Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 7

Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 B 7 Þróunarverkefnið „Nýja barnið" hjá Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri stuðl- ar að fjölskylduvernd Sjálfsstyrkur foreldra skiptir miklu í uppvexti barna „Það er full þörf á að auka stuðning í mæðra- og ungbarna- vernd og einnig við fjölskylduráð- gjöf ef uppfylla á þær þarfir sem komið hafa í ljós að eru fyrir hendi,“ segir Karólína. Nefnir hún að manna þurfí eina stöðu fjöl- skylduráðgjafa og eina stöðu í mæðravernd til að koma til móts við þessar þarfir, en heimild ekki fengist til að ráða fleira starfsfólk. „Að okkar mati er brýnt að sinna samskiptum innan fjölskyldu í meira mæli og auka sjálfsstyrk foreldra, en hann skiptir miklu máli í uppvexti barna,“ segir Hjálmar. Þau nefna að betra sé að vinna að þessum málum í tíma, vinna þannig fyrirbyggjandi starf áður en í óefni er komið. Fái foreldrar styrk og stuðning til að vinna úr erfiðum málum sem upp hafa komið geti það komið í veg fyrir erfiðleika á síðari stigum í uppvexti barna. Þau leggja áherslu á að á tímum þar sem vandamál barna og unglinga fara vaxandi sé öflug heilsugaesla áhrifamesta og hagkvæmasta leiðin til að sinna forvörnum og geðvernd fjölskyldunnar. Vandamálin ekki meiri en búist var við Nýleg neytendakönnun stað- festir að fólk er yfirleitt mjög ánægt með þá þjónustu sem það hefur fengið í tengslum við „nýja barnið". „Það kom mér að vissu leyti á óvart hvað fólk er tilbúið til að nýta sér þessa nýju þjónustu, fólk er orðið meðvitaðra um að það er ekki aumingjaskapur að leita að- stoðar vegna tilfinningalegrar van- líðunar eða erfiðra samskipta held- ur þvert á móti afar mikilvægt fyrir heilsuna bæði til sálar og líkama,“ segir Karólína. Hjálmar segir að þegar litið sé yfir farinn veg nú á lokaspretti þessa verkefnis hafi ekki komið í ljós meiri vandamál en hann hafi búist við fyrirfram, en hins vegar hafi verið auðveldara að nálgast þau. „Við viljum gjarnan gera enn betur, auka þjónustu, því það hefur komið í ljós að fólk vill samfellda þjónustu. Við teljum að í þessu verkefni felist nýir möguleikar, for- eldrar eiga greiðan aðgang að stuðningi, aðstoð og fræðslu hér á heilsugæslustöðinni og hún beinist að því að efla sjálfsstyrk þeiiTa og auka hæfni þeirra, sérstaklega á sviði tilfinninga og samskipta." Að lokum leggja þau áherslu á að það þurfi samstöðu í samfélaginu öllu um átak til að bæta stöðu barnafjölskyldna og auka skilning á tilfinningalegum þörfum barna. Var bannfæringin merki um vanmátt kirkjunnar? LONGUM hefur verið litið á bannfæringar sem tákn um vald og sterka stöðu kirkjunnar á miðöldum. Lára Magnúsardóttir sagn- fræðingur segir að bannfæringin hafi verið varnarvopn sem sífellt meiri áhersla var lögð á vegna vanmáttar kirkj- unnar til að hafa stjóm á trúarlífi fólks. Lára er við nám í Háskólanum í Genf í Sviss og hefur undanfarið ár unnið að doktorsritgerð um bannfæringar. Hún hyggst bera saman notkun þeirra á Islandi og í Frakklandi. Útskúfun og útlegð svipaðs eðlis og bann- færingin er þekkt í nán- ast öllum trúarbrögð- um. Bannfæringar hinnar kristnu kirkju voru af ýmsu tagi, en oft var greint milli bann- færingar hinnar meiri og bannfæringar hinnar minni. Sterkasta bannfæringin þýddi útskúfun úr samfélagi kristinna manna. Engir kristnir menn máttu hafa samskipti við þá sem hlotið höfðu þennan dóm. Þeir sem það gerðu smituð- ust, talað var um að „sýkjast" eða „sekjast". Smitið þýddi að þeir voru sjálfir bannfærðir, að vísu aðeins með bannfæringu hinni minni, sem ekki var smitandi. „Mér finnst að mikil áhersla hafi verið lögð á það í sögukennslu hvað kirkjan hafi verið valda- mikil og haft tök á öllu,“ segir Lára. „Bannfær- ingar ei'u eitt af táknunum um þetta mikla vald kirkjunnar. Sama er að segja um rannsóknar- réttinn erlendis. En rannsóknarrétturinn var stofnaður í Frakklandi vegna örvæntingar kirkj- unnar yfir því að almenningur væri nánast hætt- ur að vera kaþólskur." Lára vitnar í þessum efnum til kenninga enska sagnfræðingsins Bernhard Hamilton um að rannsóknarrétturinn hafi ekki áorkað miklu á meginverksviði sínu, sem var að uppræta villu- trú. Aðrar aðstæður hafi hjálpað til við að út- lýma hennni, en rannsóknarrétturinn hafi í stað- inn skilið eftir sig mikla andúð á kirkjunni. Kirkjuna skorti tök á trúarlífi „Ég er að nota svipaðar hugmyndir þegar ég segi að bannfæringar hafi verið varnarvopn kirkjunnar. Bannfær- ingin varð sífellt meira og stærra verkfæri í höndum kirkjunnar, en það er ekki vegna þess að kirkjan hafi verið valdamikil heldur vegna þess að hún réð ekki nógu miklu. í frum- kristni byggðist bann- færingin á sjálfviljugri einangrun þeirra sem hefðu syndgað. Nauð- ungin sem seinna kom til ber vott um vanmátt kirkjunnar.“ Lára vill einnig að notkun íslensku kirkj- unnar á bannfæringum verði skoðuð í nýju ljósi. „í íslenskri sögu hefur verið sagt frá baráttu kirkjunnar á miðöldum eins og hún hafi verið persónuleg barátta ein- stakra biskupa. Sér- staklega á þetta við um frásagnir af Arna Þorlákssyni biskup, sem kall- aður var Staða-Arni. Hann kom með nýjan kristnirétt 1275 og kynnir bannsakir upp úr því. Honum er lýst sem ágjörnum og vondum manni. Þetta lítur öðruvísi út ef það er skoðað í sam- hengi við alþjóðlega löggjöf kirkjunnar. Að mestu leyti virðist barátta íslensku biskupanna vera byggð á henni, en íslenskii- höfðingjar sáu hana ekki í því samhengi." íslensk óhlýðni ólík seriendri Hugsanlega hafa þó íslensku biskuparnir ver- ið duglegri við bannfæringarnar en erlendir starfsbræður þeirra, að minnsta kosti höfðu þeir til þess umboð, samkvæmt íslenskri túlkun á kirkjurétti. „Hugtakið contumacia, eða óhlýðni, virðist hafa verið skilgreint í miklu víðara skiln- ingi á íslandi, en til dæmis á Englandi og Frakk- landi. Erlendis var bannfæringu hinni meiri að- eins beitt ef fólk mætti ekki fyrir rétt eða óhlýðnaðist dómi, og var slík óhlýðni nefnd contumacia. Á íslandi virðist hugtakið hafa verið skilið sem óhlýðni í almennari merkingu þannig að ef einhver var óhlýðinn við valdsmenn kirkj- unnar mátti biskupinn grípa til bannfæringar- vopnsins. Ég veit ekki ennþá hvort þetta hafi gert það að verkum að raunverulegur munur hafi verið á notkun bannfæringa hér og erlendis, en það verður rannsóknarefni mitt næstu árin,“ segir Lára að lokum. BISKUPSVÍGSLA á 14. öld. CHARLOTTA María Hauksdóttir. Ljósmyndir í Róm og Reykjavík UNGUR íslenskur ljósmyndancmi í Rómarborg hefur unnið það sér til frægðar að vera með eina ljósmyndasýningu á sama tíma í hvorri borginni, aðra í Reykjavík og hina í Róm. Listamaðurinn heitir Charlotta Marfa Hauksdótt- ir, hún er 25 ára gömul og er í þann mund að ljúka ljósmyndanámi frá Istituto Europeo di’Design í Róm á Italíu. Ljósmyndasýningin í Róm mun standa yfir næstu tvær vikur en hún er liður í lokaverkefni hennar í skólanum og sýnir sjö myndir af íslensk- um tvíburasystrum. „Þetta er samsýning nokk- urra skólafélaga og þemað er í stórum dráttum lífshamingjan, sagði Charlotta María í samtali við Daglegt líf. Myndir hennar skreyta einnig stofu í gömlu húsi sem eitt sinn var Lækjargata 4 en tilheyrir nú Árbæjarsafninu í Reykjavík. „Myndirnar eru tólf og tengjast allar liðnum tíma á einhvem hátt.“ Charlotta María segir það vera skemmtilega til- viljun að svona skyldi hittast á. „Auðvitað finnst mér gaman að þessu en reyndar hafði ég ekki hugmynd um að sýning stæði yfir á verkum mín- um í Arbæjarsafni. Eg tók myndirnar um síðustu áramót og seldi þær síðan safninu." Gaman 1 Róm I Róm unir Charlotta María hag sínum vel. „Þetta er heimsborg en er samt sveitaleg í þeim skilningi að íbúarnir em mun hlýlegri og vin- gjarnlegri en í öðmm stórborgum sem ég þekki.“ Hvað framtíðin ber í skauti sér er ennþá óljóst hjá Charlottu Maríu. „Ég er opin fyrir öllu en mig langar að koma heim og starfa sem heim- ilda- eða blaðaljósmyndari. Er nokkuð laust starf hjá ykkur þama á Morgunblaðinu?“ Wonderland 100% bómull Hvérs vegna Wonderland? • Vegna þess að Wonderland hágæða dýnur laga sig fullkomlega að líkamanum. Þær eru hannaðar á grundvelli lífeðlisfræðilegrar þekkingar, og er notað aðeins besta hráefni sem til er á markaðnum, jafnvel þótt það sé eilítið dýrara. • Vegna þess að rammadýnurnar frá Wonderland eru þannig gerðar (aftakanlegt áklæði) að þeim má snúa við og nýta dýnuna báðum megin. þannig er hægt að dreifa álaginu og auka endinguna verulega. • Vegna þess að í Wonderland dýnurnar eru einungis notuð hráefni sem ekki valda ofnæmi. • Vegna þess að Wonderland dýnurnar eru framleiddar með aðferð sem er varin einkaleyfi (Europa-patent), en sú aðferð felur m.a. í sér að fjaðrir og bólsturefni eru steypt saman i eina heild. Með þessu móti fæst dýna sem er mjög þægileg að liggja á og veitir fullkomna aðlögun og stuðning við líkamann. • I dýnunni eru engin laus lög sem geta gengið til - og engin hætta er á að tjaðrirnar losni eða núist saman og brotni. • Vegna þess að Wonderland veitir þér lifstiðarábyrgð gegn fjaðrabroti og 5 ára heildarábyrgð. Þú getur verið örugg(ur) þegar þú velur Wonderland. Góðan daginn i Ómenguð vellíðan Líkaminn losar sig við um hálfan annan lítra af svita yfir nóttina. Ennfremur setjast húðagnir og ryk í rúmdýnuna og þar með er rykmaurum, sem geta valdið ofnæmi, tryggt gott viðurværi. Samt hefur fram að þessu verið nánast útilokað að þvo rúmdýnur. Lausnin: Á nýju Wonderland- dýnunum er slitsterkt 100% , bómullaráklæði, bæði á yfirdýnu og á rúmdýnunni sjálfri. Áklæðið er auðvelt að losa af og þvo I þvottavél við 60 gráður. (Rykmaurinn drepst við 58 gráður). Með þessu móti er einfalt að tryggja fullkomið hreinlæti. Poka- fjaðrir Náttúru- latex Þvottur við 60” LFK ÉSg Góða Skeifunni 6, Reykjavik, slmi 568 7733 fax 568 7740 ðSBSSS'SP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.