Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
Dag nokkurn hélt Sigtryggur Baldursson sig hafa fengið ákjósanlegt tilefni til þess að vera svalur
Raddlaus,
nakinn og pikkfastur
Sumir dagar ganga bara á afturfótum.
Sigtryggur Baldursson missti röddina
og linsuna og festist í niðurfalli, klæðalaus
og fyrir allra augum. Helga Kr.
Einarsdóttir hlýddi opinmynnt á
ævintýri í flugstöð Leifs heppna.
“BOGOMIL hafði verið að góla eins
og hai’ðfískur fjögur kvöld í röð og
greindist í kjölfarið með „ööööööh,
akút-barkabólgu“ eins og læknirinn
á heyrnar- og talmeinastöðinni orð-
aði það,“ hefst frásögnin í fiugstöð-
inni en hið eina sem flýgur er tím-
inn og áheyrandi og sögumaður
sitja til skiptis í síðasta sæti til New
York. Leifsstöð er líka að verða
nlannlaus, sem ekki veit á gott en
Sigryggur heldur áfram.
. „Læknirinn sagði mér síðan að ég
skyldi fara beint í blautgufuna í
laugunum og dúsa þar í þögn því
þögn væri besta meðalið og svo hélt
hann áfram, bla bla bla. Ég var far-
inn að þrá þögn og frið og sá fyrir
mér frábæra afsökun til að sleppa
við hávær mannamót og vera svona
„kúl“ og þögul týpa í nokkra daga.
Vera svalur.
En innst inni var einhver tilfinn-
ing að naga mig, svipað og þegar ég
gleymi einhverju einhversstaðar.
Þessi var bara afturábak svona eins
og ég væri á barmi uppgötvunar.
Ég veit núna að geri þessi tilfínning
vart við sig er eins gott að búa sig
undir að vera allt annað en svalur í
smá stund.
Kortéri síðar var ég kominn á
bílaplanið hjá sundlauginni á gömlu
Mözdunni hans pabba og hafði
akkúrat þrjú korter til að gufa mig
og skila bílnum heim til pápa. Ég er
eitthvað að paufast inní bílnum,
finna til sunddót og taka til ná-
kvæma skiptimynt til að rétta í af-
greiðslunni, svo ég þurfi nú ekki að
tala neitt. Helst vildi ég komast í
gegnum daginn án þess að þurfa að
segja eitt aukatekið orð, því um leið
og ég opnaði munninn fannst mér
ég hljóma eins og heiðursfélagi í
ógæfumannasamtökum.
Skynsamur
í sömu andrá og ég stíg út úr
bflnum og loka hurðinni uppgötva
ég mér til skelfingar að ég hef læst
lyklana inni. Nú eru góð ráð dýr en
ég ákveð að treysta því að verðir
laganna hjálpi mér strax og ég er
búinn í gufunni. Já, það er best að
vera svalur og hringja bara í lögg-
una á leiðinni út, svona meðan ég er
að reima á mig skóna, segi ég með
sjálfum mér. Eg er tímabundinn og
verð að vera súper skynsamur.
Inn í afgreiðsluna fer ég, rétti
nákvæma mynt inn um lúguna og
horfi svo út í loftið svo afgreiðslu-
/ konan fari nú ekki að spjalla. Ég fæ
klefakrónu og dríf mig inn, það er
líklega best að vera sem næst sturt-
unni. Þá getur maður bara þuiTkað
sér í hendingu, rokið beint í fötin og
út, ekki satt? Klefarnir næst sturt-
unum eru að vísu minni en hinir...
en það er allt í lagi, ég er bara í
peysu og gallabuxum yfir nærfötum
og sokkalaus. Þetta er fínt.
En hvað er nú þetta, er helvítis
klefakrónan ekki eitthvað stíf?
Þetta er strax orðið gamalt drasl!
Með smá ákveðni er hins vegar
hægt að koma henni niður, eða
hvað?
Neeei, nú neitar hurðarskrattinn
að læsast og losa lykilinn, eins og
vera ber. Hvaða lyklavesen er þetta
eiginlega í dag, skyldi ég virkilega
þurfa að reyna að gera mig skiljan-
legan við baðvörð, í þessu líka fugla-
bjargi, hugsa ég argur.
Þvínæst geng ég að baðverðinum
og hvæsi nálægt eyranu á honum,
svo hann heyri örugglega, að ldef-
arnir hérna séu að reyna að snuða
sundlaugargestina! Hann hrekkur
við en kannast síðan eitthvað við
svipinn á mér, brosir óþolandi góð-
látlega og röltir í hægðum sínum inn
til að líta á skápinn. Hann hefur auð-
vitað ekki hugmynd um að ég hef
bara 32 mínútur til þess að fara í
gufu og komast aftur í Kópavoginn.
Ósæmilegur
Og það er ekki laust við að fjós-
púka-glott færist yfir andlit baðvarð-
ar þegar hann bendir mér á að ég sé
í bamaklefanum og hafi troðið full-
orðinskrónu í skáp, ætluðum smá-
EKKI eru allir dagar Bogomils Font, dagar víns og rósa.
fólkinu. Mér finnst eins og ég hafi
verið gripinn við ósæmilegt athæfi
gagnvart bömum.
Hann lætur mig færa allt dótið
mitt yfir í klefa fyrir fullorðna og
réttir mér nýja krónu. Fyrst skýrir
hann hins vegar út fyrir mér, hægt
og rólega, að ég eigi alls ekki að vera
í barnaklefanum. Ég kinka þögull
kolli en raddleysið kemur ekki að
sök, mér er hvort eð er orða vant.
Lyklarnir læstir inni í bílnum og ég
staðinn að verki sem málhaltur dóni.
Þetta gat ekki versnað.
Ég dríf mig inn í sturtu, sápa
kroppinn og nudda vel. Strýk sápu
frá auganu til þess að ná í meira á
klossasúrar tær þegar linsan fer
skyndilega á flakk. Ég sest á hækjur
mér í hvelli, píri eineygður niður á
freyðandi gólfið, skrúfa fyrir sturt-
una með annairi hendi og róta í froð-
unni með hinni. Já, þama er helvítið,
í metra fjarlægð og tíu sentímetra
frá niðurfallinu. Á hraðri siglingu.
Nú koma gamlir markmannstaktar í
góðar þarfir, ég skutla mér
eldsnöggt á linsuna með vinstri
hendi en finn hvernig hún smýgur
milli baugfingurs og löngutangar og
áleiðis niður á við.
Ekki eru allir
dagar Bogomils
Font, dagar víns
og rósa.
Tilfinningin
var afturábak,
eins og ég
væri á barmi
uppgötvunar
Best að vera
svalur og hringja
bara í lögguna
á leiðinni út
Mér finnst eins
og ég hafi
verið gripinn
við ósæmilegt
athæfi
Fastur
Ég er víst talsvert þyngri en á
markmannsámnum og ekki nóg
með það, langatöngin er föst. Þarna
sit ég sem sagt; radd-, lykla-, linsu-
og klæðalaus barnadóni, með fing-
urinn fastan í niðurfallinu, og þykist
upptekinn við eitthvað mjög merki-
legt meðan ég rembist við að losna.
Brúnir niðurfallsins virðast hins
vegar ansi hvassar og ég óttast
meiðsl.
Ekki nóg með það, því sturtufé-
lagarnir þykjast kannast við svipinn
á kauða og hópast að til þess að
heilsa og þakka fyrir liðnar
skemmtanir: „Nei, BLESSAÐUR,
ert þetta þú?“, „BOGOMIL?".
Ég reyni að láta á engu bera og
hvísla að linsan sé týnd og loks
glittir í hvítar buxur bjargvættar-
ins. Ópið „BAÐVÖRÐUR!" verður
til úr ægilegu hráefni og magnast
svo um munar á veggjum sturtu-
klefans, svo minnir á fmmöskrið
aftan úr dimmustu forneskju. Ná-
veinið sjálft.
Ókyrrð kemur að hópnum, sumir
flýja á náðir handklæðanna, aðrir
sápa sig sem mest þeir mega en
HÖRPULAGA legsteinn
með mvnd otr texta.
ÍSLENSKIR hugvitsmenn þurfa
oft á tíðum að strita til að koma
hugmyndum sínum í framkvæmd.
Rúnar Hartmannsson er einn
þeirra. Hann er alinn upp á Skaga-
strönd og skortir ekki viljann.
Áður var hann verslunarstjóri hjá
kaupfélaginu þar, stundaði sjó-
mennsku, trésmíðar og verka-
mannavinnu. Núna starfar hjá hjá
sjálfum sér Djúpavogi 1 í Höfnum á
Suðurnesjum og líka hjá dagdeild
Flugleiða.
Rúnar hannar og vinnur leg-
steina, „ég teikna og hanna um-
gjörðina, bý til mótin og steypi,"
segir hann, „allir verkþættir eru á
RÚNAR Hartmannsson við vinnu á legsteini.