Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MOKGUNBLAÐID 4 DAGLEGT LIF 6 hvitlauksrif 1 egg 1 msk. létt ólivuolia Salt og pipar eftir smekk Hvítlaukur kryddaður með mat Hvítlaukur var dýrkaður af Egyptum til forna, eftirsóttur af grískum íþróttahetjum sem vildu auka styrk og kjark og þótti nauðsynlegur til þess að halda vampírum í skeljum. Hanna Katrín Friðriksen vill ekki hitta vampírur og er dugleg að borða hvítlauk. Hún prófaði að búa til hvítlauksís. LITLA Ítalía í San Francisco er lit- rík og hávaðasöm og þekkt fyrir aragrúa lítilla, skemmtilegra veit- ingastaða og kaffíhúsa sem þar kúra á hverju götuhorni. Lystugum reynist valið vandasamt og ekki verra að hafa leiðbeiningar heima- fólks í farteskinu. í mínum leiðbein- ingum var stórt rautt upphrópunar- merki við veitingastaðinn The Stinking Rose sem er annálaður fyrir sérstæða matreiðslu undir slagorðinu: „Við kryddum hvítlauk- inn okkar með mat.“ Ég trúi því mátulega að hvítlauk- ur sé bjargvættur líkama og sálar eins og menn hafa í árþúsundir vilj- að vera láta. Hins vegar kann ég gott að meta og þefaði því uppi hvít- lauksveitingastaðinn góða, daunillu rósina eins og hann er nefndur upp á íslensku, á 325 Columbus Ave. Staðurinn var fyrst opnaður í Los Angeles en í kjölfar mikilla vin- sælda voru kvíamar færðar út til nágrannaborgarinnar í norðri. Auk hvítlauksmengaðra rétta er á boðstólum mikið úrval alls kyns hluta sem beint eða óbeint tengjast hvítiauk. Matseðilinn er hægt að fá gefíns og skemmtilegan uppskrifta- bækling má kaupa fyrir lítinn pen- ing. Eftir marineruð hvítlauksrif í for- rétt, innbakað hvítlauksbrie í milli- rétt og hvítlaukspasta í aðalrétt, að ógleymdum hvítlauksís í eftirrétt, rölti ég um staðinn og dáðist að skemmtilegum og hugmyndaríkum innréttingum sem minntu á hvítlauk á einn eða annan hátt. Svo spjallaði ég við eigandann og fékk góðfúslegt leyfi hans til þess að dreifa boð- skapnum, með öðrum orðum birta lesendum Daglegs lífs nokkrar áhugaverðar uppskriftir staðarins. Hvítlaukur er líklega ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug að setja út í kokteilinn sinn, en félag- arnir hugmyndaríku hjá The Stink- ing Rose eru með slíkar uppskriftir í fórum sínum. Hér er ein þeirra: Vampíru-Mary 2 skvettur af Tabascosósu 2 skvettur af bitterbrennivíni Morgunblaðið/Kristínn DRUKKIÐ í návist vampíru. 15 skvettur af Worchester 'A tsk. piparrót 'A tsk. fínt saxaður hvitlaukur 15 skvettur af salti 15 skvettur af pipar 'A tsk. kreistur limesafi 'A tsk. kreistur sítrónusafi 45 ml vodki (1 únsa) 180 ml tómatsafi (6 únsur) Setjið í hristara ásamt ísmolum. Hristið vel. Drekkið í návist vamp- íru. Hvítlauksmajones er kannski ekki það allra hollasta, en hverjum er ekki sama? Uppskriftin flýtur Setjið mjólkina, hvitlaukinn og vanilluna í nokkuð stóran „Er virkilega hvítlaukur í ísnum?“ Þetta mun vera algengasta spurningin af mörgum sem starfsmenn The Stinking Rose fá frá vantrúa gestum. Og vissu- lega er hvítlaukur í ísnum, um það get ég vitnað. En reyndar ekki fyrr en ég prófaði að búa ísinn til heima, á veitinga- staðnum voru bragðlauk- arnir orðnir of dofnir til þess að ég áttaði mig al- mennilega á því. Þetta er mjög athyglisverður réttur og flestir sem hægt var að fá til að smakka á framleiðsl- unni á annað borð gáfu honum góða einkum. En dæmi hver fyrir sig - ef hann þorir: 3 bollar mjólk 'A tsk. saxaður eða pressaður hvítlaukur. 1 klofin vanillubaun. (vanillusykur er örugglega i lagi að nota) Pressið hvítlaukinn og bætið eggjarauðunni út í. Hrærið þar til orðið er jafnt og laust við kekki. Bætið ólívuolíunni mjög hægt út í, nokkrum di'opum í einu, og hrærið hægt í blöndunni á meðan. Ki-ydd- ið að lokum með pipar og salti. 1 bolli rjómi 'k 1 bolli sykur 9 eggjarauður Trylltur uppi á Jjöllum Til að losa um áratuga gamla reiði fór Pálmi Benediktsson einsamall í öræfaferð og öskraði hástöfum. Hann segir Hrönn Marinósdóttur frá þeirri lífsreynslu og starfí sínu í Danmörku sem meðferðarráð- gjafí fyrir vímuefnaneytendur. UM tíma bjó Pálmi Benediktsson á almenningsbekk í miðri Kaup- mannahöfn, þá forfallinn eiturlyfja- neytandi, en frá íslandi hrökklaðist hann fyrir sautján árum. „Ég var kominn í strætið, íslendingar höfðu fengið nóg af mér og ég af þeim svo ég flutti til Danmerkur og hélt áfram viðteknum hætti. Eftir um árs dvöl komst ég með hjálp góðra vina og fjölskyldu minnar í meðferð til Bandaríkjanna á Freeport-meðferðarstofnunina í New York-fylki og þá urðu þátta- skil í lífi mínu.“ Pálmi sneri aftur til Danmerkur að fjórum mánuðum liðnum, nýr og betri maður. Fljótlega hóf hann ráð- gjafarstörf fyrir alkóhólista og eitur- lyfjaneytendur, starfaði m.a. sem upplýsingafulltrúi á Von Veritas, meðferðarstofnun sem var um tíma í eigu íslendinga. 800 skjólstæðingar Pálma Sé miðað við Bandaríkin, Ítalíu, Sviss og fleiri Evrópulönd eru Danir aftarlega á merinni hvað meðferð við vímuefnum varðar, að sögn Pálma. „Eiturlyfjaneysla er mikið vandamál í Danmörku, skráðir fíklar eru um 12.000 en áreiðanlega eru þeir mikið fleiri." Pálmi hefur átt mikinn þátt í að þróa nýja vinnuhætti við afvötnun eiturlyfjaneytenda. Aðferðin á rót sína að rekja til Bandaríkjanna, kall- ast Minnesota-meðferðin og er notuð á fjölda meðferðarheimila í Dan- mörku. Samanlagt hafa um 800 eit- urlyfjaneytendur notið handleiðslu Pálma, en lengst af hefur hann unnið MorgunblaðitVJim Smart PALMI Benediktsson rekur litla upplýsingamiðstöð í Danmörku fyrir fólk sem hefur lokið vímuefnameðferð en á í vandræðum með tilfinningar sínar. fyrir sveitarfélögin, meðal annars á Jótlandi og komið upp athvörfum fyrir eiturlyfjafíkla sem eru enn í neyslu. „Þetta eru nokkurs konar kaífístofur þar sem fíklar koma sam- an, hitta ráðgjafa og vandamálin eru rædd í ró og næði. Litið er á þessa óformlegu fundi sem undirbúning fyrir meðferðina sjálfa, en markvisst er unnið með afneitunina og fólki komið í skilning um að erfiðleikar þeirra hófust í mörgum tilfellum strax í bamæsku. Fíklar hafa í flest- um tilfellum alist upp við mjög erfið- ar fjölskylduaðstæður þar sem fyrir eru alls konar kvillar, til dæmis vinnufíkn, alkóhólismi, meðvirkni og þar fram eftir götunum. Búið er að berja inn í höfuðið á þeim margra ára sektarkennd og skömm en rót> gróið er í uppeldi svo margra að mega ekki sýna neinar tilfinningar. Ailtaf er verið að skamma bömin til hlýðni. Mitt hlutverk felst þá í að reyna að losa um þessar tilfinningar og koma fíklinum í skilning um að ekki er við hann einan að sakast." Alkóhólismi er arfgengur Alkóhólismi er arfgengur sjúk- dómur og mjög flókinn, en því lengur sem hann fær að „grassera“ því erf- iðari er hann viðureignar," segir Pálmi. „Ég hef rissað hann upp í lag- inu eins og tré; ræturnar eru sektar- kennd og skömm, jarðvegurinn er afneitun en sjúkdómseinkennin eru æði mörg. Sem dæmi má nefna þunglyndi, sjálfsvorkunn, einmana- kennd, öfundsýki og kvíða. Vímuefn- in eru því ekki aðalvandamálið held- ur bældar tilfinningar sem aldrei hafa fengið útrás. Leitað er í eitur- lyfin því þau deyfa vanlíðanina og virka sem eins konar meðal sem verður að fíkn. Margir verða af sömu orsökum sjúkir í eitthvað allt annað, en mörg dæmi eru um fólk sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.