Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ttgttiwlíwlp C 1997 FOSTUDAGUR 1.AGUST BLAD Fæst hjá Omar Evrópu- meistari ÓMAR Halldórsson frá Akur- eyri varð Evrópumeistari ungl- inga í golfl er hann hafði betur í viðureign við ítalann Reale Stefano í bráðabana í keppni unglinga undir 18 ára aldri í Torínó í gær. Ómar lék síðasta hringinn á 74 höggum - sam- tals 219, en Stefano setti niður sitt síðasta högg utan af velli, lék á 75, en jafnaði við Ómar á samtals 219 höggum. Ómar varð síðan sterkari í bráðabana og varð sigurveg- ari og hann og Stefano tryggðu sér rétt til að leika í Rayder-unglingaliði Evrópu, sem mætir Bandaríkjamönn- um á Valderama-vellinum á Spáni í september, eða á sama velli og Ryder-keppni atvinnu- manna verður haldin nokkrum dögum síðar. Stefán samdi við Bayern STEFÁN Logi Magnússon, markvörður 18 ára landsliðsins í knattspyrnu og varamark- vörður Framara, hefur gert tveggja ára samning við þýska stórliðið Bayern MUnchen. Hann gekk frá félagaskiptun- um í gær og heldur til Þýska- lands í næstu viku. Hann mun æfa með unglingaliði félagsins næstu tvö árin eða þar til hann verður 18 ára og mun þá koma í Ijós hvort hann fær atvinnu- mannasamning við félagið. Liverpool vann Noreg LIVERPOOL lék æfingaleik við landslið Norðmanna í Ósló í gærkvöldi og sigraði, 3:1. Robbie Fowler kom Liverpool í 2:0, en varð síðan að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. í fyrstu var talið að meiðsli hans væru alvarleg en síðar kom í ljós að svo var ekki. Þriðja markið gerði Michael Owen fyrir leik- hlé en mark heimamanna gerði Tore Andre Flo. KNATTSPYRNA Amór Guðjohnsen næsli þjálfari Örebro? SÆNSKA blaðið Expressen greindi frá því í gærkvöldi að margt benti til þess að Arnór Guðjohnsen yrði næsti þjálfari Örebro- liðsins, sem hann hefur leikið með síðan 1995. Núverandi þjálf- ari, Sven Dahlkvist, hefur lýst yfir því að þetta verði síðasta ár hans sem þjálfari og hyggst helga sig starfinu sem framkvæmda stjóri félagsins. GRÆNIR af öfundl Félagl Arnórs skoðar grænu skóna hans, eftir að hann hafði sett tvö mörk gegn Orgryte á 36 ára afmælisdegi sínum og var maður lelkslns. Grétar Þór Eyþórsson skrífar frá Svíþjóö Forráðamenn Örebro eru þegar byrjaðir að skyggnast um eft- ir eftirmanni Dahlkvist og samkvæmt Expressen er Arnór langheitasta nafnið í því sambandi. í samtali við blaðið segir Arnór að hann vilji þó leika knatt- spyrnu á meðan meiðsli stöðvi hann ekki, en fái hann beiðni um að taka við liðinu muni hann að öllum líkindum segja já eftir eins og viku umhugsun. „Eins og málin líta út núna vil ég starfa sem þjálfari og ég vil gjarnan starfa í Svíþjóð," segir Amór. Stjórn Örebro er þó nokkur vandi á höndum, þar sem Arnór hefur staðið sig mjög vel á vellinum og gerði t.a.m. bæði mörk liðsins gegn Örgryte á miðvikudaginn var. Við þeirri spumingu hvort til greina kæmi að gerast spilandi þjálfari segir Arnór: „ Vafasamt, en það gæti þó gengið ef ég hef mjög dugmikinn aðstoðarþjálfara." Expressen gefur Arnóri Guð- Forseta og þjálfara Dinamo sagt upp eftirtapið á móti KR Skömm að tapa Fjölmiðlar í Rúmeníu fóru ekki fögram orðum um frammi- stöðu liða sinna í Evrópukeppninni í fyrrakvöld. Þeir segja að Steau Búkarest hafi bjargað heiðri þjóðar- innar, en hin rúmensku liðin féllu úr keppni fyrir minni spámönnum. Fyrirsagnir á borð við „Svartir dag- ar“ - „Hneyksli“ og „Skömm“ sáust í rúmenskum dagblöðum í gær. Stóra áfallið var hjá Dinamo Búkarest sem tapaði fyrir áhuga- mannaliði KR-inga 4:1 samanlagt. Eftir fyrri leik liðanna í Reykjavík, sem KR vann 2:0, var þjálfara liðs- ins, Talnar, vikið úr starfí tíma- bundið og forseti félagsins, Cornel Dinu, sem var landsliðsþjálfari Rúmeníu 1992 og 1993, stjórnaði liðinu í síðari leiknum í Búkarest. Eftir leikinn í fyrrakvöld var bæði þjálfaranum Talnar og forsetanum sagt upp og í gær var nýr þjálfari ráðinn í staðinn. Hann heitir Vioral Hizo (54 ára) og þjálfaði Dinamo- liðið fyrir tveimur áram áður en hann tók við Rapid Búkarest. Árangur KR-inga og ófarir rúm- enskra knattspyrnumanna hefur verið í heimspressunni. Herald Tribune... / C3 johnsen hæstu einkunn fyrir leik hans gegn Örgryte á miðvikudag- inn, eða 5 af 5 mögulegum. Arnór gerði bæði mörk Örebro í 2:0-sigri gegn Örgryte og var allt í öllu hjá Örebro-liðinu. Bæði mörkin vora þramuskot af 25 metra færi. „Það var gaman að spila og ég fylltist eldmóði eftir fyrra markið en það síðara held ég að sé það besta á öllum mínum ferli,“ segir Amór við blaðið, sem lýsir leik Amórs svo: „Fyrir utan mörkin tvö hélt hann sýningu í þeirri list að gefa sendingar sem opna vömina og eins að leika á vamarmenn maður gegn manni“. Sigurður Jónsson lék einnig með Örebro í leiknum og fékk góða einkunn, eða 3 af 5. Stefán Þórðarson sem gerði jöfnunarmark Öster gegn Nor- rköping fær einnig góða einkunn hjá Expressen, eða 3. Ólafur fær nýjan félaga hjá Hibs ÓLAFUR Gottskálksson, landsliðsmarkvörður frá Keflavík, mun leika sinn fyrsta leik með Hibernian gegn Celtic í fyrsta leik liðs- ins í úrvalsdeildiimi í Skot- landi á sunnudaginn, á East- er Road í Edinborg. Annar nýliði mun einnig leika - franski leikmaðurinn Jean- Marc A^jovi-Boco, sem Hibs keypti í gær frá franska lið- inu Lens. Boco er varnar- leikmaður, sem getur einnig leikið sem miðvallarleik- maður. Leikurinn verður sýndur beint í sjónvarpi í Skotlandi. KNATTSPYRNA: FRAKKAR VÖRÐU EVRÓPUMEISTARAHTIUNN í LAUGARDAL / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.