Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 3

Morgunblaðið - 04.07.1997, Síða 3
MORGUNB LAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 B 3 segir Helgi og skömmu síðar hóf hann aðgerðir. Einnig varð hann með þeim fyrstu í fylkinu sem notaði nýja tækni, ómþeytingu við að skipta um augasteina í fólki. „Hún felst í því að sá hluti augasteinsins sem er skemmdur, er mulinn með sérstöku tæki og síðan er hann sogaður út. Þessi aðgerð er framkvæmd á þeim sem hefur ský á auga er veldur átarblindu. Læknar í Bandaríkjun- um voru á þessum tíma afar tor- tryggnir gagnvart þessari aðferð en nú er svo komið að flestallar augn- Kraftaverk um borð í flugvél KRAFTAVERKIN gerast um borð í breiðþotu af gerðinni MacDouglas 10 sem rekin er af Orbis, alþjóðlegum góð- gerðarsamtökum. Orbis merkir meðal annars auga á lat- ínu en flugvél samtakanna er sú eina sinnar tegundar í heiminum því innanborðs er fullkomin augnskurðstofa, leysigeislaherbergi til augnaðgerða, kennslustofur og bókasafn. Samtökin fagna fimmtán ára afmæli um þessar mundir en frá árinu 1982 hafa um 35.000 læknar og annað hjúkr- unarstarfsfólk í um 90 þróunarlöndum hlotið þjálfun í augnlækningum. Um borð í vélinni hafa einnig um 22.000 sjúklingar í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku hlotið bót meina sinna. Um 25 læknar og hjúkrunarfólk frá ýmsum löndum starfa um borð í vélinni sem dvelur að meðaltali um þrjár vikur á hverjum stað. Á vegum samtakanna hafa einnig verið skipulögð viðamikil fræðslunám- skeið í ýmsum þróunar- Iöndum. íslenskur flug- maður hjá Orbis Starfsmenn eru allir sjálfboðaliðar, jafnt læknar sem flugmenn og einn af þeim er Dag- finnur Stefánsson, fyrr- verandi flugsljóri hjá Flugleiðum. Hann flaug reglulega fyrir samtökin á árunum 1990-1993 meðal annars til Nik- aragua. Bangladesh og Burma. „Um borð var góður andi og alltaf var vel tekið á móti okkur jafnvel þótt óeirðir ríktu í löndunum,“ segir Dagfinnur. „Mér finnst stórkostlegt hvað unnið er á vegum þessara sam- taka en ferðimar voru mér afskaplega fræðandi og skemmtilegar." Höfuðstöðvar samtakanna em í New York en rekstur- inn byggist á frjálsum framlögum að megninu til frá Kín- verjum, aðallega Hong Kong búum. Orbis-samtökin eru aðilar að WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna. át ORBIS-flugvélin er innréttuð sem augnspítali og flýgur milli þróunarlanda. „Ég eygði enga von um oð verða læknir þar sem skólagjöldin voru hú en ótti því láni að fagna að eigandi heimilisins sem var læknir bauðst til að styrkja mig til náms." steinaaðgerðir eru framkvæmdar á þennan máta meðal annars á Is- landi.“ Árið 1985 opnaði Helgi ásamt augnlækninum, Robert Ford, fyrstu augnaðgerðamiðstöðina í Washingt- onfylki, Pacific Cataract and Laser Institut. Viðskiptin blómstruðu og sjúklingar komu víða að. „Til þess að koma þeim fljótt og örugglega til okkar keyptum við tvær tveggja hreyfla flugvélar, Cessna 340 til far- þegaflutninga og flugum einnig DAGFINNUR Stefánsson flugsljóri hefur flogið fyrir Orbis-samtökin. Helgi reið fyrstur á vaðið og fékk þá tii samstarfs við sig. „Af þeirri ákvörðun er ég mjög stoltur því hún varð til þess að fjöldi lækna fór að mínu fordæmi.“ Um þriðjungur allra augnað- gerða í Washingtonfylki voru fram- kvæmdar í miðstöðvum Helga þeg- ar mest lét og þegar hann hætti störfum hafði hann um 250 manns í vinnu en meðal annarra vann Ólaf- ur Torfason augnlæknir hjá honum um tíma. Framkvæmdar voru um 50 augnskurðaðgerðir á dag en miðstöðvarnar voru átta í þremur fylkjum; Washington, Oregon og Idaho. Sjálfboðavinna í þróunarlöndum Fyrir um tveimur árum ákvað Helgi að selja hlut sinn í fyrirtæk- inu og snúa sér að öðrum verkefn- um. „Eg skrifaði undir samning um að koma ekki nálægt slíkum rekstri FYRSTA augnaðgerðamiðstöðin í borginni Chehalis í Washington. © sjálfir til annarra fylkja til lækn- inga.“ Mikil áhersla var lögð á að gera miðstöðina aðlaðandi fyrir sjúkling- ana og því var byggð- ur þar tónleikasalur. Helgi klæddur í græna skurðlæknabúninginn spilaði þá iðulega á fiðluna sína fýrir sjúklingana við undirleik píanós. „Þessa þjónustu kunnu sjúk- lingar vel að meta en A góð tónlist hefur ró- ■fe Éfc andi áhrif á alla.“ Samstarf við sjón- tækjafræðinga í Bandaríkj- unum hafa augnlæknar löngum litið sjóntækjafræðinga hornauga þar sem skilin milli starfssviðanna hafa verið óljós, en næstu þrjú árin. Ennþá er ég þó fullur lífsorku enda ekki nema 62 ára gamall.“ Undanfarið hefur Helgi unnið að rannsóknum á að laga nærsýni með leysigeislameðferð og til greina kemur að opna stofu til slíkra að- gerða síðar meir. Einnig hefur hann starfað töluvert í sjálfboðavinnu í Kína m.a. fyrir Orbis góðgerðasam- tökin. „Ég hyggst gera meira af því í framtíðinni en ástandið í heiminum er víða bágborið. Talið er að um 40 milljónir manna séu blindir í dag en um tvo þriðju hluta þeirra má lækna með réttri meðhöndlun." Að auki hefur Helgi safnað saman tækjum til augnskurðaðgerða og sent til sjúkrahúsa í Mexíkó og við- ar. „Ég hef verið lánsamur í gegn- um tíðina og finnst því sjálfsagt að gefa til baka eitthvað af því sem lífið hefur gefið mér.“ Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir ÖRVAR, Ólafía, Ingunn, og Hugrún. beint úr bænum þetta kvöld og fjarska upprifin, því hún sá söngv- arann í Radio Head á Strikinu. Hró- arskelduhátíðin gerir Kaupmanna- höfn að staðnum, þar sem allir frægu poppararnir spígspora um. En aftur um húsnæðismálin: krökk- unum bera saman um að það sé svakalega erfitt að verða sér úti um húsnæði. Fimmmenningarnir greiða 4.700 danskar á mánuði, en hafa líka allt til alls í íbúðinni, meira að segja kapalsjónvarp. Skrubbulínurnar mega ekki vera strákar Til af finna vinnu þarf líka síma- númer hingað og þangað og allar stelpurnar fljúga inn í hreingem- ingar á hótelum, sem virðast geta tekið lengi við. „Maður fer bara beint á hótel,“ segir Ingunn hress í bragði „og það er ekkert mál fyrir stelpur að fá vinnu þar. Strákamir fá hins vegar enga vinnu.“ Örvar getur tekið undir það, því hann hef- ur aðeins fengið smá blaðburð. Það ræður enginn strák í hreingerning- ar, en það hefur þó heyrst um stráka, sem fá vinnu við glugga- þvott. „Og þó stelpumar segi upp og það vanti fólk í hreingerningar em strákarnir samt ekki ráðnir" bætir Ingunn við. Og svo hnussar svolítið í þeim, þar sem Danmörk sé nú einu sinni larid jafnréttisins, eða alla vega að mati Dananna. „En við emm auðvitað ekkert merkilegar þarna, bara svona skrubbulínur" bætir einhver skmbbulínan við, en þeim ber samt saman um að það sé vel komið fram við þær á vinnustöð- unum og skemmtilegur andi. „Allir voða kammó,“ heyrist, „en það vinna engir Danir við að þrífa hótel- in.“ Þess vegna er auðvelt að fá þessa vinnu í landi atvinnuleysisins og þarna vinna bara útlendingar. Óddleif hlotnaðist sú happavinna að komast að á glæsihótelinu D’Angleterre, þó hún ætlaði varla að þora inn til að biðja um vinnu og þar er borgað hærra kaup en á mis- sjónshótelunum á Vesturbrú, svo hún fær 95 krónur á virkum dögum og 107 krónur um helgar. Hinar hafa bara 75 króna lágmarkslaunin, en eru reyndar að fara að hækka upp í 88 krónur. En Oddleif fær fleira gott, því hún fær fyrirtaksmat á hótelinu, úðar í sig jarðaberjum í súkkulaðihjúp og öðru hnossgæti, en á missjónshótelunum er ekkert slíkt að hafa. Og í kaupbæti rekst hún svo á fræga gesti og stórstjörn- ur eins og fiðluleikarann Nigel Kennedy á hótelinu. Danlr tala of hratt Og hvemig era svo Danir? Hug- rún segist hafa verið að koma heim einn daginn svolítið þung á brún, „en það brostu allir til mín og þá fór ég bara að brosa líka.“ Örvari finnst maður vera svolítið ósýnilegur í stórborginni, ekki mikið tekið eftir fólki, en það kunna aðrir í hópnum vel að meta og taka ekki undir að Danir séu ókurteisir. „Það er ekkert verið að glápa á mann, þó maður sé í öðruvísi jakka en hinir“. Allir hafa lent í að vera atyrtir fyrir að vera útlendingar, en þeim finnst þó of sterkt til orða tekið að segja að Danir séu leiðinlegir við útlendinga, en þeim sé illa við Svía. Þeim finnst hverfið, sem þau búa í skemmtilegt, því þar er andrúms- loftið eins og í litlu þorpi, þar sem fólk er fljótt að kynnast. Strax farið að heilsa þegar maður hefur bara séð fólk tvisvar eða þrisvar sinnum. Danskan er þeim erfið, en þeim kemur saman um að hún væri miklu auðveldari ef Danir þyrftu ekki að tala svona óstjómlega hratt og óskýrt. Danirnir hafa heldur enga sérstaka þolinmæði til að hlusta á útlendinga tala, ef þeir tala ekki dönsku vel og fara þá að tala ensku, „þó þeir tali kannski miklu verri ensku en við dönsku". Þau kynnast mest útlendum krökkum í vinnunni, en hafa kynnst dönskum krökkum í gegnum íslenska krakka, sem búa í Höfn og þeim hefur litist svaka vel á þá krakka. „íslendingar era ekki eins og Danir halda“, segir Kristbjörg, sem er í heimsókn á Ewaldsgade, ásamt Fríðu, en þær vinna báðar úti á Jót- landi. „Um daginn var verið að segja frá því í útvarpinu að Unun kæmi og þá var sagt að Reykjavík væri rosa lokaður bær, þar sem enginn hlustaði á tónlist." Þeim kemur saman um að þetta sé fárán- leg lýsing á Reykjavík. Danir vilja gjarnan tala eitthvað um ísland og Bláa lónið, fyrst þegar krakkarnir hitta innfædda. Maturinn vekur almennt hrifn- ingu, en Fríða og Kristbjörg em ekki beint hrifnar af matnum hjá fjölskyldunni á Jótlandi. Krökkun- um finnst gaman að kaupa í matinn, sem sé ótrúlega ódýr í ódýmstu matvörabúðunum, en em sammála um að það hafi sálfræðileg áhrif að allt sé einu núlli ódýrara en á Is- landi. Það er líka góð búbót að safna flöskum eftir partí og fá pantið fyr- ir. Þau hafa engar áhyggjur af að eiga ekki pening eftir sumarið, þvi þá er ekki annað að gera en að vinna með skólanum og það þekkja þau flest. Aðalatriðið er að prófa eitthvað nýtt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.