Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 B 3
ÍÞRÓTTIR
KORFUKNATTLEIKUR
n spáir í spilin fyrir bikarleiki kvöldsins
ÞjáHari Chicago
Bulls til landsins
Sóknarþjálfarinn Tex Winter heldur þjálfaranámskeið í Keflavík
Einn frægasti körfuknattleiks-
þjálfari allra tíma, Tex Wint-
er, sóknarþjálfari Chicago Bulls,
kemur til Islands hinn 9. júlí og
heldur þjálfaranámskeið í Keflavík
11., 12. og 13. júlí.
Winter hefur verið körfuknatt-
leiksþjálfari, bæði í NBA-deildinni
og í háskóladeildinni, í hálfa öld
og er því öllum hnútum kunnug-
ur. Hann hefur verið einstaklega
sigursæll, gerði háskólalið Kansas
til dæmis átta sinnum að meistur-
um og var valinn þjálfari ársins
1958-59.
Hann varð þjálfari Houston
Rockets árið 1971 og varð þar
með fyrsti þjálfari liðsins, en hann
sneri fljótlega aftur til háskóla-
boltans og þjálfaði Long Beach
State í fimm ár.
Það var svo árið 1985 að Jerry
Krause, framkvæmdastjóri Bulls,
bauð Winter að gerast þjálfari hjá
félaginu og þar hefur hann verið
til þessa dags.
Arið 1967 hannaði hann sér-
stakt sóknarkerfi sem kallað er
þríhyrningasókn og hefur síðan
þróað það. Þegar Phil Jackson tók
við Bulls varð hann svo hrifinn
af sóknarkerfi Winters að hann
lagði mikla áherslu á að leikmenn
lærðu kerfið og að það yrði full-
komnað eins og kostur væri. Mik-
ið vatn hefur runnið til sjávar og
Bulls breyst úr miðlungsliði í
margfalt meistaralið.
Mörg lið í háskóladeildinni og
nokkur í NBA-deildinni hafa tekið
upp kerfi Winters og má þar með- r
al annars nefna Phoenix Suns
undir stjórn Dannys Ainges.
Tex Winter kemur hingað til
lands fyrir tilstilli Tómasar Tóm-
assonar, umboðsmanns í Kefla-
vík, og verður námskeiðið haldið
á veitingastaðnum Glóðinni í
Keflavík og í íþróttahúsi staðar-
ins. Þar mun Winter fjalla um
þríhyrningssóknina og einnig
mun hann fræða þjálfara um
ýmislegt sem snertir körfuknatt-
leik enda er hann gríðarlega fróð-
ur um allt sem við kemur íþrótt-
inni. Námskeiðið kostar 6.000
krónur.
TENNIS / WIMBLEDON
Morgunblaðið/Júlíus
>manna, sækir að marki Leifturs í deildarleik liðanna á dögunum, sem
li á Akranesi. Auðun Helgason er til varnar, Daði Dervic í baksýn.
andinn ræður
im að lokum“
til þess að sýna hvað í þeim býr og
þeir munu án efa beijast af krafti. Það
munu Skagamenn vafalítið gera einnig
og tel ég að þegar upp verði staðið
muni aðeins eitt mark skilja liðin að.
Hvorum megin sigurinn lendir er hins
vegar stór spurning en ætli það verði
ekki bikarandinn, sem ráði úrslitum
að lokum," sagði Guðjón.
í Grindavík munu heimamenn fá
Breiðablik úr Kópavogi í heimsókn og
sagðist Guðjón ekki búast við öðru en
sigri Grindvíkinga. „Það kæmi mér á
óvart ef Breiðablik ynni sigur því iiðið
hefur átt í töluverðum erfiðleikum með
að skora í sumar og býst ég við 2:0
heimasigri," sagði Guðjón.
Guðjón taldi að svipaðra úrslita
mætti vænta úr leik Þróttar og Þórs,
Akureyri, í Laugardalnum ogbjóst hann
þá einnig við heimasigri. „Ég lield að
Þróttarar hljóti að vinna Þórsarana því
þeir hafa heimavöllinn og eru búnir að
vera á mikilli siglingu það sem af er
sumri. Þór hefur hins vegar átt erfítt
uppdráttar og býst ég ekki við að þeir
hafí þann styrk sem þarf til að komast
áfram í þessari keppni,“ sagði Guðjón.
Guðjón taldi hins vegar að viðureign
Vals og Fylkis á Hlíðarenda yrði leikur
mikillar baráttu og sagðist hann hafa
trú á að Árbæingar gætu átt eftir að
koma verulega á óvart. „Miðað við stöðu
þessara liða í deildunum ætti Valur að
vinna auðveldan sigur en staða í deild
segir ekkert þegar í bikarkeppnina er
komið. Ég held að Atli vinur minn Eð-
valdsson [þjálfari Fýlkis] eigi eftir að
ná upp mikilli stemmningu í herbúðum
sinna manna í kvöld og ég á allt eins
von á miklum markaleik. Það kæmi
mér alls ekki á óvart þótt Fylkismenn
ættu eftir að ná að velgja Valsmönnum
vel undir uggum,“ sagði Guðjón.
Seinni fjórar viðureignirnar í 16-liða
úrslitunum fara fram á morgun, FH -
Skallagrímur, Stjarnan - KR, KA - ÍBV
og Keflavík - Fram.
Sampras laus
vid Svíagrýluna
Pete Sampras hefur alltaf átt í
erfiðleikum með að leika
gegn Svíum í tennismótum, sér-
staklega síðastliðið ár, en í gær
hristi hann af sér Svíagrýluna
og sigraði Mikael Tillström nokk-
uð örugglega í fyrtu umferð í
einliðaleik karla á Wimbledon-
mótinu í Englandi. Tillström var
talinn geta valdið usla meðal
þekktari tennisleikara, en til þess
kom ekki að þessu sinni. í fyrra
sló hann meðan annars landa
sinn Stefan Edberg úr keppninni
og kom í veg fyrir að hann léki
til úrslita í síðasta Wimbledon-
mótinu, en hann er hættur að
keppa.
Ástralinn höggfasti, Mark
Philippoussis, varð að játa sig sigr-
aðan er hann mætti Bretanum
Greg Rusedski. Þeir tveir eru tald-
ir með föstustu uppgjafir allra og
Philippoussis gefur sýnu fastar
upp. En hann hitti ofjarl sinn í
gær því Bretinn, sem er 23 ára
og mjög kraftalega vaxinn, gerði
sér lítið fyrir og fékk 27 ása í
fyrstu tveimur leikjunum.
Gustavo Kuerten, sem sigraði á
Opna franska meistarmótinu, féll
við fyrstu hindrun á grasinu í
Wimbledon; tapaði fyrir Justin
Gimelstob frá Bandaríkjunum,
sem er í 117. sæti á heimslistan-
um. Kuerten er þó ekki á því að
hætta að mæta á mót sem fram
fara á grasi eins og margir tennis-
leikarar, sem segjast ekki geta
leikið íþróttina á grasi. „Ég á
margt ólært í sambandi við að
leika tennis á grasi, en ég hafði
mjög gaman af þessu og ætla að
koma aftur og þá hlýt ég að standa
mig betur; það er varla hægt að
standa sig verr!“ sagði hinn tví-
tugi Brasilíumaður.
í bát Ronaldos
knattspyrnusambandsins eiga leik-
menn ekki rétt á að kaupa upp sína
eigin samninga með það í huga að
skipta yfir í erlend félög.
Reglur sambandsins kveða enn
fremur á um að ef leikmaður skiptir
yfir í erlent félagslið verði viðkomandi
lið að semja sín á milli um félagaskipt-
in og ef Inter neyðist til þess að semja
beint við Barcelona má búast við að
félagið þurfi að reiða fram himinháa
þóknun fyrir Ronaldo.
Talsmenn Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins lýstu því yfir í gær að þeir
hefðu ekki enn fengið beiðni þess efn-
is að hlutast til um félagaskipti Brasil-
íumannsins en skýrðu jafnframt frá
því að kvörtun hefði borist frá
spænska knattspyrnusambandinu fyr-
ir hönd Barcelona.
Forráðamenn Inter brugðust reiðir
við þessum fréttum og lýstu því yfir
að þeir hefðu ekki í hyggju að semja
beint við Barcelona. „Við teljum okkur
ekki hafa brotið neinar reglur og
munum svo sannarlega ekki setja okk-
ur í beint samband við Barcelona. Mér
finnst undarlegt að þessu máli skuli
ekki hafa skotið fyrr upp á yfirborðið
ef við erum að gera eitthvað rangt,“
sagði Massimo Moratti, forseti félags-
ins, í gær.
Italska knattspyrnusambandið hefur
lýst yfír fullum stuðningi við Inter og
hefur tilkynnt að það muni fara þess
á leit við kollega sína á Spáni að félaga-
skipti Ronaldos verði samþykkt.
Barcelona, sem mæta mun Real
Betis í úrslitaleik spænsku bikar-
keppninnar á sunnudag, hefur enn
ekki útilokað þann möguleika að Ron-
aldo muni leika með liðinu í þeim leik.
Reuter
MICHAEL Chang tapa&i í fyrstu umferð fyrir Todd Wood-
bridge og er úr leik á Wimbledon-mótinu.