Morgunblaðið - 25.07.1997, Page 3

Morgunblaðið - 25.07.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 B 3 tókst með mikilli hjálp frá mömmu og systkinum mínum.“ Ragna kláraði stúdentspróf og fór að því loknu í tölvuháskóla Verzlunarskólans. Hún hætti þó fljótlega eftir að hafa gert sér grein fyrir því að þetta var ekki það riám sem hún hafði haldið að hún væri að fara í. Einnig byrjaði hún í viðskiptafræði í Háskólanum og líkaði það mjög vel. Það gekk hins vegar ekki upp og því fór hún í Tækniskólann. Ragna útskrifaðist af fram- leiðslu- og markaðssviði í janúar síðastliðnum og var lokaverkeftii hennar hagkvæmniathugun á stofnun saltfiskverkun- ar með heyrnarlausu starfsfólki. Nú er hún í framhaldsnámi í vöru- stjórnun og er að vinna að lokaverkefni um pappírslausan skóla. Fékk sjónina í fjóra mánuði Haustið 1992 var Ragna send í aðgerð til Svíþjóðar þar sem hún var komin með mikinn þrýsting á augað. I kjölfarið fór hún í stóra augnaðgerð og fékk sjón. „Ég sá útlínur á fólki, glugga og hurðir og fannst ég bara sjá æðis- lega vel. En í febrúar 1993 vaknaði éj* einn morguninn og sá ekki neitt. Eg hélt að það hefði blætt inn á augað og gerði mér enga rellu út af því. Ég fór í skólann en gekk þar á allt og alla af því ég var orðin vön því að sjá útlínur,“ segir Ragna sem var í skólanum í tvo daga áður en hún hringdi í augnlækni. Hann sagði henni að það væri blóðtappi í auganu og engar líkur til þess að sjónin kæmi aftur. „Þetta var auð- vitað mikið áfall,“ segir hún. „Ég gafst hreinlega upp og hætti í skól- anum í hálfan mánuð. En svo sagði ég við sjálfa mig að lífið héldi áfram og ég yrði að klára námið. Ég er nokkum veginn búin að sætta mig við þetta núna þótt ég geri það kannski aldrei alveg.“ Þegar dáðst er að þrautseigju Rögnu svarar hún því til að það þýði ekkert að berja hausnum við steininn, það verði bara að takast á við hlutina eins og þeir eru. Einnig tal- ar hún um að það séu margir verr settir en hún. „Stundum heyri ég út undan mér að fólk er að vor- kenna mér og get þá orðið alveg brjáluð. Ég vil enga vorkunn. Stundum þarf ég á hjálp að halda en þá vil ég bara fá að biðja um hana. I vor þegar ég sá fram á að fá ekki vinnu var ég hins vegar mjög ósátt. Þess vegna vildi ég gera allt til að fá vinnu.“ Tilbúin að leggja mikið á mig Á menntaskólaárunum var Ragna í sumarvinnu á bæjarskrif- stofum Kópavogs en nú í sumar vinnur hún hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu. „Ég var svo ánægð að fá þessa vinnu. Ég hafði leitað til at- vinnumiðlunar stúdenta sem kom mér í samband við Þjóðsögu. Ég byrjaði á því að fara upp eftir til að athuga málið og þar voru allir svo jákvæðir að ég ákvað að slá til. Þetta hefur gengið mjög vel enda hef ég fengið hjálp frá góðu fólki.“ Ragna hringir út á kvöldin og safnar gögnum á segulband. Á morgnana eða á kvöldin þegar hún kemur heim færir hún upplýsing- arnar inn á tölvu og skilar þeim þannig inn. Mestu aukavinnuna þarf hún hins vegar að inna af hendi fyrirfram. Hún er með mynd- sjá sem hún skannar þau gögn inn á sem hún þarf að nota í vinnunni. Áð því loknu getur hún lesið þau á blindraletri. Hún mætir í vinnu klukkan fimm og er þá oft búin að vera að undirbúa sig í átta tíma. Aðspurð seg- ist hún oft vera mjög þreytt en að hún sé tilbúin að leggja þetta á sig af því henni finnst það vera þess virði. „Mér finnst ég oft vera dæmd fýrirfram," segir hún „að fólk haldi að ég geti ekki gert hlutina af því ég er blind. Núna fékk ég þetta tækifæri og ég vil sýna fram á að þetta sé hægt. Annars er ég farin að hlakka til að ljúka náminu og fara út á vinnu- markaðinn. Eftir því sem atvinnu- miðlanir segja á maður að geta fengið góða vinnu eftir þetta fram- haldsnám. Ég bara vona að það standist. Ég er auðvitað smeyk því það er erfitt fyrir blinda að fá vinnu en það þýðir ekkert annað en að horfa fram á við og ég held að þetta muni ganga upp.“ Flökkusjúkur bókafíklll Ragna er bókafíkill sem fer aldrei svo í rúmið að hún taki ekki eina spólu með sér. „Svo er ég flökkusjúk. Ég fékk ferðabakteríu eftir að ég missti sjónina.“ Undan- farin ár hefur Ragna farið út á hverju sumri og stundum reynt að komast tvisvar á ári. Hún hefur að- allega ferðast um Mið-Evrópu þar sem hún nýtur þess að fara á söfn og í skoðunarferðir. „Svo finnst mér bara svo gaman að skoða mannlífið, sérstaklega í Amsterdam og Hol- landi þar sem það er svo fjölbreytt. Ég get ekki lýst því hvernig ég upplifi þetta en það er bara til- finningin sem ég fæ.“ Einnig hefur Ragna farið á ráðstefnur fyrir Blindrafélagið og að heimsækja pennavini sína sem búa erlendis. „Mér finnst líka mjög gaman að búa til góðan mat. Ég reyni að bjóða alltaf fólki í mat um helgar og er þá alltaf að fikta og prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu," segir hún að lokum. Á leiðinni út sýnir hún blaða- manni styttur sem hún hefur safn- að á ferðum sínum og bendir hon- um á kaktusa sem hún segist loks hafa fundið örugga leið til að vökva, án þess að verða alsett þymum. Varist mánudaga MÁNUDAGUR til mæðu segir í þulu um dagana og kannski ekki að ástæðulausu. Vfsindamenn komust að því fyrir nokkrum ár- um að hjartaáföll á vinnustað ber oftast upp á mánudaga og nú hefur komið í ljós að mánu- dagsáhrifin teygja sig langt fram eftir eftirlaunaaldri. Tímaritið Psychology Today greinir frá því að Robert Peters, læknir sem starfar við Maryland- háskóla í Bandarikjunum, hafi komist að raun um að helmingi fleiri karlmenn á eftirlaunum finni fyrir þjartsláttartruflunum á mánudögum en sunnudögum. Orsakir hjartaáfalla oft af sálrænum toga Þótt óreglulegur hjartsláttur sé yfirleitt frekar hvimleiður en skaðlegur getur hann endað með hjartaáfalli. „Orsakir hjartaáfalla eru oft af sálrænum toga,“ segir James Muller hjartasérfræðingur við Kent- ucky-háskóla, „og þess vegna ekki órökrétt að tíðni hjartslátt- artruflana fylgi líðan dag frá degi. Mánudagur lætur verr í eyrum en sunnudagur, líka þeg- ar maður er sestur í helgan stein.“ Égfékkferða- bakteríu eftir að ég míssti sjón- ha Mérfmnstég oft dæmd fyrir- fram of því að éger bfind „ÉG HEF lengi gengið í lokuðum og upphá- um trömp- urum. Mig langaði í opna skó fyrir sumar- dagana og þessir skór urðu fyrir valinu. Þykktin á sólanum er fín en mætti ekki vera „ÉG REYNI frek- ar að velja mér háa skó þar sem ég er sjálfur lág- vaxinn. Ég ffla mig mjög vel í þessum skóm og hef ekki átt í vanda með að ganga á þeim enda er ég dansari og fótafimin eftir því. Þetta eru fyrstu skórnir mínir af þessari gerð en kannski ég fari að bæta töðrum í safhið.“ „ÞESSIR skór finnast mér alveg meiriháttar. Böndin eru úr efni en ekki leðri og mér fínnst þeir reyndar passa betur við pils, kjóla eða fínni buxur. Ég er hrifin af skóm með mjóum hælum og tek þá fram yfir klossaðri gerðir. Ég hef gengið í þeim á sviði og mér finnst ég hafa góða tilfinningu fyrir jafn- vægi í þeim.“ KEYPTI þessa skó í fyrra en þeir virðast enn vera mikið í búðum. Ég kann vel við mig í opnum skóm og er reyndar á leið f skóbúð að skoða nýja skó.“ „EG ER nánast alltaf í þess- um skóm en á auk þess mikið úrval af opnum skóm. Venjulega er ég ber- fætt í skón- um en nu hef ég sár á fótunum og því varð ég að fara í sokka.“ .****í*i- „ÉG starfa við af- greiðslu og mér þykir gott að vera í skóm með þykkum sóla þeg- ar ég þarf að standa lengi. Ég á tvenn pör af skóm sem eru nyög svipuð þessum. Ég keypti skóna vegna þess að þeir eru mjúk- ir og þægilegir, flottir og ekkert svakalega dvrir.“ „ÞETTA eru fyrstu sandalarnir sem ég eignast. Mér finnst skórnir ofsalega ---þægilegir og ég hef varla farið úr þeim sfðan ég fékk þá.“ „ÉG KEYPTI skóna í síðustu viku. Það er þægilegt að ganga á þeim því botninn er mjúkur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.