Morgunblaðið - 25.07.1997, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 B
DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF
AU brugðu sér til Akur-
eyrar verslunarmanna-
helgina 1990. í göngu-
ferð um Innbæinn sáu
þau gamalt hús; lúið og
vanhirt og illa farið eftir bruna en
heillandi engu að síður. í febrúar
1992 fluttu hjónin Ólafur Óskar
Óskarsson og Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir frá Selfossi til höfuðstaðar
Norðurlands til þess að gera þetta
hús upp. „Við höfum alltaf átt
þennan draum,“ segja þau.
Mánuði eftir komuna til Akur-
eyrar gengu Ólafur Óskar og Aðal-
björg ásamt vinahjónum sínum,
Auðuni Eiríkssyni og Hrefnu Rún-
arsdóttur, frá kaupum á þremur
fjórðu hlutum hússins við Aðal-
stræti 16. Hluti þess hafði komist í
eigu Brunabótar eftir bruna árið
1989, þegar efri hæðin fór illa.
„Mér er minnisstætt að Ingi R.
Helgason, forstjóri tryggingafé-
lagsins, hélt að við værum orðin
rugluð að hafa áhuga á þessu húsi,
en eftir að okkur hafði tekist að
fullvissa hann um að svo væri ekki,
reyndist hann okkur ómetanleg
hjálparhella," segir Ólafur.
Fjórir gámar af rusli
Sumarið sem fór í hönd leið við
að hreinsa úr hús-
inu minjar um
fyrri íbúa. „Fjórir
gámar af rush og
skít,“ segir Ólaf-
ur. „Við rifum
niður sjö til átta
lög af veggfóðri
og spónaplötur af
veggjum. Sums
staðar var þetta
þannig að gereft-
in við dymar
sáust varla. Á
gólfunum voru
tvö lög af gólfdúk
og teppi. Að
ótöldu alls konar
öðru dóti sem
hafði bæst við á
níutíu árum.“
Síðasti hluti
þessa 400
fermetra húss
fékkst loks keypt-
ur. I heildina nam
kaupverð hússins
um þremur millj-
ónum króna en
eftir kostnaðar-
samar endurbæt-
ur segja eigend-
umir að líklega sé
heildarkostnaður
farinn að nálgast
tuttugu milljónir.
„E>ví er ekki hægt
að neita að lottó-
vinningur sem við
fengum stuttu eft-
ir að við fluttum
til Akureyrar
reyndist vel,“ seg-
ir Aðalbjörg. „Eg
er ekki viss um að
við hefðum klofíð
þetta í upphafi án
hans.“
Auðun og Hr-
efna sem keypt
höfðu húsið með
Aðalbjörgu og
Ólafí, drógu sig til
baka og önnur
hjón komu í púkk-
ið; Akureyring-
amir Karl
Frímannsson og
Bryndís Björg
Pórhallsdóttir.
„Við Karl em vin-
ir og skólafélagar úr Iþróttakenn-
araskólanum á Laugavatni, sem og
reyndar Auðunn," segir Ólafur.
„Það er ómögulegt annað en að
vera í góðum tengslum þegar farið
er út í svona mikla samvinnu.“
Karl og Bryndís vom þama ný-
komin heim úr námi frá Noregi,
peningalítil eins og lög gera ráð
fyrir, en sannfæringarkraftur vin-
anna réði úrslitum. „Við brettum
upp ermar, tókum fyrir eina hlið í
einu að utan, klámðum haustið
1993 og rifum þá vinnupallana af,“
segir Karl. í mars árið eftir fluttu
Ólafur og Aðalbjörg á efri hæðina
og síðar sama ár fluttu Karl og
Bryndís á þá neðri. „Okkur lá svo á
að flytja inn að við bjuggum fyrstu
vikurnar með einn lítinn vatns-
krana, ekkert eldhús og litla sem
enga innanstokksmuni. Sváfum á
beddum innan um allt draslið,"
segir Aðalbjörg.
Kunnuglegur víxill
á milli þilja
Við endurbygginguna var helsti
höfuðverkurinn að gera hlutina
sem best á sem ódýrastan hátt.
„Við fengum félaga okkar, tækni-
fræðing að mennt, til þess að
teikna húsið í uppmnalegri mynd.
Síðan fómm við að leita fyrir okkur
með smið. Það varð okkur til mik-
illar gæfu að vera bent á Hólmstein
Snædal. Hann er með vandvirkari
mönnum og svo vildi til að hann er
fæddur og uppalinn hér í húsinu.
Það sama á reyndar við um aðstoð-
armann hans og mág, Sverri Mel-
dal,“ sagði Ólafur. „Þessum heið-
ursmönnum eigum við mikið að
þakka.“
Vinna Hólmsteins smiðs er þeim
ofarlega í huga og virðingin aug-
ljós. „Það kom iðulega fyrir eftir að
við höfðum hent einhverju
Q FRÁ pallinum framan á neðri
hæð hússins er gengið inn í
stórt og bjart eldhús.
□ ÞAÐ er hugað að hveiju smá-
atriði.
□ MIKIL VINNA var lögð í að
halda upprunalegum hurðum
og gólfí. Bækur Karls og
Bryndísar sóma sér vel þarna.
„draslinu" að Hólmsteinn sendi
okkur út eftir því aftur því hann
vildi nota það. Til dæmis þetta,“
segir Karl, og bendir á gluggafest-
ingai-nar í íbúð þeirra Bryndísar.
Til þess að halda kostnaði í lág-
marki var samið við smiðina um að
þeir sæu um fagvinnuna en þau um
niðurrif, tiltelct og annað sem til
félli. I raun allt sem ekki krefðist
sérfræðiþekkingar. „Vinnan var
gífurleg," stynur Aðalbjörg og það
er ekki laust við að hópurinn fölni
við minninguna. „Við vorum hér á
hverju kvöldi þegar dagvinnunni
lauk.“
Þau voru ófá handtökin sem
þurfti að sinna og talið berst að
heyi sem var inni í öllum innveggj-
um, möl sem notuð hafði verið sem
einangrun milli hæða, sag og spæni
milli þilja sem og vinnugalla, dag-
blöð og víxla, en Hólmsteinn fann
einmitt á milli þilja víxileyðublað
sem faðir hans hafði skrifað uppá
áratugum áður. „Eg held að gróf-
lega talið höfum við eytt um fímm
þúsund vinnustundum í húsið,“
segir Karl.
Vinirnir veltu lengi íyrir sér
skiptingunni þegar kom að því að
flytja inn. „Það kom til tals að
skipta húsinu þannig að hvor fjöl-
skylda væri með
kjallara, tvær
hæðir og ris,“ seg-
ir Karl. „Við íhug-
uðum jafnvel að
skipta í kross
þannig að hvorug
lenti alveg í norð-
urhlutanum." „Við
vorum næstum
búin að gera
eignaskiptasamn-
inginn þegar
Hólmsteinn smið-
ur komst í málið.
Hann tók ekki í
mál að húsinu yrði
skipt öðruvísi en
það er nú,“ segir
Bryndís, en þau
Karl búa ásamt
tveimur ungum
sonum, Bjarna og
Pétri, í 108 fm
íbúð á neðri hæð
hússins og eiga
einnig stærstan
hluta kjallarans
sem er 91 fm.
Aðalbjörg og
Ólafur búa með
unglingsdóttur
sinni, Þóru, í 146
fm. íbúð á efri
hæðinni að við-
bættu 50 fm. risi.
Talandi um fer-
metra, lóðin er
litlir 2.500 fer-
metrar sem að
miklu leyti felast í
brattri brekku
bak við hús, en
lóðarmörkin eru
við kirkjugarð
bæjarins.
Endurbygging
gamalla húsa
Það væri óðs
manns æði að
reyna að lýsa á
prenti þeim hand-
tökum sem þurfti
til þess að koma
húsinu í lag.
Fyrst var húsið
tekið í gegn að ut-
an, rétt af með
þvingum, klætt
hátt og lágt;
veggir, þakið, smíðaðar svalir,
pallurinn rifinn og nýr smíðaður
og svo framvegis, og svo framveg-
is. „Það var ekki fúavottur á bog-
unum við svalirnar þegar við
hreinsuðum málninguna af,“ segir
Ólafur. „Þetta vekur óneitanlega
upp þá spurningu hvað þeir hafi
vitað um fúavarnir í gamla daga
sem við vitum ekki í dag. Eini
hluti hússins sem var virkilega illa
farinn, eiginlega ónýtur, var við-
byggingin sem bættist við um
miðja öldina." Þegar inn var kom-
ið snerist málið um að innrétta
■w1 'w1 m ^
Husið
í bænum
ÞESSAR svalir voru byggðar
við húsið þegar það var tekið í
gegn. Fyrir neðan þær er aðal-
inngangurinn í neðri íbúðina.
Frá vinstri eru hjónin Karl
Frímannsson og Bryndís Björg
Þórhallsdóttir, þá Aðalbjörg
Hafsteinsdóttir og Ólafur Ósk-
ar Óskarsson og á milli þeirra
hjóna dóttirin Þóra.
Gomli bærinn i
Akureyrl vekwr
mkisÉQ |afnt sem
erlendrn. Rútvr með
utleniisifem: eru
alfenf sptt og saga
bAssltts við Aðai’
stræti 16 er koitttit
inn i prégrammid
bp smmmm iesð-
safwtstmmitwm*
Q BAÐKAR í stíl við húsið.
Q VERÐANDI sólstofa í risinu.
Q STIGI upp í ris. Til hægri er
gamli reykháfurinn.
Q GAMALL uppgerður skápur
við hlið matarborðsins og dyr
inn í stofu.
Það stendur hátt og reisulegt, eins og veg-
legur minnisvarði um liðna tíma, byggt
aldamótaárið 1900. Hanna Katrin Friðrik-
sen og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari
bönkuðu uppá á sunnudagsmorgni og
töluðu við stolta íbúa húss sem hefur
gengið í endurnýjun lífdaga.
íbúðirnar tvær alveg sem nýjar en
þó með þeim formerkjum að nýta
það sem nýtanlegt var.
Það er víða verið að gera upp
gömul hús í Innbænum, en fjór-
menningamir segja þó uppbygg-
ingu bæjarins ganga hægt. „Það er
smá hreyfing en alls ekki nóg,“
segir Karl og Aðalbjörg tekur und-
ir: „Hér eru hús í niðurníðslu sem
væri slegist um í Reykjavík." Þau
segja að ástæðuna megi að vissu
leyti rekja til bæjaryfirvalda, þar
sé engin stefna í gangi um viðhald
gamalla húsa og líkt og Akureyr-
ingar geri sér ekki giæin fyrir því
hvað þeir hafi í höndunum. „Það
sést kannski einna best á því að
hér fyrir framan gamla hverfið er
búið að byggja glerhús, þvottahús
og nýtísku fjölbýlishús sem gömlu
húsin em í felum á bakvið.“
Þau segjast hafa átt í basli með
fjármögnunina framan af. „Þegar
verið er að endurbyggja þarf fyrst
að fjármagna framkvæmdirnar,
svo er hægt að sækja um lán hjá
Húsnæðisstofnun. Við enduðum
hins vegar á því að fara út í svo
miklar endurbætur á húsinu að við
gátum sótt um nýbyggingarlán.
Þessi reynsla sýndi okkur að það
er eifitt að standa í endurbótum
gamalla húsa og ef vel á að vera
þarf Akureyrarbær að stuðla að
því að gömul hús bæjarins verði
gerð upp. Hér er af nógu að taka,“
segir Ólafur.
íþróttir og heilsa
Það er fleira sem sameinar vin-
ina fjóra en húsið að Aðalstræti 16.
Karl og Ólafur starfa báðir sem
íþróttakennarar og stjóma auk
þess göngu- og hlaupahópum yfir
sumartímann ásamt Aðalbjörgu
sem er meinatæknir á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri og kennir
líka líkamsrækt flest kvöld vikunn-
ar. Bryndís er hjúkrunarfræðingur
og vinnur líkt og Aðalbjörg á
Fjórðungssjúki-ahúsinu á Akureyri.
Það er nóg að gera á öllum víg-
stöðvum og álagið því mikið á með-
an nýtt gamalt hús var í byggingu.
„Þetta var erfitt, en við höfðum
rosalega gaman af þessu, allan tím-
ann. Það var alltaf nýr áfangi að
halda uppá,“ segir Aðalbjörg. „Ég
gleymi aldrei ánægjunni eftir að
hafa lakkað yfir gólfið í þriðja
skipti," segir Karl og fjórmenning-
arnir rifja upp tilhugsunina. „Eg
lagðist á gólfið og harðneitaði að fá
húsgögnin inn strax,“ segir Aðal-
björg. En húsgögnin eru komin
núna. í húsinu við Aðalstræti eru
tvær glæsilegar, bjartar og rúm-
góðar íbúðir sem greinilegt er að
eigendurnir hafa lagt sál sína í. Og
húsið við Aðalstræti 16 er aftur
orðið bæjarpi-ýði.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ef
pallinn
mætti
nota sem
gangstétt
f bókinni Akureyri, fjaran og
innbærinn, sem Torfusamtökin
gáfu út árið 1986, er saga húss-
ins við Aðalstræti 16 rakin. Sig-
tryggur Jónsson snikkari frá
Espihóli fékk byggingarleyfið
25. maí á því herrans ári 1900.
Hann sótti um að fá að gera
tveggja álna breiðar tröppur við
austurhliðina á húsinu ásamt
palli meðfram húshliðinni. „Ofan
á pall þennan vildi hann láta súl-
ur ganga úr efsta lofti svo að
það gæti orðið tveimur álnum
breiðara en neðri hluti hússins.
Byggingarnefnd samþykkti ósk-
ir hans en áskildi að frá þessu
yrði þannig gengið að það yrði
til prýði fyrir bæinn, enda mætti
nota pallinn sem gangstétt ef á
þyrfti að halda.“
Á neðri hæð hússins við Aðal-
stræti 16 var tölubúð, skrifstofa
og trésmíðaverkstæði Siglryggs
auk geymslu og forstofu við
AÐALSTRÆTI16 brann árið 1989.
bakhlið. Á efri hæð var íbúð Sig-
tryggs og á lofti var eitt íbúðar-
herbergi auk geymslna. Undir
liúsinu var hár hlaðinn kjallari.
Húsið komst í eigu Útvegsbanka
Islands árið 1934 og var þá selt í
hlutum og skipt í fjórar íbúðir.
Lýsingunni lýkur svo: „Húsið
er stórt og stæðilegt, óvenjulegt
að gerð, og setja svalirnar sér-
kennilegan svip á það. Húsið er
vel viðað og traustbyggt. Þó er
húsið mjög illa farið af van-
hirðu.“