Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.08.1997, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LÍF SÝNDARGÆLUDÝRIN til vinstri hafa farið signrför um heiminn í milljónavi's og eiga því hvíldina skilið. POPPDROTTN- ingin Kyoko Date leikur í augiýsing- um, tyggur tyggjó og á afmæli í októ- ber. Sýndarheimur og ofurraunsæi í leikfangalandi ; “V,- Börn í Barbí-leik geta valið starfsgreinar af tölvugeisladiski og japanska unglingastjarn- an Kyoko Date er hvorki af holdi né blóði. Brosmilda-Bekkí, sem er í hjólastól, kemst hins vegar hvorki lönd né strönd. Helga Kristín Einarsdóttir skoðaði netfréttir af sýndar- og samviskuleikföngum. TÖLVUSÖNGKONAN Kyoko Date er grannvaxin, stuttklippt, með stút á vörum og í míkró-stuttbuxum. Hún er 16 ára og verður næsta unglinga- stjarna Japan, fái umboðsmaður hennar, Yoshitaka Osawa, nokkru um það ráðið. Kyoko Date var mark- aðssett í fyrravor og farin að „leika“ í auglýsingum heima fyrir, löngu áð- ur en geisladiskur með gervisætum tölvutónum náði eyrum hlustenda. Osawa segir fröken Date hafa marga kosti framyfir starfssystkini af holdi og blóði. Hún hvorki gildnar né eldist og lætur engin eiturefni oní í sinn tölvumaga. í æviágripi er greint frá hæð, lík- amsþyngd og fæðingardegi, og eins og lög gera ráð fyrir, hinum stöðuga slag við sýndarkílóin, sem haldið er víðs fjarri með hnefaleikum og dansi. Kyoko Date tyggur líka tyggjó, horfir á Toy Story og er alltaf með einnota myndavél í hand- töskunni, líkt og 85% japanskra skólastúlkna. „í Tókíó er ekki gott að átta sig á því hvar landamæri sýndarheims og veruleika liggja," hefur Electronic Telegraph eftir bandarískum blaða- manni. „Ömmur í kimono-sloppum hneigja sig fyrir hraðbankanum, ung pör fara á stefnumót með leikjatölv- ur í sitt hvorri hönd, og starfsmenn hjá Toyota kjósa vélmenni í stjórn verkalýðsfélagsins." Tölvusamband fyrir einmana, feimna og fláráða Mun færri Japanar nota alnetið en tíðkast á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum, þótt það fari vax- andi. Yoshihisa Kurosawa, 24 ára tölvuþrjótur, vill að fleiri japanskar konur nýti sér spjallrásir alnetsins, því hann er svo feiminn. „Eins og málum er háttað nú er yfir helmingur kvenna á netinu í Japan karlar sem villa á sér heimild- ir til þess að véla dýrar gjafir út úr einmana kynbræðrum," segir Kuro- sawa í netútgáfu Telegraph. Fleiri leiðir gefast fyrír þá sem ekki þora að fást við lifandi verur. Japanski uppeldisleikurinn „Princ- ess Maker“ hefst á fæðingu stúlku- barns og sá sem spilar þarf að ann- ast uppeldi, velja skóla, gefa vasa- pening og leggja lífsreglurnar. Sé viðkomandi gott foreldri liggur leið dótturinnar í kennara- eða læknis- nám. Ef ekki strýkur hún að heiman og leggst í vændi. Er leikur þessi sagður vinsæll hjá einhleypum karlmönnum og vina- lausum. Barbí bandaríska leikfangarisans Mattel kom út á tölvugeisladiski á liðnu ári svo bömin geta keypt handa henni mismunandi dægradvöl. Vinsæl starfssvið eru tískuhönnun og kvikmyndaleikur og getur not- wm andinn leikstýrt Barbí í nýjustu kvikmynd sinni ef þvi er að skipta. Hálf milljón geisladiska með Barbí í tískuleik hefur þegar selst, samkvæmt tölvublaði Telegraph. Mun Mattel ætla að gefa út þrjá nýja diska með fleiri starfsgreinum, >§|| eins og til dæmis hárgreiðslu. í sumar kom líka á markað í Banda- 5 ríkjunum Barbí sem talar þegar hún er \í| tengd við heimilistölvuna. Barbí þessi lítur 1 út eins og sú gamla en er ætlað að líkja eftir venjulegri manneskju. Fylgihlutir Spjall-Barbí eru CD-Rom diskur, lítil einkatölva, rafhlöður segulbandstæki og þráðlaus sími. Allir bleikir. Barbí Bond BÖRNIN geta búið til kvikmynd um Barbí í tölvu. Spjall-Barbi er með kísilflögu í maganum sem ger- ir henni mögulegt að hreyfa rósrauðar varir í sam- ræmi við tal á radd-kubbi. Tölvugeisladiskurinn er tengdur við innrauðan, þráðlausan sendi sem falinn er í lyklaborði Barbíai' og þegar hún sest við tölvuna sína tekur mótttökubúnaður í demantshálsmeni hennar við merkinu. Ég heiti Bond, Barbí Bond. En Barbí er ekki bara gengin sýndarveruleikanum á hönd. í maí setti Mattel á markað vinkonu handa henni, Brosmildu-Bekkí, sem er fótluð. Bekkí er með rauðbrúnt hár og í bleikum hátæknihjólastól með lit- hverfum dekkjum, sem duga skammt þvi stóllinn kemst ekki leiðar sinnar í húsi Barbíar við Malibu- strönd. Leið ekki á löngu þar til forráðamenn Mattel aft- urkölluðu Brosmildu-Bekkí, heldur skömmustulegir, sem greint var frá í fréttatímum helstu sjónvai'ps- stöðva í Bandaríkjunum. „Alísjón-maðurinn", er nýorðinn þrítugur, átta ár- um yngri en Barbí, og hefur einnig náð að hlaupa uppi tímans takt. Fyrr á þessu ári eignaðist hann vin, þeldökka hnefaleikakappann Krunch, sem ætlað er að leggja honum lið í eilífri baráttu við Doktor X og Prófessor Holdfúa. Talsmenn framleiðandans Hasbro, þvertaka fyrir að Krunch sé tilkominn vegna samfélagsþrýstings, en í órdaga var athafna- MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 B 5 maðurinn sem er 15 sinni var í upphafi, o{ sem notendur ki tölvugeisladiski Apple Macintos um um tamago knái jafnan fyrirmynd ifja, engilsaxneskra óláta- njósnari, hermaður eða Buddar a villigötum Japanska leikfangafyrirtækið andai framleiðir 1,5 milljónir tama- otchi-sýndargæludýra á mánuði, er 15 sinnum meira en ráðgert í upphafi, og nú eru sýndareggin notendur koma á sjálfir á legg, á fyrir Windows 95 og Macintosh. Sitt sýnist hverj- um tamagotchi og margir hafa áfallahjálp. eftir að dýrin geisp- skyndilega sýndargolunni. Nokkrir sýndarkirkjugarðar eru 1 á vefnum handa syrgjendum tamagotchi og hafa fáeinir Búdda- munkar, sem vildu sinna slíkri þjónustu fyrir raunverulegt fólk, verið að drukkna í fyrirspurn- um. Til þessa hafa þeim borist 5.000 umsóknir frá forráða- mönnum og -konum sem vildu „grafa“ sýndai'gælu- dýrin sín hjá þeim. Tólf voru vegna lát- inna lögpersóna. Munu öll börn fram- tíðarinnar ramba á barmi veruleika og sýndarheims? MÆÐGURNAR Þórhalla og Inga Björg við saumavélina. Morgunblaðið/Jim Smart ^ Þvottaskjóða sem fer um landið og miðin Morgunblaðið/Kristinn ÞOLFIMI-Barbí hefur fyrir þvi að halda línunum í lagi. STUNDUM eru það tilviljanir sem eru ráðandi í lífí okkar, allavega er óhætt að segja það um hana Þórhöllu S. Sigmarsdóttur. Upphaf þess að hún fór út í eigin atvinnurekstur má rekja til þvottar á spangarbrjóstahöldum. Þau skiluðu sér spangarlaus út úr þvottavélinni og þar sem Þórhalla hafði áhyggjur af því að spangirnar gætu eyðilagt þvottavélina, þá hringdi hún á raftækjaverkstæði. Þar var henni sagt að svona óhöpp væru mjög algeng og að spangirnar gætu farið illa með vélarnar, jafnvel eyðilagt þær. Hentugt fyrir allan viðkvæman þvott Þórhalla, gift og tveggja barna móðir í fullri vinnu utan heimilis, hafði engan áhuga á því að fara að bæta við sig heimavinnu með því að fara að handþvo blessuð höldin. Vandamálið þurfti að leysa á annan hátt. Hún keypti svokallaðan „þvottapoka" sem voni innfluttir og til þess gerðir að vernda við- kvæman þvott í þvottavélum. -aSL „Þessi innflutta þvottaskjóða reynd- ist ekki vel því hún var svo gróf að | spangir gátu auðveldlega farið í gegn- j um efnið. Það varð því úr að ég fór að % hanna og sauma mína eigin þvottaskjóðu, enda hef ég alltaf haft gaman af sauma- skap.“ Það tók Þórhöllu töluverðan tíma að hanna þvottaskjóðuna sem hún notaði eingöngu sjálf í upphafi. Skjóðan reyndist mjög vel, ekki bara fyrir brjóstahöld held- ur fyrír allan viðkvæman þvott, m.a. peys- ur sem vilja teygjast í þvotti. Þá segir Þór- halla þægilegt að þvo smáhluti s.s. sokka í þvottaskjóðunni og skella henni síðan í þurrkarann. Kórinn kom hreyfingu á málið Það var svo þegar Þórhalla mætti með eintak af þvottaskjóðunni á kóræfingu í Kvennakórnum, að hreyfing komst á málin. „Ég ætlaði varla að þora að sýna stelpunum skjóðuna. Mér tókst þó að manna mig upp í það og þær tóku framtakinu vel. Margar vildu prófa skjóðuna og eftir þetta mætti ég ekki á æfingu án þess að vera með nokkrar þvotta- skjóður í töskunni." Smám saman fór boltinn að rúlla. Skjóðan góða var notuð til fjáröflunar fyrir söngferðalag Kvennakórsins til Ítalíu síðastliðið sumar og Það er alltaf ánægjulegt þegar einstaklinffum tekst að skapa sér starf. Helga Barðadóttir heimsótti unga konu sem áður en hún vissi af var komin á kaf í eigin atvinnurekstur og hefur gaman af. hún prenta sérhannaða poka utan um hana. Fiskisagan flýgur og einn daginn fékk Þór- halla upphringingu frá Hafrannsóknastofnun. „Ég var spurð hvort ég gæti saumað fyi-ir þá poka úr samskonar efni og þvottaskjóðan, en öðruvísi að lögun. Þeir vildu fá mjórri og lengri poka sem átti að nota við tilraunaverkefni úti á Faxaflóa, þannig þvottaskjóðan mín er komin til sjós,“ segir Þórhalla brosandi. Og ekki er enn allt upptalið, Þórhalla hefur saumað hettur sem koma sér vel í mátunarklefum kvenfata- verslana. „Með því að smeygja hettunni yfii' höfuðið er komið í veg fyrir að andlitsfarði kom- ist í fötin sem verið er að máta, en svipaðar hettur eru notaðar víða erlendis." Burt úr hjónaherberginu Nú er svo komið að fjölskyldan er farin að hugsa um að festa kaup á stærra hús- næði því það gengur ekki lengur að hafa fyrirtækið inni í hjónaherberginu. Um- svifin eru enda orðin mikil og Þórhalla segist leita til móður sinnar, tengda- móður og frænku eiginmannsins þegar mest sé að gera. Þórhalla sagði að það hafi aldrei hvarflað að sér að hún ætti eftir að fara út í eigin fyrirtækjarekstur og framleiðslu á eftirsóttri vöru. „I byrjun var þetta mjög óraunveru- legt og ég átti erfitt með að trúa því að mér gæti gengið svona vel.“ VIII ekki taka lán ÞVOTTASKJÓÐA. áður en Þórhalla vissi af var hún komin á kaf í framleiðslu á þessu þarfaþingi. Að lokum fóru mál svo að hún kvaddi sinn gamla vinnustað og hóf að sauma þvottaskjóður í hjónaherberginu heima hjá sér. „Það kemur sér vel að geta unnið heima, því við eigum ung böm,“ segir Þórhalla sem fram- leiðir nú þvottaskjóður fyrir þrjátíu söluaðila um allt land. Upphaflega pakkaði hún skjóð- unni í venjulega glæra plastpoka en nú lætur Þegar Þórhalla fór að gera sér það ljóst að hún stefndi óðfluga á eigin atvinnurekstur, fór hún á námskeið um rekstur smáfyrir- tækja hjá Iðntæknistofnum, sem hún segir hafa verið mjög gagn- legt. „Eg var líka svo heppin að fá styrk frá félagsmálaráðuneytinu sem kom sér afskaplega vel því ég hef ekki vilj- að taka lán útá þetta. Ég hef reyndar þurft að taka af sparifé fjölskyldunnar, en það er engin eftirsjá að því núna.“ Sama dag og Daglegt líf heimsótti Þórhöllu fékk hún bréf frá Einkaleyfisstofu sem færði henni þær fréttir að nú væri hún komin með einkaleyfi á nafninu Nytja, en það er nafnið á fyrirtækinu hennar sem framleiðir Þvotta- skjóðumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.