Morgunblaðið - 03.06.1997, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
GOLF
MORGUNBLAÐIÐ
Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði á stigamótinu í Grafarholti
Lék seinni níu á 32 höggum
SUÐURNESJAMAÐURINN Örn
Ævar Hjartarson sigraði á
Landsbréfamótinu, öðru móti
íslensku mótaraðarinnar, sem
fram fór á Grafarholtsvelli um
helgina. Hann lék síðustu 18
holurnar á 69 höggum, tveimur
höggum undir pari, og lauk leik
einu höggi á undan Björgvini
Sigurbergssyni úr Keili, sem
mistókst örstutt pútt á síðustu
holu og lék síðustu tvær hol-
urnar á þremur höggum yfir
pari.
Eg hugsaði bara um að reyna
að lækka mig í forgjöf þegar
ég hóf síðasta hringinn. Ég var á
tveimur höggum
Edwir^^ undir pari eftir 15
Rögnvaldsson holur og þá frétti ég
skrifar að Björgvin væri
kominn þijú eða
fjögur högg yfir,“ sagði Om Ævar,
sem lék síðari níu holumar á 32
höggum, eða fjórum höggum undir
pari. „Ég hef æft vel og verið að
Bandaríkjamaðurinn Scott Hoch
og Vijay Singh frá Fiji-eyjum
voru í forystu á tólf höggum undir
pari er leikur á Minningarmótinu
svokallaða var stöðvaður. í gær
var enn óljóst hvort mögulegt væri
að klára þriðja hringinn, en mikið
hefur rignt í Ohioríki, þar sem
mótið fer fram, um helgina. Upp-
haflega var ætlunin að leika fjóra
hringi, en sá síðasti var felldur
niður eftir að tafirnar komu í ljós.
I gær höfðu keppendur verið að
leika þriðja hringinn í samtals 33
klst., en spáð var frekari rigningu
síðdegis í gær.
Mótið fer fram á Muirfíeld Vil-
Bretinn Ross McFarlane sigraði
í móti helgarinnar á evrópsku
mótaröðinni á Gut Kaden-vellinum
í Þýskalandi. Hann lék fjóra hringi
á 282 höggum, sex höggum undir
pari og einu höggi á undan Skotan-
um Gordon Brand yngri og Svíanum
Anders Forsbrand. McFarlane hef-
ur aldrei sigrað áður á evrópsku
mótaröðinni, en hann hefur leikið á
henni í 15 ár. „Ég vissi alltaf að
ég væri nógu góður til að sigra,“
sagði hann.
Þrátt fyrir að hafa aldrei áður
sigrað, var hann sá eini sem hélt
ró sinni þegar sterkur vindurinn
gerði út um sigurvonir margra
leika ágætlega undanfarið, en hef
átt slæmar holur annað slagið,"
bætti Öm Ævar við.
Afdrifarík mistök Björgvlns
Björgvin hafði sex högga forskot
á Öm eftir tvo fyrstu hringina, sem
leiknir vom á laugardag. „Ég er
mjög óánægður með það sem gerð-
ist á síðustu holunni," sagði Björg-
vin. Hann hefði sigrað með eins
höggs mun ef honum hefði tekist
að leika síðustu holuna á pari, en
hann sló yfír flötina í öðru höggi
sínu og vippaði þaðan allt of langt.
Hann átti því langt pútt fyrir hönd-
um og þrípúttaði að lokum með því
að brenna af örstuttu pútti, sem
hefði tryggt honum bráðabana við
Öm.
Björgvin lék síðasta hringinn á
76 höggum, en þá var veðrið mjög
gott. A laugardag var aftur á móti
rok og rigning, en þá lék Björgvin
hringina tvo á 75 og 74 höggum.
„Ég sló ekki vel í dag [sunnudag]
og vissi eiginlega ekki hvað ég átti
lage-vellinum, sem Jack Nicklaus
hannaði og keppnin um Ryder-bik-
arinn fór þar fram árið 1987. Nick-
laus hafði leikið mjög vel í mótinu
um helgina og var sjö höggum und-
ir pari þegar leikur stöðvaðist. Greg
Norman var ellefu höggum undir
og hafði fengið fjóra fugla í röð
áður en keppendur héldu inn í
klúbbhúsið. Norman hefur ekki
sigrað í bandarísku mótaröðinni
eftir áfallið í bandarísku meistara-
keppninni í fyrra. Tiger Woods hef-
ur ekki leikið vel í mótinu og lék
12. holuna, sem er par 3, á fímm
höggum yfír pari og var þrem högg-
um yfír í gær.
keppenda. Hann lék síðasta hring-
inn á 71 höggi, en Miguel Angel
Martin var sá eini sem sló færri en
70 högg. „Ég leik oft betur þegar
aðstæður eru erfiðar og par telst
góður árangur. Það átti vissulega
við í þessu móti. Ég hélt einbeiting-
unni og hugsaði um eitt högg í
einu,“ sagði McFarlane, sem fær
nú rétt til að leika í fímm ár til
viðbótar á mótaröðinni án þess að
þurfa að taka þátt í úrtökumótum.
„Þetta er unaðsleg tilfínning. Ég
get leikið hér fram á næsta árþús-
und. Ég var farinn að hugsa um
að starfa við lýsingar á golfmótum
í sjónvarpi," sagði hann.
að gera í logninu. Ég hafði ekki
vindinn til að stýra höggunum fyrir
mig. Ég sló vel í jgær og púttin
voru líka betri þá. Eg var með eitt
þrípútt í gær, en tvö í dag,“ sagði
Björgvin.
Skiptust á skin og skúrir
Mikill munur var á aðstæðum
milli keppnisdaga vegna veðurs.
Að sögn keppenda voru flatirnar
harðar og erfítt var að pútta á þeim.
Meðalárangur 30 efstu keppend-
anna fyrri daginn var 80,45 högg,
en 78,2 högg á sunnudag. Einkenni-
legt er að kylfíngarnir hafí ekki náð
að fækka meðalhöggafjölda um
meira en 2.25 högg, því aðstæður
voru miklu betri á sunnudag. Þeir
geta gert betur.
Landsliðseinvaldurinn Ragnar
Ólafsson, hinn þrautreyndi Björgvin
Þorsteinsson frá Akureyri og Guð-
mundur R. Hallgrímsson úr GS
voru fímm höggum á eftir Björgvini
að 36 holum loknum, en þeim tókst
ekki að blanda sér í toppbaráttuna.
FJÓRIR bestu kvenkylfingar
landsins tóku þátt í keppni um
St. Rule-bikarinn í St. Andrews
í Skotlandi um helgina, en fjórir
íslenskir karlar léku þar viku
áður. Ragnhildur Sigurðardóttir
og Herborg Arnarsdóttir úr GR
léku á mótinu ásamt Ólöfu Maríu
Jónsdóttur og Þórdísi Geirsdótt-
ur úr Keili. Ragnhildur lék best
og lauk leik á 241 höggi. Hún lék
fyrsta hringinn á 81 höggi, en
hann var leikinn á nýja vellinum.
Hinir hringirnir voru spilaðir á
gamla vellinum og þá lék Ragn-
hildur á 79 og 81, en talsvert rok
var síðasta daginn.
Björgvin Þorsteinsson lék þó vel
framan af á síðasta hring, en lauk
leik á 75 höggum eftir að babb kom
í bátinn hjá honum á 15. og 16.
braut. Báðar holurnar lék hann á
sex höggum.
Ein kona lauk keppni
Hjördís Ingvadóttir var sú eina
sem lauk leik í kvennaflokki, en
tvær hófu keppni á laugardag.
Önnur þeirra varð fyrir því óláni
að fá eigin bolta í andlitið eftir að
hann lenti á grjóti.
Árangur keppenda á mótinu er
notaður til vals á landsliði ásamt
öðrum mótum í sumar og fjórum
síðustu mótunum í fyrra. Landsliðið
skipa þeir sem eru efstir að stigum
eftir Landsmót, sem fer fram í Graf-
arholti síðari hluta júlímánaðar.
Flestir bestu kvenkylfingamir tóku
þátt í móti í Skotlandi og gátu því
ekki keppt í stigamótinu. Arangur
þeirra ytra gildir samt sem áður til
vals á landsliði.
Ólöf María lék best íslensku
kvennanna fyrsta daginn, eða á
77 höggum. Henni fataðist þó
flugið, lék á 83 og 89 höggum á
gamla vellinum og var á 249
höggum samtals. Herborg var
einu höggi á eftir Ólöfu og lék
hringina þrjá á 79, 85 og 86
höggum. Þórdís lék á samtals
253 höggum. Fyrsta og síðasta
daginn lék hún á 84 höggum,
en einu höggi meira annan dag-
inn.
Árangur kvennanna gildir til
vals á landsliði eins og stigamót-
ið, sem fram fór í Grafarholti
um helgina.
ÍÞRÓTTIR
toám
FOI_K
■ 0YVIND Leonhardsen, Norð-
maðurinn vaski sem tók þátt í að
leiða landslið Noregs til sigur á
heimsmeisturum Brasilíu 4:2 sl.
föstudagskvöldið var í gær keyptur
til Liverpool fyrir 4 milljónir
punda frá Wimbledon þar sem
hann hefur verið sl. þijú ár.
■ LEIKMENMra.nska landsliðs-
ins í knattspyrnu unnu í gær
stærsta sigur sem nokkur þjóð
hefur unnið í undankeppni heims-
meistaramótsins í knattspyrnu er
þeir lögðu landslið Maldives 17:0,
staðan var 6:0 í hálfleik. Maldives
er eyja í Indlandshafi. Gamla
metið átti landslið Nýja-Sjálands
sem sigraði lið Fiji-eyja 13:0 árið
1981.
■ ATTILIO Lombardo hefur
verið valinn í landslið Ítalíu til
þátttöku í fjögurra landa mótinu í
Frakklandi sem hefst í dag.
Lombardo kemur í stað Eusebio
Di Francesco, leikmanns Parma.
■ ALESSANDRO Del Piero
verður með ítalska liðinu í mótinu
en um tíma leit út fyrir að svo
yrði ekki vegna meiðsla. Del Piero
fékk síðan grænt ljós á að keppa
í gær að lokinni læknisskoðun.
■ DI Francesco leikmaður Piac-
enza var fyrsti leikmaður þess liðs
sem hefur verið valinn í ítalska
landsliðið í knattspyrnu. Hann fær
að reyna sig í mótinu.
■ LEE Clark var í gær kallaður
til liðs við enska landsliðið sem
keppir í Frakklandi í stað Nicky
Butt sem er meiddur í læri.
■ MARCO Simone, framheijinn
knái hjá AC Milan, er nú sterklega
orðaður við þýska meistaraliðið
Bayern Miinchen.
■ OTMAR Hitzfeldt, þjálfari
Evrópumeistara Borussia Dort-
mund, verður áfram hjá félaginu.
Blikur voru á lofti áður en félagið
sigraði Juventus í úrslitaleik Evr-
ópukeppni meistaraliða vegna
óánægju sumra leikmanna liðsins.
■ MATTHIAS Sammer, sem tók
aðeins þátt í 15 leikjum Dortmund
í vetur, verður einnig áfram hjá
félaginu en skv. fréttum úr herbúð-
um félagsins kom þeim Hitzfeldt
ekki allt of vel saman.
■ FRÉTTIR frá Þýskalandi
herma að forseti Dortmund, sem
alltaf hefur staðið við bakið á Hitz-
feldt þjálfara, hafi verið farinn að
svipast um eftir nýjum þjálfara og
verið búinn að ræða við bæði
franska þjálfarann Arsene Wen-
ger hjá Arsenal og Jupp Heync-
kes, þýska þjálfarann hjá Atletic
Bilbao á Spáni - fyrir úrslitaleik-
inn við Juventus.
■ OTTO Baric króatískur knatt-
spymuþjálfari gerði í gær eins árs
samning við tyrkneska félagið
Fenerbahce, en það rak í vik-
unni Todor Veselinovic, sem er
frá Júgóslavíu, eftir að liðinu mis-
tókst að veija meistaratitilinn frá
því í fyrra. _
■ KRÓATÍSKA knattspyrnu-
sambandið hefur ákveðið að fækk-
að verði um fjögur lið í efstu deild,
úr 16 í 12. Þessi breyting tekur
gildi í haust.
■ CARLOS Valderrama, fyrir-
liði knattspyrnulandsliðs Kolumb-
íu tekur ekki þátt í Suður-Amer-
íkukeppninni (Copa America) í
Bólivíu með félögum sínum í
næsta mánuði.
■ „VALDERRAMA þarfnast
hvíldar," sagði Hernan Dario
Gomcz landsliðsþj álf ari. Hann
sagði að Jorge Bermudez yrði
heldur ekki með og líklega yrði
Faustino Asprilla einnig í leyfi frá
landsliðinu í sömu keppni.
■ GOMEZ segir mennina hvíldar
þurfti og hann vilji gefa þeim frí
til þess að þeir komi betur upplagð-
ir í leiki í undankeppni HM, en
Kolumbíumenn leggja mikla
áherslu á að komast í lokakeppni
HM í Frakklandi á næsta ári.
Keppni stöðvuð
vegna úrhellis
Doug Pensinger/AUsport
MIKIÐ rlgndi í Ohlorlkl þegar Minnlngarmótið fór fram á
Muirfield Village-vellinum um helgina og í gœr. Völlurlnn var
mjög blautur og vatnafuglar kunnu vel vlð slg. Hér slœr
Scott Hoch yflr nokkrar nokkra þelrra, en hann var í forystu
ásamt Vljay Slngh frá Flji-eyjum þegar keppnl var stöAvuA.
Konumar léku
á St. Andrews
Sörenstam gengur vel
í PGA-mótaröðinni
SÆNSKA stúlkan Annika Sörenstam sigraði á PGA-móti helgarinnar
á bandarísku kvennamótaröðinni. Hún lék 72 holur á 277 höggum,
eða 11 höggum undir pari. Þetta var fjórði sigur hennar á árinu og
sá tíundi síðan hún hóf leik í mótaröðinni fyrir tæpum fjórum árum.
Sörenstam var einu höggi á undan Hiromi Kobayashi fyrir síðasta
daginn, en sú sænska var öryggið uppmálað og lék á pari, 72 höggum,
á meðan Kobayashi, sem er frá Japan, átti slæman dag og lék síð-
asta hringinn á tveimur höggum yfír pari. Sörenstam fékk 6,3 milljón-
ir króna fyrir sigurinn og hefur rakað saman tæpum 50 milljónum
króna á árinu.
Fyrsti sigur
McFarlanes