Morgunblaðið - 25.07.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 B 7
DAGLEGT LÍF
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍSLENSK hús eru kassalaga, vaxlit, nútímaleg, á hverju strái og ófáanleg.
Stál og vaxiit
steinsteypa
Húsin í borginni eru að mati
greinarhöfundar annað hvort nú-
tímaleg og á hveiju strái eða
ófáanleg og úr tré. „Miðbærinn er
að stórum hluta ferhyrnt stál eða
mýkri vaxlit steinsteypa. Þar búa
ungir reykvískir heimsborgarar í
sólríkum þriggja herbergja íbúð-
um, sem hægt er að leigja fyrir
70.000 krónur á mánuði. Einbýlis-
hús í næsta nágrenni fást fyrir 15
milljónir.“
í lokin klykkir höfundur út með
setningarkorni sem Austurfaran-
um væntanlega þykir hollt að
leggja á minnið. „Thetta er stór
lax sem thú ert með. Má bjóða
thér drykk?“
Fjallað er um Island í 14 síðna
grein í ferðatímaritinu Condé Nast
Traveler sem út kemur í Bandaríkj-
unum í næsta mánuði. Þar er því
líkt við skemmtigarð með jarð-
fræðisýnum.
Kaffihúsin eru þéttsetin mæðr-
um með með glæsilega Hermés-
trefla og dætrum í gúmfötum.
Gamalmenni með „tvíd“-pottlok
sitja að tafli og kaupahéðinn hrað-
ar sér til vinnu, með hárið blautt
eftir morgunsprett í jarðhitalaug-
inni.
„Og sá sem vill komast til botns
í Reykjavík verður að kunna að
meta röndótta sólarupprás klukkan
þrjú að morgni, kassalaga smáhýsi
í leikskólalitum og bjartan
klukknahljóm Hallgrímskirkju.
Leggðu frá þér myndavélina og
líttu í kringum þig!“
Endahnút á lofgjörðina ríður
Newsweek, og finnur höfuðborg-
inni helst til foráttu að þurfa að
bera nafnið fram. „Hvað sem líður
ísilagðri eldfjallaauðninni er
Reykjavík einn svalasti staður á
jarðríki."
ísland er
skemmtilegt
„ÞAÐ er gífurlega mikið fjall-
að um ísland um þessar mund-
ir,“ segir Einar Gústafsson
forstöðumaður skrifstofu
Ferðamálaráðs í New York.
„Síðastliðinn föstudag var
stór grein í USA Today og
Condé Nast Travelere r eitt
mesta lúxus-ferðatímarit
Bandaríkjanna. Maður fær
vatn í munninn, íslandsmynd-
irnar í næsta blaði eru svo
flottar." Einar segir líka verið
að undirbúa komu tökuliðs frá
fimm sjónvarpsstöðvum til
hingað til lands.
Island er í tisku um þessar
mundir og segir Einar hluta
skýringarinnar felast í kynn-
ingarherferð skrifstofunnar,
sem hefur sent á sjötta tug
bandarískra blaðamanna til
Reykjavíkur á hveiju ári und-
anfarin fimm ár. „Þetta hefur
skilað sér í mjög flottri umfjöll-
un og maður verður var við
mikinn meðvind, sem ekki var
áður. Það er ekki minna fjallað
um Island en stóru Evrópu-
löndin þessa dagana. Þegar
átakið hófst var kannski
minnst á landið 5-8 sinnum á
ári.“
Umfjöllunin skilar sér líka í
auknum áhuga bandarískra
ferðamanna á að koma til ís-
lands einhvern tíma á lífsleið-
inni. „Reykjavík þykir sérstök
og skemmtileg og íslandi er
alltaf lýst á þann veg að gaman
sé að koma þangað í heimsókn.
Það er til mikið af fallegum
og yndislegum stöðum en
Bandaríkjamenn vilja
skemmtilegheit og umhverfið
heima sér til þess. Á íslandi
er mikið um að vera, fólk er
vingjarnlegt og hresst, allir
tala ensku og amerísk menning
er sýnilegri en til dæmis í
Frakklandi, sem á vel við
marga.“
Aldrei kvartað
Bandarískum ferðamönnum
á Islandi hefur fjölgað um
10.000 síðastliðin fjögur ár og
eru nú um 32.000 á ári. Þar
af koma 65% utan háannatíma
og til algerra undantekninga
heyrir að farþegar séu
óánægðir. „Það er bara ekki
kvartað, sem er alveg einstakt.
Island er erfitt að selja, nafns-
ins vegna og þeirrar ímyndar
sem landið hefur, en þeir sem
fara eru oftast gífurlega
ánægðir," segir Einar. ■
,MANNESKJAN getur í raun hjálpað sér ótrúlega mikið sjálf,
segir Ingunn Thorarensen.
íjórar bækur í flokknum Sjálfs-
hjálparbækur - Leiðarvísir - Vasa.
Þær heita: 1. Þunglyndi, eftir Sue
Breton. 2. Kvíði, fælni og hræðslu-
köst, eftir Elaine Sheehan. 3. Lyst-
arstol og lotugræðgi, eftir Júlíu
Buckroyd. og 4. Sorgarviðbrögð,
eftir Úrsúlu Markham, en þær eru
allar starfandi sálfræðingar á Bret-
landi. Bækurnar eru færðar að ís-
lenskum aðstæðum með viðaukum.
Eins og útgefendur
benda á duga sjálfshjálp-
arbækur ekki einar og
sér til lækninga. Sérstak-
lega ekki þegar um al-
varlegri stig sjúkdóma
eins og þunglyndis og ________
lystarstols er að ræða.
En í þannig tilfellum eru bækumar
samt gagnlegar aðstandendum.
Einnig má benda á að enginn lækn-
ast nema hann vilji það sjálfur og
því er heldur ekki nóg að fara til
læknis og/eða taka lyf án þess að
vinna sjálfur með meðferðinni.
Sjúklingur er líka færari um að lýsa
sjúkdómi sínum ef hann hefur þekk-
ingu á því hvaða myndir sjúkdómur-
inn getur tekið á sig.
„Svarti hundurinn", eins og
þunglyndi er stundum nefnt, er
Hjálp til sjálfs-
hjálpar hefur
alltaf þótt
heilladrjúg
þess eðlis að hann hamlar því að
sjúklingur leiti sér hjálpar. Oft er
stutt á milli þess að vera sjúkling-
ur og heilbrigður og því veit ein-
staklingurinn ekki alltaf hvort eitt-
hvað er að eða hvort hann sé ein-
faldlega „aumingi“ eins og sumir
segja.
I bókinni „Hvað er til ráða gegn
þunglyndi?" er gerð grein fyrir ólík-
um gerðum þunglyndis og öðrum
_________ geðrænum sjúkdómum
sem fela í sér þunglyndi.
Astæður þunglyndis eru
skoðaðar - og viðbrögð
líkamans og gagnverkun
hans á þunglyndi könn-
uð- Því er lýst hvemig
er að vera þunglyndur
og í sjálfsvígshugleiðingum. Síðast
en ekki síst eru gefin ráð um hvar
hjálp sé að finna, hvernig fjölskylda
og vinir geti orðið að liði, hvað sé
hægt að gera til sjálfshjálpar og
hvernig megi veijast þunglyndi.
Bækurnar „Sorgarviðbrögð.
Huggun harmi gegn“, „Kvíði, fælni
og hræðsluköst" og „Lystarstol og
Lotugræðgi" taka á málunum með
svipuðu sniði. Ástandi er lýst og
flokkað, og spáð í hvað valdi og
hvernig vinna megi að bata. Listar
em í bókunum með ábendingum
um frekari lestur og hvar leita
megi hjálpar og svo er greint frá
hjálparsamtökum.
Glæta við fjallsröndina getur með
öðrum orðum gefið von sem hjálpar
einstaklingnum yfír verstu hjallana,
kunni hann að klifra.
Ein er hugpn, ei fær grandað
ólgusjór - né fær á skeri
dauðans hann í dimmu strandað
drottinn sjálfur stýrir kneri.
Þetta er lokaerindið í ljóði sem
birtist fýrst nafnlaust á forsíðu
Þjóðólfs 1872, en síðar kom í ljós
að það var eftir Grím Thomsen.
Kvæðið, ásamt Sonartorreki Egils
Skalla-Grímssonar er að finna í
bókinni Sorgarviðbrögð, og getur
flokkast með ráðum í bókunum sem
nýtast við sjálfshjálpina til lífs án
innri hindrana. Hver bók fjallar svo
ýtarlega um sérhvern sjúkdóm,
bæði á hefðbundinn og óhefðbund-
inn hátt. Aðstandendum er engu
síður hollt að vita að „Rífðu þig
uppúr þessu“ viðkvæðið er frekar
fallið til að viðhalda sjúkdómnum
en að vera einhver hjálp.
„Margir nútímasjúkdómar or-
sakast ef til vill af andlegu álagi,
streitu, mataræði, mengun og
mörgu öðru sem læknavísindin
hafa ekki náð nægum árangri í
lækningu á. En þetta er nú mikið
að breytast og heilbrigðiskerfið
er í ríkara mæli að viðurkenna að
einstaklingurinn getur líka hjálp-
að sér sjálfur," segir Ingunn.
„Hluti af vandanum er að al-
menningur hér, sérstaklega í
dreifbýli, á ekki jafn greiðan að-
gang að sálfræðingum og víðast á
Vesturlöndum," segir hún,
„Tryggingastofnun tekur ekki
þátt í kostnaði við sálfræðiaðstoð
og verður hann því mörgum þung-
ur baggi. Sjálfslyálparbækurnar
eru yfirleitt skrifaðar af sálfræð-
ingum sem eru viðurkenndir er-
lendis sem aðilar sem lækna.“
Bókin um lystarstol er Ingunni
greinilega hugfólgin. Bæði er lítið
til um efnið og þar eru sagðar
sjúkrasögur íslenskra stúlkna. I
bókinni er vitnað í Sæunni Kjart-
ansdóttur hjúkrunarfræðing, sem
hefur rannsakað lystarstol, og
kemur hjá henni meðal annars
fram gagnrýni á atferlislækningar
sem mest er beitt hér.
Áherslan í meðferðinni
er á að fá stúlkurnar til
að borða og verðlauna
þær. „En aðalatriðið er
ekki fá þær til að borða,
segir Ingunn, „heldur þarf að
finna orsök lystarstolsins svo var-
anleg lækning geti átt sér stað.“
Bókaflokkurinn sem kom út í
Bretlandi árið 1996 „sló í gegn“
eins og sagt er. Aðferðir sem þær
eru byggðar á hafa líklega skilað
góðum árangri, en erfitt er að
mæla árangur bókar. Hér komu
þær út í apríl og júní og viðbrögð-
in verið góð. „En,“ segir Ingunn
„auðvitað er þetta þungur róður
fyrir litla útgáfu að standa að
svona hugsjónaútgáfu. Bækurnar
eru forvarnir sem eru hinsvegar
til sparnaðar. Ég held að nálgunin
á efninu sé þannig að hún lijálpi,
komi fólki á sporið og
þá ekki síður fyrir að-
standendur.“
Eftir spjallið við Ing-
unni fer ég út ákveðin í
að athuga betur eigið
mataræði og ákveðin í að lesa
„Létta leiðin til að hætta reyking-
um“ eftir Allen Carr, sem heldur
námskeið út um allan heim, og ég
er jafnvel reiðubúin til að leggja
á mig að taka eina matskeið af
þorskalýsi á fastandi maga til að
komast hjá gigtinni sem liggur í
ættarlitningunum. ■
Sálfræði-
aðstoð oft
þungurbaggi
Notaðu aðeins það besta,
notaðu TREND snyrtivörur
Með TREND nærðu árangri.
TREND naglanæringin styrkir
neglur. Þú getur gert þínar eigin
neglur sterkar og heilbrigðar.
TREND handáburður með Duo-
liposomes, ný tækni sem vinnur
inni húðinni. Einstök gæðavara.
Snyrtivörurnar frá TREND eru fáanlegar
í apótekum og snyrtivöruverslunum um
land allt.
•heNiy
li\E!SD
COSMETICS
Einkaumboð og heildsala
S. Cunnbjörnsson £ CO,
Iðnbúð 8, 2ioCarðabæ.
CÁC ÁÍI7 nn ftQ7 7717 Fax cftc ft?!7