Morgunblaðið - 13.06.1997, Qupperneq 3
ORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1997 C 3
ÍÞRÓTTIR
GOLF
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Isgeir Ásgeirsson fara á Evrópumótið í snóker sem hefst I
ðn sér slgur þar, en hann varð annar á mótinu í fyrra.
öðru sæti á Evrópumótinu ítyrra
til að verða
sætiaftur
að sigra í fimm römmum, sex
ramma þarf til sigurs í 8-manna
úrslitum, sjö í undanúrslitum og
átta í sjálfum úrslitaleiknum sem
verður sunnudaginn 29. júní. Þar
ætlar Kristján að vera - og sigra.
Undanriðill fyrir atvinnu-
mannadelldfna hér á landi
Ákveðið hefur verið að hér á
landi verði haldin undankeppni
fyrir atvinnumannadeildina, sem
líkja má við NBA í körfuknatt-
leiknum. Ætlunin er að halda
mótið hér í janúar eða febrúar og
tveir efstu úr því móti vinna sér
rétt til að keppa á öðru slíku
móti sem haldið verður í Belgíu.
Frá því móti komast sjö bestu á
atvinnumannamótið sem verður í
Blackpool og mun samband at-
vinnumanna greiða ferðir og uppi-
hald vegna þess.
Tveir á HM 21 árs og yngri
Allt útlit er fyrir að tveir íslensk-
ir snókerspilarar verði sendir á
heimsmeistaramót 21 ars og yngri
sem haldið verður í írlandi í ág-
úst. Bemharð Bemharðsson, Is-
landsmeistari unglinga, hefur
ákveðið að fara og Islandsmeistar-
inn frá því í fyrra, Örvar Guð-
mundsson, er að velta því fyrir sér.
Övænt
upphafs-
högg
STEVE Hart, bandarískur
kylfingur, sló fyrsta höggið
á Opna bandaríska mótinu
sem hófst í gær. Það kom
nokkuð snöggt upp á að
hann skyldi slá fyrsta högg-
ið, og yfirleitt vera með.
Mótshaldarar vöktu hann kl.
6.15 í gærmorgun að staðar-
tíma og spurðu hvort hann
gæti mætt á teig 45 mínútum
síðar vegna forfalla. Hart,
sem er 27 ára, taldi það ekki
mikið vandamál enda ætti
hann tvo syni, tveggja ára
og níu mánaða ogþeir sæju
um að hann væri „fljótur í
gang á morgnana,“ eins og
hann sagði
Þegar Hart mætti á teig-
inn kom í Hós að hann átti
að slá fyrstur. „Ég sló fyrst-
ur. Ég sló fyrsta höggið á
U.S. Open, getið þið ímynd-
að ykkur annað eins?“ sagði
kappinn í sjöunda himni eft-
ir að hann hafði lokið leik.
Hann lék á 74 höggum, fjór-
um höggum yfir pari.
Birgir Leifur
þrítugasti
BHtGHt Leifur Hafþórsson,
kylfingur frá Akranesi, varð
í 30. sæti á Siab-mótinu á
sænsku mótaröðinni um síð-
ustu helgi. Birgir Leifur
komst áfram eftir tvo hringi
af fjórum, lék á pari fyrsta
daginn, 71 höggi, og var þá
í 9.-13. sæti. A föstudaginn
lék hann á 77 höggum og
var í 41.-51. sæti, en alls
komst 51 kylfingur áfram
af þeim 160, semhófu
keppni áfimmtudag.
Þriðja og fjórða daginn
lék Birgir Leifur á 74 högg-
um og því alls á 296 högg-
um, 13 yfir pari, og endaði
í 30. sæti. Fyrir það fékk
hann tæpar þrjátíu þúsund
krónur en sigurvegarinn,
Joakim Rask sem lék á 281
höggi, fékk rúmar 650 þús-
undkrónur.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Sigfús
Pæjur í Eyjum
PÆJUMÓTIÐ í Eyjum, eða Pepsi-mótið eins og það er kallað, var sett í áttunda sinn í gœr en
þar keppa stúlkur úr 6., 5., 4. og 3. flokki. Keppendur eru nœrri 900 talsins og lœtur nærri að
um 1.300 manns komi til Eyja vegna mótslns og setur fjöldinn mikinn og skemmtilegan svip
á Eyjarnar. Á myndinni eru nokkrar hressar Haukastúlkur sem ætla að gera sitt besta.
Reuter
SKOTINN Colln Montgomerie lék manna best á fyrsta degi
Opna bandaríska mótsins í golfi sem hófst í gær, lék á flmm
höggum undir pari vallarins.
Montgomerie
lékbestallra
Colin Montgomerie hefur for-
ystu eftir fyrsta daginn í Opna
bandaríska golfmótinu sem hófst
í gær á Congressional-vellinum við
Washington. Skotinn knái lék á
65 höggum, fimm höggum undir
pari vallarins sem þykir mjög erfið-
ur. Hann var samt ekki í neinum
vandræðum enda hafði hann lýst
því yfir fyrir keppnina að honum
líkaði vel að leika á velli þar sem
menn yrðu að hugsa, en ekki bara
að slá eins langt og hægt væri,
þó svo völlurinn væri langur.
Hal Sutton, sem sigraði á meist-
aramóti PGA 1983, og Steve Stic-
ker léku á 66 höggum en alls keppa
156 kylfingar á mótinu. Tom Le-
hman og Mark McNulty léku báðir
á 67 höggum og Japanskur nýliði
á stórmótum, Hideki Kase lék sinn
fyrsta hring á 68 höggum og verð-
ur það að teljast gott. Margir
þekktir kyflingar lentu í vandræð-
um á hinum erfiða og þrönga velli
þar sem grasið utan brauta er
mjög þétt og hátt auk þess sem
100 sandglompur eru á vellinum
og fjórar hættulegar vatnstorfær-
ur.
„Svona á golf að vera. Menn
eiga að þurfa að hitta brautir í
teighöggunum," sagði Montgo-
merie eftir hringinn í gær en hann
hitti 13 af 14 brautum af teignum
og notaði aldrei „dræverinn" held-
ur trékylfu númer þijú. „Þetta er
trúlega einn besti hringur sem ég
hef leikið um ævina. En það er
mikið eftir, ég er aðeins búinn með
11 kílómetra af þeim 45 sem ég
þarf að ganga í mótinu,“ sagði
hann.
Tiger Woods lenti í vandræðum
í gær og kom inn á 74 höggum,
fjórum yfir pari og þar eru tveir
skrambar taldir með. Woods lék
mjög ójafnt og honum var greini-
lega brugðið því um leið og hann
hafði skrifað undir skorkortið rauk
hann út í bíl sem beið hans og
kvaddi hvorki kóng né prest.
■ JACK Nicklaus mun fá einr
af draumum sínum uppfylltan á
Opna bandaríska mótinu í golfí.
Hann mun leika í mótinu eins og
undanfarna áratugi og að þessu
sinni er Gary sonur hans einnig
meðal keppenda. „Ég er mjög þakk-
látur mótshöldurum fyrir að leyfa
okkur að leika í sama móti, en urr.
það hefur mig dreymt lengi," sagði
Nicklaus. '■
■ ÞESS má geta að Nicklaus tek-
ur nú þátt í 41. Opna bandaríska
mótinu í röð og þetta er í 150. sinn
sem kappinn tekur þátt í einu ai
stóru mótunum fjórum. Það eru þvi
sannkölluð tímamót hjá Nicklaus
sem margir telja kylfíng allra tíma.
■ ÞETTA er fjórða sinn sem feðg-
ar leika í sama U.S. Open. Nick-
laus, sem er elsti keppandinn á
mótinu, 57 ára, hafði vonast til afi
hinir þrír synir hans hefðu líka get-
að leikið með, en Gary var sá eini
sem komst í gegum forkeppnina,
Jackie, Steven og Michael verða
að bíða betri tíma. Steven tekur
þó á vissan hátt þátt í mótinu því
hann er kylfusveinn föðurs síns.
■ ÞAU merku tímamót urðu í
gær, þegar mótið var sett í 97. sinn,
að kylfusveinum og meyjum var
leyft að vera í stuttbuxum, en hing-
að til hafa þau orðið að vera í síðum
buxum. „Með þessu viljum við bæta'
vinnuaðstöðu kylfusveina og meyja.
Það er erfiðisvinna að bera golfpok-
an um allan völl í miklum hita,“
sagði David Fay, talsmaður banda-
ríska golfsambandins. Kylfingarnii
sjálfir, sem sjá um að sveifla kylfun-
um, verða hins vegar að klæðast
síðum buxum.