Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 3
2 C LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ1997 C 3
Körfuknattleiks
kona fljótust
Marion Jones fyrrum leikmaður
körfuknattleiksliðs Norður-
Karólínuríkis í kvennaflokki stal
senunni í undankeppni 100 m
hlaups kvenna á bandaríska meist-
aramótinu í Indianapolis í gær. Hún
hljóp fyrst á 10,98 sek., og bætti
um betur í undanúrslitum er hún
fékk tímann 10,92 sek.
Jones er 14. bandaríska stúlkan
sem hleypur 100 m á skemmri tíma
en 11 sek. Jones hefur nýlega snú-
ið sér að keppni í fijálsíþróttum á
ný eftir að hafa leikið köfuknattleik
í þrjú tímabil, en á háskólaárum
sínum æfði hún spretthlaup og þótti
liðtæk. Þá fótbrotnaði hún ekki fyr-
ir löngu og eftir þessum árangri
að dæma hefur hún náð sér vel á
strik. Fátt var annað óvænt í 100
m hlaupi kvenna og eins og við var
búist tryggði Gail Devers sér örugg-
lega sæti í úrslitum. í riðlakeppn-
inni hljóp hún á 10,99 sek sem er
hennar besti tími á árinu. í undan-
úrslitum nægði henni að hlaupa á
11,15 sek. til þess að komast í úr-
slit. Verður fróðlegt að fylgjast með
einvígi þeirra Jones og Devers í
úrslitahlaupinu. Sem kunnugt er er
heimsmeistarinn Gwen Torrence
ekki á meðal keppenda vegna
meiðsla.
„Mér leið vel og var vissum að
geta bætt mig,“ sagði Jones eftir
síðara hlaupið. „Eftir 60 metra fann
ég að tíminn yrði góður.“ Jones var
heldur ekkert að slá af yfirlýsingum
um framtíðina. „Nú ætla ég að
halda mig við spretthlaupin næstu
árin, ég er viss um að geta orðið
besti spretthlaupari heims.“
Vallarmet hjá Barnes
Randy Barnes náði besta árangri
ársins er hann setti vallarmet í
kúluvarpi i úrslitum, 22,03 m.
Gamla vallarmetið átti Brian Old-
field frá því á áttunda áratugnum.
Annar varð Kvein Toth með 21,78
m sem er hans besti árangur til
þessa og þriðji varð C.J. Hunter,
varpaði 21,34 m. Þess má til gam-
ans geta að Hunter þessi er sambýl-
ismaður Jones spretthlaupara.
„Kúluvarpið hefur ekki staðið
eins vel í Bandaríkjunum í fjölda-
mörg ár,“ sagði Barnes. Hunter
bætti við: „Nú er óskandi að okkur
tækist að ná fyrsta öðru og þriðja
sæti á HM eins og stefnan var á
Ólympíuleikunum í fyrra, en tókst
ekki.“ Keppnin var hins vegar von-
brigði fyrir heimsmeistarann John
Godina. Hann varð í fjórða sæti
með 20,49 m og missti þar með af
sæti á heimsmeistaramótinu. Þrátt
fyrir þetta þá á Godina annan
möguleika á að tryggja sér farmiða
til Aþenu þar sem hann er einnig
skráður til leiks í kringlukasti.
„íslandsvlnur" í 8. sæti
Steve Fritz tugþrautarkappi
sýndi styrk sinn á síðari keppnis-
degi og hampaði fyrsta sæti eftir
að hafa verið annar eftir fyrri dag.
Alls hlaut Fritz 8.604 stig sem er
annar besti árangur ársins. Aðeins
sigurvegarinn á mótinu í Götzis á
dögunum, sem Jón Arnar keppti
á, hefur gert betur. Það er Eduard
Hámálainen, 8.617 stig.
Annar í þrautinni varð Chris
Huffins með 8.458 stig og fór því
ekki upp fyrir Jón Arnar Magnús-
son á heimsafrekalistanum á árinu,
en met Jóns frá því á dögunum er
8.470 stig. Shawn Wilbourn tryggði-
sér keppnisrétt á HM er hann
hreppti þriðja sætið með 8.268.
Ricky Barker sem keppti á ÍR-mót-
inu í Laugardalshöll í vetur varð
áttundi, hlaut 7.910 stig.
Kely Blair sigraði í sjöþraut
kvenna, önglaði saman 6.465 stig-
um, sem er hennar besti árangur
um ævina, De Dee Nathan varð
önnur með 6.317 stig og sú er hafði
forystuna að loknum fyrri degi,
Kym Carter, hafnaði í þriðja sæti
með 6.289 stig.
Sleggjukastið á Smáþjóðaleikunum
Óhress með
aukakeppnina
UM HELGINA
Knattspyrna
Laugardagur:
Coca Cola bikar karla:
Akranes. ÍA23-ÍA.....................14
Dalvík: Dalvík - FH..................14
Garður: Víðir - Grindavík............14
KR-völlur: KR 23 - Fram..............14
Leiknisvöllur: Leiknir- ÍBV..........14
Nesk.staður: ÞótturN. - ÞrótturR....14
Sindravöllur: Sindri - Breiðablik....14
ÍR-völlur: ÍR - Keflavík.............16
Sandgerði: Reynir- Stjaman..........17
1. deild kvenna:
Vopnafjöður: Einheiji - Höttur......14
Reyðarfjörður: KVA - Sindri.........17
Sunnudagur:
Coca Cola bikar karla:
Fjölnisvöllur: Fjölnir- KA..........14
Húsavík: Völsungur- Fylkir..........14
Kópavogur: HK - Leiftur.............14
Varmárvöllur: UMFA - Þór.............14
Keflavik: Keflavík 23 - Valur.......16
■ Keflvíkingar hafa ákveðið að hafa
ókeypis aðgang að þessum leik. Er það
gert til þess að þakka stuðningsmönnum
liðsins jákvæða og góðan stuðnig það sem
af er leiktíðinni.
Siglufjörður: KS - KR................20
Víkingsv.: Víkingur- Skallagrímur....20
Stofn deildin:
(Efsta deild kvenna:)
Valsvöllun Valur - ÍBA...............14
1. deild kvenna:
Siglufjörður: KS - UMFT..............14
Mánudagur:
Stofn deildin:
(Efsta deild kvenna)
Akranes: ÍA - KR.....................20
Vestm.eyjar: ÍBV - Stjaman...........20
Kópavogur: Breiðablik - Haukar.......20
1. deild kvenna:
Grindavík: Grindavlk - Fjölnir.......20
Kaplakriki: FH - Reynir S............20
Ólafsfjörður: Leiftur - Hvöt.........20
3. deild karla:
ísafjörður: Ernir - Reynir Hn........20
Egilsstaðavöllur: Höttur - Neisti D..20
Sund
Afmælissundmót Ægis
Fer fram I dag í Laugardalslaug og hefst
keppni kl. 13.15. Sundmenn reyna með
sér I 20. greinum og veitt verða verðlaun
fyrir hæstan samanlagðan stigafjölda úr
tveimur greinum I karla og kvennaflokki
samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Einnig
fá 3. bestu aðilar I hverri grein verðlauna-
peninga.
Golf
Opið öldungamót, Fannarsbikarinn, verð-
ur I Grafarholtsvelli á mánudaginn og
þriðjudaginn. Keppni hefst kl. 15 á mánu-
daginn. Leikið er með „eclectic" fyrir-
komulagi með hámarksforgjöf 24 hjá
körlum og 28 hjá konum.
Guðmundur Karlsson, sleggju-
kastari, hafði samband við
Morgunblaðið og sagði að ekki hefði
verið farið rétt með í umfjöllun blaðs-
ins um sleggjukastskeppninni á
Smáþjóðaleikunum. Ein sleggjan
reyndist of létt og því voru tvær
umferðir keppninnar endurteknar.
„í þriðju umferð kastaði ég sleggj-
unni tæpa 64 metra. Ég fór strax
til Eggerts Bogasonar, kaststjóra,
og spurði hvort sleggjurnar hefðu
ekki allar verið vigtaðar fyrir keppn-
ina því ég tryði því ekki að ég gæti
kastað svona langt því ég hef ekk-
ert æft í tvö ár. Síðan kom í Ijós
að sleggjan var allt of létt og hún
þá tekin úr umferð og kastið dæmt
ógilt. Ég sleppti fjórðu umferðinni
en kastaði 59,28 metra í fimmtu og
síðustu umferðinni og fékk síðan
aukakast vegna kastsins sem var
dæmt ógilt," sagði Guðmundur.
Eftir keppnina kærðu Lúxem-
borgarar framkvæmd keppninnar og
kröfðust þess að fyrstu tvær umferð-
irnar yrðu endurteknar. Yfirdómar-
inn varð við þeirri beiðni eftir samr-
áð við sleggjukastarana og fór auka-
keppnin fram á kastvellinum við hlið
Laugardalsvallar. Allir keppendurnir
samþykktu þetta nema Guðmundur
Karlsson, sem var farinn heim. Lúx-
emborgarinn Charles De Ridder, sem
var með þriðja besta árangurinn eft-
ir keppnina á Laugardalsvelli, náði
síðan lengsta kastinu í aukakeppn-
inni og vann gullverðlaunin.
Guðmundur var mjög óhress með
aukakeppnina og sagði að það hefði
þurft samþykki allra keppenda til
að aukaköstin teldust lögleg í keppn-
inni því allir hefðu fengið jafn mörg
köst með löglegum sleggjum. „Það
var hringt í mig heim og spurt hvort
ég væri ekki samþykkur auka-
keppni, en ég neitaði því. Ég hef
skrifað bréf til Ólympíunefndar og
FRÍ út af þessu máli. Eg tel að þetta
hafi verið ólöglegt og þarna voru
við íslendingar einnig sviptir gull-
verðlaunum.“
Samkvæmt reglum
BIRGIR Guðjónsson var yfirdómari frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna.
„Það gerðist algjörlega óviljandi að ein sleggjan sem notuð var í keppninni
var of létt. Ég vil taka skýrt fram að alls ekki var um svindl að ræða
heldur mannleg yfirsjón að sleggjan skyldi tekin með út á völl,“ sagði Birg-
ir við Morgunblaðið. „Hún var kyrfilega merkt sem 6 kílógramma sleggja
[en venjulegsleggjaer7,125 kg]. Égsemyfirdómariberábyrgðáþessu
og viðurkenni mistök okkar. En viðbrögðin voru algjörlega samkvæmt regl-
um. Ég hef fullt leyfi, sem yfirdómari, til að flytja keppni með þessum
hætti samkvæmt alþjóðlegum reglum og allir sem gátu tekið þátt í auka-
keppninni samþykktu það skriflega að keppa á æfingasvæðinu. íþróttamenn-
irnir áttu val um að bíða til að geta endurtekið umferðirnar tvær á íþrótta-
vellinum eða kasta á alþjóðlega æfingasvæðinu. Tíminn var naumur vegna
þess að hefðu þeir valið að kasta á leikvanginum hefðu þeir varla náð loka-
athöfn leikanna. Þeir völdu síðari kostinn og allir, sem tóku þátt í auka-
keppninni, voru samþykkir því að kasta þar,“ sagði Birgir.
______________________________ÍÞRÓTTIR___
Er hægt að rétta skútuna við?
Lykill að velgengni?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Islands, tekur við lykli frá borgarstjóran-
um í Reykjavík, Inglbjörgu Sólrúnu Gísladóttlr, fyrlr landsleiklnn vlð Lltháen á miðvikudags-
kvöld. Þá tók KSÍ formlega vlð rekstri Laugardalsvallar. Eggerts og samstarfsmanna hans bíð-
ur nú það verkefni að flnna lausn á vandamálum landsliðsins.
INNLENDUM
VETTVANGI
íslenska landsliðið er því
miður á hraðri niðurleið
í alþjóðlegri knatt-
spyrnu. Skapti Hall-
grímsson veltir stöðu
liðsins fyrir sér, eftir
jafntefiið gegn Litháen
á miðvikudag.
STAÐREYNDIRNAR tala sínu máli.
Æpa reyndar; ísland var í 44. sæti
á heimslista Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins (FIFA) í október 1995,
í 52. sæti þegar keppni í undanriðlin-
um hófst í maí í fyrra og er nú í
76. sæti. Liðið hefur lokið sex leikj-
um í undanriðli heimsmeistara-
keppninnar, tapað þremur og gert
þijú jafntefli - gegn Makedóníu á
heimavelli í fyrra, gegn írum á úti-
velli og gegn Litháum á Laugardals-
velli á miðvikudag - og hefur ekki
skorað nema einu sinni. Arnór
Guðjohnsen gerði markið á 65. mín.
fyrsta leiksins gegn Makedóníu á
Laugardalsvelli og síðan eru liðnar
475 leikmínútur.
Árangur landsliðsins er ekki við-
unandi.
Fyrsti leikurinn gegn Makedóníu
var lélegur. Sá næsti, ytra gegn Lit-
háen, var miklu betri og íslendingar
léku prýðilega að mati blaðamanns
Morgunblaðsins á staðnum en óréttl-
át vítaspyrna, sem heimamenn
fengu á 20. mínútu, breytti gangi
leiksins. Eftir að hafa skorað úr
henni lögðust heimamenn í vörn,
íslendingar urðu að sækja sem hent-
aði gestgjöfunum vel og þeir innsigl-
uðu sigur með öðru marki seint í
leiknum.
Þriðjp leikurinn í riðlinum var við-
ureign íslands og Rúmeníu á Laug-
ardalsvelli. Gestirnir sigruðu, 4:0,
og íslenska liðið var afleitt. Mikið
var um þá viðureign fjallað í fyrra
og sá sem hér skrifar gagnrýndi lið-
ið mjög. Úrslitin þurftu ekki að koma
á óvart, en framganga leikmanna
var ekki viðunandi. Búast má við
tapi gegn liði eins og því rúmenska
og stundum er hægt að sætta sig
við tap; þegar allir leggja sig fram,
reyna hvað þeir geta til að skila hlut-
verki sínu með sóma en tapa engu
að síður, er lítið við því að segja.
En þegar svo er ekki getur enginn
sætt sig við að bíða lægri hlut.
ísland gerði síðan markalaust
jafntefli við íra í Dublin og þar má
segja að lið íslands hafi staðið sig
mjög vel. Það varðist af miklum
krafti, eins og til stóð, hélt hreinu
og náði í eitt stig.
Fimmti leikurinn var í Makedóníu
um síðustu helgi og margt gott má
segja um íslenska liðið í þeirri viður-
eign. Enda telur Logi Ólafsson
landsliðsþjálfari það besta leik liðsins
í keppnini. „Vörnin var mjög góð
og sóknarleikurinn betri en á móti
írum en við náðum ekki að halda
hreinu. Næsta skref er að sameina
það besta í vöm og sókn,“ sagði
hann og blaðamaður Morgunblaðs-
ins á staðnum taldi liðið hafa staðið
sig mjög vel.
Áfallið kom svo á miðvikudaginn
með slökum leik íslands gegn Lithá-
en í Laugardal.
Staðreyndin er sú að lið íslands
hefur leikið miklu betur á útivelli
en heimavelli í þessari keppni.
Hvernig stendur á því? Baráttugleð-
in, samstaðan og krafturinn var til
staðar í leikjunum í írlandi og Lithá-
en í fyrra og í Makedóníu sl. laugar-
dag. Sömu sögu er hins vegar ekki
að segja af leikjunum þremur í Laug-
ardal - gegn Makedóníu, Rúmeníu
og Litháen. Hvers vegna ekki? Eru
væntingarnar of miklar til liðsins
hér heima, þannig að leikmenn fari
á taugum fyrir framan eigin áhorf-
endur? Hefur það slæm áhrif hve
íslenskir áhorfendur eru latir við að
hvetja sína menn? Það er auðvitað
rannsóknarefni út af fyrir sig hvers
vegna svo er; við það jaðrar að hefji
einhver upp raust sína til hvatningar
líti aðrir stúkugestir á viðkomandi
og álíti hann skrýtinn. Innandyra,
þegar handboltalandsliðið á í hlut,
er fólk ófeimið við að sleppa fram
af sér beislinu, syngja, öskra og láta
öllum illum látum, en utandyra virð-
ist sem landanum þyki það óviðeig-
andi. Slíkt er vitaskuld fjarstæðu-
kennt, og umhugsunarefni hvaða
leiðir megi finna til úrbóta. Knatt-
spyrnumenn okkar þurfa, ekki síður
en handboltamennirnir, mikla og
góða hvatningu í keppni.
Er skýringin, eða a.m.k. hluti
hennar, sá að á heimavelli ætla ís-
lendingar sér gjarnan að beita sókn-
arleik - a.m.k. gegn liðum sem ekki
teljast sérlega sterk? Það kemur þá
gjarna í hlut íslendinga að þurfa að
stjórna leiknum, en það hlutverk
virðist ekki henta þeim. Það hefur
þó gengið upp hjá íslenska liðinu á
stundum, þannig að ekki er ómögu-
legt að reyna slíka spilamennsku.
Til þess þurfa menn að hafa mikla
trú á sjálfum sér og mega ekki van-
meta andstæðing sinn. Og heldur
ekki bera of mikla virðingu fyrir
honum.
Það hentar íslendingum hins veg-
ar best að leggja áherslu á að veij-
ast vel og beita skyndisóknum. Þeir
þurfa að leika hratt fram völlinn,
eftir að hafa náð knettinum, og
reyna að koma andstæðingnum
þannig í opna skjöldu. Það er besta
leiðin til að ísland geti farið að fagna
sigrum. Til að ísland mjakist ofar á
heimslista FIFA. Það þarf enginn
að skammast sín fyrir það að leggja
áherslu á góða vörn og beita skyndi-
sóknum, ef það er gert á réttan
hátt og skilar árangri. Um það eru
mýmörg dæmi og áhangendum líður
miklu betur ef slík leikaðferð gengur
vei upp heldur ef lið reynir að sækja
án þess að það skili nokkrum sýni-
legum árangri og það á kostnað
vamarinnar.
Markmið
Landsliðsþjálfarinn sagði í fyrra
í viðtali við Morgunblaðið, þar sem
hann svaraði gagnrýni undirritaðs
eftir leikinn við Rúmeníu, að mark-
mið liðsins hefði verið, og væri ennj
að hækka um styrkleikaflokk. „I
Morgunblaðinu eftir Rúmeníuleikinn
kom fram að ekki ætti að vekja
óraunhæfar væntingar eða byggja
skýjaborgir en ég tel þessar vænt-
ingar ekki skýjaborgir. Við teljum
okkur enn eiga möguleika á að ná
markmiðinu og stefnum að því.“
Þetta sagði þjálfarinn í blaðinu 12.
október. Skyldi hann enn trúa því
að markmiðið náist? Liðið er bersýni-
lega ekki á réttri leið undir stjórn
hans og því verður einhveiju að
breyta. Hann kveðst ætla að standa
við samning sinn við KSÍ og formað-
ur KSÍ segir ekki til umræðu hjá
stjórn sambandsins að Iáta þjálfar-
ann fara. Enda er ekki víst að það
myndi breyta neinu og hér er alls
ekki verið að skella skuldinni á þjálf-
arann einan. En það ér nú oft þann-
ig að þegar illa fiskast er skipstjór-
inn settur í land í von um breyting-
ar. ísland á hins vegar eftir að halda
á fengsæl mið; tvær viðureignir við
Lichtenstein eru eftir og eðlilegt að
hægt sé að krefjast sex stiga úr
þeim, þannig að skiljanlegt er - þó
ekki væri nema vegna þess - að
þjálfarinn vilji halda áfram þar til
samningurinn rennur út, til að það
komi ekki í hlut annars þjálfara að
landa stigunum sex.
Liðið hefur þótt leika vel í þremur
leikjum af sex, en afar illa í hinum.
Líður leikmönnum svona miklu betur
í útlöndum? Er undirbúningurinn þar
öðruvísi en hér heima? Nær þjálfar-
inn ekki að hleypa þeim eldmóði í
bijóst leikmanna, sem nauðsynlegur
er, nema fjarri heimahögunum? Ef
svo er, hvers vegna?
ísland er ekki stórþjóð í knatt-
spyrnu, fjarri því, en þjóðin á þó
nokkra það frambærilega knatt-
spymumenn að hún á að geta náð
skárri árangri en undanfarið.
Hvert stefnir íslenska liðið? Hvert
er markmið þess? Algengt svar við
seinni spurningunni er að liðið fari
ætíð með því markmiði inn á völl
að sigra. Og að markmiðið í keppn-
inni sé að hækka um styrkleika-
flokk, eins og þjálfarinn sagði. Und-
irritaður spurði eftir leikinn við
Rúmeníu í fyrra: Getur verið að ís-
lenska landsliðið sé komið á villigöt-
ur? Að það hafí lent inni í blindgötu
og rati ekki til baka? Spurningin
virðist því miður eiga jafn vel við í
dag og þá. Það skal skýrt tekið fram,
eins og eftir títtnefndan Rúmeníu-
leik, að þetta er ekki skrifað vegna
haturs á landsliðsþjálfaranum eða
leikmönnum hans. Þvert á móti
vegna væntumþykju og með hag
landsliðsins að leiðarljósi. Undirrit-
aður var svo sem ekki efstur á vin-
sældalista forráðamanna liðsins eða
leikmanna eftir tapið gegn Rúmeníu
en máiið snýst ekki um það, og slíkt
skiptir nákvæmlega engu máli. Mest
um vert er að allir geri sér grein
fyrir því að við núverandi ástand
verður ekki unað; hver og einn verð-
ur að hugsa sín mál gaumgæfilega
og komast að því hvort hann er sátt-
ur við sig.
Undirritaður reit í umfjöllun sinni
um tapið gegn Rúmeníu í fyrra: „ís-
lensku leikmennirnir léku ekki af
lífi og sál - með „hjartanu" eins og
það er kallað. Hvers vegna ekki?
Allir vita að slíkt er grundvallaratr-
iði þegar íslenskt knattspymulands-
lið á í hlut.“ íslendingar eru slakari
en margar þjóðir í ýmsum atriðum
sem máli skipta, svo sem tækni og
hraða, jafnvel leikskilningi og ein-
mitt vegna þessa er svo mikilvægt
að baráttuandinn, samstaðan og
krafturinn sé til staðar. Þetta hljóm-
ar auðvitað eins og gömul lumma.
Stagl. En þó sömu setningarnar séu
prentaðar í dag og síðastliðið haust
er það vegna þess að ástandið er
einfaldlega jafn slæmt. Hefur að
minnsta kosti ekki skánað. Eitthvert
andleysi og doði hvílir yfir landslið-
inu. Ekki skal ég hætta mér út á
þann hála ís í þetta skipti að lýsa
því yfir að metnað skorti, en eitt-
hvað vantar - hvaða nafni menn
vilja nefna það.
UðM
Hvernig ætlaði íslenska liðið að
spila gegn Litháen? Hvert átti að
vera hlutverk hvers og eins í liðinu?
Þegar leika á sóknarleik á heima-
velli, hver getur stjórnað leik liðsins
á miðsvæðinu? Er einhver annar til
í það hlutverk en Sigurður Jónsson?
Hann lék frábærlega í vörninni gegn
írlandi og Makedóníu á útivelli, þar
sem vitað mál var að íslenska liðið
þyrfti að leggja ríkari áherslu á góð-
an varnarleik en oft áður, en gat
ekki Guðni Bergsson tekið þá stöðu
aftur í heimaleiknum? Eyjólfur
Sverrisson hefur leikið í vörn Hertha
Berlin í allan vetur og staðið sig
mjög vel, að sögn. Hvers vegna ekki
að hafa hann í vörn en hleypa Sig-
urði framar? Eða, fyrst liðinu var
stillt upp eins og raun ber vitni, að
færa Eyjólf aftur í vörnina og Sig-
urð framar, þegar ljóst var að dæm-
ið gengi ekki upp?
Tvíburarnir Arnar og Bjarki hafa
einu sinni áður leikið saman í
fremstu víglínu landsliðsins. Þeir
léku hins vegar aldrei saman í fram-
línu Akraness-liðsins. Arnar var allt-
af fremstur og Bjarki annaðhvort á
miðjunni fyrir aftan hann eða úti á
kanti. Almennt er talið að annar
framherji í liði, að minnsta kosti,
þurfi að vera eldfljótur og geta
„sprengt upp“ vörn andstæðingsins,
en þeir bræður eru heldur seinir til
þess, satt að segja, að vera saman
í fremstu víglínu. Fáir efast um
hæfileika þeirra, en þeir nýtast þó
ekki sem stendur.
Annað sem vert er að gefa gaum
er að nokkuð er um liðið síðan deild-
arkeppni í Englandi og Þýskalandi
lauk og sumir leikmanna frá þar-
lendum liðum virkuðu hreinlega ekki
í æfingu. Eyjólfur, Lárus Orri og
Guðni voru alls ekki eins og þeir
eiga að sér. Ekki heldur tvíburarnir.
Getur verið að þessir menn séu ekki
í nægilega góðri þjálfun? Bjarki seg-
ir reyndar um bróður sinn, í samtali
við Morgunblaðið eftir leikinn:
„ .. .en hann gengur þó ekki heill
til skógar enda verið meiddur meira
og minna í eitt og hálft ár.“ Ef leik-
menn eru ekki fullkomnlega í lagi
eiga þeir ekki að leika í landsliðinu.
Þótt um bestu leikmenn landsins í
ákveðna stöðu sé að ræða er ekki
réttlætanlegt að beita þeim ef
ástandið er þannig að þeir geti ekki
leyst það hlutverk sem á að leysa.
Leikmenn mega ekki vera áskrifend-
ur að sæti í landsliðinu. Það þýðir
ekki alltaf að velja ákveðna menn í
liðið af gömlum vana. Finna þarf
sterkustu liðsheildina, sem þarf ekki
endilega að vera samansett af bestu
ellefu einstaklingunum. Markmið
landsliðsþjálfara getur ekki verið að
afla sér vinsælda hjá þeim leikmönn-
um sem eru í landsliðinu hveiju sinni,
heldur að ná árangri. Hann verður
að hafa kjark til að setja menn til
hliðar, þó svo það sé ekki nema tíma-
bundið, séu þeir ekki tilbúnir í ákveð-
ið verkefni.
Lefkmennlmir
Tveir í byijunarliðinu leika með
íslenskum liðum; Kristján markvörð-
ur Finnbogason úr KR og Skaga-
maðurinn Sigursteinn Gíslason.
Vörnina skipuðu eftirtaldir: Guðni
Bergsson frá Bolton í ensku 1. deild-
inni (sem vann sér reyndar sæti í
úrvalsdeild í vor); Sigurður Jónsson
frá Örebro í Svíþjóð og Lárus Orri
Sigurðsson frá Stoke í ensku 1.
deildinni. Á miðjunni voru Þórður
Guðjónsson frá Bochum í þýsku 1.
deildinni, Eyjólfur Sverrisson frá
Hertha Berlín í þýsku 2. deildinni
(sem vann sér reyndar sæti í 1. deild
í vor) Rúnar Kristinsson frá Örgryte
í sænsku 1. deildinni, Amór Guð-
johnsen frá Örebro í sænsku 1. deild-
inni og Sigursteinn. Frammi voru
tvíburarnir Gunnlaugssynir, Bjarki,
frá Mannheim í þýsku 2. deildinni,
og Arnar frá 2. deildar liði Sochaux
í Frakklandi. Eins og sést á þessari
upptalningu er einn leikmaður -
Þórður Guðjónsson - sem lék í vetur
í „alvöru" liði í efstu deild á megin-
landi Evrópu. Þetta er mikil breyting
frá því sem var fyrir nokkrum árum,
og er staðreynd sem ekki er hægt
að horfa framhjá. Um þetta er hins
vegar auðvitað ekki hægt að kenna
landsliðsþjálfaranum en ég fullyrði
þó að það á að vera hægt að hleypa
meiri eldmóði í landsliðsmennina en
gert hefur verið í heimaleikjunum til
þessa.
StoK
Fólkið, sem tók sér bólfestu á
hijóstugri eyju á mörkum hins
byggilega heims í norðri fyrir margt
löngu, hefur án efa verið harðgert
og sterkbyggt. Samhug hefur tví-
mælalaust þurft í verki til að lifa af
á þessum stað, sem það gaf nafnið
ísland.
Afkomendur frumbyggjanna,
þessi sterka og glaðværa en oft
drungalega þjóð, sýnir gjarnan hug
sinn í verki þegar þörfin er mest.
Þegar hörmungar ganga yfir, eins
og því miður hefur orðið raunin oft-
ar en einu sinni síðustu ár, lyftir hún
grettistaki til hjálpar þeim sem lenda
í vanda. En hún kann líka að gleðj-
ast í sameiningu þegar vel gengur,
ekki síst þegar íþróttamenn þjóðar-
innar standa sig vel.
Landslið íslands í handknattleik -
„strákarnir okkar" - hefur iðulega
yljað löndum sínum með frábærri
frammistöðu gegnum árin og sjaldan
eða aldrei sem í nýliðinni heims-
meistarakeppni, þar sem íslendingar
náðu besta árangri sínum frá upp-
hafi, fimmta sæti.
Gríðarlegur áhugi var á keppninni
hérlendis; sama hvort ungir drengir
og stúlkur áttu í hlut, mæður á besta
aldri, verkamenn eða forstjórar.
Þessi venjulegi íslendingur. Eg og
þú.
íþróttamenn eru mikilvægir; þeg-
ar þeim gengur vel líður fólki betur
en ella. Það sést oft ljós í myrkrinu
þegar tækifæri gefst til að gleðjast.
Landsliðið fór til Japans án þess
að mikið væri rætt um háleit mark-
mið eða þess væri krafist að liðið
næði þessu sætinu eða hinu. Það var
gott; íslendingar fóru utan án þess
að þrýstingur væri settur á þá held-
ur til að hafa gaman af verkefninu
og gera sitt besta. Unun var að sjá
til íslensku landsliðsmannanna; and-
inn í hópnum var greinilega mjög
góður, Þorbjörn Jensson hefur ein-
stakt lag á að halda mönnum í góðu
skapi og ná því besta fram hjá hveij-
um og einum.
Árangurinn var einkar glæsilegur
og gefur góð fyrirheit um framhald-
ið.
Sömu sögu er því miður ekki að
segja af knattspyrnulandsliðinu. Vel
getur verið að menn gantist og hafi
gaman af því að vera saman, en
þegar inn á völlinn er komið er
stemmningin ekki nægilega góð. Svo
virðist sem mönnum líði hreinlega
ekki nægilega vel. Hafi ekki nógu
gaman af því sem þeir eru að gera;
séu ekki nægilega staðráðnir í að
gera sitt besta.
Landsliðið hefur oft náð nokkuð
góðum árangri. Þrátt fyrir það er
ekki hægt að segja að gífurlegar
kröfur séu gerðar til liðsins. Það sem
hægt er að fara fram á er að leik-
menn leggi sig alla fram og sýni
samstöðu. Að þeir sýni metnað og
baráttuvilja þegar þeir koma fram
fyrir hönd þjóðarinnar. Enginn fer
fram á að ísland sigri [ hveijum ein-
asta leik, en þegar fólk fer heim af
vellinum verður það að minnsta kosti
að trúa því að allir sem voru að leika
fyrir þjóðina hafi gert sitt besta.
Allir. Óg hver og einn áhorfandi
verður líka að geta litið í eigin barm
og verið sannfærður um að hann
hafi gert sitt besta. Hafi hvatt liðið
til dáða; hjálpað því í glímunni við
gestina.
Forráðamenn KSÍ, þjálfarinn og
leikmenn sjálfir eru bersýnilega ekki
ánægðir með stöðu mála, en hvað
er til ráða? Er ekki rétt að það verði
rætt hreinskilnislega? Allir sem að
koma hljóta að vilja reyna að beina
skútunni á rétta braut. Hvort sem
er með nýjum skipstjóra, breyttri
áhöfn eða einungis betur upplagðri
og ákveðnari áhöfn.
faðm
FOLK
■ MIKLAR líkur virðast á því að
enski landsliðsmaðurinn Paul Ince
fari frá Inter Milan til Liverpool
í sumar skv. fréttum í enskum fjöl-
miðlum í gær. Liverpool býður
honum betri laun, að sögn, en Inter
hefur gert. Liverpool mun tilbúið
að greiða honum eina milljóna
punda á ári - 115 milljónir króna
- fyrir fjögurra ára samning.
■ EGIL Olsen, landsliðsþjálfari
Noregs í knattspyrnu, er á óska-
lista nýrra eigenda enska félagsins
Wimbledon, landa hans Bjorn
Runje Gjelsten og Kjell Inge
Rakke, sem vilja fá hann til að
starfa við hlið Joe Kinnear, núver-
andi knattspyrnustjóra.
■ GRAEME Souness hefur gert
samning við ítalska 2. deildarliðið
Tórínó og tekur við þjálfun þess [
sumar. Talið er að hann fá eina
milljóna punda í laun fyrir þriggja
ára samning; um 115 milljónir
króna.
■ GIANLUCA ViaJIi, ítalski
framheijinn hjá Chelsea, er sagður
sá leikmaður sem Souness vill
kaupa fyrsta til Tórínó. Vialli, sem
er 32 ára, lék áður með Juventus
í Tórínó og því er ekki talið ólík-
legt að hann gæti hugsað sér að
snúa til borgarinnar aftur. Souness
og Vialli eru góðkunningjar; þeir
léku saman hjá Sampdoria fyrir
um áratug.
■ GEORGE Graham, knatt-
spyrnustjóri Leeds, hefur gengið
frá samningi við norska landsliðs-
manninn Alf-Inge Háland frá
Nottingham Forest og keypt hol-
lenska framheijann Jerral Floyd
Hasselbaink frá Boavista í Port-
úgal.
■ LEEDS greiðir 2 milljónir punda
fyrir Hasselbaink og George Gra-
ham segir hann verða „nýja kóng-
inn“ á Elland Road. Segir hann
muni koma í stað Anthonys Yebo-
ahs, sem enn og aftur er kominn
upp á kant við Leeds; segir nú að
verði hann ekki í aðalliðinu sé hann
tilbúinn að leggja skóna á hilluna.
■ EKKI er ljóst hvað Leeds þarf
að borga fyrir Háland. í vetur setti
Forest upp 2 milljónir punda en
þegar Leeds bauð formlega í leik-
manninn á dögunum hljóðaði það
boð upp á 500 þúsund pund. Gagn-
tilboð Forest hljóðaði þá upp á 4
milljónir og Dave Dassett, knatt-
spyrnustjóri félagsins, sagði tilboð
Leeds móðgun.
■ RALF Schumacher, ökuþór í
Formula 1 kappakstri, hefur verið
orðaður við McLaren Benz keppn-
isliðið fyrir næsta keppnistímabil.
Willy Weber umboðsmaður hans
og bróðir hans, Michael Schumac-
her, hafa hitt Ron Dennis keppnis-
stjóra liðsins vegna þessa.
■ GERHARD Berger mun ekki
keppa í Kanada á morgun vegna
veikinda. Hann fór í uppskurð fyrir
skömmu vegna sýkingar í öndunar-
færum og hefur ekki náð sér á strik.
Þjóðverjinn Alexander Wurz
ekur í hans stað, en hann hefur
ekið bíl Benetton á æfingum og í
þróunarvinnu í kringum bílinn.
■ DAMON HiII heimsmeistara
hefur ekkert gengið í keppni árs-
ins. Hann mun aka með nýja út-
gáfu af Yamaha keppnisvél í tíma-
tökum. Hún er aflmeiri en áður, en
Arrows liðið þorir ekki að nota
hana í sjálfan kappaksturinn. Til
þess hafa vélar í bflum Hill hrunið.
Hann hefur enn ekki lokið keppni
á árinu.
■ DAVID Coulthard og Mika
Hakkinen missa hugsanlega báðir
sæti sín hjá McLaren á næsta ári.
Ungur og lítt þekktur ökumaðui
sem heitir Nick Heidfeld þykir lík-
legur til að sitja í McLaren bíl á
næsta ári. Þá hefur nafn Alle-
sandro Zanardi borið á góma varð-
andi McLaren liðið.