Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Með augum landans Messa og mannlíf í María Elínborg Ingvadóttir gegnir starfí viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs -----7---------------------------1 -- Islands í Moskvu og segir hér frá páskamessu í Rússlandi. í DAG er páskadag- ur, fjórum vikum eftir að við mæðgur örkuð- Y f \ um úr einni páska- v M 1 messu í aðra í hinni stórkostlegu Vínar- Oborg. Nú eru það ortó- doxar sem fagna pásk- um. Hátíðin hófst með helgihaldi í gær, laug- ardag, og messað var í öllum helstu kirkjum landsins. Epiphany-dóm- kirkjan er kirkja patríarkans, yfirbiskupsins. Há- punktur aðalmessunnar hófst rétt fyrir miðnættið og stóð í fjóra klukkutíma. Aðeins þeir sem sýnt höfðu þá fyrirhyggju að ná sér í aðgöngumiða að mess- unni, komust inn á vel afgirt og vel vaktað svæðið umhverfis kirkj- una. Þessi kirkja er einn af gim- steinum borgar- innar, fyrst byggð um 1840, Pétur mikli lét reisa hana til minningar um landvinninga í norðurhéruðum Kákasus. Seinna var hún endur- byggð í tilefni sigurs yfir her- sveitum Napóle- ons. Ekki fyrir löngu fannst fæð- ingarvottorð Alexanders Puskins hér í kirkjubókum. Kirkjan er eitt listaverk, tignarlegur ein- faldleikinn að utan, en innandyra miklar útflúraðar gyllingar, stór- kostlegar helgimyndir á veggjum og í hvelfingum í lofti, það er líka góður andi í þessari kirkju. Messan náði hámarki eftir ritningarlesturinn, þegar patrí- arkinn, ásamt öðrum tignum kirkjunnar mönnum, gekk fram kirkjugólfið með helgitákn, reyk- elsi og kerti. Út var haldið og gengið umhverfis kh-kjuna, kirkjugestirnir fylgdu á eftir, með logandi kerti í hendi. Utan girðingar fylgdist með mikill mannfjöldi. Þegar inn var komið aftur, hélt athöfnin áfram og upprisunni var fagnað með lof- gjörð og söng. Hér virtist enginn hafa á áhyggjur af brunahættu, hver haldandi á kerti í öllum troðningnum, þó gaus öðru hverju upp sviðalykt, en enginn virtist kippa sér upp við það. Fólk kemur vel útbúið til þessara athafna, konurnar auðvitað með slæður, sumir með heimatilbúin hulstur til að hafa kertið í, en flestir bara með bréfmiða sem kertinu er smeygt í gegnum, til að vaxið dijúpi síður niður á fing- urna. Þar sem mér sýndist í fyrstu að fólk væri almennt með tvö kerti, gerði ég eins, fólkið sem stóð við hliðina á mér, var svo vinsamlegt að gefa mér af sínum bréfmiðum. Á göngunni umhverfis kirkjuna, voru nokkr- ar gamlar konur sem fundu sig knúnar til að segja mér svolítið til, laga bréfmiðana á kertunum mínum og ein spurði af hverju ég væri með tvö kerti, ég ætti bara að vera með eitt. Önnur greip fram í og sagði að annað kertið gæti verið fyrir vin minn, ég var fljót að kinka kolli við því, vildi síður að þær færu að karpa þarna í miðri helgigöngunni. Gamlar konur í Moskvu, einkum þær sem sinna störfum í kirkjun- um, geta verið nokkuð grimmar, reyndar hin verstu sköss, þannig að betra er að haga sér almenni- lega, þegar þær sjá til, sérstak- lega ef maður er útlendingur. Þær eru með nefið ofan í öllu, ekkert er þeim óviðkomandi og þær hika ekki við að stjaka við fólki, prestamir eru ekkert und- anskildir áreiti kerlinganna. Það sem sérstaklega gladdi litla hjartað mitt, var að sjá að þarna var fólk á öllum aldri, karlar jafnt sem konur og allir tóku þátt í helgihaldinu, unga fólkið er jafn vel að sér og það eldra í við- hafnarsiðunum, fólk kom saman til að gleðjast. Það er óneitan- lega góð tilfinn- ing, að fá að taka þátt í helgiathöfn sem þessari, innri gleði fyllir brjóst- ið og samtaka- máttur bænarinn- ar verður svo áþreifanlegur. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða kirkju kaþólskra í Vín, ortódoxa eða Ameríkana í Moskvu. Sú almenna viðurkenning, ekki aðeins í orði, en einnig á borði, að trúin sé hið trausta bjarg, sem tilvera okkar er byggð á, gefur styrk í daglegum ólgusjó og von um betra líf. Líklega er gleðin ein nauðsynlegasta næring and- ans og það er kúnst að kunna að gleðjast og gleðja aðra. Þeir eru ríkir sem það kunna og enn rík- ari sem kunna að bægja frá gleðispillum. Eg hafði ástæðu til að gleðjast í morgun, á göngu minni hér um hverfið mitt, rakst ég á ungan mann, liggjandi sofandi utan i vegg, hann var skítugur og illa haldinn, bólginn og blóðugur í framan. Þar sem ég er að virða fyrir mér manntetrið, kemur að lögreglubiíreið, ein af þessum fínu, innfluttu og út úr snarast tveir vaskir lögregluþjónar, ekki óvingjarnlegir og fara að stumra yfir manninum. Þeir fara í burtu, sem kom mér reyndar ekki á óvart. Hálftíma síðar kem ég aft- ur að þar sem maðurinn liggur, í því rennur að sjúkrabifreið, einnig ein af þessum fínu, sem geta staðið undir nafni. Ég varð auðvitað að fylgjast með. Tveir menn, góðlegir, reyndu að tala við manninn, sem virtist ekki al- veg átta sig á aðstæðum, þeir að- stoðuðu hann gætilega við að rísa á fætur og hjálpuðu honum var- fæmislega inn í bílinn. Ég átti ekki auðvelt með að trúa mínum eigin augum, en ég fylltist ein- hverri mikilli innri gleði. Úr því að þetta gerðist í Moskvu, hvað ekki þá? Mynd úr bókinni Móðir og barn e. E. Fenwick Bætt samskipti forsenda góðrar heilsu UM 30% bamshafandi kvenna hafa þörf fyrir aukinn stuðning, áfallaúr- vinnslu eða einhver meðferðarúr- ræði. Þetta er ein af niðurstöðum í þróunarverkefni sem staðið hefur yfir á vegum Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri undanfarin miss- eri, en því lýkur formlega um næstu áramót og hefur þá staðið yfir í fimm ár. Forsvarsmenn verkefnis- ins, Karólína Stefánsdóttir fjöl- skylduráðgjafi og Hjálmar Frey- steinsson læknir hjá Heilsugæslu- stöðinni á Akureyri, segja þetta verkefni nýjung á íslandi og vona þau að aðrar heilsugæslustöðvar nýti sér það sem fyrirmynd í sínu starfi. Um er að ræða þróunarverkefni í mæðravernd og ungbarnavernd sem ber heitið „Nýja barnið _ aukin fjölskylduvernd og bætt samskipti". Markmiðið er að skapa heilsuvernd sem fellur sem best að mismunandi þörfum neytendanna og tekur mið af því að góð tilfinningatengsl em undirstaða góðrar heilsu. Hugað er að sálrænum og félagslegum áhættuþáttum ekki síður en líkam- legum. Tíð og reglubundin sam- skipti í mæðra- og ungbamavernd hafa verið nýtt til að greina og skiija félagslega og tilfinninga- áhættuþætti og ná samvinnu við fjölskyldurnar um úrræði. Á þessu mótunarskeiði fjölskyldunnar er oft auðveldara en ella að ná samstarfi um úrbætur. Mikilvægt tímabil í lífi fjölskyldunnar Karólína segir að rannsóknir síðari ára hafí í auknum mæli beinst að meðgöngunni, fæðingunni og fyrsta skeiði í lífi barnsins, enda sé þetta mikilvægt tímabili í lífi ein- staklings og fjölskyldu. Hún bendir á rannsóknir norska sálfræðingsins dr. Lisbeth Brudahl sem leggur áherslu á þýðingu forvarnarstarfs fyrir verðandi og nýorðna foreldra og hvað þekking og viðmót heil- brigðisstétta getur á þessu við- kæma skeiði í lífi fjölskyldunnar haft afdrifarík áhrif. Með tiltölulega einföldum aðgerðum bjóði þetta tímabil upp á hagstæða möguleika Morgunblaðið/Kristján HJÁLMAR Freysteinsson læknir og Karólína Stefánsdóttir fjölskylduráðgjafi. DAGNÝ Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá ungbarnavernd Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri með Viðar Theódór Friðriksson, 10 mánaða gamlan snáða á Akureyri. á að fyrirbyggja tilfinningalega og félagslega erfiðleika og stuðla að heilbrigðri tengslamyndun. Starfsfólk heilsugæslustöðvar- innar sem tekur þátt í verkefninu hefur með fræðslu og handleiðslu lært að nýta betur eigin reynslu og annarra til að greina áhættuþætti og þá hefur stuðningur og meðferð við þá sem eru í mestri þörf fyrir slíkt verið aukinn. Fram hefur kom- ið á því tímabili sem verkefnið hef- ur staðið að a.m.k. 30% barnshaf- andi kvenna hafa þörf fyrir aukinn stuðning, áfallaúrvinnslu eða ein- hver meðferðarúrræði. Niðurstöður rannsókna sýna að líðan mæðra á meðgöngu og eftir fæðingu hefur mikla þýðingu fyrir heilsu og þroska barnsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.