er besti árangur ársins. Haile Gebrselassie náði ekki takmark- inu í Hengelo og varðaf 70 milljón- um króna Tíminn er dýrmætur, en vafa- laust nagar Haile Gebrse- lassie, heimsmethafi í 5.000 m hlaupi, sig í handarbökin fyir þá rúmu sekúndu sem hann hefði þurft að hlaupa hraðar í tveggja mílna hlaupi í Hengelo í Hollandi um helg- ina. Þar háði hann einvígi við Nour- eddine Morceli og sá er myndi hlaupa vegalengdina undir 8 mínút- um átti að fá í sinn hlut rúmar 70 milljónir króna. Gebrselassie kom fyrstur í mark á 8.01,08 mínútum, bætti besta tíma sinn í greininni hingað til, en það nægði ekki, þrátt fyrir að vera ákaft studdur af fjöl- mörgum áhorfendum. Besta tímann fvrir hlaupið átti Daniel Komen, frá Kenýa, 8.03,54 mín. Aðstæður voru allar þær hag- stæðustu á Hengelo á laugardaginn til þess að hægt væri að hlaupa vel. Líkt og þegar Roger Bannister hljóp fyrstu einnar mílu hlaup und- ir fjórum mínútum í Oxford árið 1954 lægði vind rétt fyrir hlaupið. Hlaupið var hins vegar of hægt allt frá byijun og er á leið heltist aðalkeppinautur Eþíópíumannsins úr lestinni þannig að Gebrselassie varð að hlaupa einn síðustu hring- ina á vellinum sem margir segja Phil Cole/Allsport HAILE Gebrselassie var borinn á gullstól um leikvanglnn í Hengelo eftir tveggja mílna hlaupið þrátt fyrir að takmarkið, að hlaupa undlr 8 mín., næðist ekki, og kappinn sparaði ekki brosið. að sér hans heimavöllur. Þar hefur hann oft hlaupið vel, sett heimsmet og er þess vegna í miklum metum hjá heimamönnum. Hlaupið fór rólega af stað og kapparnir tveir fylgdust grannt hvor með öðrum, en forystusauður hlaupsins, sá er átti að halda hrað- anum uppi stóð ekki í stykkinu. Fyrstu 400 m voru hlaupnir á 59,59 sek., og 800 m á 2.00,53 mín. Eft- ir 1.200 m var tíminn 3.02,04 mín., og er það var hálfnað 4.00,77 mín. Fljótlega upp úr því fór Morceli að dragast aftur úr og forystusauðirn- ir hrukku úr skaptinu hver á fætur öðrum, sá síðasti við 2 km markið er rúmir 1.200 m voru eftir. Þegar hér var komið við sögu hafði Morc- eli einnig hætt keppni og Ólympíu- meistarinn í 10 km hlaupi og heims- methafinn í 5 km hljóp einn síns liðs það sem eftir var. Er 400 m voru eftir var tími hans 7.00,25 og ljóst að litlar líkur væri á að tak- markið, að hlaupa undir 8 mínútum, myndi nást. Gebrselassie lagði sig allan fram á síðustu metrunum og meira segja Morceli var kominn í hvatningarhópinn, en allt kom fyrir ekki, það eina sem Gebrselassie náði að sanna var, að hann er mann- legur eins og allir aðrir. Slaney og Farmer- Patrick í bann MARY Slaney og Sandra Farmer- Patrick, tvær af fremstu fijáls- íþróttakonum Bandaríkjanna, voru dæmdar í keppnisbann um helgina af Alþjóða fijálsíþróttasambandinu vegna ólöglegrar lyfjaneyslu. Báð- ar féllu þær á lyfjaprófi í júní í fyrra en vegna seinagangs banda- ríska fijálsíþróttasambandsins gat Alþjóðasambandið ekki tekið málið fyrir fyrr en um sl. helgi. Sýni hjá Slaney sýndi að hún hafði of hátt hlutfall testersterones á móti epi- testosterone. Farmer-Patrick hefur ekki haft uppi neinar mótbárur og keppir ekki næstu fjögur árin. Bandaríska frjálsíþróttasam- bandið hefur staðfest bannið yfir Farmer-Patrick en hefur ekki enn gert svo í máli Slaney. Áður en til þess kemur verður henni leyft að bera hönd fyrir höfuð sér og flytja vörn fyrir dómstól sambandsins. Þess má geta að báðar fengu þær að keppa á ólympíuleikunum í fyrra þrátt fyrir að vitað væri að þær hefðu fallið á umræddu lyfja- prófi. Slaney náði sér ekki á strik á leikunum en Farmer-Patrick var einn andstæðinga Guðrúnar Arnar- dóttur í 400 m grindahlaupi og kom rétt á undan henni í mark í 2. riðli undanúrslitanna en það nægði henni ekkitil að koamst í úrslit. Dýrkeyptsekúnda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.